Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Blaðsíða 20
20 | Sport 5. september 2011 Mánudagur
Skagamenn
meistarar
ÍA tókst loks að innbyrða 1. deild-
ar titilinn með sigri á Gróttu um
helgina, 2-1. Stefán Þórðarson og
Einar Logi Einarsson skoruðu mörk
heimamanna. ÍA er fyrir löngu búið
að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni
en erfiðlega hefur gengið hjá liðinu
að tryggja sér titilinn. Á sama tíma
vann Selfoss lið BÍ/Bolungarvík-
ur, 4-3, í mögnuðum leik á Selfoss-
velli og fór þar með langleiðina upp
í Pepsi-deildina á ný ásamt ÍA. Tap
Gróttu gegn Skaganum þýðir að
um næstu helgi mætir liðið Leikni í
sannkölluðum sex stiga fallslag.
Settu heimsmet
4x100 metra boðhlaupssveit Jamaíku
rúllaði upp keppinautum sínum í
lokagrein heimsmeistaramótsins í
frjálsum íþróttum en mótinu lauk
á sunnudaginn. Usain Bolt hljóp
síðasta sprettinn fyrir Jamaíku sem
bætti heimsmet sitt í greininni þegar
félagarnir fjórir hlupu á 37,04 sek-
úndum. Þetta voru önnur gullverð-
laun Bolts á mótinu en hann vann
einnig 200 metra hlaupið með yfir-
burðum. Eins og allir vita þjófstart-
aði hann í 100 metra hlaupinu og
varð af gullinu þar. Frakkar fengu
silfrið í 4x100 metra boðhlaupinu og
sveit Sankti Kitts og Nevis hreppti
bronsverðlaunin.
Hættir aldrei
með Englandi
Wayne Rooney er hægt og bítandi
að vinna aftur hugi og hjörtu stuðn-
ingsmanna enska landsliðsins eftir
að hann gagnrýndi þá eftir marka-
laust jafntefli gegn Alsír á HM í Suð-
ur-Afríku fyrir ári. Rooney skoraði
tvö mörk fyrir England sem vann
Búlgaríu, 3-0, í undankeppni EM
fyrir helgi. „Það sem gerðist, gerðist,
en ég er viss um að stuðningsmenn-
irnir sjá að ég gef 100 prósent í alla
leiki. Ég mun spila fyrir England þar
til einhver segir að ég megi það ekki
lengur. Ég er svo stoltur af því að
spila fyrir þjóð mína,“ segir Wayne
Rooney.
Á
föstudaginn var lauk sex mán-
aða banni Kolos Toure, varn-
armannsins sterka hjá Man-
chester City, frá fótboltaiðkun,
en hann var dæmdur í bann eftir að
í blóði hans fannst efnið bendroflu-
methiazide. Toure hefur ávallt haldið
því fram að hann hafi ekki vísvitandi
notað efnið en það var í megrunar-
töflum sem hann fékk frá eiginkonu
sinni.
Toure hefur mátt æfa með City
undanfarnar tvær vikur til að koma
sér í form en hann sat allan tímann
á bekknum í landsleik Fílabeins-
strandarinnar um helgina.
„Ég er búinn að hlaða batteríin
og er í betra formi en nokkurn tíma
áður þannig að ég mun ýta fast á eft-
ir mínu tækifæri í liðinu. Vonandi
verður þetta eins og að City-liðið hafi
keypt nýjan leikmann,“ segir Toure.
Erfiðast við bannið fannst honum
þó að útskýra það fyrir ungri dóttur
sinni. „Hún sagði að fólk í skólanum
væri að segja: „Pabbi þinn er að nota
eiturlyf.“ Það sárnaði mér mjög mik-
ið. Það er stór munur á því að nota
megrunartöflur og fíkniefni. Ungir
krakkar heyra orðið bönnuð lyf og
hugsa strax kókaín og eitthvað þann-
ig,“ segir Toure sem veit að það verð-
ur erfitt að komast í City-liðið sem
hefur farið frábærlega af stað á tíma-
bilinu.
„Það verður ekki auðvelt en ég
mun reyna mitt allra besta eins og
alltaf. Ég er bara svo ánægður að vera
kominn aftur. Ég mun gera allt sem
ég get fyrir liðið, klúbbinn og stuðn-
ingsmennina. Ég hreinlega get ekki
beðið eftir því að byrja,“ segir Toure,
sem verður þó væntanlega ekki í
liðinu sem mætir Wigan um næstu
helgi.
tomas@dv.is
„Pabbi þinn er að nota eiturlyf“
n Sex mánaða banni Kolos Toure er lokið
Kominn aftur Bann Toures er á enda. Mynd ReuTeRS
H
eimsmeistaramótinu í frjáls-
um íþróttum lauk í Daegu í
Suður-Kóreu á sunnudag-
inn en þar höfðu 1.848 kepp-
endur frá 203 löndum barist
um 141 medalíu á níu daga tímabili.
Bandaríkjamenn urðu hlutskarpast-
ir einu sinni sem oftar og fengu alls
25 medalíu, þar af 12 gullverðlaun.
Næstir komu Rússar með nítján verð-
launapeninga, þar af níu gull og Ke-
níumenn, sem sópuðu upp nánast
öllum lengri hlaupum, nældu sér
í sautján verðlaunapeninga, þar af
sjö gullverðlaun. Á lokadeginum á
sunnudaginn fengu Bandaríkjamenn
þrenn gullverðlaun. Christian Tay-
lor vann þrístökkið með stökki upp
á 17,96 metra sem er lengsta stökk
ársins. Þá unnu boðhlaupssveit-
ir Bandaríkjanna bæði 4x100 metra
hlaup kvenna og 4x400 metra hlaup
karla.
Verður reglunum breytt?
Stóra málið á HM í Suður-Kóreu
er þjófstart fljótasta manns heims,
Usains Bolts. Nýju reglurnar um
þjófstart eru þannig að eitt þjófstart
nægir til að dæma þann sem þjóf-
startar úr keppni. Hingað til hefur
fyrsta þjófstart gilt sem áminning fyr-
ir allan hópinn og sá næsti sem ætl-
ar of fljótt af stað er dæmdur úr leik.
Upprunalega reglan var sú að allir
fengu eina áminningu.
Mikið hefur verið rætt og ritað um
þjófstart Bolts og er mikill þrýstingur
á að breyta þessari reglu til fyrra horfs.
Vilja menn ekki sjá slík vörusvik að
fullur völlur sem var einungis kominn
til að sjá Bolt hlaupa 100 metra verði af
því vegna eins þjófstarts. Er nú til um-
ræðu að breyta reglunni áður en ól-
ympíuleikarnir hefjast í Lundúnum á
næsta ári.
n HM í frjálsum lokið í Suður-Kóreu n Bandaríkjamenn náðu í þrenn gullverðlaun á lokadegi
n Rússar og Keníumenn sópuðu að sér verðlaunum n Þjófstart Bolts stóra mál mótsins
Bandaríkjamenn
með flest gull
Skákaði þeirri bestu Hin brasilíska
Fabiana Murer vann einu verðlaun þjóðar
sinnar þegar hún fékk gull í stangarstökki og
skákaði þar með Yelenu Isinbajevu.
Þýskir karlmenn kasta lengst Evrópumeistarinn Matthias de Zordo vann spjótkast
karla en samlandar hans, Robert Harting og David Storl, unnu kringlukastið og kúluvarpið.
Stökk hæst Rússinn Anna Chicherova
vann hástökk kvenna og hafði betur en sjálf
Blanka Vlasic.
Flest gull Boðhlaupssveit Bandaríkjanna
í 4x400 metra hlaupi karla vann ein af 25
verðlaunum Bandaríkjamanna á HM í frjálsum.
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Frjálsíþróttir