Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2011, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2011, Page 23
Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 110 Reykjavík - S: 580-8900 DODGE MAGNUM R/T 4X4 5,7 HEMI 10/2005, ekinn 85 Þ.km, fjór- hjóladrifinn, sjálfskiptur, leður ofl. Mjög gott verð 2.590.000. #192164 -Ameríski draumurinn er á staðnum! SUBARU IMPREZA STI 03/2004, ek. 68 Þ. km, bensín, nýuppt. mótor (tjún- aður), 6 gíra, ný dekk ofl. fallegt eintak. Verð 3.590.000. #282598 - Er í salnum! PORSCHE CAYENNE TURBO Árgerð 2004, ekinn aðeins 82 Þ.km, sjálfskiptur. Tilboðsverð 4.990.000. #283119 - Jeppinn fallegi er í salnum! M.BENZ E 200 KOMPRESSOR CLASSIC 09/2006, ekinn aðeins 63 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 3.590.000. #283871 - Þýski fallegi fákurinn er í salnum! M.BENZ C 320 AMG (útlit) 11/2005, ekinn aðeins 64 Þ.km, sjálfskiptur, leður, sóllúga ofl. Verð 3.650.000. #283747 - Bensinn glæsilegi er í salnum! DODGE RAM 2500 QUAD CAB PICKUP 08/2007, ekinn 49 Þ.Mílur, dísel, sjálfskiptur. Verð 5.490.000. #283717 - Fallegi pallbíllinn er á staðnum! n Raflagnir n Tölvulagnir n Loftnetslagnir og uppsetningar n Gervihnatta- móttakarar n Ljósleiðaralagnir og tengingar n Raflagnateikningar n Lýsingarhönnun og ráðgjöf n Þjónustusamningar Pétur Halldórsson löggiltur rafverktaki petur@electropol.is, 8560090 Tek að mér ýmis smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847-8704 eða á manninn@hotmail.com Til sölu Honda CRV Árgerð 2007. Keyrður innan bæjar 55.000 km. Svartur, aðeins einn eigandi og mjög vel farinn. Ásett verð 3.900.000 kr eða besta tilboð. Hann er á nýlegum heilsársdekkjum. Abs bremsur,geisla- diskaspilari, leðurklædd sæti. Aldrif og enginn áhvílandi lán á bílnum. uppl. í síma 891-9139 Fólk 23Mánudagur 12. desember 2011 Ekki bara að baka kleinur Þ etta var dásamlegur dagur. Kaldur en virki­ lega vel heppnaður,“ segir Sigrún Lilja Guð­ jónsdóttir, eigandi Gyðju Collection, en herra­ ilmurinn VJK Vatnajökull var kynntur á dögunum í 25 stiga frosti uppi á Vatnajökli með aðstoð björgunarsveitarinn­ ar Landsbjargar. Sigrún Lilja segir að það hafi verið svo kalt á jöklinum að blekið í penna hennar hafi frosið. Þó hafi henni tekist að skrifa undir samning við björgunarsveitina þess efnis að hluti af ágóða af sölu herrailmsins muni renna í hvatningarsjóð sem fyrirtæki hennar stofnaði þegar kven­ ilmurinn EFJ Eyjafjallajökull kom á markað. Aðspurð segir hún björgun­ arsveitirnar hafa orðið fyrir val­ inu af því að það hafi verið þær sem stóðu vaktina þegar gaus í Eyjafjallajökli. „Þetta er hvatn­ ingarsjóður til að styrkja konur í björgunarsveitum til að afla sér menntunar á sviði björg­ unarmála, vekja athygli á þátt­ töku kvenna í starfi björgunar­ sveita og um leið hvetja aðrar konur til að ganga í björgun­ arsveitir. Gyðja er í eigu konu og þessi sjóður er sérstaklega ætlaður konum því við vildum vekja athygli á því að konur eru líka virkir þátttakendur í björg­ unarsveitum. Þær eru ekki bara að baka kleinurnar held­ ur í öllum verkum sem snúa að björgunarstarfi.“ Kynningin á jöklinum var fyrsti hluti af kynningarviku Gyðju. „Á laugardaginn ætl­ um við Þorvaldur Davíð, and­ lit ilmsins, og teymið frá Gyðju að kynna ilminn í Hagkaupum í Kringlunni. Við viljum hefja söluna hér en svo stefnum við á að fara með hann út fyrir landsteinana og erum til dæm­ is á fullu að undirbúa kynn­ ingu í lok febrúar í Bandaríkj­ unum,“ segir Sigrún að lokum. n Styrkir konur í björgunarsveitum n Á Vatnajökli í 25 stiga frosti Með fjölmiðlum Ísland í dag mætti til að fylgjast með. Nóg að gera í kynningarmálum Þorvaldur Davíð og ilmvatnið. Kalt Björgunarsveitin Landsbjörg fær hluta af ágóða af sölu ilmvatnsins. Napurt Þorvaldur Davíð er andlit ilmsins. H ann er svo flottur! Alveg eins og rjómabolla, svo hann hlýt­ ur að vera líkur mér,“ segir söngvarinn Jógvan Hansen en hann og kærasta hans, Hrafn­ hildur Jóhannesdóttir, eignuðust son á dögunum. „Þetta er mesta snilld í heimi. Ég hef gert margt skemmtilegt um ævina en ekkert svona skemmtilegt. Þetta er bara eitt af því sem maður verður að upplifa til að skilja. Ég hef alltaf verið mik­ ill barnakarl og haft gaman af börn­ um en mér hefur aldrei liðið svona,“ segir Jógvan sem er í skýjunum. Hann segist bíða spenntur eftir fyrstu jólunum með fjölskyldunni. „Það verður æðislegt að geta notið jólanna með eigin fjölskyldu. Núna líður mér eins og heilum manni,“ segir hann og bætir við að þau ætli að vera á Íslandi yfir hátíðarnar. „Ég var einmitt að sækja ömmuna, hún er komin frá Færeyjum, og svo kemur afinn í næstu viku. Foreldrar mínir ætla sem sagt að vera hjá okk­ ur yfir jólin. Okkur fannst of mikið að fara að ferðast með strákinn yfir hafið en við verðum bara í Færeyj­ um á næsta ári,“ segir Jógvan en sá nýfæddi er þriðja barnabarn foreldra hans. „Systir mín á að eignast sitt þriðja barn í janúar svo fjórða barna­ barnið er á leiðinni,“ útskýrir hann.  Aðspurður segist hann búast við fjölbreyttu jólaborði á aðfangadags­ kvöld. „Við verðum örugglega með rjúpu og vonandi sigið kjöt eða ræst kjöt eins og það er kallað en það er jólamaturinn í Færeyjum. Það er hins vegar bras að koma því hingað. Til þess þarf stimpla og annað slíkt en við erum að vinna í þeim málum. Ég hef alltaf verið hefðbundinn á jólamatinn en eftir að ég smakkaði rjúpurnar koma þær sterkt inn. Ég hef aldrei vanist hamborgarhryggn­ um og finnst hann frekar miðviku­ dagsmatur á meðan rjúpan er al­ veg sérstök. Svo er svili minn algjör snillingur í að elda rjúpuna og sós­ una og tekur marga daga í að ná því fullkomnu.“ Jógvan segir nafnið á þeim stutta enn í skoðun. „Líklegast fær hann nafn á milli jóla og nýárs þar sem mamma og pabbi verða hér þá. Við erum að prófa nöfnin og sjá hve­ nær hann brosir mest. Ég býst við að hann fái bæði íslenskt og færeyskt nafn svo allir geti borið það fram.“ indiana@dv.is Mesta snilld í heimi n Jógvan í skýjunum með soninn n Foreldrar hans koma til Íslands Hamingja Jógvan og Hrafn- hildur ætla að halda jólin á Ís- landi ásamt nýfædda prinsinum. Jógvan vill helst borða rjúpu eða sigið kjöt á aðfangadag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.