Fréttablaðið - 18.12.2015, Page 50

Fréttablaðið - 18.12.2015, Page 50
Lífið heimasíðan Gæludýr sprenGja krúttskalann Hjálp!! Þetta er án efa einn girni- legasti Instagram-aðgangur sem um getur. Rétt’ upp hönd sem vill fá sjúklega girnilegar myndir af alls kyns kökum? Það besta við það er að maður verður eiginlega saddur við það eitt að horfa á myndirnar. Nú, ef þú finnur ekki fyrir seddu þá ertu í vondum málum því þessi aðgangur getur tryllt hvern heilvita mann. /cake Kökur og aftur kökur Tveir feður tóku sig saman og söfn- uðu saman alls kyns gullmolum sem krakkar láta út úr sér en einn- ig ýmsum hvatningarorðum sem for- eldrar geta nýtt sér í uppeldinu. Það má finna hvatningarorð um ástina, missi, vináttu, þekkingu, hugrekki og hversdagsleikann. Jákvæðni er viðhorf sem gott er að temja sér frá blautu barnsbeini og einnig væri sniðugt að skrifa eina hvatningu eða svo inn í jólakveðju til barnsins. /InspireMyKids Hvatning frá og fyrir krakka Nú gladdist hagsýni umhverfis- sinninn því hér má finna urmul af sniðugum hugmyndum um hvernig megi endurvinna eitthvað sem flest- ir henda og búa til nýjan og falleg- an mun. Hér má finna hugmynd- ir um hvernig megi nýta skrautleg- an jólapappír og lok af krukku og gera fallegt skraut á jólatréð. Oft þarf bara smá útsjónarsemi og ímyndunarafl og þá verður rusl að fjársjóði. /theornamentgirl Heimagerðar jólakúlur Það þarf ekki mikið til að bræða frosið hjarta cutestpaw.com Dýr hafa það einstaka lag á mannshjartanu að þau geta gripið um það og gersamlega kramið úr því alla fýlu og neikvæðni. Hér má finna sætar og dúllulegar myndir af alls kyns dýrum, bæði kisum og hundum en einnig páfagaukum og hömstrum og öllu þar á milli. Ef þú býrð svo vel að eiga gæludýr þá getur þú deilt mynd af þínu dýri á síðunni. Þetta er svo sannarlega gjöf sem gefur af sér og um að gera að hleypa birtunni inn til vina með því að deila svona hjartaknúsi. 1 7 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :4 1 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 B B -D 8 3 0 1 7 B B -D 6 F 4 1 7 B B -D 5 B 8 1 7 B B -D 4 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 1 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.