Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Qupperneq 13
Erlent 13Mánudagur 18. febrúar 2013 Barnsmorðingi myrtur í fangelsi Subhan Anwar, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í Bret- landi árið 2009 fyrir að pynta og myrða tveggja ára stjúpdóttur sína, fannst látinn í klefa sínum á dögunum. Tveir samfangar hans eru grunaðir um að hafa gengið harkalega í skrokk á honum með þeim afleiðingum að hann lést. Mál Subhans vakti mikla athygli þegar það kom upp. Kærasta hans og móðir stúlkunnar var talin meðsek og dæmd í níu ára fangelsi vegna dauða dóttur hennar. Mál fang- anna tveggja sem grunaðir eru um morðið á Subhan er nú í rannsókn hjá lögreglu, að því er breska blaðið Mirror greinir frá. Brúðkaup í IKEA Ástralskt par lét draum sinn rætast á sjálfan Valentínusardaginn, 14. febrúar, og gekk í það heilaga fyrir utan verslun IKEA. Chad Martin og Lynne Klanbida eru miklir að- dáendur verslunarkeðjunnar og buðu meðal annars upp á kjötboll- ur úr IKEA í brúðkaupsveislunni. Þá borðuðu gestir veislumatinn af diskum úr IKEA. „Við vildum gift- ast í búðinni af einfaldri ástæðu – við elskum IKEA. Við vildum líka sýna fram á að það er hægt að eiga rómantíska stund alls staðar,“ segir Lynne í samtali við ástralska fjöl- miðla. Ástæðan fyrir þessu óvenju- lega brúðkaupi er þó einnig sú að parið tók þátt í keppni þar sem í boði var brúðkaup í IKEA. Þau báru sigur úr býtum og þurftu ekki að greiða krónu fyrir brúðkaupið. Yfir 500 pör tóku þátt og því duttu þau Chad og Lynne heldur betur í lukkupottinn. M innkandi kirkjusókn og bágur fjárhagur eru sagðar helstu ástæður þess að sífellt fleiri kirkjur – kaþólikka jafnt sem mót- mælenda – í Þýskalandi, eru seldar til einkaaðila. Kirkjurnar eru sumar hverjar jafnaðar við jörðu til þess að skapa rými fyrir nýjar byggingar eða þeim breytt í veitingastaði og klifur- hús eins og dæmi er um. Blaðamað- urinn Matthias Schulz fjallar um málið í úttekt á vefútgáfu Spiegel. „Mjög sárt“ Hópurinn sem hafði það verkefni að rífa hina helgu „kirkju fjölskyldunn- ar“ í bænum Barmstedt í norður- hluta Þýskalands mætti árla dags til þess að fjarlægja skírnarfontinn. Þegar því var lokið var jarðýta notuð til þess að rífa niður veggi kirkjunn- ar sem og kirkjuturninn. Á einungis nokkrum klukkustundum breyttist þetta guðshús í rústir einar. „Mjög sárt,“ sagði presturinn Stef- an Langer í kjölfar niðurrifs kirkjunn- ar. Í fjölda ára sá hann um að skíra og gifta á þessum stað sem er nú algjör- lega auður. Í dag stendur til að byggja á landinu sem er nú auglýst „á besta stað“ og er til sölu fyrir 310 þúsund evrur — litlar 53 milljónir króna. Einungis upphafið „Á árunum 1990 til 2010 lokuðum við 340 kirkjum en 46 þeirra voru jafnaðar við jörðu,“ sagði Thomas Begrich, yfirmaður fjármála evangel ísku kirkjunnar í Þýska- landi, stærstu samtaka mótmæl- enda í Þýskalandi. Þetta er einungis upphafið, að hans sögn. „Við gæt- um þurft að losa okkur við þúsund byggingar í viðbót.“ Kirkjur eru nú rifnar um allt Þýskaland í síauknum mæli. Í um- fjöllun Spiegel er bent á að árið 1950 hafi 430 þúsund mótmælendur búið í Frankfurt am Main. Í dag sé sú tala komin niður í 110 þúsund. Þetta hef- ur valdið því að þurft hefur að loka fjórðu hverju kirkju á svæðinu. Kirkja múslima Á sama tíma er kirkja sem áður var í eigu mótmælenda í Hamburg í fyrsta sinn komin í hendur múslima. Kirkj- an sem er í Horn-hverfinu var seld til athafnamanns árið 2005 sem síð- ar seldi trúfélagi múslima eignina en þar er nú starfrækt íslömsk trúar- miðstöð. Sömu sögu má segja um kaþólskar kirkjur, skrifar Matthias Schulz í Spiegel. Kaþólskar kirkj- ur standa meira að segja auðar í Bæjaralandi, helsta vígi kaþólikka í Þýskalandi, og þá hefur þurft að loka kirkju í Telgte, sem er heilagur staður kaþólskra pílagríma nálægt borginni Münster. Sorgleg stund Fjölmargar kirkjubyggingar í Þýska- landi hafa þegar verið notaðar í allt öðrum tilgangi en þeim var upphaf- lega ætlað. Í sumum þeirra sækja listnemar fyrirlestra á meðan öðrum hefur hreinlega verið breytt í geymslu- pláss fyrir fyrirtæki. St. Maximin- klaustrinu í Trier hefur verið breytt í leikfimisal fyrir grunnskólanema. Í kirkju hins helga hjarta í Katleburg fer stíf danskennsla nú fram. Þegar prestur hefur lýst því yfir að brátt verði dagar kirkju hans taldir, síðasta kvöldmáltíðin sé framundan, veldur það mörgum sóknarbörn- um hugarangri, segir í umfjöllun Spiegel. Fólk er sagt safnast saman á kirkjubekkjum, fullt sorgar, þar sem það grætur í sameiningu. Presturinn Michael Kemper sem þurfti að loka sinni kirkju segist ennþá vera í sár- um. „Lokanir þessara kirkna valda mér ógleði,“ sagði hann. Kristniboð á undanhaldi Þessi þróun ætti þó ekki að koma neinum á óvart, skrifar Matthias Schulz í Spiegel. Í yfir tvö þúsund ár hefur kristindómurinn hvílt á öxlum kristniboða, en það eru fáir sem kæra sig um að heyra boðskap þeirra í dag. „Einungis þrettán prósent barna sem fæðast í dag verða skírð inn í kirkju mótmælenda,“ sagði Thomas Höflich, umsjónarmaður kirkju í Hanover, í samtali við Spiegel, þegar hann útskýrði frekari niðurskurðar- áform kirkjunnar. Þrátt fyrir að fjölmargir vilji vernda kirkjubyggingar vegna sögulegs gildis þeirra eru þær ein- faldlega of margar til þess að hægt sé að halda þeim öllum við. Í aust- urhluta landsins eru tvö hundruð kirkjur bókstaflega að grotna niður vegna lélegs viðhalds. Í borginni Wiesbaden hefur kirkja sem skráð var á sérstakan lista yfir sögu- leg verðmæti meira að segja verið rifin. Kirkja á eBay Þessari þróun fylgja spaugilegar hliðar. Í tilraun til þess að koma einhverjum af þeim verðmætum sem finna má í kirkjum sem eru við það að glatast, í verð, hefur það færst í vöxt að altaristöflur og ann- að lauslegt sé sett á sölu á vefsíðum eins og eBay og Amazon. Þá hafa heilu kirkjurnar ver- ið settar á sölu á slíkum síðum. En „kirkja á vinsælu íbúasvæði“ í borginni Brandenburg er einmitt auglýst til sölu á eBay. Þrátt fyrir þetta reynist erfitt að selja margar kirkjurnar. Ástæðan er meðal annars sú að fólk á erfitt með að finna not fyrir byggingarnar en gólfin í þeim eru oftar en ekki köld og það er hátt til lofts. Kirkjusteikhús Þrátt fyrir að eigendur kirknanna vildu helst óska þess að nýjir eigend- ur gerðu eitthvað kristilegt við þær er það sjaldnast raunin. Þannig er ein jarðarfararkapella í Berlín nú bíó- hús og hraðbanka hefur verið kom- ið fyrir í kirkjugarði við kirkju í bæn- um Milow. St. Martin-kirkjunni í Bielefeld hefur síðan verið breytt í veitinga- stað en þar gæða gestirnir sér á lungamjúkri nautasteik á meðan þeir hlýða á píanótónana í bak- grunni. n KirKjurnar hverfa Frýs í himnaríki Það getur verið kalt uppi á Wendelstein-fjalli en þar má finna kirkju sem er 1.838 metrum yfir sjávarmáli, hæst allra guðshúsa í landinu. Breytt í íþróttasal St. Maxinum kirkjan í Trier hýsir nú íþróttasal. Húsið er einnig notað undir tónleika. n Kirkjur enda í einkaeign n Fjárskorti og dræmri kirkjusókn kennt um Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Lokanir þessara kirkna valda mér ógleði „Við gætum þurft að losa okkur við þúsund byggingar í viðbót Drakk eigið þvag til að lifa Breskur bakpokaferðalangur komst í hann krappan á dögun- um þegar hann villtist í óbyggðum Ástralíu. Mað- urinn, Sam Woodhead sem er 18 ára, hélt síðast- liðinn þriðju- dag út að skokka en hann hafði dvalið um nokkurra daga skeið á kúabúi í Queensland. Woodhead skilaði sér hins vegar ekki til baka og eftir nokkrar klukkustundir var farið að leita að honum. Það var hins vegar ekki fyrr en á föstudag að flug- menn björgunarþyrlu komu auga á hann. Þá var Woodhead orðinn illa haldinn vegna næringar- og vökvaskorts en afar þurrt hefur verið á svæðinu undanfarnar vik- ur. Hann missti 12 kíló á þessum þremur dögum og sagði í samtali við fjölmiðla að hann hefði drukk- ið linsuvökva sem hann var með á sér og eigið þvag sem líklega bjargaði lífi hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.