Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2011, Blaðsíða 20
20 | Sport 26. október 2011 Miðvikudagur Ö ryggisnefnd MotoGP- kappakstursins segir að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir hrylli- legt slys sem varð hinum 24 ára Ítala, Marco Simoncelli, að aldurtila á brautinni í Sepang í Malasíu á sunnudaginn. Sim- oncelli rann af hjóli sínu þvert yfir brautina á öðrum hring og fór í veg fyrir tvö hjól með þeim afleiðingum að hjálmur hans brotnaði af honum. Simoncelli lést af völdum áverka á höfuð, háls og bringu. „Við höfum gert miklar ör- yggisráðstafanir í MotoGP og við erum ánægðir með þær breytingar,“ segir Franco Unc- ini, formaður öryggisnefndar MotoGP. Ekki hefur verið banaslys í MotoGP-mótaröð- inni síðan árið 2003 en í fyrra lést nítján ára japanskur strák- ur í Moto2-mótaröðinni. Sjálf- ur lá Uncini í dái eftir að hafa lent í svipuðu slysi og Simon- celli árið 1983. „Því miður höfum við ekk- ert vald á örlögunum. Þegar eitthvað svona gerist þá erum við varnarlaus. Við verðum að sætta okkur við það að stund- um gerast hlutir, hræðilegir hlutir, sem ekkert er hægt að gera í,“ segir Uncini. Ítalska þjóðin er harmi slegin yfir dauða Simoncelli sem var einn dáðasti íþrótta- maður landsins, aðeins 24 ára að aldri. Hann var gjarnan kallaður Súper-Sic. Þeir leikir í ítölsku A-deildinni í fótbolta sem leiknir voru á sunnudag- inn hófust allir með einnar mínútu þögn í virðingarskyni við Simoncelli og þá hafa íbú- ar í heimabæ hans, Coriano, keppst við að leggja blóm og kransa við tröppur kirkjunnar í bænum. Reiknað er með að íbúar fái að berja líkið augum í borgar- leikhúsi Coriano í dag, mið- vikudag. tomas@dv.is Ekki hægt að koma í veg fyrir slysið n Ítalska þjóðin harmi slegin yfir andláti Marco Simoncelli V ið United-menn erum auðvitað í sjokki yfir að hafa tapað svona stórt. Ég hef heyrt í foreldr- um sem tala um það að barnið þeirra hafi einfald- lega grátið eftir úrslitin. Það var víða sorg hjá stuðningsmönn- um,“ segir Steinn Jakob Óla- son, formaður Manchester Uni- ted-klúbbsins á Íslandi. Eins og frægt er orðið beið Man chester United sinn stærsta ósigur á heimavelli í 56 ár um helgina þegar Manchester City rúllaði yfir liðið, 6–1. United tapaði 5–0 fyrir City árið 1955. Þar að auki hefur United ekki fengið á sig sex mörk á heimavelli frá árinu 1930, eða í rúm áttatíu ár. Steinn Jakob segir að sunnudagurinn hafi verið svartur fyrir stuðn- ingsmenn United um heim all- an og hann setur spurningar- merki við uppstillingu stjóra United, Sir Alex Ferguson, í leiknum. Einkennileg uppstilling „Ég var svolítið hissa á uppstill- ingunni í upphafi leiksins. Ég er til dæmis ekki að fatta þetta dálæti hans á Jonny Evans og það kom mér svolítið á óvart að hann skyldi byrja með Dar- ren Fletcher inn á,“ segir Steinn Jakob en Fletcher er nýkominn á skrið aftur eftir að hafa glímt við veikindi um nokkurra mán- aða skeið. Nemanja Vidic og Phil Jones hefðu auk þess verið betri kostir en Jonny Evans. „Rio Ferdinand er orðinn hægari en hann var og ég sé fyrir mér að Ferguson þurfi eitthvað að end- urmeta þessar áherslur sínar.“ City var yfir í hálfleik 1–0 en strax í upphafi síðari hálf- leiks braut Jonny Evans á Mar- io Balotelli þegar sá síðarnefndi var við að sleppa í gegnum vörn United. Evans fékk rauða spjald- ið, leikmenn City gengu á lagið og skoruðu hvert markið á fætur öðru gegn andlausum United- mönnum. Steinn segir að fleira í uppstillingu Ferguson hafi komið honum á óvart. Þannig hefði hann frekar viljað sjá Jav- ier Hernandez í byrjunarliðinu í stað Danny Welbeck. Sakna Cleverley Þó að United-liðið spili blúss- andi fótbolta á köflum er það mat margra að það vanti skap- andi leikmann á miðjusvæðið. Wesley Sneijder, einn besti miðjumaður heims, var orð- aður við United í allt sumar en kaupin eru sögð hafa strandað á launakröfum Sneijders. Steinn tekur undir þessa skoðun og segir að United-liðið sakni hins unga Toms Cleverley sem spil- aði eins og engill í upphafi móts, áður en hann meiddist fyrir sex vikum. „Þeir voru að spila rosa- lega vel þegar hann var inni í liðinu. Hann er mjög efnilegur leikmaður en Ferguson veit það manna best að leikmenn meiðast og það er ekki hægt að treysta á að einn leikmaður spili alla leiki. Þess vegna verða aðr- ir að vera til taks. Auðvitað hefði hann átt að sjá það fyrir að hann þyrfti skapandi miðjumann. Ég sé nú fyrir mér að Sneijder hafi horft á þennan leik og kannski séð að hann hefði getað orðið ágætis viðbót.“ Þriggja liða barátta Þrátt fyrir þennan slæma ósig- ur segist Steinn líta björtum augum á framtíðina. Af feng- inni reynslu sé ekki hægt annað en að treysta á Sir Alex Fergu- son. „Hann er innan um þessa leikmenn alla daga og nýtur ómældrar virðingar úti um allan heim. Ég hefði hins vegar viljað sjá aðra uppstillingu, en kannski er maður orðinn svo góðu van- ur,“ segir Steinn og hlær. Hann segir að þrjú lið muni berjast um titilinn í vor; Manchester Uni- ted, Manchester City og Chel- sea. „Þetta City-lið verður ekki stoppað svo auðveldlega. Þeir virðast hafa ótakmarkað fjár- magn og kaupa bara leikmenn í þá stöður sem þeir vilja. En þetta verður þriggja liða keppni og verður tæpt þegar upp verður staðið,“ segir Steinn en segist þó að sjálfsögðu vona að rauða lið- ið í Manchester standi uppi sem sigurvegari þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. n Formaður Manchester United-klúbbsins segir stuðningsmenn vera í áfalli n Furðar sig á liðsuppstillingu Sir Alex Ferguson í leiknum n Liðið vantar meiri sköpunargáfu á miðjuna Svartur dagur í sögu United Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Knattspyrna Erfið helgi Sunnudagurinn var erf- iður Steini, eins og öllum stuðnings- mönnum Manchester United. Niðurlæging Manchester United beið sinn stærsta ósigur á heimavelli í 56 ár um helgina. MyNd REUtERS Ný braut í New Jersey Eftir fjögurra ára hlé frá Form- úlu 1 stefnir í að Bandaríkin fái tvær keppnir frá og með árinu 2013. Nú þegar eru áætlanir komnar vel á veg fyrir keppn- ina í Austin í Texas á næsta ári og stefnir nú í að New Jersey verði næsta braut árið 2013. Mögulegt er að brautin í New Jersey verði götubraut þar sem keppt verður á strætum borg- arinnar en þá þyrfu borgaryfir- völd að finna fjármuni til þess hjá fjársterkum aðilum sem væru til í að koma að málum. Ekki hefur verið keppt í For- múlu 1 í Bandaríkjunum síðan 2007 en erfiðlega hefur gengið að gera íþróttina vinsæla þar í landi. Vill tánings- stjörnu Kenny Dalglish, knattspyrnu- stjóri Liverpool, er sagður ætla að landa táningsstjörnunni Seyi Ojo frá MK Dons en Chel- sea er einnig sagt í enskum miðlum vera á höttunum eftir miðjumanninum. Er Chelsea sagt tilbúið að borga allt að 1,5 milljónum punda fyrir þennan fjórtán ára leikmann sem nú þegar er búinn að leika fyrir U16 ára lið Englands. Hann er eitt mesta efnið í Bretlandi í sínum aldursflokki og segir í Daily Mirror að Dalglish ætli að drífa sig að landa stráknum áður en Chelsea kemst of nærri. Skortir and- stæðinga Það eru ekki mikið fleiri menn sem hnefaleikakappinn Manny Pacquiao getur keppt við samkvæmt þjálfara hans, Freddie Roach. Pacquiao hef- ur beðið lengi eftir tækifæri til að berjast við Floyd May- weather Jr. en það virðist ólík- legra með hverjum deginum sem líður. „Auðvitað viljum við Mayweather en við erum orðnir ansi þreyttir á að heyra að hann vilji ekki berjast við Manny. Vonandi breytist það,“ segir Roach. Pacquiao hefur unnið 53 af 58 bardögum sín- um á ferlinum og ekki tapað síðan árið 2005. dáður Marco Simoncelli lét lífið í hræðilegu slysi á sunnudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.