Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Blaðsíða 11
Fréttir | 11Mánudagur 5. september 2011 P áli Sverrissyni brá heldur betur í brún þegar hann fékk tölvupóst í gær. Sá sem sendi póstinn er honum hálfókun­ nugur, það eina sem tengir þá er að þeir búa báðir í sama bæjar­ félagi, en hann vildi benda Páli á frétt á vefritinu Pressan.is. Fréttin sagði frá deilum tveggja lækna og var ann­ ar þeirra kærður af siðanefnd lækna fyrir að kalla hinn „fyllibyttu frá Borgarnesi“. Það var Páll sem heyrði ummælin og kom þeim á framfæri. En það var ekki það sem kom Páli í uppnám, heldur það að í umfjöll­ un um kæruna og dóminn er vísað í sjúkraskýrslur um hann, sem hann hefur aldrei séð, þar sem segir með­ al annars að hann hafi verið greindur með vitræna skerðingu F07.9. Sjálfur hafði Páll aldrei heyrt á það minnst að hann væri með þessa greiningu og líkaði alls ekki að lesa um það í fjölmiðlum. „Hann er að vitna í eitt­ hvað sem ég hef aldrei séð. Ég hef aldrei fengið þessa greiningu,“ segir Páll. Trúnaðurinn enginn Í frétt Pressunnar var einnig hlekkur á upprunalegu heimildina, Lækna­ blaðið, þar sem ítarlegar er fjallað um úrskurð siðanefndar. Páli finnst alvarlega að sér vegið með þessum hætti og segir að trúnaðarsamband hans við þessa lækna sé haft að engu. „Það er hægt að lesa það úr gögn­ unum um hvern er verið að ræða. Það vita allir hver ég er. Sennilega hefði ekki verið hægt að fjalla um þetta mál án þess að fólkið á Norð­ firði vissi hver ætti hlut að máli, en læknar eiga ekki að birta svona upp­ lýsingar opinberlega.“ „Fyllibytta úr Borgarnesi“ Það var Skúli Bjarnason, sérfræði­ læknir á bráðadeild LSH – Fossvogi, sem kærði til siðanefndar. Hinn kærði var Magnús Kolbeinsson læknir. Til­ efni kærunnar var samtal sem Páll átti við Magnús, en Páll var sjúklingur þeirra beggja vegna meints beinbrots. Í kærubréfi Skúla þann 21. febrú­ ar síðastliðinn segir að þann 31. janú­ ar hafi ungur, prúður maður leitað til slysadeildarinnar, og er þar átt við Pál. Honum hafi verið bent á að leita læknis í Neskaupstað til eftirlits tíu dögum seinna sem hann gerði. Þar hafi honum verið tjáð af Magnúsi Kolbeinssyni lækni að hann væri ekki brotinn og hann spurður hver hefði sinnt honum á slysadeild. Hann hafi sagt það og fengið þau svör að: „Skúli er enginn bæklunarlæknir, hann er fyllibytta úr Borgarnesi.“ Það staðfestir Páll í samtali við DV: „Magnús sagði þetta orðrétt: Skúli er heimilislæknir og fyllibytta úr Borg­ arnesi og hefur ekki hundsvit á bein­ brotum. Ég bað hann að taka gifsið af því mér var sagt að annars væri hætt við því að olnboginn yrði stirður og að því lengur sem gifsið væri á, því leng­ ur yrði ég að jafna mig. Hann neitaði aftur á móti að gera það og sagði að ef ég vildi losna við gifsið strax yrði ég að taka það af sjálfur. Þannig að ég þurfti að fara aftur til Reykjavíkur. Fyrir til­ viljun tók Skúli aftur á móti mér og ég sagði honum þá frá þessu.“ Læknar takast á Páll tjáði Skúla það sem hafði farið á milli hans og Magnúsar í Neskaup­ stað. Eftir að hafa heyrt ummæl­ in hringdi Skúli í Magnús. Skúli lýsir þessu svona: „Ég hringdi því á Magn­ ús vegna þessara orða hans. Hann sagði að um misskilning væri að ræða hjá sjúklingi. Ég spurði hann þá hvort misskilningurinn fælist í orðinu fylli­ bytta eða Borgarnesi. Heldur var lítið um svör af viti þannig að ég tjáði hon­ um að þetta mál færi til siðanefndar og lagði símtólið á.“ Með bréfinu fylgdi sjúkraskrá Páls og sagði Skúli að það væri með sam­ þykki sjúklings. Páll segir það hins vegar rangt. Hann hafi ekki samþykkt að sjúkraskrá hans væri send áfram. Hann hafi aftur á móti sent bréf til siðanefndar til að styðja mál Skúla. „Fullur“ veldur misskilningi Svar hins kærða Magnúsar var að hann hefði ekki kallað Skúla „fylli­ byttu“, heldur sagt að Skúli hefði í „fulla þrjá áratugi“ unnið í Borgar­ nesi sem heilsugæslulæknir. „Um leið og sjúklingur var á leiðinni út á flug­ völl til að komast aftur til Neskaup­ staðar,“ segir Magnús: „hringir Skúli Bjarnason í mig og spyr mig hvort ég hafi sagt að hann sé enginn bæklun­ arlæknir og hann sé fyllibytta úr Borg­ arnesi. Þá segir Skúli að lítið hafi verið um svör og síðan skellt á mig síman­ um. Ég náði þó að segja Skúla að ég hafi aldrei sagt að hann sé eða hafi verið fyllibytta.“ Varði sig með vitrænni skerðingu Magnús útskýrði misskilningin frekar í athugasemdum til siðanefndar. Þar tjáði hann sig um hina meintu grein­ ingu á Páli, að hann væri greindar­ skertur. „Hann var lengi á Reykjalundi fyrir c.a. ári síðan í meðferð hjá lækn­ um, sjúkraþjálfara, félagsfræðingi og sálfræðingi,“ og á við Pál: „ Útskrifaðist með greininguna VITRÆN SKERЭ ING F07.9 auk bakverkjagreining­ ar.“ Þessar upplýsingar birtust í dómi siðanefndar. Hvumsa yfir vitskerðingunni Páll fór á Reykjalund vegna klemmdr­ ar taugar og er hneykslaður yfir grein­ ingu á vitrænni skerðingu. „Vitræn skerðing, hvað er það? Eru það sjón­ truflanir? Þefskyn? Eða hvað? Vitræn skynjun mín hlýtur að vera skert ef ég finn ekki lykt. Ég vil fá úr því skor­ ið hvað felst í þessum orðum og fyrst það er búið að gera þetta opinbert þá hlýt ég að geta fengið aðgang að þess­ um gögnum. Ég vil vita hvað þetta þýðir,“ segir Páll hugsi. Bætir því svo við að hann trúi þessu varla. Sérlega óviðeigandi Niðurstaða siðanefndar var að þótt það þætti ekki sannað að Magnús hefði vænt Skúla um að vera „fylli­ bytta“ væri engu að síður ljóst að Magnús hefði verið að þrátta um það við Pál hvort hann eða Skúli hefðu rétt fyrir sér um greiningu á meiðslum Páls. Það væri sérlega óviðeigandi og með öllu nauðsynja­ laust, það væri brot á 22 grein í siða­ reglum lækna sem hljóðar svo: „Læknar skulu hafa góða sam­ vinnu sín á milli og sýna hver öðr­ um fulla virðingu. Skulu læknar sýna þá tillitssemi sem samrýmanleg er hagsmunum sjúklinga. Læknir skal aðstoða lækni sem á við vanda að stríða og leiðbeina honum. Lækni er skylt að auðsýna öðrum læknum drengskap og háttvísi jafnt í viðtali sem umtali, ráðum sem gerðum, í ræðu og riti og hann skal forðast að kasta rýrð á þekkingu eða störf ann­ arra lækna.“ Óþarfar upplýsingar Siðanefndin leit einnig svo á að með þessum ummælum, þar sem fram koma upplýsingar úr sjúkragögnum sjúklings, hafi Magnús brotið gegn ákvæði 13. greinar siðareglna lækna þar sem hvergi kæmi fram að Páll hefði heimilað birtingu þessara upp­ lýsinga. Enda segir Páll það af og frá, hann hafi ekki talað við Magnús frá því hann kom til hans. 13. greinin hljóðar svo: „Lækni er skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð að, er veikt gæti trún­ aðarsamband hans við sjúklinga sína. Lækni er óheimilt að skýra frá heilsufari, sjúkdómsgreiningu, horfum, meðferð eða öðrum einka­ málum sjúklinga eða afhenda gögn með upplýsingum, sem sjúklingar hafa skýrt honum frá eða hann hef­ ur með öðrum hætti fengið vitneskju um í starfi sínu, nema með samþykki sjúklings, eftir úrskurði dómara eða samkvæmt lagaboði. Lækni ber að áminna samstarfsfólk og starfs­ lið sitt um að gæta með sama hætti fyllstu þagmælsku um allt er varðar sjúkling hans. Lækni hlýðir ekki fyrir dómi, að leggja fram sjúkraskýrslur máli sínu til sönnunar án úrskurðar dómara. Sjúklingur getur hins vegar krafist þess, að slík skýrsla um hann sé lögð fram.“ Ósáttur við siðanefndina Loks er þess getið að í bréfi Magnús­ ar til siðanefndar sé að finna óljósar aðdróttanir sem séu bréfritara ekki sæmandi. Magnús var því áminntur um að hafa í heiðri og fara eftir siða­ reglum lækna. Niðurstaða siðanefndar er engin huggun fyrir Pál. „Ég ætla að kæra siðanefndina til landlæknis fyrir að birta þessi gögn opinberlega. Þetta er birt í Læknablaðinu og Pressan. is skrifar um þetta frétt. Trúnaður­ inn er enginn og ég er afar ósáttur við það.“ n Í dómi siðanefndar Læknafélagsins var Páll Sverrisson sagður vera greindur með vitræna skerðingu n Páll vissi ekki af greiningunni n Hann hyggst kæra siðanefnd lækna fyrir birtingu dómsins„Ég vil vita hvað þetta þýðir. Greindur vitlaus óafvitandi og greiningin birt opinberlega Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal Páll Sverrisson Komst að því í fjölmiðlum að hann væri með „vitræna skerðingu“ og er afar ósáttur. MYND GUNNAR GUNNARSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.