Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2012, Page 4
4 Fréttir 14. mars 2012 Miðvikudagur
Guðgeir í sjálfsvígshættu
n Sýndi merki um andlegt ójafnvægi og er undir sérstöku eftirliti
G
uðgeir Guðmundsson, sem ját-
að hefur að hafa ráðist á Skúla
Eggert Sigurz og veitt honum
lífshættulega áverka með hníf
þann 5. mars síðastliðinn, er talinn
vera í sjálfsvíghættu og er því und-
ir sérstöku eftirliti á Litla-Hrauni þar
sem hann er í gæsluvarðhaldi.
Samkvæmt heimildum DV var
Guðgeir óstöðugur á geði og sýndi
merki um að vera í miklu andlegu
ójafnvægi. Hann var úrskurðaður í
áframhaldandi gæsluvarhald til 4.
apríl næstkomandi.
Guðgeiri var gert að gangast undir
geðrannsókn, en hún er framkvæmd
af dómkvöddum geðlækni.
Ástæða árásarinnar er talin vera
innheimtubréf frá Lagastoð, þar sem
Skúli er framkvæmdastjóri. Skuld-
in hljóðaði upphaflega upp á 80.000
krónur en Guðgeir og Skúli höfðu
komist að samkomulagi um að hún
skyldi lækkuð um 30.000 krónur áður
en Guðgeir lét til skarar skríða og
veittist að Skúla með stórum veiði-
hníf.
Guðgeir býr í 60 fermetra blokk-
aríbúð í Breiðholtinu sem hann
keypti 1998. Í dag hvíla á henni tæpar
sjö milljónir króna en hún er metin á
12 milljónir samkvæmt fasteignamati
ríkisins. Guðgeir er ekki á vanskila-
skrá og aldrei hefur verið gert fjárnám
á hans nafni. Svo virðist sem að hann
eigi tæpan helming í fasteign sinni og
því virðist hann ekki hafa verið á von-
arvöl í fjárhagslegu tilliti. Guðgeir er
menntaður rafeindavirki úr Iðnskól-
anum og hefur starfað sem leiðbein-
andi hjá litlu tæknifyrirtæki frá 2005.
hanna@dv.is
Ostborgari
franskar og 0,5l gos
Máltíð Mánaðarins
Verð
aðeins
1.045 kr.
d
v
e
h
f.
2
0
12
/
d
av
íð
þ
ó
r
Stigahlíð 45-47 | Sími 553 8890
*gildir í mars
S
kotið var á heimili Hilmars
Leifssonar í Kópavogi þann
21. febrúar síðastliðinn. Sam-
kvæmt heimildum DV teng-
ist hinn meinti árásarmaður
undirheimum Reykjavíkur. Enginn
meiðsli urðu á fólki við skotárásina en
skotvopnið sem notað var á ekki að
hafa verið mjög öflugt. Skotið fór þó í
gegnum rúðu í húsinu.
Skráður framkvæmdastjóri
Óljóst er hvað vakti fyrir árásarmönn-
unum, en Hilmar er framkvæmda-
stjóri fyrirtækis en sambýliskona
hans er skráður eigandi fyrirtækisins
sem heitir Leifur-þjónusta og teng-
ist starfsemi þess leigu á atvinnuhús-
næði. Samkvæmt nýjasta ársreikningi
félagsins, sem er frá árinu 2008, á fé-
lagið sex fasteignir og nam hagnaður
þess tíu milljónum króna en skuldir
félagsins námu sextíu og fjórum millj-
ónum króna.
Mikil harka í undirheimum
Ólga ku vera í undirheimum Reykja-
víkur vegna skotárásarinnar en að
minnsta kosti einn þeirra sem grun-
aður er um skotárásina á að tengjast
Outlaws-samtökunum. Samkvæmt
heimildarmanni DV er mikil spenna
í loftinu vegna árásinnar og óttast er
að hennar kunni að verða hefnt. Þrír
menn voru handteknir grunaðir um
að tengjast skotárásinni, en engin
kæra var lögð fram á hendur þeirra.
Mikil harka er hlaupin í undirheima
Reykjavíkur og samkvæmt heimildar-
manni DV hefur umhverfið breyst
mikið á undanförnum tveimur árum.
Fleiri árásir tengdar Outlaws
Fleiri árásir sem tengjast Outlaws
hafa átt sér stað að undanförnu. Þann
27. febrúar, sex dögum eftir skotárás-
ina, var bensínsprengju kastað í hús
í Hafnarfirði með þeim afleiðingum
að mikill eldur braust út. Í húsinu búa
menn sem tengjast Outlaws. Íbúarnir
voru ekki heima þegar bensínsprengj-
unni var kastað í húsið. Vegna tengsl-
anna við Outlaws-samtökin voru uppi
vangaveltur um hvort íkveikjan tengist
uppgjöri í undirheimunum, en ekki er
vitað hvort bensínsprengjan tengist
skotárásinni.
Þá tengjast tveir menn sem í dag
sitja í gæsluvarðhaldi vegna skotárás-
ar í Höfðahverfi Outlaws-samtök-
unum. Sú árás er talin tengjast fíkni-
efnaskuld, en við rannsókn málsins
lagði lögreglan hald á stórt vopnasafn
á heimili aðila sem talinn er tengjast
samtökunum.
Það mál er fyrir dómi en athygli
vakti að aðalvitnið í málinu bar fyrir
sig minnisleysi og vildi draga til baka
bótakröfu á hendur ákærðu.
Fjórir einstaklingar sem allir tengj-
ast öðrum mótorhjólasamtökum,
Hells Angels, sitja í gæsluvarðhaldi
vegna hrottalegrar líkamsárásar á
konu í Hafnarfirði í desember á síðasta
ári. Þar á meðal er Einar „Boom“ Mar-
teinsson, forseti Hells Angels á Íslandi.
Einar er talinn hafa skipulagt árás-
ina á konuna, en hann á að hafa tal-
ið hana hafa hótað sér og öðrum
meðlimum samtakanna. Samkvæmt
gæsluvarðhaldsúrskurði á að hafa ver-
ið gefið út „veiðileyfi“ á konuna með
SMS-skilaboðum til nokkurra einstak-
linga.
Konan nýtur nú verndar lögregl-
unnar þar sem óttast er um öryggi
hennar.
Vopnasöfnun vandamál
Lögreglan flokkar ellefu hópa í dag
sem svokölluð MC-gengi eða vélhjóla-
gengi, með 89 meðlimum. Samkvæmt
Karli Steinari Valssyni, aðstoðaryfir-
lögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu, eru flestir hópanna
starfræktir á höfuðborgarsvæðinu, en
einnig á Akureyri og mikill áhugi er á
meðal einhverra gengja á að setja upp
sams konar hópa á Egilsstöðum.
Vopnasöfnun brotahópa er orðið
mikið vandamál að sögn Karls Stein-
ars og segir hann það eitthvað sem
lögreglan hafi ekki staðið frammi fyrir
áður.
„Einn þeirra sem
grunaður er um
skotárásina á að tengjast
Outlaws-samtökunum.
Árásarmaður Guðgeir Guðmundsson
hafði fengið innheimtubréf frá lögmanns-
tofunni Lagastoð sem er í Lágmúlanum.
Vigdís olli usla á þingi:
„Varð bara
allt vitlaust“
„Er þessi vinstri stjórn ekki sífellt
talandi um að allt eigi að vera
gegnsætt og uppi á borðum?“
spurði Vigdís Hauksdóttir í við-
tali í útvarpsþættinum Reykjavík
síðdegis á Bylgjunni á þriðjudag.
Óhætt er að segja að Vigdís hafi
komið alþingismönnum í upp-
nám, en Valgerður Bjarnadóttir,
formaður stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar Alþingis, sleit fundi
eftir að í ljós kom að Vigdís hafði
birt færslur á Facebook þar sem
hún skrifaði um það sem átti sér
stað á fundinum. Þar á meðal
sagði Vigdís að ljóst væri að ekki
yrði atkvæðagreiðsla um stjórnar-
skrána í sumar samhliða forseta-
kosningum. Vigdís kvaðst ekki
skilja í hvaða ójafnvægi nefndar-
menn voru á fundinum eða hvers
vegna honum var slitið. „Hér
varð bara allt vitlaust,“ sagði hún.
Hún telur að ríkisstjórnin riði til
falls verði ekki boðað til atkvæða-
greiðslu um stjórnarskrána í sum-
ar samhliða forsetakosningum.
Fundur í stjórnskipunar- og eftir-
litsnefnd var lokaður og því er
spurning hvort Vigdís hafi með
þessu brotið þingsköp. Sjálf segist
hún ekki hafa gert það og bendir
á að fjölmargir noti spjaldtölvur,
snjallsíma og fartölvur í störfum
sínum í þinginu. „Að sjálfsögðu
setur maður nokkra gullmola inn
á Facebook-síðuna sína þegar
maður er með svona fréttir.“
Hélt höfðinu
upp úr ánni
Ökumaður fólksbíls var hætt kom-
inn þegar bíll hans valt utan við
Blönduós á þriðjudagskvöld. Bif-
reiðin valt ofan í Laxá í Ásum en
svo vildi til að vegfarandi kom að
slysstað skömmu eftir að bíllinn
fór út af. Hann hélt höfði manns-
ins upp úr ánni þar til frekari
hjálp barst. Fréttavefurinn mbl.
is greindi frá þessu á þriðjudags-
kvöld. Bíllinn endaði á hvolfi úti í
ánni upp úr klukkan 19. Illa hefði
getað farið ef vegfarandann hefði
ekki borið að garði.
Skotið
á húS
hilmarS
n Óttast er að árásarinnar kunni að verða hefnt
Framkvæmdastjóri
Skotið var á hús Hilmars
Leifssonar í lok febrúar
af mönnum sem talið
er að tengist Outlaws-
samtökunum.