Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Qupperneq 11
Fréttir 11Mánudagur 18. febrúar 2013
VERÐTRYGGÐAR EIGNIR
UM 65% AF EIGNASAFNI
n Lífeyrissjóðirnir á Íslandi eiga um 1.500 milljarða króna í verðtryggðum eignum
Ý
msir hafa talað fyrir því
að nauðsynlegt sé að leið-
rétta verðtryggð lán þar sem
forsendubrestur í kjölfar
hrunsins hafi leitt til þess að
þau hafi snarhækkað. Margir hafa
viljað færa vísitölu til verðtryggingar
aftur til 1. janúar 2008. Frá þeim
tíma, eða síðustu fimm ár, hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um 43 pró-
sent. Fimm árin þar á undan hækk-
aði hún hins vegar um 25 prósent.
Á hinn bóginn hefur líka verið
bent á það að vandamálið sé ekki
verðtryggingin heldur íslenska krón-
an. Árni Páll Árnason, formaður
Samfylkingarinnar og þingmaður
flokksins, kom með þá fullyrðingu
á Beinni línu DV í síðustu viku að
lán fólks hefðu ekki hækkað held-
ur launin lækkað. Í þessu samhengi
má benda á að árið 2006 voru laun
á Íslandi þau þriðju hæstu í Evrópu.
Árið 2010 höfðu Íslendingar hins
vegar fallið niður í 15. sæti. Ekkert
ríki í Evrópu þurfti að taka á sig við-
líka kjaraskerðingu. Lækkuðu launin
um heil 40 prósent mælt í evrum en
fyrir sama tímabil hækkaði vísitala
neysluverðs einnig um 40 prósent.
Þó að þróun á gengi gjaldmiðla sé
ekki eini þátturinn sem hefur áhrif á
hækkandi verðbólgu má þó segja að
hann sé lykilþáttur. Lækkun íslensku
krónunnar leiðir til þess að innfluttar
vörur hækka í verði sem hefur mestu
áhrifin á vísitölu neysluverðs. Mælt
í evrum hafa verðtryggð lán lands-
manna ekki hækkað mikið.
Verðtryggðar eignir lífeyris-
sjóða nærri 1.500 milljarðar
Verðtryggingin hefur hins vegar
haft þau áhrif að virði á skuldabréf-
um í eigu íslenskra lífeyrissjóða
hefur ekki minnkað jafn mikið mælt
í evrum og annars hefði orðið ef
verðtryggingar nyti ekki við. Í sam-
tali við DV segir Þórey S. Þórðar-
dóttir, framkvæmdastjóri Lands-
samtaka lífeyris sjóða, að verðtryggð
skuldabréf vegi um 65 prósent af
eignum lífeyrissjóðanna. Verðmæti
þeirra liggi nærri 1.500 milljörðum
króna í dag. Í töflu með frétt má sjá
að heildarverðmæti útgefinna verð-
tryggðra skuldabréfa á Íslandi liggur
nálægt 2.400 milljörðum króna og
því eiga lífeyrissjóðirnir um 65 pró-
sent af þeim eignum.
Í þessu samhengi má nefna að
í upphafi árs 2008 áttu lífeyrissjóð-
irnir um 50 milljarða króna í ríkis-
skuldabréfum og um 200 milljarða
króna í HFF-skuldabréfum Íbúða-
lánasjóðs. Frá þeim tíma hafa þess-
ar eignir hins vegar sexfaldast. Eiga
lífeyrissjóðirnir 300 milljarða króna
í ríkisskuldabréfum og íbúðabréf
upp á um 600 milljarða króna. Um-
rædd ríkisskuldabréf eru þó ekki öll
verðtryggð. Talið er að lífeyrissjóð-
irnir eigi um 70 prósent af öllum
útgefnum íbúðabréfum Íbúðalána-
sjóðs í dag. Líkt og flestir þekkja hef-
ur oft verið nefnt að lífeyrissjóðirn-
ir ráði miklu um vaxtakjör í landinu.
Þannig núvirða sjóðirnir eignir sín-
ar árlega í samræmi við 3,5 pró-
senta langtíma raunávöxtunarkröfu.
Þannig á Íbúðalánasjóður erfitt
með að fara í skuldabréfaútgáfu án
þess að taka tillit til þessarar kröfu
lífeyris sjóðanna um 3,5 prósenta ár-
lega raunávöxtun.
„Ef ávöxtunarviðmiðinu væri
breytt úr raunávöxtunarkröfu í nafn-
ávöxtunarkröfu er eðlilegt að horfa
til sögulegrar verðbólgu. Verðbólga
hefur verið viðvarandi í íslensku
hagkerfi og má sem dæmi nefna að
síðustu 20 ár hefur verðlag hækkað
að jafnaði um 4,6 prósent á ári. Ef
við bætum 3,5 prósent raunávöxtun
ofan á þá tölu og 0,5 prósent verð-
bólguálagi til viðbótar þyrfti nafn-
ávöxtunarkrafan að vera nálægt 9
prósentum,“ segir Þórey aðspurð
hvað lífeyrissjóðirnir myndu sætta
sig við sem viðmið ef verðtrygging
yrði afnumin á Íslandi.
Óverðtryggðir vextir mjög háir
Einnig má nefna að síðustu 12 árin
hafa óverðtryggðir vextir á Íslandi
verið nálægt 11 prósentum. Það er
margfalt hærra en í flestum öðrum
löndum í Evrópu. Á sama tíma hafa
verðtryggðir vextir að meðaltali ver-
ið í kringum 5,4 prósent og verð-
bólga að meðaltali 5,5 prósent. Það
þýðir að út frá vaxtaprósentu hefði
verið jafn hagstætt að vera með
verðtryggð lán á umræddu tímabili
líkt og verðtryggð. Það er hins vegar
hagstæðara að taka óverðtryggð
lán þar sem svokallaðir vaxtavextir
leggjast ofan á verðbætur verð-
tryggða lánsins sem ekki gerist í til-
felli óverðtryggðu lánanna. Hins
vegar geta afborganir óverðtryggðra
lána hækkað mjög mikið í sam-
ræmi við vaxtastig í landinu. Þannig
voru óverðtryggðir vextir að meðal-
tali um 17 prósent frá 2007 til 2008.
Sá sem var með 20 milljóna króna
óverðtryggt lán á þeim tíma hefði
því þurft að greiða um 280 þúsund
krónur á mánuði einungis í vexti fyr-
ir utan afborgun höfuðstólsins. Ekki
er víst að margir hefðu ráðið við það.
Verðbólgan vandamálið
Þegar Þórey er spurð hvað henni
finnist um háværa umræðu um
afnám verðtryggingar um þessar
mundir segir hún að það sé henn-
ar skoðun að verðtryggingin sé
ekki vandamálið heldur viðvar-
andi verðbólga á Íslandi. „Verð-
bólgan veldur miklum skaða fyrir
alla og því er mikilvægasta verkefnið
að koma böndum á verðbólguna.
Margir halda að verðtryggingin sé
tilkomin vegna lífeyrissjóðanna en
svo er ekki. Verðtryggingin er tæki
sem var innleitt á Íslandi í kjölfar
óðaverðbólgu á áttunda áratugn-
um til að jafna greiðslubyrði lántak-
enda en kostur verðtryggðra lána er
að verðbólguskotum er dreift yfir
lánstíma lánanna,“ segir Þórey.
Það sé reynslan að þegar verð-
bólga sé mikil vilji fáir aðilar á fjár-
málamarkaði lána fé. „Þeir sem lána
fjármuni vilja geta treyst því að þeir
fái að minnsta kosti sömu fjármuni
endurgreidda. Nú er gerð krafa
um að lífeyrissjóðirnir greiði verð-
tryggðan lífeyri og því eru skuld-
bindingar sjóðanna verðtryggð-
ar. Flestir eru þeirrar skoðunar að
greiða skuli verðtryggðan lífeyri og
má nefna að OECD mælist til þess
að lífeyrissjóðir greiði verðtryggðan
lífeyri. Það er örðugt fyrir einstak-
linga á efri árum að standa frammi
fyrir skerðingu á lífeyrisgreiðslum
vegna verðbólgu og telja flestir eðli-
legt og sanngjarnt að sá sem lagt
hefur fyrir fjármuni geti treyst því
að fá sömu verðmæti til baka,“ seg-
ir hún.
Það sé afstaða Landssamtaka líf-
eyrissjóðanna að ekki sé hægt að
afnema verðtryggingu á þegar gerð-
um lánssamningum. Stjórnvöld geti
hins vegar bannað verðtryggingu
til framtíðar. Áhrifin af slíkri aðgerð
yrði ekki mikil á efnahagsreikn-
inga lífeyrissjóðanna til skamms
tíma. „Hins vegar er líklegt að að
ávöxtunar krafa á markaði myndi
hækka vegna verðbólguóvissu og
lánasamningar myndu styttast. Bú-
ast má við því að lengri lán yrðu með
breytilegum vöxtum,“ segir Þórey að
lokum. n
Útgefin verðtryggð skuldabréf á Íslandi
Verðtryggðar skuldir Alls Þ.a. heimili
Útlán Íbúðalánasjóðs 850 650
Útlán banka 680 400
Útlán lífeyrissjóða 175 175
LÍN 170
Önnur fjármálafyrirtæki 175 175
Landsvirkjun 55
Orkuveita Reykjavíkur 35
Sveitarfélög 100
Ríkissjóður 300
Alls 2.370 1.570
*Allar tölur í milljörðum króna
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Verðbólgan vandamálið Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að það sé sín skoðun að verð-
trygging sé ekki vandamálið á Íslandi heldur viðvarandi verðbólga.
Verðbólgan vandamálið
Þórey S. Þórðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka
lífeyrissjóða, segir að það sé
sín skoðun að verðtrygging
sé ekki vandamálið á Íslandi
heldur viðvarandi verðbólga.
Háar fjár-
hæðir í húfi
Á laugardaginn greindi Morgunblað-
ið frá því að samkvæmt svari frá
Mariu Lissowska, sérfræðingi fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambandsins í
neytendalöggjöf, væri ólöglegt að veita
verðtryggð lán ef ekki væri tekið mið af
verðbólgu í árlegri hlutfallstölu kostnaðar
sem og heildarlántökukostnaði lánsins.
Var um að ræða svar við fyrirspurn frá
Mariu Elviru Mendez-Pinedo, prófessor í
Evrópurétti við Háskóla Íslands, fyrir hönd
Tonio Borg, sem fer með heilbrigðis- og
neytendamál í framkvæmdastjórn ESB,
en spurningin var jafnframt lögð fyrir
Stefan Füle, stækkunarstjóra sambands-
ins. Tilefnið var rannsóknir um lögmæti
verðtryggingar í ljósi Evrópuréttar sem
Mendez-Pinedo hefur stundað undanfarin
ár og umsagnir sem hún og fleiri sendu til
Alþingis vegna nýs frumvarps til laga um
neytendalán.
Kom fram í fréttinni að ef í ljós kæmi
að verðtryggð lán standist ekki ákvæði
Evrópuréttar er snýr að neytendalöggjöf
gæti slíkt mögulega kostað allt að 1.000
milljarða króna ef allur kostnaður af ver-
tryggðri lántöku félli niður. Jafnframt kom
fram að Hagsmunasamtök heimilanna
hafa höfðað dómsmál á hendur Íbúða-
lánasjóði og gæti þessi niðurstaða kostað
sjóðinn hundruð milljarða króna.
Á ekki við um fasteignalán
Stöð 2 fjallaði einnig um málið á
laugardaginn. Í þeirri frétt kom fram
að málið snérist um tilskipun 2008/48
um neytendalán. Ísland hafi aðeins að
hluta til innleitt þessa tilskipun með
íslenskum lögum um neytendalán. Hún
gildi aðeins um minni neytendalán sem
nema allt að 75 þúsund evrum eða um 13
milljónum íslenskra króna en eigi ekki við
um fasteignaveðlán. Ræddi Stöð 2 við
Áslaugu Árnadóttur lögmann sem hefur
lokið framhaldsnámi í Evrópurétti auk
þess að hafa starfaði sem ráðuneytisstjóri
í viðskiptaráðuneytinu. Sagði Áslaug að
umrædd tilskipun ætti einungis við um
minni neytendalán eins og bílalán en
ekki fasteignaveðlán. Þá væri umrædd
tilskipun frá árinu 2008 og því tæki hún
einungis til lánasamninga sem hefðu verið
gerðir frá þeim tíma.
Tilskipunin ekki enn innleidd
Arnar Kristinsson lögmaður benti hins
vegar á það í Silfri Egils í gær að tilskipun
2008/48 hefði ekki enn verið innleidd í
íslensk lög en lögð hefur verið fram þings-
ályktunartillaga um breytingu á lögum um
neytendalán. Árið 1994 voru samþykkt lög
nr. 121/1994 í kjölfar þess að Ísland gerðist
aðili að Evrópska efnahagssvæðinu sem
enn eru í gildi. Þar með voru tilskipanir nr.
87/102 EB og 90/88 EB sem snúa að neyt-
endalánum líka innleiddar. Upphaflega
voru fasteignalán ekki inni í þeim lögum
en með breytingu sem tók gildi árið 2001
voru fasteignalán færð inn í umrædda
löggjöf. Því virðist sem ákvæði tilskipunar
2008/48 skipti því ekki enn máli þar sem
hún hefur ekki enn verið innleidd.
„Margir
halda að
verðtryggingin sé
tilkomin vegna
lífeyrissjóðanna
en svo er ekki