Fréttablaðið - 18.12.2015, Qupperneq 66
ÍTALSKT
JÓLABRAUÐ
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunudaga 8.00 -16.00
Þeanó frá Kroton er talin hafa verið uppi á 6. öld f.Kr. Hún bjó
í grísku nýlendunni Kroton á Ítalíu. Líklegt er að hún hafi verið
dóttir heimspekings er nefndist Brotinos og eiginkona Pý-
þagórasar. Lítið er til af frumheimildum um líf og störf Þeanó
en eins og með Pýþagóras er helstu heimildir um hana að
finna í ritum yngri höfunda, s.s. Platóns og Heródótosar.
Pýþagóras er talinn hafa sest að í Kroton um 530 f.Kr.
þar sem hann stofnaði skóla, þ.e. eins konar trúarreglu eða
kommúnu sem var einnig fræðasamfélag. Það sérstaka
við þennan skóla var að þar voru konur og karlar jöfn, sem
var mjög óvenjulegt í grískum samfélögum á þessum tíma
þar sem yfirleitt var litið á konur meira eða minna sem
eign karla og þær því réttlausar. Þeanó varð fljótt nemandi
Pýþagórasar og síðar eiginkona hans og kennari við skólann
en ríflega þrjátíu ára aldursmunur mun hafa verið á þeim
hjónum. Eftir dauða Pýþagórasar á Þeanó að hafa tekið við
stjórn skólans, sem talið er að hafi starfað áfram í um tvær
aldir. Þau Þeanó og Pýþagóras eignuðust nokkur börn en
heimildir eru ekki á einu máli um fjölda þeirra. Þó greina
sumar frá því að dóttir þeirra Damó hafi séð til þess að verk
föður síns yrðu varðveitt að honum látnum og voru dætur
þeirra einnig virtir læknar eins og móðir þeirra.
Þeanó var þekkt sem stærðfræðingur, stjörnufræðingur,
heimspekingur og læknir en mikilvægasta framlag hennar
er talið tengjast gullinsniði í stærðfræði sem margir álíta að
hún hafi lagt grunninn að. Gullinsnið er þekkt stærðfræði-
formúla sem er m.a. mikið notuð í byggingarlist. Það felst
í hlutfallinu milli tveggja talna, oftast milli lengdar tveggja
hliða í rétthyrningi, og byggðu bæði Forn-Grikkir og Egyptar
byggingar sínar á þessum hlutföllum.
Ekkert hefur varðveist af verkum Þeanó en heimildir
eru um nokkur verk eftir hana, nánar tiltekið Ævi Pýþagór-
asar, rit um heimsfræði, Gullinsniðið, Talnakenningin, Sam-
setning alheimsins og Um dygðina. Erla Karlsdóttir
Heimspekingurinn Þeanó frá kroton
Þrátt fyrir að við lifum á öld snjalltækjanna með öllum sínum skipulagsforritum og smáforritum kjósa margir enn að hafa fallega dagbók
við höndina. Dagbók þar sem halda má
utan um vafstur hversdagsins, pára hjá
sér hugrenningar sínar, láta pennann
ráða för í myndum og formi eða jafnvel
lesa dálítinn heimspekilegan fróðleik.
Sigríður Þorgeirsdóttir heimspeking-
ur hefur sett saman bráðskemmtilega
dagbók ásamt kollegum sínum, þeim
Erlu Karlsdóttur, Eyju Margréti Brynj-
arsdóttur og Nönnu Hlín Halldórs-
dóttur. Hönnun er í höndum Hildi-
gunnar Gunnarsdóttur og Snæfríðar
Þorsteins sem eru margverðlaunaðar
fyrir bókahönnun sína. Sigríður segir
að þetta sé í annað sinn sem dagbókin
líti dagsins ljós og þar sé að finna, auk
þess sem vænta má í venjulegri dagbók,
stutta texta þar sem kynntir eru heim-
spekingar á meðal kvenna í sögu og
samtíð.
„Ég gaf út svona dagbók fyrir tveimur
árum en nú er komin alveg ný útgáfa
og við vinnum hana fjórar í samstarfi
og með hjálp nokkurra annarra. Upp-
runalegu hugmyndina má rekja til þess
að ég er búin að vera að kenna heim-
speki og það er búið að telja okkur
lengi trú um að það séu ekki margar
konur sem hafi ástundað heimspeki í
gegnum aldirnar. En það er alrangt því
konur hafa ævinlega stundað heim-
speki. Þetta á efalítið við aðrar fræða-
og vísindagreinar líka. Í dag er verið að
rannsaka og grafa upp gleymda heim-
spekinga og mér lá á að koma þessum
boðskap á framfæri. Það er orðið svo
þreytandi að vera í heimspeki eins og
það sé næstum hrein karlagrein að
ég ákvað að kynna heimspekinga úr
röðum kvenna í knöppu og aðgengi-
legu formi. Þetta eru heimspekingar
frá öllum tímum, tímabil sem spannar
tvö þúsund og fimm hundruð ár. Með
þessari dagbók er búið að kynna yfir
hundrað heimspekinga til sögunnar.
Og við getum haldið áfram að gefa út
svona dagbækur næstu árin.“
Sigríður hefur á orði að heimspekin
sé búin að vera karlhverf grein lengst
af. „Líkt og t.d. guðfræðin, þar hefur
guðinn lengst af verið skilinn sem karl
og eins og einn hugsuðurinn sem er
kynntur í Dagbókinni sagði: „Ef guð
er karl, þá er karlinn guð.“ Þess vegna
erum við að hugsa hið guðlega á nýjan
hátt og einnig „mann skynseminnar“
innan heimspekinnar. Hugmyndir
hafa ævinlega þjónað einhverjum
öflum. Þannig að ef þú hugsar um
þekkingu þá verðurðu líka að hugsa
um vald.“
Aðspurð hvort þetta sé að breytast
þarf Sigríður aðeins að hugsa sig um.
„Þekkingin er komin til að breyta
heiminum. En öflin sem halda aftur
af henni eru enn þá svo sterk. Hvort
sem það eru hugmyndakerfi, tækni-
kerfi eða ríkjandi peningakerfi þá er
enn við svo ramman reip að draga. Við
vitum hvað við þurfum að gera til þess
að bjarga lífi mannkyns á jörðunni,
en það eru svo sterk hagsmunaöfl
sem standa í vegi fyrir því. Það tekur
langan tíma fyrir hugmyndir að síast
inn og brjóta ranglát öfl á bak aftur.
Sigríður segir að þrátt fyrir að hug-
myndir þeirra kvenna sem komi fram
í dagbókinni spanni langt tímabil
eigi þær fullt erindi við samtímann.
„Í fyrsta lagi þá erum við að hugsa
um fróðleiks- og skemmtanagildi
með svona bók. Það getur veitt inn-
blástur að lesa sér til um hugmyndir
sem skýra heiminn og geta breytt
honum. Þetta er líka tilraun til að
miðla fræðunum með aðgengilegum
hætti. Á þessari stafrænu öld þarf allt
að gerast hratt og við erum öll komin
með vott af athyglisbresti og óþoli og
þá er gott að staldra við í amstrinu og
lesa eins og um einn heimspeking. Svo
er líka smá írónía í þessu hjá okkur
því flest uppsláttarrit um heimspeki
og hugmyndasögu hafa yfirleitt verið
um tóma karla. Oft er viðkvæðið hjá
ritstjórum að það sé algjör tilviljun og
algjörlega ómeðvitað, þannig að við
segjum núna að það sé algjör tilviljun
að þetta eru bara konur og algjörlega
ómeðvitað líka.
En vonandi eykur þetta vitund
fólks um konur í heimspeki. Það er
svo eðlilegt að vilja hugsa um heim-
inn og eilífðarspurningar og af hverju
ættu konur ekki að hafa gert það líka?
Heldurðu að þær hafi ekki búið til
tónlist, leikrit og málað? Þetta er bara
mannleg þörf.“
Alltaf gott að
staldra við
og lesa um einn
heimspeking
Nokkrar konur úr stétt heimspekinga
hafa tekið sig saman og gefið út fallega
og handhæga dagbók með fróðleiks-
molum um kvenkynsheimspekinga sem
eru langtum fleiri en löngum hefur verið
haldið fram í veröld heimspekinnar.
Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
HugmyNdir
Hafa æviN-
lega þjóNað
eiNHverjum
öflum.
þaNNig að ef
þú Hugsar
um þekkiNgu
þá verðurðu
líka að
Hugsa um
vald.
Save the Children á Íslandi
1 8 . d e s e m b e r 2 0 1 5 F Ö s T U d A G U r38 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð
1
7
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:4
1
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
6
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
B
B
-A
6
D
0
1
7
B
B
-A
5
9
4
1
7
B
B
-A
4
5
8
1
7
B
B
-A
3
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
8
0
s
_
1
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K