Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Blaðsíða 6
Þórólfur og Sigurjón tengduSt braSkinu 6 Fréttir „Mjög einföld deila“ n Dómsmál á hendur Kára Stefánssyni heldur áfram Þ etta er mjög einföld deila á milli verktaka og verk­ kaupa um frágang á verki,“ segir Kári Stefánsson, for­ stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um dómsmál sem verktakafyrir­ tækið Fonsi ehf. höfðaði á hendur honum. Fyrirtækið vann að byggingu húss Kára við Fagraþing í Kópavogi og forsvarsmenn þess telja hann skulda sér á annan tug milljóna króna fyrir verkið. Fyrir­ taka fór fram í málinu í Héraðs­ dómi Reykjavíkur á föstudag. Lög­ maður Kára lagði fram matsgerð unna af dómkvöddum matsmönn­ um sem á að sýna fram á galla og vankanta við húsbygginguna. Dómsmálið hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og greindi DV frá því í maí í fyrra að lögmaður hefði lagt fram greinargerð fyrir dómi. Þar kom fram að Kári teldi sig hafa gert upp við verktakafyrirtækið en hann hefur borgað þeim um 60 milljónir króna fyrir verkið. Í greinargerðinni kom einnig fram að Kári teldi fyrirtækið skulda sér rúmlega 30 milljónir króna fyrir ofgreiðslu verklauna og galla. Sigurbjörn Þorbergsson, lög­ maður Fonsa, sagði í samtali við DV að ekki hefðu neinar sátta­ umleitanir átt sér stað í málinu en nú þegar matið liggi fyrir sé kom­ inn frekari grundvöllur fyrir hugs­ anlega sátt. Önnur fyrirtaka í málinu verður 15. mars næstkomandi og fer aðal­ meðferð fram í kjölfarið nema aðil­ ar semji sín á milli. Töluvert hefur verið fjallað um byggingu hússins sem stefnir í að verða glæsihöll klædd með títani. Árið 2010 hóf Kópavogsbær að beita Kára dagsektum því fram­ kvæmdir á lóðinni höfðu stað­ ið í stað í dágóðan tíma. Sama ár höfðaði byggingarfélagið Eykt ehf. mál á hendur Kára vegna 11 millj­ óna króna uppgjörs í tengslum við byggingu hússins. Samkvæmt heimildum DV endaði málið þó með sátt. n  solrun@dv.is Þ órólfur Gíslason og Sigurjón Rúnar Rafnsson, æðstu stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga og tveir af helstu stjórnendum Fjár­ festingarfélagsins Giftar, tengdust fasteignabraskinu í Örfirisey sem Gift lánaði 840 milljónir króna inn í árið 2007. Þeir Þórólfur og Sigur­ jón Rúnar, ásamt Finni Ingólfssyni, voru stjórnarmenn í eignarhalds­ félaginu Skarðsá sem eignaðist tíu prósenta hlut í fasteignafélaginu Gómi, félaginu sem tók við 840 millj­ óna króna láni með veði í fasteignum Góms árið 2007. DV fjallaði ítarlega um viðskipti Góms og Giftar í síðustu viku. Í þeirri umfjöllun kom fram að Finnur Ingólfsson, fjárfestir og fyrr­ verandi ráðherra, hefði átti hlut í fasteignafélögunum í Örfirisey, Gómi ehf. og Lindbergi ehf., sem Gift lánaði 840 milljónir. Félag Finns heitir Hólmaslóð ehf. og átti Fikt, félag Finns, 44 prósenta hlut í því. Samkvæmt undirrituðu samkomu­ lagi sem DV hefur undir höndum og greindi frá á föstudaginn áttu eigend­ ur Hólmaslóðar, Finnur og Ómar Benediktsson, að hagnast persónu­ lega á fjárfestingunni í Gómi. Færðu félag yfir til Ómars Auk þess að eiga Hólmaslóð saman færðu þeir Þórólfur, Sigurjón Rúnar og Finnur eignarhaldsfélagið Skarðsá ehf. yfir til Ómars Bene­ diktssonar í ársbyrjun 2008. Það fé­ lag eignaðist svo tíu prósenta hlut í Gómi ehf. Skarðsá var stofnað árið 2006 og var til heimilis hjá Sigur­ jóni Rúnari Rafnssyni á Sauðár­ króki. Þórólfur og Sigurjón Rún­ ar voru stjórnarmenn í Gift og kom Sigurjón Rúnar meðal annars að því þegar Gift keypti hlutabréf í Kaup­ þingi fyrir meira en 20 milljarða í lok árs 2007. Þann 11. janúar 2008 var Skarðsá fært frá Sauðárkróki og yfir á heim­ ilisfang Ómars Benediktssonar í vesturbæ Reykjavíkur. Þá fékk Ómar einnig prókúru fyrir félagið. Sá sem tilkynnti um stjórnarskiptin og breytinguna á prókúrunni fyrir hönd Skarðsár var Sigrún Helga Jó­ hannsdóttir, lögmaður á lögmanns­ stofunni Fulltingi, sem í dag heitir Advel. Þetta kemur fram í tilkynn­ ingu frá lögmanninum til fyrir­ tækjaskrár sem dagsett er þann 6. apríl 2008. Undir fundargerð hluthafa­ fundarins þar sem ákveðið var að skipta um stjórn hjá Skarðsá skrifuðu Finnur Ingólfsson, Sigurjón Rún­ ar Rafnsson og Þórólfur Gíslason, fyrir hönd fráfarandi stjórnar félags­ ins, og Ómar Benediktsson og Guð­ rún Marta Þorvaldsdóttir eiginkona hans. Athygli vekur að þrátt fyrir að hluthafafundurinn hafi ekki verið haldinn fyrr en í janúar 2008 þá er Ómar Benediktsson, ekki fráfarandi stjórnmenn eða aðilar þeim tengdir, skráður sem eigandi félagsins í árs­ reikningi 2007. Sagðist hafa keypt félagið af lögmannsstofu Þrátt fyrir að nafn Ómars sé í fundargerð Skarðsár ásamt nöfn­ um þremenninganna þá segist hann ekki kannast við að hafa tek­ ið við félaginu frá þeim. Ómar segir að hann minni að hann hafi keypt félagið af lögmannsstofu. Ómar: „Ég man það nú ekki. Ég held að ég hafi keypt það af ein­ hverri lögmannstofu eða eitthvað slíkt.“ Blaðamaður: „Þú veist hverjir stýrðu þessu félagi áður en þú eignaðist það?“ Ómar: „Nei, mér er ekki kunnugt um það.“ Blaðamaður: „Það voru stjórnend­ ur Giftar.“ Ómar: „Það getur ekki verið. Ég er bara að reyna að rifja þetta upp.“ Í fundargerðinni er hins vegar al­ veg skýrt að Ómar sat hluthafafund Skarðsár með Þórólfi, Finni og Sig­ urjóni Rúnari og var félagið fært frá Sauðárkróki og yfir til hans. Undir­ skrift Ómars er í fundagerðinni við hliðina á undirskrift þeirra. Þá voru Ómar og Guðrún Marta kjörin í nýja stjórn félagsins á fundinum. Finnur Ingólfsson og Gift tengd­ ust því fasteignaviðskiptum Góms í Örfirisey á að minnsta kosti þrenns konar hátt: Finnur átti hlut í Gómi í gegnum annað félag; Þórólfur, Sigurjón Rúnar og Finnur stýrðu eignarhaldsfélagi sem svo eignaðist tíu prósenta hlut í Gómi og loks lán­ aði Gift 840 milljónir inn í fasteigna­ verkefnið. n 18. febrúar 2013 Mánudagur n Félag sem átti í Gómi var fært til Ómars Benediktssonar árið 2008 Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Færðu félag til Ómars Félag sem skráð var til heimilis hjá aðstoðarkaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, Sigurjóni Rúnari Rafnssyni, var fært þaðan og yfir á heimilisfang Ómars Benediktssonar í ársbyrjun 2008. Sigurjón Rúnar og Þórólfur Gíslason höfðu setið í stjórn félagsins ásamt Finni Ingólfssyni. „Það getur ekki verið Ekki sammála Fonsi ehf. telur Kára skulda því á annan tug milljóna króna. Framhaldsnám í Strandabyggð Ákveðið hefur verið að stofna námsdeild á framhaldsskólastigi í Strandabyggð. Nemendur geta skráð sig í deildina sem tekur til starfa í haust, að sögn Jóns Gísla Jónssonar, oddvita sveitarstjórnar. Kynningarfundur verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík 21. febrúar þar sem Þorkell Þorsteins­ son, aðstoðarskólameistari Fjöl­ brautaskóla Norðurlands, fer yfir starf deildarinnar en um verður að ræða fjarnámsdeild frá skólanum. Í samtali við DV segir Jón Gísli að þetta sé í fyrsta sinn sem nem­ endum í sveitarfélaginu standi nám til boða á framhaldsskóla­ stigi. Hingað til hafa nemendur þurft að sækja framhaldsnám utan sveitarfélagsins. „Krakkarnir hafa dreifst víða um land, margir hafa farið á Akureyri,“ segir hann. Jón Gísli segir að fámennur árgangur ljúki grunnskólanámi í vor, aðeins fimm nemendur, en næsti árgang­ ur sé fjölmennur í samanburði; 17 börn. Mikilvægt sé að halda unga fólkinu í sveitarfélaginu og skólinn sé mikilvægur í því samhengi. 2.282 fleiri Íslendingar Íslendingum fjölgaði um 2.282 frá 1. janúar 2012 til 1. janúar 2013. Fjölgunin nemur heildaríbúa­ fjölda Húsavíkur. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Ís­ lendingar voru 321.857 í ársbyrjun en í prósentustigum nemur fjölg­ unin 0,7. Athygli vekur að konum fjölgaði um 1,4 prósent en körlum aðeins um 0,03 prósent. Hlutfallslega var fjölgunin mest á Vestfjörðum; 1,1 prósent. Fólks­ fækkun varð á tveimur landssvæð­ um; Norðurlandi vestra, þar sem fækkaði um 28 manns, eða 0,4 prósent, og á Suðurnesjum þar sem fækkaði um 36, eða 0,2 pró­ sent. Lóan á 10.000 króna seðlinum Tíu þúsund króna seðill verður settur í umferð í ár og er hönnun á honum nú lokið. Þetta kom fram í fréttum RÚV á sunnudag en þar kom fram að fyrstu eintök af nýja seðlinum muni koma til landsins í vor – líkt og lóan sem muni koma við sögu á seðlinum. Síðla vors eða í byrjun sumars verði seðillinn kominn í notkun. Seðillinn verður helgaður Jónasi Hallgrímssyni en það er Kristín Þorkelsdóttir, myndlistamaður og grafískur hönnuður, sem hannaði hann. Hún hefur hannað alla ís­ lenska peningaseðla frá árinu 1981.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.