Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Síða 4
Steinunn og Páll
benda á landSbanka
4 Fréttir 18. febrúar 2013 Mánudagur
Fimm með Ögmundi í Kína
n Kostaði rúmar þrjár milljónir n Fundað um ýmis mál
F
imm voru í fylgdarliði Ög-
mundar Jónassonar innanrík-
isráðherra í ferð til Kína í byrj-
un mánaðarins. Ferðin kostaði
samtals 3,14 milljónir króna en
kostnaður við hvern og einn nam
524 þúsund krónum. Ferðakostnað-
urinn skiptist þannig að 286 þúsund
krónur voru greiddar fyrir flugmiða
hvers og eins ferðalangs og 238 krón-
ur í dagpeninga. Dagpeningarnir eru
annars vegar vegna gistikostnaðar
og hins vegar vegna fæðis og annars
kostnaðar. Kínverska ríkið tók ekki
neinn þátt í kostnaðinum við ferðina
fyrir utan kvöldverðarboð.
Auk Ögmundar fóru í ferðina
þau Ragnhildur Hjaltadóttir ráðu-
neytisstjóri, Halla Gunnarsdóttir,
aðstoðarmaður ráðherra, Hermann
Sæmundsson, skrifstofustjóri skrif-
stofu mannréttinda og sveitarfélaga,
Sigurbergur Björnsson, skrifstofu-
stjóri skrifstofu innviða, og Valur
Ingimundarson, prófessor við HÍ.
Í ferðinni átti Ögmundur í við-
ræðum við kínversk flugmálayfir-
völd um réttindi fyrir íslensk flug-
félög til að fljúga til og frá Kína frá
þriðja ríki, það er að segja ekki beint
til og frá Íslandi. Það gæti gert ís-
lenskum flugfélögum til að mynda
kleift að sinna leiguflugi til og frá
Kína. Þá ræddi Ögmundur einnig
við stjórnvöld um ættleiðingarmál.
Flest börn sem ættleidd eru til Ís-
lands frá erlendum ríkjum koma frá
Kína. Þar að auki skrifaði Ögmund-
ur undir viljayfirlýsingu um sam-
starf á milli Íslands og Kína á sviði
neytendamála en þau mál voru til
umræðu í ferðinni. n
Samgöngumál Ögmundur, sem er
ráðherra samgöngumála, ræddi við kínversk
flugmálayfirvöld í ferðinni. Mynd Sigtryggur Ari
S
litastjórn hafnar í öllu þeim
kröfum og fullyrðingum
sem lífeyrissjóðirnir setja
fram í bréfi sínu til Héraðs-
dóms Reykjavíkur, dags 25.
janúar 2013,“ segir í svarbréfi þeirra
Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls
Eiríkssonar, úr slitastjórn Glitnis, við
kröfubréfi fimm lífeyrissjóða sem
hafa krafist þess fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur að þau skili 482 millj-
ónum króna sem sjóðirnir telja að
þau hafi oftekið sér í laun út úr búi
Glitnis. Svarbréfið er dagsett þann
12. febrúar 2013 og barst Eggert Ósk-
arssyni héraðsdómara sem í kjölfar-
ið mun taka afstöðu til deilumálsins.
DV hefur svarbréfið undir höndum.
Lögmaður lífeyrissjóðanna, Reim-
ar Pétursson, sendi bréfið til Héraðs-
dóms Reykjavíkur fyrir þeirra hönd
í lok janúar síðastliðinn. Heildar-
greiðslur þrotabúsins til þeirra
Steinunnar og Páls, frá því þau
voru skipuð í slitastjórn Glitnis árið
2009, námu 842 milljónum króna í
fyrrahaust. Kröfur Reimars í bréfinu
voru þær að Steinunn og Páll endur-
greiddu umræddar 482 milljónir til
búsins. Til vara var þess krafist að
dómarinn ákvarði upphæð endur-
greiðslunnar. Að lokum var þess kraf-
ist að Héraðsdómur Reykjavíkur viki
þeim Steinunni og Páli úr slitastjórn
Glitnis ef þau endurgreiddu ekki
milljónirnar 482 til búsins.
Sumir fá 73 þúsund á tímann
Meðal þeirra röksemda sem
Steinunn og Páll halda á lofti í svar-
bréfi sínu er að tímagjald þeirra, 35
þúsund krónur auk virðisaukaskatts,
sé ekki óhóflegt, líkt og haldið er
fram í bréfi Reimars, þegar gjaldtaka
þeirra er borin saman við tímakaup
lögmanna sem sinna sambærilegum
störfum hér á landi. Steinunn og Páll
benda til dæmis á það að tímagjald
slitastjórnarmanna Landsbankans
sé 35 þúsund krónur. Þá er á það
bent að tímagjald einstaka lög-
manna sem starfa fyrir kröfuhafana
sé á bilinu 44 þúsund til 73 þúsunda.
Ályktunin sem Steinunn og
Páll draga af þessum upplýsing-
um er sú að því fari fjarri að tíma-
gjald þeirra sé óhóflegt: „Samkvæmt
ofan greindu má sjá að fullyrðingar
lífeyris sjóðanna um tímagjald lög-
manna á Íslandi sem fást við sams-
konar hagsmuni eru fullkomlega úr
lausu lofti gripnar og þar að auki má
sjá að tímagjald slitastjórnar er vel
undir því tímagjaldi sem tíðkast í
vinnu af þessum toga.“
Kostnaður rúmar 1.700 milljónir
Steinunn og Páll benda á það að
kostnaðurinn við skila- og slitameð-
ferð Landsbankans hafi numið rúm-
lega 1.700 milljónum á tímabilinu
2009 til 2012 eða um tvöfalt hærri
upphæð en slitameðferð Glitnis.
Þau telja að Héraðsdómur Reykja-
víkur verði þá einnig að skoða samb-
ærileg störf annarra sérfræðinga sem
unnið hafa við slitameðferðir á fjár-
málafyrirtækjum þar sem gjaldtak-
an er sambærileg og hjá slitastjórn
Glitnis. Fordæmið sem mál lífeyr-
issjóðanna gæti búið til er því það
að kröfuhafar annarra fjármálafyr-
irtækja gætu höfðað sambærileg
mál þar sem gjaldtaka slitastjórnar-
mannanna er sambærileg eða jafn-
vel hærri. Steinunn og Páll mótmæla
því þeirri fullyrðingu „harðlega“ að
tímagjald þeirra sé of hátt og úr hófi
við það sem gengur og gerist.
Héraðsdómur Reykjavíkur mun í
kjölfarið taka afstöðu til deilumáls-
ins. n
n Segja kostnaðinn við slit Landsbankans tvöfalt hærri
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Segja tímagjaldið eðlilegt
Steinunn Guðbjartsdóttir og
Páll Eiríksson hafa hafnað kröfu
fimm lífeyrissjóða um að skila
tæpum 482 milljónum króna
sem sjóðirnir telja að þau hafi
oftekið sér í laun úr búi Glitnis.
„Samkvæmt ofan-
greindu má sjá að
fullyrðingar lífeyrissjóð-
anna um tímagjald lög-
manna á Íslandi sem fást
við sams konar hagsmuni
eru fullkomlega úr lausu
lofti gripnar.
11.–12. febrúar 2013
nýtt stjórnmálaafl stofnað:
Þorvaldur
leiðir Lýð-
ræðisvaktina
„Eina leiðin til að komast að því
hvort kjósendur hafa áhuga á
þessu er að bjóða þeim upp á
þennan kost en ef það kemur í ljós
að kjósendur hafa ekki áhuga á
þessu þá bara, eftir lögmálum lýð-
ræðisins, verður það niðurstaðan
og við munum una glöð við það,“
segir Þorvaldur Gylfason, sem á
laugardag var kosinn formaður
nýs stjórnmálaafls, Lýðræðisvakt-
arinnar, sem ætlunin er að bjóði
fram í öllum kjördæmum við
næstu alþingiskosningar.
Að baki því framboði segir Þor-
valdur um breiðan hóp fólks að
ræða en helstu stefnumál flokks-
ins og áherslur verði kynntar
á næstu dögum. Með Þorvaldi
að nýja flokknum standa meðal
annars séra Örn Bárður Jónsson,
útvarpsmaðurinn Pétur Gunn-
laugsson, Arnfríður Guðmunds-
dóttir prófessor og Lýður Árnason
læknir. Varaformaður flokksins
er Sigríður Ólafsdóttir, lífefna-
fræðingur.
Þorvaldur segir að í sínum
huga verði helstu stefnumið þrjú
talsins en ítrekar að flokkurinn
verði vettvangur allra sem það
vilja.
„Við viljum að Alþingi virði
vilja þjóðarinnar í stjórnarskrár-
málinu og við viljum stuðla að
því á næsta Alþingi að það verði
meirihluti fyrir staðfestingu frum-
varpsins sem við treystum enn að
núverandi Alþingi muni, eins og
það hefur lofað, samþykkja fyrir
þinglok og sem tveir þriðju hlutar
þjóðarinnar eru búnir að leggja
blessun sína yfir. Í öðru lagi viljum
við bjóðast til að hjálpa til við að
endursemja þau lög sem þarf að
breyta til að þau samrýmist nýrri
stjórnarskrá. Þar á ég við kosn-
ingalöggjöfina, fiskveiðistjórnar-
lögin, upplýsingalögin og önnur
lög. Í þriðja og síðasta lagi viljum
við gjarnan leggja hönd á plóg við
að hraða endurreisn Íslands eftir
hrun. Því Ísland er orðið eftirbátur
Norðurlanda í lífskjörum og því
þarf að linna sem allra fyrst ef við
eigum að geta haldið unga fólkinu
heima.“