Fréttablaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.12.2015, Blaðsíða 12
Samfélag Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvott- orða. Hermann Ragnarsson, sem hefur lagt fjölskyldunni lið, segir albanskan þingmann greiða götu þeirra svo þau komist sem fyrst með Kevi til Íslands. „Albanskur þingmaður aðstoðar Pepoj-fjölskylduna við að afla gagn- anna eins fljótt og kostur er til að þau komist sem fyrst til landsins. Nú eru öll gögn komin til allsherjarnefndar til vinnslu,“ segir Hermann og stað- festir með því að umsókn fyrir fjöl- skylduna hafi verið lögð fram. Einnig hefur verið lögð umsókn fyrir Phellumb-fjölskylduna og drenginn Arjan sem glímir við hjart- veiki. Um sókn ir um ríkisborgararétt sem allsherjarnefnd Alþingis fjallar nú um eru 62 en þær varða fleiri ein stak linga þar sem hver um sókn get ur varðað ein stak ling og börn hans. Í framhaldinu gerir allsherjarnefnd tillögu að frumvarpi til laga um veit- ingu ríkisborgararéttar. Tíminn er að verða naumur en talið er áríðandi að frumvarpið verði afgreitt fyrir jólafrí Alþingis. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, segist gera ráð fyrir því að frumvarpið verði lagt fram fljótlega. Þótt báðar albönsku fjölskyld- urnar gætu fengið ríkisborgararétt fyrir jól þarf að greiða úr ýmsum flækjum varðandi komu þeirra til landsins. Mikilvægt er að drengirnir tveir, Kevi og Arjan, fái heilbrigðis- þjónustu. Nýir ríkisborgarar eru hins vegar undanskildir sjúkratryggingum fyrstu sex mánuðina eftir komu, eða endurkomu til Íslands. Sjúkratryggingastofnun er heimilt að ákveða samkvæmt umsókn að einstaklingur sem sjúkratryggður er samkvæmt lögunum sé áfram sjúkra- tryggður hafi hann dvalið erlendis í námi eða atvinnu en ströng skilyrði eru sett um búsetu á Íslandi áður. Því er ljóst að eins konar undanþágu þarf frá reglum um sjúkratryggingar. kristjanabjorg@frettabladid.is Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis ÞVERÁ, KJARRÁ OG LITLA ÞVERÁ Í BORGARFIRÐI ÞRJÁR VEIÐIPERLUR SAMAN Í EINNI BÓK Vatnagörðum 14 · 104 Reykjavík · Sími 563-6000 · www.litrof.is Þverá / Kjarrá og Litla Þverá er enn ein perlan í bókaflokknum um laxveiðiár á Íslandi. Hérna er í fyrsta sinn fjallað um Þverá og Kjarrá ásamt Litlu Þverá sem eina heild og veiðisvæðinu lýst á einstaklega skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Bókin er ómissandi viðbót í flokknum um veiði sem Litróf hefur staðið að á metnaðafullan hátt. Bókina prýðir fjöldinn allur af vönduðum ljós- myndum sem varpa ljósi á stórkostlegt umhverfi Borgarfjarðar ásamt kortum af veiðisvæðinu. Bókin Þverá / Kjarrá og Litla Þverá er langþráð viðbót í safnið um laxveiðbækur. Fæst í öllum helstu bókaverslunum. KYNNING Í VEIÐIHORNINU SÍÐUMÚLA 8 LAUGARDAG KL. 16 ÞRJÁR LAXVEIÐIÁR Í EINNI BÓK Arjan mun eins og Kevi landi hans þurfa undanþágu frá reglum um sjúkratrygg- ingar til að fá viðeigandi læknishjálp komi hann til Íslands. Mynd/Stöð2 RúSSland Vladimír Pútín Rúss- landsforseti fór hörðum orðum um tyrkneska ráðamenn á hinum árlega blaðamannafundi sínum sem sjón- varpað var í gær. Hann sagðist ekki sjá neinn flöt á því að bæta sam- skiptin við Tyrkland á næstunni. „Við höfum lært það af reynslunni að það er erfitt eða næstum því ómögulegt að komast að samkomu- lagi við núverandi stjórn Tyrklands,“ sagði Pútín. „Jafnvel þegar við segj- umst vera sammála þeim, þá reyna þeir að leika á okkur eða stinga okkur í bakið gjörsamlega að ástæðulausu.“ Hann sagði hugsanlegt að þegar Tyrkir skutu niður rússneska her- þotu í síðasta mánuði hefðu þeir fyrst og fremst ætlað að sleikja sig upp við Bandaríkjamenn, og notaði þar sæmilega gróft orðalag: „En ef einhver forystumanna Tyrk- lands ákvað að sleikja Bandaríkja- menn á vissum stað, þá veit ég ekki hvort það var skynsamlegt,“ sagði Pútín og hótaði refsiaðgerðum. „Ég held hins vegar að leiðtogar Tyrklands hafi farið fram úr sjálfum sér þarna. Rússland neyðist til þess að grípa til efnahagshafta eða ann- arra aðgerða, til dæmis hvað varðar ferðaþjónustu.“ Á hinn bóginn sýndi Pútín vilja til þess að vinna með Bandaríkjamönn- um að lausn á átökunum í Sýrlandi: „Hugmyndir Rússlands fara í megin atriðum saman við þær hug- myndir sem Bandaríkin hafa viðrað. Það er samstarf um stjórnarskrár- breytingar, eftirlit með lýðræðis- legum kosningum í framtíðinni, kosningarnar sjálfar og viðurkenning á úrslitum þeirra,“ sagði hann, en hélt þó fast við eindreginn stuðning sinn við Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Loftárásir rússneska hersins í Sýr- landi þjóni einkum því markmiði að styðja sókn stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum. Hins vegar styðji hann drög Bandaríkjamanna að ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um Sýrland: „Ég held að sýrlenskir ráðamenn muni líka fallast á þau drög. Það getur verið eitthvað sem einhver er ekki ánægður með. En til að reyna að finna lausn á blóðugum átökum til margra ára, þá er alltaf rúm fyrir málamiðlanir á báða bóga.“ Þá viðurkenndi Pútín í fyrsta sinn opinberlega að Rússar hefðu sent uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu hernaðaraðstoð af einhverju tagi, þótt orðalagið væri óljóst: „Við höfum aldrei sagt að það væru ekki menn þarna að sinna ákveðnum verkefnum, þar á meðal á hernaðarsviðinu, en þetta þýðir ekki að þarna sé rússneskt herlið. Áttaðu þig á muninum,“ sagði hann við spyrjanda, sem nafngreindi rúss- neska hermenn sem úkraínsk stjórn- völd hafa handtekið. Loks hældi Pútín bandaríska repú- blikananum Donald Trump á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjón- varpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tví- mælalaust.“ gudsteinn@frettabladid.is Óhjákvæmilegt að refsa Tyrkjum Á hinum árlega blaðamannafundi sínum viðurkenndi Pútín í fyrsta sinn að rússneski herinn væri með menn í Úkraínu. Hann sér ekki fram á sættir gagnvart Tyrkjum. Og hrósar Donald Trump hástöfum. Að venju var mikið fjölmenni á hinum árlega blaðamannafundi Pútíns, sem sjónvarpað var í gær. FréttAblAðið/EPA fRakkland Sádiarabíski bloggarinn Raif Badawi hlaut í gær Sakharov- verðlaunin, sem Evrópuþingið veit- ir árlega til einstaklinga eða hópa sem hafa helgað líf sitt baráttunni fyrir mannréttindum og tjáningar- frelsi. Árið 2012 var Badawi hnepptur í fangelsi í Sádi-Arabíu fyrir að hafa smánað íslamstrú á bloggsíðu sinni. Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi og gert að þola þúsund svipuhögg. Badawi situr því enn í fangelsi í Sádi-Arabíu og gat ekki tekið við verðlaununum, en eiginkona hans, Ensaf Haidar, mætti til Strassborgar í gær til að veita þeim viðtöku fyrir hans hönd. „Ég vona að þessi verðlaun opni Raif leið til frelsis,“ sagði hún við fréttavefinn Euronews.com. „Þau hafa veitt mér og börnum okkar siðferðilegan stuðning.“ – gb Eiginkona Badawis tók við verðlaununum En ef einhver forystumanna Tyrklands ákvað að sleikja Bandaríkjamenn á vissum stað, þá veit ég ekki hvort það var skynsamlegt. Vladimír Pútín, forseti Rússlands Ensaf Haidar veitir Sakharov-verðlaun- unum viðtöku fyrir hönd eiginmanns síns, sem situr í fangelsi í Sádi-Arabíu. FréttAblAðið/EPA 1 8 . d e S e m b e R 2 0 1 5 f Ö S T U d a g U R12 f R é T T i R ∙ f R é T T a b l a ð i ð 1 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 B B -C 9 6 0 1 7 B B -C 8 2 4 1 7 B B -C 6 E 8 1 7 B B -C 5 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 8 0 s _ 1 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.