Fréttablaðið - 18.12.2015, Page 18

Fréttablaðið - 18.12.2015, Page 18
Föstudagsviðtalið Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Ég tel þetta fyrirkomulag gott. Bæði fyrir ríki og kirkju en aðallega fyrir þjóðina, það er það sem skiptir máli,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um aðskilnað ríkis og kirkju. Samkvæmt könnun Gallup frá því í október vilja 55,5 prósent þjóðar­ innar aðskilnað ríkis og kirkju. Agnes segist þó hafa velt fyrir sér hvernig spurningin var orðuð þegar hringt var í fólk og það spurt um afstöðu sína. „Til þess að geta svarað þessari spurningu þegar maður fær símtal held ég að það þurfi útskýringar með.“ Agnes lýsir því að ákveðinn aðskiln­ aður hafi þegar farið fram árið 1997, þegar lögum var breytt þannig að ákvarðanir sem varða kirkjuna fara í gegnum Kirkjuþing. „Áður var allt afgreitt á Alþingi, biskup gat vaknað við það einn morgun þegar hann hlustaði á morgunfréttir að búið væri að stofna nýtt prestakall.“ Agnes segir suma segja, bæði innan kirkju og utan, að ekki hafi verið nógu langt gengið. „Aðskilnaðurinn hafi verið eins og þegar hjón slíta samvist­ um. Þau séu skilin að borði og sæng en lögskilnaðurinn hafi ekki farið fram.“ En hver er staða þjóðkirkjunnar? „Hlutverk kirkjunnar er alltaf að boða trúna á Jesú Krist. Kirkjan á að boða í orði og í verki. Hún hefur áhrif víða. Hún fer stundum með veggjum vegna þess að það er ekkert verið að segja frá því hvað hún er að gera dags­ daglega annað en úti í söfnuðunum.“ Önnur kirkja í fjölmiðlum Agnes segir kirkjuna sterka í nærsam­ félaginu. „En þegar talað er um kirkj­ una í fjölmiðlum þá sér maður aðra kirkju. Þá er það þessi kirkja sem er stofnun. Í mínum huga er þjóðkirkjan síðast stofnun en fyrst það fólk sem tilheyrir henni og það sem fram fer í sóknunum.“ Undanfarin ár hefur fækkað í þjóð- kirkjunni. Í dag eru um 72 prósent þjóðarinnar skráð í kirkjuna. Hafið þið áhyggjur? „Já, þegar svona gerist fer maður að skoða af hverju. Það eru margar skýringar. Það eru komnir fleiri inn til landsins sem aðhyllast önnur trúar­ brögð. Ég held samt að næstum 90% þjóðarinnar teljist til kristinna kirkju­ deilda. Hins vegar er það staðreynd að það fækkar í þjóðkirkjunni en það hefur ekki fækkað meira en sem nemur 2.500 manns frá aldamótum þegar talið er í fjölda manna. Ég held það sé vegna þess að það hefur fjölgað í þjóðinni,“ segir hún og bætir við að þróunin sé víða eins í Evrópu. „Við fylgjum þessari þróun sem byrj­ ar í Evrópu, færist til Norðurlandanna svo til Íslands. Við erum í því ferli. Svo eru örugglega fleiri skýringar. Það hefur ýmislegt gerst í þjóðkirkjunni sem fólki ofbýður og vill þar af leiðandi ekki tilheyra þessum félagsskap.“ Umdeild mál hafa komið upp innan þjóðkirkjunnar á undanförnum árum, þar á meðal biskupsmálið. Hefur þetta haft áhrif á kirkjuna? „Ég held að þetta hafi haft áhrif á ýmislegt. Alltaf þegar eitthvað erfitt gerist reynir maður að vinna úr því meðal annars með því að læra af því. Hjá kirkjunni var fyrsta fagráðið stofn­ að um meðferð kynferðisbrota 1998. Það var lærdómur sem var dreginn af málinu sem upp kom á tíunda áratug síðustu aldar. Kirkjan er að reyna að læra af því sem hún er að ganga í gegn­ um eins og við reynum öll. Takast á við hlutina. Ef eitthvað gerist í fortíðinni er erfitt að bregðast við því öðruvísi en að læra af því. Við getum ekki bakkað til baka. Þar af leiðandi þarf maður að bregðast við því með því að reyna að fyrirbyggja að svona gerist aftur. Fag­ ráðið hefur starfað í 17 ár. Það hefur verið fyrirmynd fyrir önnur fagráð sem sett hafa verið á laggirnar, bæði af öðrum stofnunum og ríkinu.“ Stundum barið á kirkjunni Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir kirkjuna sterka í nærsamfélögum en í fjölmiðlum sé rætt um aðra kirkju, þessa sem er stofnun. Hún segir eðlilegt að traust minnki þegar einhver bregst manni. Agnes segir kirkjuna líklega þurfa að vera virkari í þjóðmálaumræðunni. FréttAblAðið/Vilhelm traust minnkað Agnes segir traust til kirkjunnar hafa minnkað. „Það er eðlilegt þegar einhver bregst manni að traustið minnki. Svo hefur margt gerst í þjóð­ félaginu sem minnkar traust yfirleitt, eins og hrunið. Þetta hefur áhrif. Margir líta á kirkjuna sem stofnun og það er hægt að segja sig frá þessari stofnun, það er ekki hægt að segja sig frá þessu þjóðfélagi nema biðja um annan ríkisborgararétt eða flytja.“ Er kirkjan ekki hreinlega gamaldags? „Jú. Boðskapurinn er 2.000 ára. Á Íslandi er kirkjan búin að vera meira og minna með okkur í þúsund ár. Hún byggir á gömlum hefðum, vegna þess er tungutakið til dæmis annað oft á tíðum hjá okkur heldur en í daglegu tali árið 2015.“ Agnes segir ósköp eðlilegt að fólk sem fari ekki oft í kirkju finnist þetta fornt. „Allt sem maður kynnist ekki og þekkir ekki, eins og að koma í kirkju, þú ferð í messu og það er staðið upp á ákveðnum stöðum. Þú veist kannski ekki hvenær á að standa upp. Bara svona lítið atriði getur gert þig óró­ lega og þú nýtur þess ekki að sitja í kirkjunni. Kirkjan er að vinna í þessu núna. Við erum búin að átta okkur á að það er mikið leitað eftir ró og innri friði í samtímanum.“ Af hverju er kirkjan svona oft í vörn, til dæmis í fjölmiðlum? Miðað við það sem þú segir ætti hún að vera í sókn, ↣ 1 8 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F Ö s T U d A G U r18 F r é T T i r ∙ F r é T T A b L A ð i ð 1 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 1 F B 0 8 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 B B -8 E 2 0 1 7 B B -8 C E 4 1 7 B B -8 B A 8 1 7 B B -8 A 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 0 s _ 1 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.