Fréttablaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 76
Ég byrjaði strax eftir prófin mín, en ég er að læra viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Svo þetta eru um fimmtán greiðslur í heildina,“ segir Dagný Gunnars- dóttir sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlunum fyrir hressi- legt og öðruvísi jóladagatal, en hún er með öllu sjálflærð í þessum efnum. Hún á sér þó dyggan aðdá- endahóp, en hún hefur verið iðin við að bjarga vinkonum sínum, og mæðrum þeirra um upplyftingu. Nú býður hún inter netinu að stökkva á vagninn, og hefur hlotið mikið lof fyrir. Dagný segir greiðslurnar eiga það sameiginlegt að vera einfaldar og á allra færi að henda í góða greiðslu, enda gráupplagt að geta hent í eina góða þegar brestur á með endalausum jólaboðum og nýársgleðiköstum. Hefur Dagný fengið gríðargóð viðbrögð við framtakinu, en hún merkir allar greiðslurnar með myllumerkinu #fíntíhárið og leggur sig fram við að hafa þær þannig að flestar geti hent í eina. „Ég er sjálf aldrei með uppsett hár, held það hafi gerst einu sinni á minni ævi. Mér finnst ekkert að því, en það hentar mér bara ekki,“ bendir hún á og skýtur að: „Sjálf er ég með algjöra fóbíu fyrir að feluspennur sjáist, svo það hentar mér að vera með lág- stemmdari greiðslur og ég nota plastteygjurnar mikið í mínum. Auk þess sem ég er ekki að bæta við neinu aukahári líkt og algengt er í flottum greiðslum.“ Aðspurð hvaðan þessi sjálfs- áskorun, í miðri jólabiluninni sem brestur jafnan á þegar líða fer að jólum, segir Dagný þetta framtak ekki nýtt af nálinni hjá sér. „Ég tók þátt í Meistaramánuði 2013 og gerði þá þrjátíu og eina greiðslu. Það hafðist, en ég hafði klárlega ekki hugsað það verkefni til enda,“ segir hún og skellir upp úr. Hún hafi þannig ekki miklað fyrir sér að henda í fimmtán greiðslur, og hefur farið létt með það enn sem komið er. En hvaðan skyldi Dagný fá innblásturinn? „Nú er ég alger Pint erest-, Google- og You- Tube-sjúklingur, og sæki inn- blástur mikið þangað. Ég geri þó aldrei beint upp úr því sem ég finn, heldur bæti og breyti eftir mínum smekk,“ svarar hún. Hún segist sjálf eiga erfitt með að velja sér eina greiðslu sem hún kjósi umfram aðrar, en sennilega grípi hún oftast til fiskifléttu, sem í raun sé mun auðveldari en fólk geri sér í hugarlund. Hún segir þó fjarri lagi að alltaf sé hún með uppstrílaðan koll, oftar en ekki láti hún sér nægja að greiða á sér hárið fyrir sturtu og svo ekki aftur fyrr en að næstu sturtu komi. „Það kemur nefni- lega líka vel út að hafa það svolítið tætt,“ segir hún og bætir við: „Og svo  skapar æfingin auðvitað meistarann, það er ágætt að hafa það í huga,“ og brosir sínu breið- asta.  gudrun@frettabladid.is Dagný hefur enga menntun að baki þegar kemur að hárgreiðslu, en er hins vegar hokin af reynslu sem vinkonur sækja stöðugt í. Fréttablaðið/GVa 1. Krulla hárið með járninu ROD VS3 frá HH Simonsen. 2. Tylli bandi ofan á kollinn og festi það með spennum báðum megin. 3. Vef hárinu utan um teygj- una svo ekki sjáist í hana. 4. Spreyja góðu hárspreyi til að festa herlegheitin. Vesenslaus jóladagsgreiðsla í fjórum skrefum 11. desember Býr til jóladagatal úr hárinu á sér „Ég er haldin algjörri fóbíu fyrir feluspennum sem sjást,“ segir Dagný Gunnarsdóttir, við- skiptafræðineminn sem heldur úti óvenju- legu jóladagatali, þar sem hún telur niður dagana með nýrri hárgreiðslu sem auðvelt er að apa eftir. 15. desember 12. desember 16. desember 1 8 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F Ö s T U d A G U r48 L í F i ð ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 B B -A 1 E 0 1 7 B B -A 0 A 4 1 7 B B -9 F 6 8 1 7 B B -9 E 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 0 s _ 1 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.