Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2012, Side 12
12 Fréttir 14. mars 2012 Miðvikudagur
Útlit fyrir milda páska
n Siggi stormur spáir þó að blautt verði framan af sumri
E
f maður lítur til veðurlagsspáa þá
gera þær ráð fyrir því að það fari
hlýnandi og við fáum tiltölulega
milda páska,“ segir Sigurður Þ.
Ragnarsson veðurfræðingur aðspurð-
ur um sviptingar í veðrinu sem spár
gera ráð fyrir.
Sigurður segir að óróleiki sé í kort-
unum þar sem lægð muni mjaka sér
austur fyrir land með suðurströnd-
inni í nótt og henni fylgi snjókoma um
nær allt land. „Þetta er skítviðri eins og
það gerist leiðinlegast,“ segir Sigurður
og býst við að það verði vetrarlegt yfir
að líta á næstu dögum, kalt og ákveð-
in norðanátt. Spár næstu daga virðast
gera út um vonir þeirra bjartsýnustu
sem farnir voru að vonast til að vorið
væri komið. „Þetta er ekki veður sem
færir lykt af vorinu.“
Sigurður segir í raun veturinn hafa
verið hundleiðinlegan almennt. „Frá
því um miðjan nóvember með ein-
staka hléum.“
Þegar Siggi er beðinn um að rýna
lengra fram í tímann, nú þegar styttist
í páskana, segir hann að gera megi ráð
fyrir mildu páskaveðri. Og hvað sum-
arið varðar þá gera veðurlagsspár ráð
fyrir viðsnúningi frá því sem var í fyrra
þegar sumarið kom seint og kalt varð í
veðri miðað við árstíma.
„Það lofar góðu hvað varðar apríl,
maí og júní miðað við það sem var í
fyrra. En gallinn er sá að þegar hlýtt er
á þessum árstíma þá er vætusamara
en ella því hlýindin koma með lægð-
um að sunnan.“ Fyrri hluti sumars gæti
því verið hlýr en eilítið votur og Sigurð-
ur segir að spár geri ráð fyrir því að síð-
ari hluti sumars verði kaldur miðað við
árstíma en bjartur. birgir@dv.is
O
kkur er afskaplega brugð-
ið,“ segir Skúli Skúlason,
rektor Háskólans á Hólum,
í samtali við DV á mánu-
dag. Aðfaranótt sunnu-
dags gekk karlmaður á þrítugsaldri í
skrokk á 23 ára stúlku á Nemenda-
görðum Hólaskóla með þeim afleið-
ingum að fjölmargar tennur brotn-
uðu og hún hlaut skurð á höfði.
Samkvæmt upplýsingum DV brotn-
uðu að minnsta kosti sjö tennur í
stúlkunni við barsmíðarnar en árás-
armaðurinn notaði að sögn varð-
stjóra lögreglunnar á Sauðárkróki
hurðarhandfang er hann lét höggin
dynja á stúlkunni.
Fyrrverandi kærasti
DV hefur heimildir fyrir því að árás-
armaðurinn sé fyrrverandi kær-
asti stúlkunnar sem er nemandi við
skólann í hestafræðideild. Á laugar-
dagskvöld var gleðskapur hjá nem-
endum þar sem hópur fór á Sauðár-
krók að gera sér glaðan dag. Að sögn
nemanda við skólann sem DV ræddi
við var árásarmaðurinn skyndi-
lega mættur óboðinn á Nemenda-
garðana og virtist eiga eitthvað van-
talað við stúlkuna. Eftir því sem DV
kemst næst urðu engin vitni að árás-
inni þar sem maðurinn mun hafa
ruðst inn á herbergi stúlkunnar þar
sem hann misþyrmdi henni. Heim-
ildir DV herma að árásarmaðurinn
hafi áður reynt að veitast að stúlk-
unni en þá náði hún að forða sér.
Maðurinn var handtekinn eftir að
tilkynnt var um árásina og hann færð-
ur í fangageymslu lögreglunnar þar
sem hann var yfirheyrður á sunnu-
daginn og telst málið upplýst hjá lög-
reglu. Stúlkan var flutt á sjúkrahús eft-
ir árásina hrottafengnu þar sem gert
var að sárum hennar og áverkum. Eft-
ir því sem DV kemst næst var aðkom-
an á vettvangi árásarinnar afar ljót.
Samfélagið slegið
Árásin hefur vakið mikinn óhug og
hið litla og rólega samfélag á Hólum
er slegið vegna árásarinnar. „Þetta
var mjög hrottafengið og það tók þá
talsverðan tíma að þrífa íbúðina,“
segir einn íbúanna í samtali við DV.
„Hann hefur gengið bara berserks-
gang þarna. Þetta hefur svo mikil áhrif
í svona litlum samfélögum eins og á
Hólum þegar svona gerist.“
Undir þessi orð tók Skúli Skúlason
rektor í samtali við DV á mánudag.
„Þetta er ekki það sem við eigum að
venjast,“ sagði Skúli. Hann bætti við
að skólinn myndi fylgja málinu vel
eftir. „Við berum ábyrgð á nemendum
og vellíðan fólks á svæðinu að því leyti
sem við erum opinber stofnun og við
munum fylgjast náið með rannsókn
málsins og aðstoða við hana.“
DV hafði samband við fórnarlamb
árásarinnar á þriðjudag en stúlkan
vildi ekki tjá sig um málið.
MisþyrMdi stúlku
Með hurðarhúni
n Heiftúðugur fyrrverandi kærasti n Hrottafengin árás á Hólum„Þetta er ekki það
sem við eigum að
venjast.
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Hólar í Hjaltadal Nemendum
jafnt sem starfsfólki er brugðið
eftir hrottafengna líkamsárás sem
gerð var um helgina. Mynd: Sigtryggur Ari
Vætusamt Fyrri hluti sumars gæti orðið blautur að sögn Sigga storms.
Veiking krónunnar ylli tjóni:
Gjaldeyris-
höftin „veru-
lega slæm“
„Frekari veiking krónunnar yrði
til tjóns fyrir fyrir efnahagslífið
í landinu, ekki síst heimilin og
neytendur,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon, efnahags- og viðskipta-
ráðherra, um hert gjaldeyris-
höft sem Alþingi lögfesti síðast-
liðið mánudagskvöld. Þetta kemur
fram í tilkynningu frá ríkisstjórn-
inni en þar segir hann einnig að
mikilvægt sé að gjaldeyrir skili sér
hingað aftur. „Enn fremur er mik-
ilvægt að tryggja að gjaldeyrir, sem
er erlendis, skili sér hingað heim í
samræmi við skilaskylduna. Góð-
ur gangur er í útflutningsgreinum
landsins og því ætti að vera mögu-
legt að koma í veg fyrir frekari
veikingu krónunnar.“
Oddný Harðardóttir fjármála-
ráðherra segir að gjaldeyrishöftin
séu slæm og mikilvægt sé að kom-
ast út úr þeim og að leið til þess sé
að taka upp annan gjaldmiðil.
„Gjaldeyrishöftin eru veru-
lega slæm fyrir alla þjóðina og við
þurfum að finna leið til að komast
út úr þeim. Ein leið er að taka upp
annan gjaldmiðil,“ segir Oddný.
Í tilkynningunni segir einnig að
Arnór Sighvatsson aðstoðarseðla-
bankastjóri segi að verði glufum
í gjaldeyrishöftunum leyft að
grafa um sig geti það leitt til mik-
ils gjaldeyrisútstreymis og gengi
krónunnar geti lækkað. Hann lítur
ekki svo á að lögin, sem Alþingi
hefur nú samþykkt, seinki afnámi
gjaldeyrishaftanna.
Með umræddum lagabreyting-
um voru takmarkaðar undanþág-
ur til að greiða út verðbætur eða
greiða niður höfuðstól skuldabréfa
í gjaldeyri. Frá því gjaldeyrishöftin
komu til sögunnar hefur erlend-
um aðilum verið heimilt að kaupa
erlendan gjaldeyri fyrir krónur
sem til falla vegna vaxta, verð-
bóta, arðs og samningsbundinna
afborgana og flytja úr landi. Upp-
lýsingar liggja fyrir um að erlendir
aðilar hafi stóraukið kaup á jafn-
greiðslubréfum Íbúðalánasjóðs
í þeim tilgangi að nýta sér þessa
heimild til að taka út gjaldeyri í
krafti hennar.
Erlendir fjárfestar og fleiri gátu
því grætt talvert á glufunni og
komið afborgunum og vöxtum
af jafngreiðslubréfum í erlendri
mynt úr landi á nokkrum árum.
Í tilkynningunni segir að út-
streymi gjaldeyris ógni hag heim-
ilanna, en gengislækkun af þeim
sökum gæti aukið tímabundið
greiðslubyrði verðtryggðra lána
þar sem laun fylgja ekki hækkun
verðlags. „Líklegt er að greiðslu-
geta sé sérstaklega viðkvæm fyrir
hækkun verðlags þegar eigið fé er
lítið eða neikvætt og skuldir verð-
tryggðar. Skert greiðslugeta skuld-
ara, bæði fyrirtækja og heimila,
rýrir mögulega verðmæti eigna-
safna bankanna og Íbúðalána-
sjóðs og eykur á almenna óvissu
og fjármálaóstöðugleika. Því er
mikilvægt að hafa stjórn á því með
hvaða hætti útgreiðslur til kröfu-
hafa úr búum föllnu fjármálafyrir-
tækjanna fara fram,“ segir í grein-
argerð með lagafrumvarpinu sem
samþykkt var.