Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2012, Page 19
Voltaren getur Verið lífshættulegt n Langvarandi notkun getur valdið hjartaáföllum og heilablóðföllum n Læknirinn Vilhjálmur Ari segir parasetamól virka vel á gigtarverki Gigtar- og verkjalyf Gigtarlyfin voltaren, naproxen og íbúfen eru öll seld í lausasölu án lyfseðils í minni skömmtum. Þessi lyf eru bólgueyðandi og verkjastillandi og því mikið notuð sem almenn verkjalyf líka. Mun fleiri aukaverkanir fylgja þessum lyfjum heldur en paratabs eða panó díl og líkt og nú hefur komið í ljós getur langvarandi notkun voltaren verið lífshættuleg. Voltaren n Voltaren Dolo er bólgueyðandi lyf með verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Virka efnið díklófenak dregur úr myndun prostaglandínefna í líkamanum, en þau stuðla m.a. að bólgumyndun. Lyfið er notað við ýmsum gigtarsjúkdómum, verkjum og bólgum af ýmsum toga, m.a. eftir slys og aðgerðir, tíðaverkjum og bak- verkjum. Notkun þess við gigtarsjúkdómum kallar oft á langtímameðferð en bólgueyð- andi og verkjastillandi meðferð með díklófenaki er oftast skammtímameðferð. Voltaren rapid hefur nánast sömu eiginleika og er notað í svipuðum tilfellum. Tekið er fram á lyfjabok.is að voltaren dolo sé ekki ætlað til langtímanotkunar en sé það gert sé æskilegt að fara í reglulegt eftirlit til læknis til að meta áhrif lyfsins á lifur, nýru, blóðhag og maga. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir (meira en 1 prósent): Bjúgur, hár blóðþrýstingur, hægðatregða, höfuðverkur, svimi, kviðverkir, uppþemba, vindgangur, lystarleysi, ógleði, uppköst, niðurgangur, meltingartruflanir, suð fyrir eyrum, útbrot og kláði. Sjaldgæfar aukaverkanir (minna en 1 prósent): Gula, hiti, slappleiki, lystarleysi, mar- blettir, hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur, svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi, útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar. Íbúfen n Íbúfen er bólgueyðandi lyf með verkjastill- andi og hitalækkandi verkun. Virka efnið í lyfinu dregur úr myndun prostaglandínefna í líkamanum, en þau valda meðal annars bólgum. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu, höfuðverk og sem verkjalyf eftir minni háttar aðgerðir. Lyfið er einnig notað til að lækka hita hjá börnum. Langtímanotkun íbúfens getur valdið magasári og magablæðingu. Því getur verið nauðsynlegt að fara reglulega í eftirlit til læknis sé lyfið notað í langan tíma. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir (meira en 1 prósent): Höfuðverkur, þreyta, ógleði, niðurgangur, magaóþægindi og útbrot. Sjaldgæfar aukaverkanir (minna en 1 prósent): Gula, hiti, slappleiki, lystarleysi, mar- blettir, svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi, útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfið- leikar. Naproxen n Naproxen er bólgueyðandi lyf með verkja- stillandi og hitalækkandi verkun. Naproxen dregur úr myndun prostaglandínefna í líkamanum, en þau valda m.a. bólgum. Lyfið er notað við slitgigt, hrygggigt, þvagsýrugigt, tíðaverkjum og bólgu og verkjum eftir áverka. Langtímanotkun lyfsins getur valdið magasári og magablæðingu. Því gæti reynst nauðsynlegt að fara reglulega í eftirlit til læknis sé lyfið notað í langan tíma. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir (meira en 1 prósent): Höfuðverkur, svimi, þreyta, niðurgangur, ógleði, kviðverkir, brjóstsviði, suð fyrir eyrum og útbrot. Sjaldgæfar aukaverkanir (minna en 1 prósent): Gula, hiti, slappleiki, lystarleysi, marblett- ir, svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi, útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar. Neytendur 19Mánudagur 25. júní 2012 við verkjum. Vilhjálmur bendir jafn­ framt á að það sem fólk kalli í dag­ legu tali vöðvabólgur séu í raun ekki raunverulegar bólgur. Því dugi vel að taka parasetamól við verkjum sem fylgja slíkum bólgum. Það sé miklu öruggara lyf og virki jafn vel. „Parasetamól hefur verið aðal­ lausasölulyfið við verkjum og það lang öruggasta og virkar eins og aspirín sem var notað hérna áður fyrr,“ seg­ ir Vilhjálmur. Hann bendir þó á að nýlegar rannsóknir bendi til þess að aspirín geti í raun valdið jafn hættuleg­ um aukaverkunum og það gerir gagn. „Það hefur sýnt sig með mörg lyf sem hafa farið í umferð að síðar kem­ ur í ljós að þau eru ekki jafn örugg og skammtímalyfjarannsóknir hafa sýnt. Þá eru langtímaafleiðingarnar miklu meiri heldur en menn reikn­ uðu með.“ Vilhjálmur segir að nú standi til að endurskoða sölu díklófenaks á markaði í Danmörku og það verði jafnvel tekið úr lausasölu þar í landi. Hann telur að sala á lyfinu verði í kjölfarið tekin til gagngerrar endur­ skoðunar, einnig hér á landi. Nota frekar parasetamól Íslendingar nota almennt mikið af gigtarlyfjum en Vilhjálmur Ari bendir á að verkja- og hitastill- andi lyfið parasetamól virki alveg jafn vel á gigtarverki og gigtarlyf og því fylgi mun minni áhætta. Matur sem ekki skemmist Leynist hrísgrjónapakki frá árinu 1982 aftarlega í eldhússkápnum þínum? Þótt mörg okkar vilji ekki kannast við það, þá höfum við öll ákveðinn gildistíma. Og flest af því sem er í kringum okkur fyrnist sömuleiðis einhvern tímann. Tölv­ an okkar dugar aðeins í ákveðinn tíma og kjötið sem við kaupum helst aðeins ferskt í örfáa daga. Sem er allt eðlilegt og partur af náttúrulegri hringrás lífsins. En sumar matartegundir virð­ ast geymast endalaust. Þessar vampírur fæðutegundanna er gott að kaupa í stórum stíl. Þær munu aldrei skemmast né tapa gæðum sínum og eru því alltaf til taks þegar þú þarft á þeim að halda. Það er að segja ef þú geymir þær rétt. Sterkt vín Það er engin ástæða til að hlaupa til og þamba allt áfengið sem þú verslaðir í tollinum. Ef þú geymir sterkt vín á köldum, dimmum stað mun það geymast endalaust. Lyktin af víninu gæti dofnað en ekki svo að eftir því verði tekið. Hrísgrjón Jafnvel þótt pakkinn sé þakinn þykku lagi af ryki eru grjónin jafn góð og daginn sem þú keyptir þau. Þetta á að vísu ekki við um brúnu hrísgrjónin vegna þess að þau innihalda meiri olíu og renna því út fyrr. Passaðu bara að geyma hrísgrjónin í loftlausum pakkningum svo pöddur komist ekki að þeim. Sykur Áskorunin með sykurinn snýst frekar um að halda honum linum og mjúkum heldur en ferskum. Sykur skemmist ekki af því að bakteríur eiga erfitt uppdráttar í honum. Mundu bara að geyma hann í loftskiptum umbúðum svo hvorki pöddur né raki komist að honum. Maíssterkja Til að láta maís- sterkju duga að eilífu skaltu geyma hana á þurrum og köldum stað í loftskiptum umbúðum. Þar sem fæstir fara með heilan pakka á fáum dögum er gott að vita að þú þarft ekki að endurnýja lagerinn – aldrei. Hunang Hunang geymist enda- laust. Það gæti breytt um lit eða áferð en það er samt öruggt til átu og dásamlegt á bragðið. Ef þér líst ekki á áferðina skaltu opna krukkuna í heitu vatni og hræra í þar til kristallarnir hverfa. Salt Borðsalt, matarsalt og sjósalt. Saltið helst jafn ferskt næstu árin og daginn sem þú keyptir það. Saltið klikkar aldrei sem bragðbætir. D ísilbílar eru ekki jafn um­ hverfisvænir og margir vilja vera láta, en Alþjóða­ heilbrigðismálastofnun­ in sendi frá sér skýrslu á dögunum þar sem varað er við út­ blæstri frá dísilvélum. Er útblástur­ inn settur í sama hættuflokk og arsenik og sinnepsgas og jafnframt er talið að aukning mengunarefna á borð við nítrógendíoxíð megi rekja til dísilbíla. Þetta er eflaust sláandi fyrir þá fjölmörgu bifreiðaeigend­ ur sem töldu sig gera umhverfinu greiða með því að keyra um á dísil­ bílum. Ljóst er að meginhluti þeirra köfunarefnissambanda sem mælast í andrúmslofti kemur frá þeim og jafnframt eru öragnir í dísilvélareyk mjög krabbameinsvaldandi. Borgaryfirvöld í Osló sækjast nú eftir því að banna alfarið umferð dísilbíla í borginni og hafa samtök astma­ og ofnæmissjúklinga í Nor­ egi tekið undir þessar hugmynd­ ir. Borgarstjórnin hefur lengi haft heimild til að grípa til slíks banns þegar loftmengun mælist mikil, en langt er síðan heimildinni hef­ ur verið beitt. Jafnframt geta borg­ aryfirvöld bannað að þungum flutningabílum sé ekið í gegnum borgina. Hingað til hafa stjórnvöld á Norðurlöndunum hvatt til kaupa á dísilbílum og veitt eigendum þeirra ýmis fríðindi sem birtast í lægri sköttum og gjöldum, greiðara að­ gengi að bílastæðum og svo fram­ vegis. Talið var að þeir væru talsvert umhverfisvænni en bensínbílar, en nú eru farnar að renna á menn tvær grímur. Varað við dísilbílum n Borgaryfirvöld í Osló vilja banna dísilbíla Í sama flokki og arsenik Dísilreykur er sérlega krabbameinsvaldandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.