Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Side 3
Fréttir 3Mánudagur 18. febrúar 2013 n Tilkynnt um fæstar líkamsárásir á Álftanesi n Flestar árásir eiga sér stað um helgar Miðborgin oftast verst Aðeins í miðborginni, Breiðholti og Kópavogi var tilkynnt um fleiri en fimmtíu líkamsárásir. Á fjórum stöðum; Grafarvogi, Mosfellsbæ, Garðabæ, Grafarholti og Álftanesi, voru tuttugu eða færri tilkynningar um líkamsárásir. Sama hvernig tölurnar eru flokkaðar virðist miðborg Reykja- víkur oftast koma verst út. Aðeins á tímabilinu frá hádegi til 18 síðdeg- is var tilkynnt um fleiri líkamsárás- ir í Breiðholti en í miðborginni. Það munaði þó ekki nema einu broti. n Vandræði Eigendur Metro hafa átt í miklum vandræðum með rekstur skyndibitastaðarins sem skuldar Skjánum vegna auglýsinga. Skjárinn í mál við hamborgarastað n Eigendur Metro stóðu ekki í skilum vegna auglýsinga S kjárinn ehf., sem meðal annars á og rekur Skjá Einn, hefur höfðað mál á hendur fyrirtæk- inu Líf og heilsa ehf. í von um að innheimta peninga sem félagið skuldar Skjánum. Skuldin er samkvæmt upplýs- ingum DV tilkomin vegna auglýs- ingabirtinga fyrir hamborgarastað- inn Metro en Líf og heilsa hafði frá árinu 2010 rekið skyndibitastaðinn þar til það var úrskurðað gjaldþrota á dögunum. Skjárinn höfðaði mál á hendur Lífi og heilsu í fyrra en aðspurð seg- ir Bestla Njálsdóttir, fjármálastjóri Skjásins, að um sé að ræða talsverða upphæð. „Já, já. Alveg nóg. Það mun- ar í það minnsta um hana,“ segir hún í samtali við DV. „Það var gerður samningur um auglýsingabirtingu og þeir bara stóðu ekki við sitt. Þetta er mjög ein- falt,“ segir Bestla. Talsverðir erfiðleikar hafa verið á rekstri Metro undangengin ár og tvö félög farið í þrot við rekstur þess. Líf og heilsa ehf. tók við af Lyst ehf. þegar það félag fór í þrot en Lyst rak áður McDonald‘s-veitingastaðina hér á landi. DV greindi frá því í júlí árið 2010 að Jón Garðar Ögmundsson, sem átti Lyst og var framkvæmdastjóri Lífs og heilsu, hefði, þegar Lyst var úrskurð- að gjaldþrota, fært rekstur skyndi- bitakeðjunnar yfir á Líf og heilsu, sem var í eigu kærustu hans, Ásgerð- ar Guðmundsdóttur. Engar skuldir fylgdu með í þeim kaupum, þær urðu eftir í hinu gjald- þrota félagi. Morgunblaðið hafði heimildir fyrir því að lítið fengist upp í 400 milljóna króna kröfur sem gerð- ar voru í þrotabú Lystar þvert á yfir- lýsingar Jóns Garðars um annað á sínum tíma. Skiptum á búinu er ekki lokið. Nýr rekstraraðili er kominn að Metro, félag sem heitir M-Veitingar. Athyglisvert verður því að sjá hvernig Skjánum gengur að inn- heimta auglýsingaskuld við gjald- þrota félag á flakki. mikael@dv.is Miðborgin er nær alltaf hættulegust K atrín Jakobsdóttir, ráðherra mennta- og menningarmála og varaformaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns fram- boðs, tilkynnti um hádegisbil- ið á sunnudaginn að hún hygðist gefa kost á sér sem formaður flokksins. Það gerði hún í kjölfar ákvörðunar Stein- gríms J. Sigfússonar um að láta af for- mannssætinu. Samkvæmt heimildum DV nýtur Katrín óskoraðs trausts í flokknum, jafnt meðal flokksfor- ystunnar og þingmanna og almennra flokksfélaga. Ólíklegt þykir að nokkur geti skákað Katrínu í formannsslag á landsfundi flokksins sem fram fer næstu helgi. Leit til Katrínar DV greindi frá því á föstudaginn síð- astliðinn að útlit væri fyrir að Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna til fjórtán ára, léti af stöðu formanns fyrir komandi landsfund. Var hann sagður líta til Katrínar sem arftaka síns en hún hefur verið vara- formaður flokksins frá árinu 2003. Steingrímur boðaði svo til blaða- mannafundar í Norræna húsinu á laugardaginn þar sem hann lýsti því yfir að hann hygðist ekki gefa kost á sér í formannskjöri flokksins þó hann væri hvergi nærri hættur á þingi. Nýtur víðtæks stuðnings Heimildarmenn DV úr röðum Vinstri-grænna eru allir á einu máli um að Katrín Jakobsdóttir njóti víð- tæks stuðnings innan flokksins en ákvörðun Steingríms mælist einnig vel fyrir. Katrín er talin geta sameinað flokksmenn að baki sér og endurheimt tapað fylgi hans að einhverju leyti en fylgi Vinstri-grænna hefur minnk- að jafnt og þétt í skoðanakönnun- um frá síðustu alþingiskosningum og hefur hver höndin verið uppi á móti annarri í flokknum á undanförnum misserum. Í kosningunum árið 2009 hlaut flokkurinn tæplega 22 prósenta fylgi og 14 þingmenn en mælist nú með stuðning undir 10 prósentum. Heita má öruggt að Katrín eigi stuðning Steingríms vísan. Þá var Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, fljót til að lýsa yfir stuðningi við Katrínu í stöðuuppfær- slu á Facebook. Eðlilegt hefði verið að líta til Svandísar sem mögulegs mót- frambjóðanda Katrínar en þær leiða lista Vinstri-grænna í Reykjavíkurkjör- dæmunum tveimur. Í samtali við DV segist Svandís ekki hafa hugleitt fram- boð til formanns og segist hún held- ur ekki hafa hug á sæti varaformanns. Þær Katrín munu hafa rætt formanns- framboð sín á milli og segist Svandís styðja Katrínu af heilum hug. Ögmundur ekki í framboð Þegar blaðamaður hafði samband við Ögmund Jónasson innanríkisráð- herra var hann staddur erlendis og hafði ekki heyrt af fyrirhuguðu fram- boði Katrínar. „Þú ert að bera mér þessar fréttir, ég heyrði í gær að Stein- grímur ætlaði ekki að bjóða sig fram og nú að Katrín ætli í framboð.“ Sjálfur þvertekur Ögmundur fyrir að hann hyggi á framboð. Hann vill ekki lýsa yfir stuðningi við neinn fram- bjóðanda að svo stöddu en segist fylgjast með gangi mála af hliðar- línunni. Þó enginn af sitjandi ráðherr- um Vinstri-grænna komi til með að berjast við Katrínu um formannssætið getur vel hugsast að framboð berist frá einhverjum utan framvarðasveit- ar flokksins, líkt og gerðist á síðasta landsfundi þegar Steingrímur fékk tvö mótframboð. Þó verður að teljast afar líklegt að Katrín Jakobsdóttir verði næsti formaður Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs. Vinsælasti ráðherrann „Fjármálaráðherra lands á barmi gjaldþrots verður seint sá sem til þurfti ef hann hugsar fyrst og fremst um eig- in vinsældir,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon í tilkynningu sinni á laugar- daginn. Talið er að Katrín njóti meiri vinsælda meðal almennings en Stein- grímur um þessar mundir. Hann hef- ur á liðnu kjörtímabili gegnt stöðu fjármálaráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og hefur á þeim vettvangi tekið ákvarðanir er varða stærstu og erfiðustu deilumál kjör- tímabilsins. Katrín er hins vegar sögð njóta þess að hafa stýrt mennta- og menningarmálaráðuneytinu og hefur hún oftsinnis mælst vinsælasti ráð- herra ríkisstjórnarinnar í skoðana- könnunum. Þrátt fyrir sársaukafullan niður- skurð til menntamála hefur nemend- um í framhalds- og háskólum fjölgað frá bankahruninu. Þá hefur engum skólum verið lokað heldur hefur þeim þvert á móti fjölgað. Þá er það talið Katrínu til tekna að verði hún kjörin formaður Vinstri-grænna verður hún eina konan sem kemur til með að leiða einn af stóru stjórnmálaflokkun- um. Formenn Sjálfstæðisflokks, Sam- fylkingar og Framsóknarflokks eru karlmenn á aldrinum 38–47 ára. Ekki „aftursætisbílstjóri“ Á blaðamannafundinum í Norræna húsinu sagði Steingrímur að ákvörðun hans um að láta af formennsku væri tekin af fúsum og frjálsum vilja. Hann tók skýrt fram að hann ætlaði ekki að gerast „aftursætisbílstjóri“ flokksins. Sagði hann meðal annars að nóg væri af „fordæmum og vít- um til að varast þar sem menn hafa látið af formennsku, nauðugir vilj- ugir kannski, en geta ekki hætt.“ Lilja Mósesdóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri-grænna, gefur lítið fyrir þessi orð Steingríms og varar við því á Face- book-síðu sinni að hann ætli sér að vera „skuggastjórnandi“ flokksins. n Katrín nýtur fyllsta trausts n Ögmundur ætlar ekki í framboð n Svandís styður framboð Katrínar Óumdeild Viðmælendur DV úr röðum Vinstri-grænna binda miklar vonir við að Katrín Jak- obsdóttir muni sameina flokkinn að baki sér og auka fylgi flokksins fyrir kosningarnar í vor. Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is „Allt á sinn tíma“ Steingrímur segir óæskilegt að sami maður gegni formennsku í stjórnmálaflokki nema í áratug eða í mesta lagi rúmlega það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.