Fréttablaðið - 18.12.2015, Page 27

Fréttablaðið - 18.12.2015, Page 27
Réttir á áramótaborðið Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnars- son gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Hér er uppskrift að þrenns konar snittum, grillaðri nauta- lund og vanillu panna cotta. Síða 2 RaunvERu- lEguR val- koStuR „Hljóðbækur eru orðnar að raun- verulegum valkosti enda koma þær nú út samhliða prent- uðum útgáfum bóka og á undan rafbókum sömu titla.“ Stefán Hjörleifsson, eigandi hljóð-bókaútgáfunnar Skynjunar, segir mik-inn vöxt í hljóðbókaútgáfu. „Helsta ástæða þess er aukin hlustun á stafrænt efni með tilkomu snjallsíma og annarra stafrænna spilara. Fleiri eru að færa sig frá prenti en vilja engu að síður njóta góðra bóka. Þá eru að verða til til nýir „lesendur“ sem hafa notað aðrar tegundir af hljóð- ritum eins og podcast og tónlist og upp- götvað kosti hljóðbóka í kjölfarið. Þetta eru jafnvel þeir sem hafa ekki talist til bóka- orma hingað til,“ útskýrir Stefán. Hann segir fólk í auknum mæli skipta annarri afþreyingu út fyrir hljóðbækur í tækjum sínum og að það hlusti í auknum mæli á bækur þegar það er á ferðinni, í ræktinni eða heimafyrir. „Fólk setur sig ekki endilega í sérstakar stellingar og hlustar jafnvel í styttri tíma í einu enda er það alltaf með bókasafnið í vasanum. Stefán segir hljóðbækur líka geta bætt upplifunina af „lestri“ góðra bóka. „Nýjasta hljóðbók Egils Ólafssonar, Egils sögur, er gott dæmi en hljóðbókarútgáfa hennar geymir vel á annað hundrað tóndæmi og bakgrunnstónlist sem fangar stemningu hvers tíma, gæðir sögurnar lífi og rammar þær inn.“ Að sögn Stefáns eru hljóðbækur orðnar að raunverulegum valkosti enda koma þær nú út samhliða prentuðum útgáfum bóka og á undan rafbókarútgáfum sömu titla. „Skynjun gefur út hljóðbækur allra helstu titla sem koma á prenti hérlendis. Þær fást í miklu úrvali á ebækur.is þar sem hægt er að hlaða þeim niður rafrænt en einnig á diskum í bókaverslunum og stórmörkuð- um. Öllum nýjustu diskunum fylgir stafræn útgáfa sömu bóka sem hægt er að hlaða niður í snjallsímann, spjaldtölvuna eða aðra stafræna spilara.“ MEStuR vöxtuR í útgáfu Hljóðbóka Skynjun kynniR Mikill vöxtur hefur verið í útgáfu og sölu hljóðbóka hér heima og erlendis undanfarin ár. Síðustu ár hefur útgáfa víða tvöfaldast og jafnvel þrefaldast milli ára og eru hljóðbækur það útgáfuform bóka sem vex mest. Skynjun gefur út alla helstu titla sem koma út á prenti hér á landi. MEð bókaSafnið í vaSanuM Stefán segir fólk í auknum mæli hlusta á bækur þegar það er á ferðinni, í ræktinni eða heima fyrir. MYND/VILHELM Vertu vinur á Facebook Vertu vinur á Facebook Yfirhafnir Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið Vertu vinur á Facebook Laugavegi 63 • S: 551 4422 www.lax dal.is Skoðið laxdal.is/yfirhafnir JÓLAGJÖFIN HENNAR DRAUMAKÁPAN Skemmtipakkinn 365.is | Sími 1817 FRÁBÆR DAGSKRÁ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Tryggðu þér áskrift á 365.is 1 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 1 F B 0 8 0 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 B B -B F 8 0 1 7 B B -B E 4 4 1 7 B B -B D 0 8 1 7 B B -B B C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 0 s _ 1 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.