Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Side 2
Líkamsárásir á Stór-Reykjavíkursvæðinu
Vesturbær
38
12:00 – 18:01
föstudag og
sunnudag*
Háaleiti
36
12:01 – 18:00
föstudag
2 Fréttir 18. febrúar 2013 Mánudagur
*Jafnmörg brot framin
á tveimur tímabilum.
HeiMild: lögreglan á
Höfuðborgarsvæðinu
T
ilkynnt var um 664 líkams-
árásir á höfuðborgarsvæð-
inu á síðasta ári. Langflestar
þeirra áttu sér stað í mið-
borg Reykjavíkur. Þetta kem-
ur fram í bráðabirgðatölum sem lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu hefur
tekið saman. Ekki er tekið tillit til
íbúafjölda í hverfunum í þessum töl-
um, heldur aðeins fjölda brota, stað-
setningar og tíma dags. Þá er ekki úti-
lokað að fleiri brot hafi átt sér stað í
hverfunum þar sem þetta nær aðeins
yfir þau brot sem tilkynnt var um til
lögreglunnar.
Af öllum líkamsárásunum voru
279, eða 42 prósent, í miðborginni.
Ef horft er út fyrir miðborgina er
Breiðholtið það svæði sem líkams-
árásir eru algengastar á. Þar var til-
kynnt um 63 líkamsárásir árið 2012,
sextán fleiri en í Laugardal, sem er í
þriðja sæti listans.
sólarhringurinn
Séu líkamsárásirnar skoðaðar eftir
því hvenær sólarhringsins tilkynnt
var um þær kemur í ljós að langflestar
líkamsárásir áttu sér stað á kvöldin
og nóttunni. Samtals var tilkynnt um
489 líkamsárásir á milli klukkan 18
síðdegis og sex um morguninn á síð-
asta ári. Það jafngildir 74 prósentum
af öllum líkamsárásum. Mikill fjöldi
þeirra líkamsárása sem tilkynnt var
um á höfuðborgarsvæðinu árið 2012
átti sér stað í miðborg Reykjavíkur
að nóttu til um helgar. Á þeim tíma
sólarhringsins er gjarna samankom-
inn fjöldi fólks í bænum til að neyta
áfengis og skemmta sér. Tölurnar
gefa til kynna að einhver tenging sé á
milli þessa og líkamsárása.
Fjögur hverfi skera sig þó úr hvað
varðar tímasetningar brota. Í Háaleiti
og Vesturbæ Reykjavíkur og Garða-
bæ var tilkynnt um fleiri líkamsárás-
ir yfir daginn, frá klukkan sex árdegis
til 18 síðdegis, en á kvöldin og nótt-
unni. Samtals var tilkynnt um 86 lík-
amsárásir á þessum svæðum, þar af
48 að degi til.
Helgarnar verstar
Samkvæmt yfirliti yfir þá vikudaga
sem tilkynnt var um árásirnar kem-
ur í jós að helgarnar eru verstar hvað
fjölda líkamsárása varðar. Af öllum
árásum sem tilkynnt var um árið
2012 var tilkynnt um 228 á sunnudegi
og 156 á laugardegi. Það eru 58 pró-
sent allra líkamsárása. Meiri munur
er þó á milli hverfa og svæða þegar
kemur að því að greina tölurnar eftir
vikudögum en eftir tíma sólarhrings.
Sem dæmi má nefna voru þau tvö
brot sem framin voru á Álftanesi til-
kynnt á mánudegi og þriðjudegi.
Ofbeldisbrotum fjölgar jafnt og
þétt eftir því sem líður á vikuna frá
mánudegi til sunnudags. Tilkynnt er
um fæst brot á mánudögum, næst-
fæst á þriðjudögum og svo framveg-
is. Aðeins var tilkynnt um 47 líkams-
árásir, eða sjö prósent, á síðasta ári á
mánudögum. Langmesta stökkið er
á milli föstudags og laugardags en á
milli þeirra daga fjölgaði árásum sem
tilkynnt var um úr 69 í 156.
n Tilkynnt um fæstar líkamsárásir á Álftanesi n Flestar árásir eiga sér stað um helgar
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Miðbærinn um helgar Algengast er að tilkynnt sé um líkamsárásir séu að nóttu til í miðbæ Reykjavíkur. Þá er tilkynnt um umtalsvert
fleiri líkamsárásir á laugardögum og sunnudögum en öðrum dögum vikunnar. Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd eyþór árnason
Með hnífa í belti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
handtók fjóra karlmenn í Árbæ
um tíu leytið á laugardagskvöld.
Mennirnir, sem voru allir í bol-
um merktum bifhjólasamtökun-
um Outlaws, voru saman í bifreið
þegar lögregla hafði afskipti af
þeim en ökumaðurinn reyndist
vera undir áhrifum fíkniefna. Í til-
kynningu frá lögreglu á sunnu-
dag kom fram að mennirnir hefðu
haft í fórum sínum svokallaðan
„mace“-úða og nokkra hnífa í
belti. Ökumaðurinn á yfir höfði sér
refsingu vegna fíkniefnaaksturs
en auk þess verða þeir allir kærðir
fyrir brot á vopnalögum. Mönnun-
um var sleppt eftir skýrslutöku en
einn þeirra var tæplega 18 ára en
hinir á þrítugsaldri.
Hnífamaður
gómaður
Skömmu eftir atvikið í Árbæ var
karlmaður á fertugsaldri hand-
tekinn í Grafarholti. Maðurinn
hafði farið inn um dyr á svölum á
annarri hæð húss í hverfinu en í
íbúðinni bjó fyrrverandi sambýlis-
kona hans. Maðurinn, sem var
vopnaður hnífi þegar hann var
handtekinn, mun hafa tekið ein-
hverja muni af heimilinu, að sögn
lögreglu. Hann var farinn út þegar
lögregla kom á vettvang en náðist
skammt frá. Engan sakaði. Maður-
inn var færður í fangageymslu og
var hann yfirheyrður á sunnudag
þegar áfengis- og fíkniefnavíman
var runnin af honum.
Alþýðufylkingin
fram í öllum
kjördæmum
Framhaldsstofnfundur Alþýðu-
fylkingarinnar var haldinn í Iðnó
á laugardag. Á fundinum var sam-
þykkt stefnuskrá samtakanna og
fjórar ályktanir. Þorvaldur Þor-
valdsson var kjörinn formaður
og Vésteinn Valgarðsson vara-
formaður auk fimm annarra félaga
í framkvæmdastjórn. Þá var kjör-
inn tilskilinn fjöldi í miðstjórn en
lögin gera ráð fyrir að kjördæmis-
félögin tilnefni fulltrúa í miðstjórn
þegar þau verða stofnuð.
Í tilkynningu frá Alþýðu-
fylkingunni kemur fram að
auk umræðna um stefnuskrá
og ályktanir hafi verið rætt um
kosninga áherslur og kosninga-
undirbúning, stofnun kjördæm-
isfélaga og aðra starfsemi við
uppbyggingu samtakanna. Fram-
kvæmdastjórn var falið að hefja
uppstillingu á framboðslista í
samráði við kjördæmisfélög eftir
því sem þau verða stofnuð.
Alþýðufylkingin sótti nýlega
um listabókstafinn R með tilskild-
um fjölda undirskrifta og stefnir
að framboði í öllum kjördæmum.
Miðborg
279
00:00 – 06:00
sunnudag
Laugardalur
47
18:01 – 23:59
laugardag
Grafarvogur
20
00:00 – 06:00
mánudag, þriðjudag
og sunnudag*
Árbær
25
00:00 – 06:00
sunnudag
Hlíðar
25
18:01 – 23:59
fimmtudag
Breiðholt
63
18:01 – 23:59
laugardag
Kópavogur
52
00:00 – 06:00
sunnudag
Hafnarfjörður
47
00:00 – 06:00
sunnudag
Garðabær
12
12:01 – 18:00
laugardag
Miðborgin er nær
alltaf hættulegust