Fréttablaðið - 18.12.2015, Page 40
K
ristín Gunnlaugsdóttir
myndlistarkona er sterk,
glæsileg og hrífandi kona
sem er mörgum lands
mönnum kunn fyrir
áhrifamikil verk sín. Hún hefur
nýverið staðið í framkvæmdum
við að byggja glæsilega vinnu
stofu við heimili sitt á Seltjarnar
nesi. Að vinna að myndlist hefur
verið hennar aðalstarf síðan á
námsárum og hún segir róðurinn
misþungan.
„Ég lærði það ung í Myndlistar
skólann á Akureyri, að það sem
þyrfti í þetta starf væri að hafa
nógu mikla þörf til að skapa. Það
hljómar einfalt en það þarf mikið
úthald til að starfa sem listamað
ur, þörfin skapar úthaldið. Síðar
kemur svo í ljós hvort hægt er að
lifa af því sem maður skapar eða
ekki eða hvort fólki líki það sem
maður hefur að segja. Það þarf
mikla seiglu til að vera starfandi
myndlistarmaður því þetta er oft
mikið basl með ótryggum tekjum.
Ég hef verið mjög heppin að geta
lifað af listinni en þekki bæði
góða og slæma daga. Ég efast um
að fólk geri sér grein fyrir hvað
myndlistarmenn vinna mikið
fyrir litlum launum og eru nægju
samir. Ævisögur listamanna,
og þá á ég við í öllum greinum,
eru gegnum tíðina með því sorg
legra sem hægt er að lesa og örlög
þeirra grimm. Það endurtekur sig
gegnum listasöguna að það sem
listamenn vilja segja er ekki endi
lega það sem fólk vill heyra eða
sjá. Viðurkenningin kemur oft
löngu síðar, ef hún þá kemur nokk
uð. Ég get ekki séð að listin geti
þrifist án peninga eða án þeirra
sem njóta hennar, en hún snýst
ekki um peninga eða viðurkenn
ingu,“ segir Kristín.
„Samfélag sem vert er að lifa í
snýst í rauninni um menningu og
menning kostar. Það er ómetan
legt að almenningur hér á landi
kaupir myndlist og setur upp
heima hjá sér, bravó fyrir þeim.
En það á ekki að prútta við lista
menn, ekki frekar en aðra sem
selja afurðir, það er sjálfsagt að
semja um afborganir á verkum en
mér finnst það ósiður að prútta og
bara vandræðalegt. Fer maður í
búð og vill semja um verð á galla
buxum? Það á bara að borga
myndlistarmönnum fyrir vinnu
sína eins og öðrum, bæði þegar
þeir setja upp sýningar eða selja
verk sín.“
Á að vera stuð um jólin?
Þótt Kristín sé mikið jólabarn vill
hún gæta hófs. „Í nóvember fer ég
að undirbúa sjálfa mig gegn jóla
áreiti og að njóta aðventunnar á
sama tíma til. Stuðlög um pakka
jól geta verið ansi ágeng og lýj
andi, glanstímaritin sem streyma
inn um lúguna með tillögum að
jólagjöfum minna okkur kanski á
hvað við erum blönk og svo er allt
að gerast sem maður kemst ekki
yfir. Verst er hvað maður þarf að
verjast mikið þessu áreiti og hvað
það þreytir fólk. Hæfileg blanda
af neyslu og því að gefa til baka
er auðvitað skemmtilegt en við
erum fljót að missa okkur í ruglið.
Hvernig myndi það koma út ef það
væri okkur keppikefli að gera sem
minnst um jólin og leggja megin
áherslu á það sem væri raunveru
lega þroskandi fyrir okkur sjálf
og bætandi fyrir samfélagið í
heild? Fyrir mér eins og flestum
er þetta spurning um að finna hóf
lega blöndu og búa til rými fyrir
kyrrð og samveru, finna næði til
að horfa í kertalogann og helst
gefa eitthvað af sér til samfélags
ins. Við mættum nota tækifærið
og bjóða fólki úti í heimi sem
hefur misst sitt og er á hrakning
um, að njóta allsnægtanna með
okkur.“
Eldra fólkið kann taktinn
Kristín segir formlegar hefðir
ekki í föstum skorðum í sinni fjöl
skyldu. „Og þó. Þetta er blanda
af því sem maður ólst upp við og
þótti gott og gefandi, hlusta á fal
lega tónlist tengda jólunum, fara á
tónleika, baka það sem mann lang
ar í, fara í jólamessu, lesa, ganga
úti, vera með vinum og fjölskyldu.
Við förum í messu á aðfanga
dag og maturinn mallar rólega á
meðan, hefur kannski fengið að
malla aðeins of mikið þegar við
komum heim en hvað með það?
Það er mikilvægara að við förum
öll saman og að enginn þurfi að
vera fastur heima yfir sósunni.
Það sem mér þykir sérlega
vænt um á Íslandi er hversu
frjálslega við skreytum með ljósa
seríum og hver og einn gerir á
sinn hátt. Þar passa Íslendingar
upp á barnið í sér, sleppa sér að
eins og útkoman verður skemmti
lega flippuð.
En að finna raunverulega jóla
barnið inni í sér er ekki eitthvað
sem fólk almennt gefur sér tíma
til. Fyrir mér krefst jólabarn
ið ekki mikils, ef nokkurs. En í
kringum það myndast einhver
kyrrð og einfaldleiki, sennilega er
það bara ástin til mannanna sem
býr í augum innra barnsins sem
gefur og fyrirgefur.
Ég sakna þess fólks sem mótaði
mig gegnum bernskuna og ekki
síst á jólum, foreldra minna, afa
og ömmu, frænku, en þessir ást
vinir eru allir látnir. Á jólunum
Hátíðleiki
Sigga Dögg
blaðamaður
siggadogg@365.is
Nýjustu verk Kristínar eru af nöktum kvenlíkömum en þeir hafa verið henni hugleiknir. Verkin nefnast: Blá – vatnslitamynd
og AmmA
mín er veik
IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk.
opið til 22 alla daga.
10 • LÍFIÐ 18. dEsEmBEr 2015
1
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
1
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
B
B
-8
4
4
0
1
7
B
B
-8
3
0
4
1
7
B
B
-8
1
C
8
1
7
B
B
-8
0
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
8
0
s
_
1
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K