Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 5. september 2011 Hægri Hönd Finns við völd í Heilsugæslunni Stýrði rekstri heilsugæslunnar Helgi S. Guðmundsson stýrði rekstrarsviði Heilsugæslunnar í Reykjavík þegar gerðir voru hagstæðir leigusamningar við Íslenska aðalverktaka og tengda aðila. því til þess að Heilsugæsla höfuð- borgarsvæðisins yrði áfram á Bar- ónsstígnum. Segir ráðuneytið hafa tekið ákvörðunina Helgi S. Guðmundsson segir að- spurður um málið að aðkoma hans að flutningi á höfuðstöðvum heilsugæslunnar upp í Mjódd hafi ekki verið nein. „Hún var nákvæm- lega engin. Ég var það íhaldssam- ur að ég vildi vera áfram í Heilsu- verndarstöðinni við Barónstíg. En það voru stjórnvöld sem ákváðu að fara með heilsugæsluna þarna upp eftir sem að mér fannst óráð á sínum tíma. Svo endaði með því að ég fór aldrei þarna upp eftir því ég hætti, þótt það hafi ekki verið út af þessu. Mín aðkoma að þessu máli var því fyrst og fremst sú að ég barðist gegn þessum flutningum því mér fannst passa að Heilsugæsla höfuðborgar- svæðisins væri þarna,“ segir Helgi S. Aðspurður um hvort hann hafi komið að gerð annarra leigusamn- inga sem Heilsugæsla Reykjavík- ur gerði meðan hann starfaði þar, meðal annars í heilsugæslustöðinni í Glæsibæ. „Nei. Ég skrifaði aldrei undir neitt og hafði ekkert með þetta að gera. Það er þannig að það er ráðuneytið sem sér um þessi mál fyrst og fremst. Við höfðum aldrei neitt að gera með ákvarðanir um húsnæði, hvorki ég né Guðmund- ur [forstjóri Heilsugæslunnar á höf- uðborgarsvæðinu, innskot blaða- manns] ... Það var alltaf ráðuneytið sem sá um þetta. Ég kom aldrei að því,“ segir Helgi. 29. ágúst „September er sumarmánuður“ n Berin gætu eyðilagst í næturfrosti aðfaranótt föstudags n Kólnar þegar líður á vikuna n Ný hitabylgja um næstu helgi Þ að er henni Irenu sem ber að þakka þessi hlýindi sem ver- ið hafa, jafnvel þótt hún beri ábyrgð á miklu tjóni ann- ars staðar,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. Veðrið síðustu daga hefur ver- ið með ágætum, nema einna helst á Vestfjörðum, og tveggja stafa hitatöl- ur hefur mátt sjá á kortum dag eftir dag. Sigurður, eða Siggi, segir að því miður þá dragi nokkuð úr hlýindum næstu daga og aðfaranótt fimmtu- dags gæti næturfrost orðið til þess að skemma ber víða um land. Un næstu helgi verður þó aftur komin hita- bylgja, ef svo fer sem á horfir. Næturfrost fyrir helgi Siggi segir að hitabeltislægðin Irena sé að gefast upp, en hún olli miklu tjóni í Bandaríkjunum í síðustu viku. Hér hefur hún hins vegar verið mein- laus og haft í för með sér mikil hlýindi fyrir Íslendinga. „Það er skemmti- legt að hún skyldi hitta á Ljósanótt í Reykjanesbæ,“ segir Siggi. Hann segir að nú og næstu daga taki við heldur haustlegra loftslag en um næstu helgi sé von á öðrum hlý- indakafla. „Það er ekki annað að sjá en að á fimmtudaginn og aðfaranótt föstudags minni haustið svolítið á sig. Það eru horfur á að það verði hægt norðlæg átt með frosti á hálendinu og töluverðu næturfrosti víða um land. Það lítur út fyrir vætu fyrir norðan og austan þannig að það gæti gránað á heiðum og það gæti orðið slydda á fjallvegum,“ segir hann. Hann bend- ir hins vegar á að strax á föstudaginn víki kalda loftið fyrir annarri hlýrri sendingu sunnan úr höfum. Berin gætu skemmst Aðspurður hvort útlit sé fyrir að næturfrostið verði það mikið að ber skemmist segir Siggi að svo gæti far- ið. „Já, ég myndi segja það. Við erum að tala um frost í einhverjar klukku- stundir.“ Hann segir að það verði mun kaldara veður á norðurhelmingi landsins en á suðurhelmingnum. Berin gætu því sloppið við að eyði- leggjast á láglendi sunnan og vestan heiða – um það sé þó erfitt að segja. „Ef þau komast yfir kuldann þá má segja að það gæti orðið fyrsta flokks berjaveður hér og þar á land- inu um næstu helgi.“ Hann segir að nokkur væta geti fylgt hlýindunum. Hann vill þó setja þann fyrirvara við orð sín að það sé óvanalega erfitt að spá fyrir um veður þegar hitabeltis- lægðir stýra veðri og vindum. Spáir ágætu hausti Siggi segist ekki sjá annað í kortun- um en að haustið verði ágætt. Í það minnsta hafi engin alvöru haust- lægð boðað komu sína. „Við skulum muna að september er sumarmán- uður og er talinn sem slíkur. Þótt það komi skot og skot með vindi og rign- ingu þá koma líka hlýir og góðir dag- ar inn á milli. Þótt brekkan sé niður á við þessa vinnuvikuna þá verður gott veður um næstu helgi.“ Hann segir þó að það verði að viðurkennast að norðlægar átt- ir séu aldrei spennandi á Norður- landi. Hann ráðleggur því engum að ferðast þangað nema þurfa þess síðari helming vikunnar, í það minnsta ekki til að elta gott veður. „Það verður eig- inlega að viðurkennast að almennt séð hefur þetta verið skítasumar fyrir norðan og austan.“ Hann segir þó að á mánudag og þriðjudag gæti hitinn verið 13 til 14 gráður norðan- og austanlands, heldur hærri en fyrir sunnan og vest- an og hitinn sunnan- og vestanlands verði þó líklega áfram yfir 10 stigum. „Á meðan við höfum tveggja stafa hitatölur þá erum við þokkalega sátt,“ segir Siggi sem var reyndar staddur í 30 stiga hita á Spáni þegar DV ræddi við hann. Hann segir að Íslendingar megi vel við veðrið una þessa dag- ana. Á Norðurlöndunum og víða í Evrópu hafi verið grenjandi rigning undanfarna daga. „Veðrið er svolítið að breytast á Ís- landi. Rok og rigning verður ekkert alltaf ofan á lengur, eins og kannski var áður á haustin. Nú er oft hægt að notast við regnhlífar,“ segir hann að lokum. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Gott haust Siggi sér engar haustlægðir í kortunum. Einmuna veðurblíða Þessi ungmenni létu fara vel um sig á grjótgarðinum til móts við Borgartún í gær, sunnudag. Aftur verður hlýtt um næstu helgi. MyNd GuNNar GuNNarSSoN „ Þótt brekkan sé niður á við þessa vinnuvikuna þá verður gott veður um næstu helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.