Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2011, Blaðsíða 16
16 | Umræða 26. október 2011 Miðvikudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Leiðari Ingi F. Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar Þingmönnum smalað n Friðrik Þór Guðmundsson, nýkjör- inn formaður Borgarahreyfingar- innar, virðist ætla að lyfta því grett- istaki að sameina stríðandi fjendur í Hreyfingunni og Borgarahreyf- ingunni. Gangi það eftir munu þingmennirn- ir Birgitta Jóns­ dóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari skila sér aftur á sína bása. Þetta hefði einhver talið óvinnandi sameiningu. En Friðriki er að tak- ast að blása samhug og baráttuvilja í hópa sem áður bárust á bana- spjótum. Snúbúar n Eitt erfiðasta skref Íslendings í útlöndum er að snúa aftur heim, ef marka má Jón Ármann Steinsson. Hann sagði frá því í Bítinu á Bylgj- unni að við heimkomuna til Íslands eftir áralanga fjarvist í Bandaríkj- unum hefði kerfið hikstað. Erfitt reyndist að fá heilbrigðisþjónustu og skólavist barna hans var með miklum annmörkum. Lýsti Jón því að ein kerfiskonan hefði andvarpað þegar fjölskyldan leitaði ásjár: ,,Það eru komnir snúbúar, hvað eigum við að gera,“ sagði hún mædd við samstarfskonu sem einnig gat lítið hjálpað. Fyrirbærið mun vera sjald- gæft í samanburði við nýbúa og þá sem yfirgefa landið. Vantar morð n Leikstjórinn, læknirinn og stjórnlagaþingsmaðurinn, Lýður Árnason, frumsýndi mynd sína, Vaxandi tungl, í Bæjarbíói í Hafn- arfirði um síð- ustu helgi. Fullt var út úr dyrum og fékk myndin gríðarlega góð- ar undirtektir. Myndin flagg- ar Pálma Gests­ syni og Elvu Ólafsdóttur í aðalhlut- verkum. Fram kom í ávarpi Lýðs að kvikmyndahúsin hefðu ekki haft áhuga á að sýna myndina þar sem hvorki væri morð né eldgos í sögu- þræðinum. Aftur á móti hefur RÚV keypt myndina sem verður á jóla- dagskrá Sjónvarpsins. Engin afstaða n Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri og eigandi Útvegsblaðsins, fer mik- inn í leiðara fríblaðsins þar sem hann segir eftir- spurn vera eftir blaðinu og boð- skap þess. Aftur á móti skammar Sigurjón þá sem haldið hafa því fram að blað- ið taki afstöðu í kvótamálinu. Þetta sé alrangt enda gerð sú krafa til Alþingis að það samþykki ekki lög sem eru verri en þau sem fyrir eru. „Blessunarlega hefur verið horfið frá þeirri ógæfu sem til stóð að samþykkja,“ segir Sigurjón í leið- ara hins afstöðulausa blaðs. Sandkorn Í sland er bankaland. Í heimi hinna frjálsu viðskipta skiptir mestu að vera innan skjaldborgar bank- anna. Þetta er ágætis fyrirkomu- lag. Ritfangarisinn Penninn er í öruggu skjóli Arion-banka og getur þannig haldið uppi nær endalausu vöruúrvali án þess að þurfa að hafa áhyggjur af taprekstri. Bankinn góði kemur einfaldlega til skjalanna með meiri peninga þegar tómahljóð heyr- ist í peningakössum búðarinnar. Minni spámenn á markaði hús- gagna og ritfanga eru með uppsteyt vegna þess að Penninn er bein- tengdur við fjárhirslur útrásarbank- ans. Það er auðvitað bara öfundsýki manna sem aldrei kunnu að skuld- setja sig og koma fyrirtækjum sín- um í úrvalsdeild. Forsvarsmönn- um þeirra fyrirtækja væri hollara að gleðjast með bankanum og Pennan- um fyrir að halda uppi vöruúrvali og þjónustu í landi hruns og ísa. Og það eru fleiri með múður. Ein- hver Fiskikóngur á Sogavegi hefur verið að auglýsa megaviku í slorinu. Þarna gengur hann sömu slóð og það öfluga fyrirtæki Domino’s sem framleiðir og selur flatbökur. Um árabil börðust eigendur fyrirtækis- ins í bönkum til að fjármagna rekstur sinn. Og þeir voru einhverjir öflug- ustu auglýsendur landsins og lögðu þannig hópi fólks á auglýsingastof- um og í fjölmiðlum til vinnu og lifi- brauð. Á endanum urðu skuldir fyr- irtækinu svo ofviða að bankinn tók yfir reksturinn og auglýsingasamn- ingana. Þá var megavika hjá Dom- ino’s. Þessi fiskikóngur, sem ekki er beintengdur við banka, vogar sér að nota orðið mega við að auglýsa. Auð- vitað er risinn brjálaður út af þessu. En það eru ekki allir sem ná sér í rekstrarfé úr bönkum. Olíurisinn N1 sem stjórnað er af kraftaverka- manni gerði út á lífeyrissjóði lands- ins um árabil. Milljörðum króna var dælt inn í fyrirtækið svo það gæti dælt út bensíni og jólabókum í þágu almennings í landinu. Síðan fór ris- inn á hliðina og lífeyrissjóðirnir töpuðu þúsundum milljóna króna. Úps, sögðu forsvarsmenn þeirra og lögðu síðan meiri pening í olíurisann sem nú auglýsir eins og enginn sé morgundagurinn. Eitthvert fyrirtæki sem selur ekkert annað en bensín og olíu er að klípa risann í rassinn með því að auglýsa af veikum mætti að þar á bæ borgi menn í lífeyris- sjóði en ekki öfugt. Atlantsolíumenn ættu að skammast sín. Þeir eru ekki hluti af þeim skulduga aðli íslenskra fyrirtækja sem byggir afkomu sína á bönkum eða lífeyrissjóðum. Ótal fleiri dæmi eru um fyrir- tæki sem lifa á góðmennsku íslensku bankanna. Innan þess íslenska aðals er að finna fjölmiðla, byggingavöru- verslanir auk þeirra sem selja hús- gögn og penna. Við eigum að fagna því að bankarnir hafa opinn náðar- faðm sinn fyrir svo þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki. Og við megum ekki umbera það að hælbítar reyni að stöðva bankana í góðverkunum. Skjaldborg hinna skuldugu verður að halda. Annars er illa komið fyrir kær- leikanum í samfélaginu. Skjaldborg Skuldugra Bókstaflega ,,Það var undarlegt og mjög eftirminnilegt því ein varðan hrundi niður þegar við gengum hjá meðan við vorum að tala um drauga og yfir­ skilvitlegar verur.“ n Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur brá í brún þegar steinvarða hrundi við tökur á ísþjóðinni. – DV ,,Það er ljóst að nú erum við á eftir áætlun en þetta er langt frá því að vera búið.“ n Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, heldur í eM-drauminn þrátt fyrir tvö töp í fyrstu tveimur leikjunum. – RÚV ,,Ég hef aldrei komið í Kolaportið fyrr en í dag.“ n Jónína Benediktsdóttir seldi af sér spjarirnar ásamt eiginmanni sínum, gunnari Þorsteinssyni, í kolaportinu um helgina. – DV ,,Mitt hlutverk var ósköp lítið, fyrirtækið mitt setti bara smá pening í myndina á lokasprettinum þannig að hægt væri að klára hana og markaðssetja.“ n Arnar Gunnlaugsson knattspyrnu- kappi hjálpaði til við að koma Borgríki í kvikmyndahúsin. – Fréttablaðið ,,Mér líst alveg hrikalega vel á þetta og hlakka mikið til, þetta er miðill sem ég hef aldrei unnið við.“ n Sjónvarpsstjarnan Auðunn Blöndal er á leið í útvarpið og verður með síðdegis- þátt á FM957. – Fréttablaðið Er þetta fullnaðar­ sigur Teitur? „Nei. Fúsk verður alltaf til en eftir þessi málalok er það vonandi á undanhaldi,“ segir Teitur Atla­ son bloggari um þá staðreynd að Páll Magnússon taki ekki við stöðu forstjóra hjá Bankasýslu ríkisins. Spurningin Svarthöfði Helgi í Austurvegi H elgi Magnússon, fjárfestir og formaður Samtaka iðnaðar- ins, vill að ríkisstjórn Íslands horfi til Rússlands eftir leið- um til að komast út úr efna- hagskreppunni. Formaðurinn er ný- kominn úr heimsókn til Moskvu og skrifaði grein í Morgunblaðið á þriðju- daginn þar sem hann mærir rússneskt efnahagslíf. Helgi telur að Rússland sé á betri vegferð en Ísland þar sem hagvöxtur þar í landi sé meiri þar en hér, 4,5 til 5 prósent á móti 1–2 prósentum. Ástæðu þess að Rússar hafa náð þess- um hagvexti segir Helgi vera þá að ríkisstjórn landsins reyni að laða að erlenda fjárfestingu með því að hafa skatta- og rekstrarumhverfi fyrirtækja og einstaklinga sem hagstæðast. Helgi nefnir sérstaklega að í Rússlandi er flatur 13 prósenta tekjuskattur á móti allt að 47 prósenta tekjuskatti á Ís- landi. Munurinn á rússneskum stjórn- völdum og þeim íslensku er sá, að mati Helga, að Rússarnir gera sér grein fyrir að fjárfesting er lykillinn „að hagvexti og hraðri eflingu samfélags- ins“ og „þrói það til betri vegar“, án þess þó að útskýra í hverju þessi efling á að vera falin. Í greininni fellur Helgi í þá villu að líta á hagvöxt sem einhliða mælikvarða á starf og árangur ríkis- stjórna. Rökrétt afleiðing af þessari speki Helga er því sú að stefna beri að auknum hagvexti sama hverju þurfi að fórna í staðinn. Helgi ætti reyndar að vita, með því líta sér nær, að tengsl- in á milli aukins hagvaxtar og „efling- ar samfélags“ eru ekki eins nauðsyn- leg og hann telur: Hagvöxtur á Íslandi var til dæmis 4,9 prósent á Íslandi árið 2007 – efnahagskerfi landsins hrundi nokkrum mánuðum síðar. Helgi áttar sig heldur ekki á sögu- legri ástæðu þess að Rússar komu á flötum 13 prósenta tekjuskatti. Ástæð- an er sú að eftir fall Sovétríkjanna gekk yfirvöldum í Rússlandi erfiðlega að innheimta skatta af borgurunum því margir komu sér hjá skattgreiðslum. Því var ákveðið, árið 2001, að lækka skattbyrði einstaklinga til að auka skattheimtu ríkisins. Hagvöxturinn sem Helgi mærir skilar sér heldur ekki nema að litlu leyti í bættum innviðum og „eflingu“ rússnesks samfélags. Þannig eru ýmis samfélagsmein landlæg í Rússlandi. Fátækt, atvinnuleysi, hungur, spilling, rasismi, skortur á heilbrigðisþjónustu, alkóhólismi, afleitt vegakerfi, mis- skipting auðs og ýmiss konar mann- réttindabrot, eru einungis nokkur af þeim atriðum sem hægt er að nefna. Stór hluti 142 milljóna íbúa Rússlands býr við skort og takmörkuð lífsgæði – um 14 prósent landsmanna eru undir fátæktarmörkum. Þar að auki er erfitt að halda því fram að Rússland sé lýðræðisríki í raun, þó að stjórnarfar landsins sé lýðræði að nafninu til. Líkt og rakið er í nýlegri bók, The New Nobility, sem er eftir tvo rússneska blaðamenn, hef- ur Rússland í reynd orðið að alræðis- ríki undir stjórn Vladimírs Pútín þar sem valdamesta stofnun samfélags- ins er leyniþjónustan FSB, sem stofn- uð var á grunni KGB. Meðal dæma sem tekin eru í bókinni um alræðistil- burði stjórnar Pútíns er sú ritskoðun á fjölmiðlum sem viðgengst í landinu. Blaðamenn geta átt á hættu að vera beittir ofbeldi ef þeir gagnrýna stjórn- arhættina – hvergi í löndum sem ekki eru stríðshrjáð eru eins margir blaða- menn drepnir vegna skrifa sinna og í Rússlandi. Landið stefnir í að verða eins konar auðræðisríki þar sem fá- menn stjórnmála- og auðmannaklíka stýrir samfélaginu eftir sínu höfði með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir meirihluta landsmanna. Helgi hljómar því eins og Halldór Laxness í bókinni Í Austurvegi, þar sem hann mærði kommúnistaríki Stalíns – sem í dag er vitað að var al- ræðisríki – eftir heimsókn til Sovétríkj- anna árið 1933. Líkt og Laxness virð- ist Helgi annaðhvort ekki vita um eða velta þessum samfélagslegu þáttum fyrir sér. Helgi getur þó ekki skýlt sér á bak við skort á upplýsingum um ástandið í Rússlandi til að afsaka fávisku sína. Ís- land á alls ekki að horfa til Rússlands eftir viðmiðum. Rússland á þvert á móti að vera vestrænum lýðræðisríkj- um víti til varnaðar. „Helgi getur þó ekki skýlt sér á bak við skort á upplýsingum um ástandið í Rússlandi til að afsaka fávisku sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.