Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2010, Side 25
Gylfi til fylkis Fylkismenn eru byrjaðir að styrkja
sig fyrir næsta tímabil í knattspyrnunni en Gylfi Sigurðsson er á
leið aftur til félagsins. Fótbolti.net greindi frá þessu um helgina.
Gylfi hefur leikið sem atvinnumaður með Lilleström, Leeds og
Brann undanfarinn áratug en hann hefur lítið fengið að spila hjá
Brann síðastliðin misseri. „Það voru aðrir möguleikar í stöðunni
en mér fannst það rétta í stöðunni að fara í Fylki. Mig langar að
fara þangað og reyna að rífa þetta aðeins upp þar,“ sagði Gylfi
við Fótbolta.net. Enn á eftir að undirrita samninginn.
Pétur Markan skrifar undir við víkinG
Nýliðar Víkings í Pepsi-deildinni lönduðu sínum fyrsta leikmanni um helgina
þegar kantmaðurinn Pétur Georg Markan skrifaði undir þriggja ára samning
við Fossvogs-félagið. Pétur hóf knattspyrnuferil sinn í Víkingi en yfirgaf félag-
ið í þriðja flokki. Pétur sem er 29 ára á að baki 36 leiki í efstu deild með Fjölni
og Val en í þeim skoraði hann tólf mörk. Hann lék í sumar með Fjölni í 1. deild-
inni þar sem hann skoraði tíu mörk í 21 leik.
MOlar
Schwarzer Sáttur
n Ástralski markvörðurinn Mark
Scwarzer er orðinn sáttur hjá Ful-
ham í augnablikinu eftir heitar deilur
í byrjun tímabils-
ins þegar Arse-
nal vildi kaupa
hann en Fulham
neitaði. „Ég er
mjög ánægð-
ur hjá Fulham.
Stuðningsmenn-
irnir eru frábærir
og ég hef notið
hverrar mínútu hérna. Fyrstu mán-
uðir tímabilsins hafa verið erfiðir en
stuðningsmennirnir hafa verið það
magnaðir að ég er farinn að njóta
fótboltans aftur,“ segir Schwarzer
en aðspurður um mögulega sölu til
Arsenal í janúar svarar hann: „Hver
veit? Við verðum bara að bíða og sjá
með það.“
tevez hugSar
um að hætta
n Argentínumaðurinn Carlos Tevez
hefur sjaldan bundið bagga sína
sömu hnútum og aðrir en nú heldur
hann því fram að
hann sé orðinn
gamall, aðeins 26
ára, og er farinn
að hugsa um að
hætta í knatt-
spyrnu. Hann
segir stressið og
álagið í ensku
úrvalsdeild-
inni vera að gera út af við sig, bæði á
líkama og sál. „Ég er orðinn gamall
maður núna. Þegar ég tala um að
hætta er ég að meina að hætta al-
farið, ekki bara í landsliðinu. Eins
og staðan er núna veit ég samt ekki
hvort ég haldi áfram í einn mánuð
einn, eitt, þrjú eða fimm ár. Það verð-
ur bara að koma í ljós,“ segir Tevez.
Sanchez til
í united
n Sílemaðurinn Alexis Sanchez
sem gerði það gott á heimsmeist-
aramótinu í sumar hefur lýst því
yfir að hann væri til í að spila fyrir
Manchester United. Sanchez hefur
verið á meðal eft-
irsóttustu manna
Evrópu undan-
farin tvö ár en
hann leikur með
Udinese á Ítalíu.
Hann er samn-
ingsbundinn
Udinese til 2014
og þyrfti United
því að borga um 17 milljónir punda
fyrir hann vildi Ferguson sér landa
stráknum. „United? Auðvitað væri
ég til í að spila fyrir þannig félagið.
Ég vil samt ekkert vita um fram-
göngu mála fyrr en það er komið á
eitthvert alvörustig,“ segir Sanchez.
Pato dreymir
um Barca
n Brasilíska undrabarnið Pato sem
leikur með AC Milan á Ítalíu segir
að hann myndi aðeins yfirgefa San
Siro fyrir Barcelona. Síðustu misseri
hefur Pato sterklega verið orðaður
við Chelsea og
Manchester City
en Carlo Ancel-
otti, stjóri Chel-
sea, er einlægur
aðdáendi pilt-
sins. „Ég er stolt-
ur af áhuga City
en ég er leikmað-
ur Milan og er
ánægður hér. Ef ég yfirgef Milan einn
daginn myndi ég vilja klæðast treyju
Barcelona. Ég held að ég myndi að-
eins yfirgefa Milan fyrir Barcelona,“
segir Pato sem jafnan er kallaður
„öndin“.
mánudagur 11. október 2010 sPOrt 25
Ísland mætir Portúgal á Laugardals-
velli á þriðjudagskvöldið klukkan
19:45 í undankeppni Evrópumótsins
sem fram fer í Póllandi og Úkraínu
árið 2012. Íslenska liðið verður án
margra sterkra leikmanna sem verða
með U21 árs liðinu í umspilsleikjun-
um gegn Skotlandi ytra. Vantar í liðið
frá síðasta byrjunarliði þá Gylfa Sig-
urðsson, Aron Einar Gunnarsson,
Eggert Gunnþór Jónsson, Jóhann
Berg Guðmundsson og Rúrik Gísla-
son. Auk þess sem Kolbeinn Sigþórs-
son sem kom inn á sem varamaður
gegn Danmörku er ekki til taks né
Birkir Bjarnason.
Uppselt er á leikinn fyrir löngu
en langt er síðan miðasala gekk svo
vel. Er það augljóslega vegna komu
Cristianos Ronaldos sem verður
væntanlega með portúgalska lið-
inu á Laugardalsvellinum. Portúgal-
ar hófu undankeppnina hræðilega
með jafntefli gegn Kýpur á heima-
velli en liðið fór létt með Dani síðast-
liðinn föstudag, 3-1. Þar fóru einmitt
félagarnir Ronaldo og Nani, leik-
maður Manchester United, á kost-
um.
Eiður Smári Guðjohnsen er kom-
inn aftur í íslenska landsliðshóp-
inn og má fastlega búast við honum
í byrjunarliði Íslands. Hann hefur
þó lítið fengið að spila hjá Stoke í
ensku úrvalsdeildinni og stjóri liðs-
ins, Tony Pulis, verið duglegur að
bauna á Eið fyrir það hversu slöku
formi hann er í. KSÍ hefur gefið það
út að Ólafur Jóhannesson verði ekki
dæmdur af þessum leik þar sem það
setti stólinn fyrir dyrnar hjá honum
hvað varðar liðsvalið.
tomas@dv.is
Uppselt og allt klárt fyrir Portúgals-leikinn:
Ronaldo á Laugardalsvelli
„Við erum bara búnir að vera róleg-
ir í dag,“ sagði Aron Einar Gunnars-
son, leikmaður U21 árs liðs Íslands,
þegar DV náði tali af honum í gær.
Aron er einn af sjömenningunum
sem Eyjólfur Sverrisson fékk frá
A-landsliðinu en hann var á meðal
bestu manna íslenska liðsins þegar
það lagði það skoska, 2–1, síðast-
liðinn fimmtudag. Liðið æfði ekki í
gærmorgun eftir ferðalagið og voru
herbergisfélagarnir Aron og Rúrik
Gíslason að horfa á DVD þegar DV
sló á þráðinn. Ekki fékkst upp úr Ar-
oni á hvað þeir félagarnir voru að
horfa. „Á ég að segja honum það?“
spurði Aron Rúrik. „Segjum bara
Terminator,“ segir Aron svo og hlær.
Sjálfstraustið í botni
Það var einfaldlega getumunur á
liðum Íslands og Skotlands þeg-
ar liðin mættust á fimmtudaginn
á Laugardalsvellinum. Strákarnir
voru afar kokhraustir eftir leikinn í
öllum viðtölum og hafa lofað sigri
ytra. „Sjálfstraustið er í hámarki,
eðlilega,“ segir Aron. „Þetta er samt
ekkert búið, það er bara hálfleik-
ur í þessari viðureign. Við erum
samt klárir í þennan leik á morg-
un og ætlum að klára þetta verk-
efni,“ sagði Aron en mun það ekki
hjálpa Íslandi að nú þurfa Skotarn-
ir að sækja?
„Auðvitað. Menn sjá bara þessa
framlínu okkar. Kolbeinn, Jói Berg,
Gylfi og nú er Rúrik orðinn klár og
kemur inn í þetta. Þetta eru fjórir
menn í landsliðsklassa þannig að
ef Skotarnir opna sig eitthvað verð-
ur þeim bara refsað. Við klárum
þetta lið ef það ætlar að setja ein-
hverja pressu á okkur,“ segir Aron.
Skúli Jón Friðgeirsson og Hólmar
Örn Eyjólfsson eru báðir í banni
og þarf Eyjólfur því að fikta að-
eins í varnarlínunni annan leikinn
í röð. „Það er vídeó-fundur á eftir.
Jolli hatar þá nú ekkert. Það verð-
ur fróðlegt að sjá hvern hann setur
í miðvörðinn,“ segir Aron.
Eigum útileikinn
eftir gegn Portúgal
Þar sem Aron verður að spila
með U21 árs liðinu missir hann af
skemmtilegum leik með A-lands-
liðinu á Laugardalsvelli þar sem
Cristiano Ronaldo og félagar í
Portúgal verða í heimsókn. Þetta
hefur verið rætt innan liðsins og
einbeitir Aron sér að verkefninu
gegn Skotum en auk hans eru auð-
vitað sex aðrir sem væru eðlilega í
hópnum gegn Portúgal.
„Auðvitað vill maður spila með
A-liðinu en við eigum útileik-
inn eftir gegn Portúgal og ég spila
hann bara. Maður spilar bara með
því liði sem maður er valinn í. Við
erum löngu búnir að ræða þetta
allt saman og núna einbeiti ég mér
að verkefninu gegn Skotlandi. Ég
reyni bara að fylgjast með leiknum
gegn Skotlandi og athuga hvort það
nær ekki einhver að tækla Ronaldo
fyrir mig,“ segir Aron Einar Gunn-
arsson.
Kominn aftur Eiður Smári
verður með Íslandi gegn
Portúgal. Mynd róbErT rEyniSSon
Red Bull
daguR á
Suzuka
U21 árs lið Íslands í knattspyrnu
er níutíu mínútum frá sæti í loka-
keppni Evrópumótsins sem
fram fer á næsta ári. Það
mætir Skotum í dag ytra og
leiðir eftir fyrri leikinn á
heimavelli, 2–1. Aron Einar
Gunnarsson er sigurviss,
eins og liðið allt, sem
var miklu betra en
það skoska í fyrri
leiknum.
„Sjálfstraustið
er í hámarki“
TóMAS þór þórðArSon
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Við klárum þetta lið ef það
ætlar að setja ein-
hverja pressu á okkur.
Sterkur Kolbeinn Sigþórsson fór
illa með varnarmenn Skotlands í
fyrri leiknum en var óheppinn upp
við markið. Mynd EGGErT JóhAnnESSon