Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2012, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2012, Page 20
Skipulagning n Um mánaðamót, þegar búið er að borga reikninga, ákveddu hvað þú ætlar að gera við peningana þína, þ.e.a.s. taktu frá fyrir afmælisgjöfum, strætó, bensíni eða hvað það nú er sem þú þarft að taka frá fyrir og notaðu svo afganginn í mat. Sparaðu til að eyða n Leggðu til hliðar smá aur um hver mánaðamót. Þegar þið langar svo til að gera eitthvað sérstakt, eitthvað kemur upp á eða þú þarft aukapening, þá geturðu náð í peninginn. Leggðu líka til hliðar fyrir stórum útgjaldamánuðum eins og jólum og sumarfríi. Sparaðu sem sagt til að eyða. Gerðu samanburð n Skiptu afgangnum (því sem á að fara í mat) niður og finndu þannig út hvað þú mátt eyða miklu í mat á viku. Búðu til matseðil og svo innkaupalista með því sem kostar ekki meira en það sem þú hefur gert ráð fyrir. Farðu svo með þá upphæð í peningum út í búð (ekki kort) og kauptu nákvæmlega það í matinn sem á að duga fyrir vikuna. Skammtaðu pening n Ef þú ætlar að kaupa eitthvað, hvort sem er skó, föt, mat eða eitthvað annað, ákveddu þá hve miklu þú ætlar að eyða áður en þú leggur af stað og taktu svo þá upphæð með þér í peningum, ekki meira. Þannig eru engar líkur á að þú getir eytt meiru en þú hafðir ætlað þér. Saðsöm hollusta n Hafðu saðsamt meðlæti á matseðlinum, eins og hrísgrjón, pasta og brauð með matnum eða brauðbollur. Brauð kostar lítið (sérstaklega heimabakað) og er saðsamt. Gerðu ráð fyrir að hver máltíð innihaldi minna af kjöti og meira af grænmeti, pasta og öðru meðlæti. Sem dæmi er hægt að búa til þrjár máltíðir fyrir fjóra úr tveimur kjúklingum. Farðu fótgangandi eða hjólandi n Leggðu bílnum ákveðna daga í viku. Hugaðu að því hvernig þú keyrir og ákveddu hvað þú ætlar að eyða miklu í eldsneyti á mánuði og ekki eyða umfram þá upphæð. Drýgðu sápuna n Drýgðu uppþvottalög, sápur, sjampó, hárnæringu og fleira þvíumlíkt með vatni. Notaðu alltaf minna af þvottaefni en ráðlagt er og í stað þess að kaupa rándýrar hreinsivörur, notaðu gömul húsráð sem finna má á vefnum. Edik er til dæmis til margra hluta nytsamlegt og dugar til sömu verka og annars rándýr hreinsiefni. Ókeypis afþreying n Í stað þess að stunda afþreyingu sem kostar peninga er hægt að gera ýmislegt sem kostar ekkert, eins og fara í gönguferð- ir, út að skokka, hlaupa og stunda líkams- rækt heima við, nú til skemmtunar er hægt að spila við fjölskylduna, heimsækja fólk, láta eins og fífl, lesa og fleira og fleira. 20 Lífsstíll 14. mars 2012 Miðvikudagur Betri árangur á skemmri tíma n Brenndu fitunni 9 sinnum hraðar T íminn til líkamsræktar er fyrir marga af skornum skammti og kostur að geta stytt þjálfunar- tíma sinn og náð betri árangri þrátt fyrir það. Stuttar og snarpar æf- ingar með miklu álagi virðast skila meiri árangri fyrir þá sem brenna hægt en þurfa að léttast. Slík þjálfun byggist á því að gera æfingar af miklum þunga í stutt- an tíma (30–60 sekúndur) og hvíla á milli með því að gera rólegar æfingar (2–3 mínútur). Heildartími æfinganna er frá 30 mínútum til klukkustundar. Lengi var talið að besta leiðin til fitubruna væri að stunda þolþjálfun í að minnsta kosti 20 mínútur eða lengur samfleytt. Nýjar rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að þeir sem stunda snöggálagsþjálfun brenna fitu allt að 9 sinnum hraðar en þeir sem stunda þolþjálfun. Talið er að þar leiki meðal annars stórt hlutverk hinn svokallaði „eftir- bruni“ – aukinn fitubruni sem á sér stað eftir að æfingunni lýkur. Þessi tegund þjálfunar hefur þó ekki jafn mikið gildi þegar kemur að því að styrkja hjarta- og æðakerfi, lækka blóðfitu og blóðþrýsting. Þótt snöggþjálfun hafi ótvírætt góð áhrif á alla þessa þætti hafa þolæfingar vinn- inginn. Reyndu meira á þig á styttri tíma Þannig nærðu meiri árangri ef þú þarft að léttast. 1 5 2 6 3 7 4 8 Lára Ómarsdóttir fréttamaður er fimm barna móðir og þekkir fjárhagserfiðleika af eigin reynslu en Lára og eiginmaður hennar fóru í gegnum gjaldþrot áður en kreppan skall á. Lára deilir góðum ráðum með lesendum DV. Sparaðu til að eyða 8 sparnaðarráðEkki reyna að vera bestu vinir Þið þurfið að viðhalda ákveðinni tilfinningalegri fjarlægð til að ráða betur við praktískar hliðar þess að skilja. Leyfið vináttunni frekar að þróast hægt og rólega með foreldrahlutverkinu ef þið deilið því. Ekki fara í hart Byrjaðu á því að fara sáttaleiðina og finndu þriðja aðila sem hefur þann eiginleika að geta miðlað málum. Það má vera lögfræðingur, sálfræðingur eða prestur. Gerið sáttmála Ef að þið eigið börn, byrjið þá á því að skrifa skjal tileinkað börnunum og skrifið í það áætlun um það hvernig þið ætlið að skipuleggja uppeldið saman. Treystið, en … Það er gott ef traust ríkir á milli ykkar. En þegar reiðin hleypur með fólk í gönur er auðvelt að brjóta samninga og samkomulag. Haldið skrá yfir alla gerða samninga og hafið allt samkomulag skriflegt. Verið sammála um að vera ósammála Að gera mistök er eðlilegt. Verið viðbúin því að vera ósammála og verið búin að ræða hvað þið gerið ef það hendir. Gott er að vera búin að samþykkja að leysa deiluna hjá þriðja aðila. Gjald fyrir brot á samkomulagi Það er góð hugmynd að ákveða að ef samkomulag er brotið þurfi að gjalda þess. Ekki fara í gamla farið Njótið þess að skilja. Það er engin ástæða til þess að halda rifrild- unum áfram eða einblína á vankanta fyrrverandi makans. Haltu áfram með lífið og andaðu léttar. Byrjið upp á nýtt Ef von vaknar um að byrja aftur með fyrrverandi maka farið þá hægt í sakirnar og látið börnin ekki vita fyrr en samband ykkar er orðið traust og byggt á nýjum grunni. Verjið tíma saman Börn alast upp í meira öryggi ef foreldrar þeirra eru nægilega þroskaðir til að halda áfram að hittast. Farið á kaffihús og mætið á sýningar barna ykkar saman. Ekki nýtt fólk strax Ekki leyfa nýjum mökum að tengjast barninu um of fyrr en nýtt samband er orðið þroskað. Það er óheil- brigt fyrir alla aðila. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 10 leiðir að góðum skilnaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.