Fréttablaðið - 18.12.2015, Qupperneq 4
Heilbrigðismál Þrjú íslensk verk-
efni komust langt í samkeppni
Nordic Innovation um nýbreytni
sem stuðla á að því að eldra fólk geti
búið lengur heima. Í dag eru kynnt
verkefnin fimm sem urðu ofan á og
verða valin til prufkeyrslu í höfuð-
borgum Íslands, Danmerkur, Nor-
egs, Svíþjóðar og Finnlands.
Fjögur hundruð og fimmtán verk-
efni voru send inn í keppnina, sem
var opin öllum. Tuttugu og fimm
voru í lokaúrtaki, en þar af voru
þrjú íslensk: „TravAble“ sem gerir
handhægar aðgengisupplýsingar,
„Safe and Independent Living“ sem
nemur sjálfkrafa ef fólk dettur og
gerir viðvart, og „Thermal Winter
Garden“ sem stefnir á að bæta heilsu
aldraðra með auknu aðgengi að
plöntum og sólarljósi.
Í Stokkhólmi í Svíþjóð fór svo
fram í vikunni, dagana 15. og 16.
desember, sérstök kynning á verk-
efnunum 25 fyrir dómnefnd sér-
fræðinga á sviði frumkvöðlafyrir-
tækja. Og þótt íslensku verkefnin
hafi ekki komist lengra í þessari
keppni, þarf það ekki að þýða enda-
lok þeirra, eða annarra verkefna. Til
dæmis fékk TravAble í vikunni 500
þúsund króna styrk frá Landsbank-
anum til áframhaldandi þróunar.
„Við erum að reyna að ná betri
árangri í nýsköpun með því að setja
hugmyndir úr öllum borgunum í
einn pott,“ segir Dagur B. Eggerts-
son, borgarstjóri í Reykjavík.
„Verið er að velta upp hvernig ný
tækni og nýjar lausnir geta nýst í
velferðarþjónustu og ekki síst fyrir
breytilegar þarfir fólks,“ segir Dagur
og bendir á að kynslóðirnar sem séu
að eldast séu um margt öðruvísi en
áður var. „Fjölbreytni er meiri í
þörfum og annars konar óskir.“
Dvöl á hjúkrunarheimilum er
kostnaðarsöm og því hagkvæmt
að stuðla að því að fólk geti verið
lengur heima. Þótt það skipti sveit-
arfélög máli bendir Dagur á að það
skipti líka fólkið sjálft máli.
„Við vitum að flestir vilja vera
lengur heima ef þeim er gert það
kleift og erum einfaldlega þeirrar
skoðunar að við viljum mæta
þessum óskum og nota eins mikla
útsjónarsemi og hægt er til að styðja
við fólk.“ olikr@frettabladid.is
Farsímatrygging
Þriðji hver farsími verður fyrir
tjóni eða er stolið á fyrsta ári
Söluaðilar: Nova og Síminn
Viss ehf · Ármúla 7 · sími 445 4500 · www.viss.is
Ný tækni í velferðarþjónustu
Taka á í notkun til prufu í fimm höfuðborgum Norðurlanda verðlaunaverkefni í samkeppni Nordic Innov
ation um leiðir til að eldra fólk geti búið lengur heima. Þrjú íslensk verkefni komust langt í keppninni.
Á Hrafnistu og öðrum hjúkrunarheimilum fá aldraðir sem ekki ráða við að sjá um sig sjálfir þjónustu. Í samnorrænni sam-
keppni er leitað lausna til að fólk geti verið lengur í eigin húsnæði. Fréttablaðið/Pjetur
Þessi urðu ofan á
Verkefnin fimm sem valin hafa verið til frekari prófana í höfuðborgum
Norðurlandanna koma frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og tvö frá Nor-
egi og eru af ýmsum toga.
Svíþjóð
„Piloxa“ er töflubox með snjall-
símatengingu sem minnir notendur
á að taka lyfin sín.
Danmörk
„siren“ kemur í veg fyrir fótamein
af völdum sykursýki með hjálp
hitaskynjara í sokkum.
Noregur
„Assistep“ er göngugrind í tröppur
sem minnkar á líkur á því að fólk
detti.
„AbleOn showersystem“ er nokk-
urs konar göngugrind í baðherbergi
með festingu í sturtuvegg.
Finnland
„Nifty Neigbor“ snýst um að virkja
nágranna til að aðstoða eldri íbúa.
Við vitum að flestir
vilja vera lengur
heima ef þeim er
gert það kleift.
Dagur B. Eggerts-
son, borgarstjóri í
Reykjavík
sveitArstjórNArmál Þeim sem
þiggja fjárhagsaðstoð til framfærslu
hjá Reykjavíkurborg hefur fækkað
um 10,9 prósent í ár. Þeir voru 3.080
á tímabilinu janúar til október 2014
en fækkaði niður í 2.745 á sama tíma-
bili í ár.
Það sem er sérstakt fagnaðarefni er
að ungu fólki er að fækka mjög mikið
hjá okkur og komast í vinnu segir að
þróunina megi fyrst og fremst skýra
með því að möguleikar á atvinnu-
markaði hafi aukist og dregið úr
atvinnuleysi.
„Svo höfum við á velferðarsviði
verið með ýmis átaksverkefni í gangi
til þess að hvetja fólk þannig að það
geti tekið störf þegar þau bjóðast.
Þannig að ég held að þetta sé sam-
bland af þessu,“ segir Kristjana.
Starfsfólk á velferðarsviði hafi veitt
þessum hópi fólks sérstaka athygli og
hvatningu með stuðningi og ráðgjöf.
Kristjana segir að fólki sem þiggur
fjárhagsaðstoð hafi byrjað að fækka
2011. En því hafi fækkað mjög ört á
þessu ári. Hún fagnar þessari þróun.
„Og það sem er sérstakt fagnaðar-
efni er að ungu fólki er að fækka mjög
mikið hjá okkur og komast í vinnu.“
Magnús Már Guðmundsson,
fulltrúi Samfylkingarinnar í vel-
ferðarráði Reykjavíkurborgar, tekur
undir með Kristjönu.
„Ég held það óski þess enginn að
vera á fjárhagsaðstoð,“ segir Magnús
Már. Samstarf við starfsendurhæfing-
una Janus og starfsendurhæfingar-
sjóðinn Virk, Vinnumálastofnun og
fleiri hafi skipt mjög miklu máli.
„Auðvitað er ekkert hægt að horfa
fram hjá því að þetta er gott fyrir
samfélagið að fá fleiri á vinnumark-
aðinn,“ segir Magnús og bætir því við
að fjárhagsaðstoð sé stór kostnaðar-
liður hjá borginni. – jhh
Þiggjendum fjárhagsaðstoðar fækkar um þrjú hundruð
Magnús Már Guðmundsson á sæti í vel-
ferðarráði. Fréttablaðið/HaG
Sérstakt fagnaðar-
efni að ungu fólki er
að fækka mjög mikið hjá
okkur og komast í vinnu.
Kristjana Gunnarsdóttir, sviðsstjóri á vel-
ferðarsviði Reykjavíkurborgar
Dómsmál Hæstiréttur staðfesti í
gær tveggja mánaða skilorðsbund-
inn dóm yfir Oddi Hrafni Stefáni
Björgvinssyni, betur þekktum sem
Krumma í Mínus, fyrir brot gegn
valdstjórninni.
Oddur Hrafn var dæmdur fyrir að
hafa sparkað í fót lögreglumanns við
skyldustörf í júní árið 2013. Við aðal-
meðferð málsins neitaði hann sök.
Hæstiréttur gerði honum einnig að
greiða allan áfrýjunarkostnað máls-
ins og þar með talin málsvarnarlaun
verjanda síns.
Í dóminum segir að við ákvörðun
refsingar hafi verið litið til þess að
brot gegn valdstjórninni beri að líta
alvarlegum augum. Þá var litið til
þess að ekkert tjón hefði hlotist af
háttseminni. – ngy
Sparkaði í fót
lögreglumanns
Dómsmál Hæstiréttur staðfesti í
gær fimmtán mánaða dóm yfir 67
ára gömlum karli fyrir vörslu á miklu
magni barnakláms á formi hreyfi-
mynda og ljósmynda. Tólf mánuðir
af refsingunni eru óskilorðsbundnir.
Við ákvörðun refsingar var tekið
tillit til þess að maðurinn hafði ekki
áður verið dæmdur til refsingar og að
málsmeðferðin hefði
tekið of langan
tíma.
Við húsleit á
hjá manninum
í febrúar 2013
var lagt hald á
tölvur, á annan
tug harðra diska
og minniskubba sem
innihéldu samtals 34.837 ljósmyndir
og 585 hreyfimyndir sem sýndu
börn, eða fullorðna einstaklinga í
hlutverki barna, á kynferðislegan
og klámfenginn hátt. Að miklu leyti
var um sama efnið að ræða á ólíkum
tölvum og diskum. – ngy
Í fangelsi
fyrir vörslu á
barnaklámi
Dómsmál Ríkissaksóknari hefur
ákveðið að áfrýja ekki máli sínu
til Hæstaréttar gegn Ástu Kristínu
Andrésdóttur hjúkrunarfræðingi
sem ákærð var fyrir manndráp af
gáleysi og fyrir brot á hjúkrunar-
lögum. Þetta kemur fram á vef ríkis-
saksóknara.
Ákæran sneri að því að Ástu
hefði láðst að tæma loft úr belg
barka raufarrennu þegar hún tók
sjúkling úr öndunarvél þann 3.
október 2012 og setti talventil í
rennuna.
Ásta neitaði alltaf sök í málinu.
Fyrr í mánuðinum var hún sýknuð
af ákærunni í Héraðsdómi Reykja-
víkur með mikinn fögnuð. Við-
staddir klöppuðu og grétu af gleði.
Ásta Kristín þakkaði í dag fyrir
allan þann stuðning sem hún fékk
á meðan á málinu stóð, og þá sér-
staklega síðustu vikurnar. Hún seg-
ist vera aftur mætt til vinnu og að
það hafi verið gott að hitta vinnu-
félagana aftur. Þá verði komandi jól
þau fyrstu í þrjú ár sem þetta mál
hangi ekki yfir henni.
Um er að ræða fordæmalaust mál
og er þetta í fyrsta skipti sem starfs-
maður Landspítalans er ákærður
fyrir mál af þessu tagi. – ngy
Ríkissaksóknari áfrýjar ekki sýknudómi
Ásta Kristín andrésdóttir var ákærð fyrir brot á hjúkrunarlögum. Fréttablaðið/VilHelM
Fyrr í þessum mánuði
var Ásta sýknuð í Héraðs-
dómi Reykjavíkur við
mikinn fögnuð.
1 8 . D e s e m b e r 2 0 1 5 F Ö s t U D A g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð
1
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
1
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
B
B
-9
3
1
0
1
7
B
B
-9
1
D
4
1
7
B
B
-9
0
9
8
1
7
B
B
-8
F
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
0
s
_
1
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K