Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Page 14
Sandkorn
É
g lít aldrei um öxl, ég horfi aldrei
til fortíðar. […] Gert er gert og
það er ekki hægt að breyta því,“
sagði Vigdís Hauksdóttir, þing-
kona Framsóknarflokksins, í
viðtali við DV á dögunum. Inntak við-
talsins var að óska eftir sýn Vigdísar
á nærfortíð Framsóknarflokksins og
hvort hún teldi að flokkurinn hefði
gert nægjanlega upp við spillingar-
sögu flokksins á fyrsta áratug 21. ald-
ar þegar stjórnendur flokksins, meðal
annars Halldór Ásgrímsson, komu að
því einkavæða að minnsta kosti þrjú
fyrirtæki í ríkiseign upp í hendurnar á
vildarvinum sínum, til dæmis eigend-
um Skinneyjar-Þinganess, Finni Ing-
ólfssyni og Þórólfi Gíslasyni.
Vigdís var hins vegar ekki á því að
fjölyrða neitt um þessa fortíð Fram-
sóknarflokksins og hvort gera þyrfti
betur upp við hana. Hennar fortíðar-
sýn er á þá leið að Framsóknarflokk-
urinn sem stýrði þessari einkavæðingu
hafi ekki verið Framsóknarflokkurinn
sem hún er í í dag og þar af leiðandi
sé ósanngjarnt að spyrða þá saman.
„Framsóknarflokkurinn er bara þeir
þingmenn sem eru í flokknum hverju
sinni. Framsóknarflokkurinn 2013
er allt annar Framsóknarflokkur en
Framsóknarflokkurinn 1980. Það er
fólkið sem í flokknum er á hverjum
tíma sem skapar stjórnmálaflokkinn,“
sagði Vigdís. Með þessum orðum
vill hún væntanlega að fólk hætti að
bendla Framsóknarflokkinn henn-
ar við þessa spillingarsögu flokksins
og horfi þess í stað fram á veginn. „Ég
held að við ættum að fara að tala um
það sem er gerast í nútíðinni en ekki í
fortíðinni, þeirri gömlu, gömlu.“
Á sama tíma var Vigdís mjög
ánægð og stolt af því að Framsóknar-
flokkurinn ætti sér nærri hundrað
ára sögu; hún var væntanlega stolt af
því vegna þess að það er jákvætt að
eiga sér langa sögu en neikvætt að
eiga sér spillingarsögu. Fortíðarsýn
framsóknarmannsins er því valkvæð í
meira lagi.
Þessi sýn þingmannsins á nærsögu
síns eigin stjórnmálaflokks ber þess
merki að hún hafi ekki mikinn áhuga
á henni og vilji helst af öllu að hún
liggi í þagnargildi. Að mati margra er
saga hlutanna mikilvæg – saga heims-
ins, þjóða, stjórnmálaflokka, samtaka
og einstaklinga – því hún segir yfir-
leitt eitthvað um af hverju þessir hlut-
ir eru eins og þeir eru; saga hlutanna
hjálpar til við að skilja samfélagið og
okkur sjálf. En Vigdís virðist ekki vera
sammála þessu. Að hennar mati er
saga Framsóknarflokksins ekki saga
Framsóknarflokksins sem hún er í
heldur einhvers annars flokks – Hall-
dór Ásgrímsson var líklega ekki for-
maður flokksins og Finnur Ingólfsson
ekki ráðherra hans. Ekki það að Vigdís
hafi sett sig inn í þessa sögu og geti
þar af leiðandi tekið afstöðu til þess
hvort Framsóknarflokkurinn þurfi að
gera upp við spillingarsögu sína. „Ég
get bara ekkert sett mig inn í það, ég er
ekki rannsóknaraðili.“
Þessi fortíðarsýn Vigdísar er dæmi-
gerð fyrir einstaklinga, samtök, flokka
eða þjóðir sem vilja gleyma nær fortíð
sinni af því það þjónar hagsmunum
þeirra. Um slíka fortíðarsýn sagði
breski sagnfræðingurinn Tony Judt
einu sinni að hún gengi út á að líta á
fortíð eigin lands sem fortíð „annars
lands“. Judt sagði eitt sinn að íbúar
Evrópu hefðu gripið til þess í kjölfar
heimsstyrjaldarinnar síðari árið 1945
að reyna að breiða yfir eigin fortíð
með því að líta öðrum augum á
söguna en staðreyndirnar gáfu tilefni
til. Þessi fortíðarsýn var liður í þeirri
uppbyggingu sem lönd Evrópu gengu
í gegnum með stofnun Evrópusam-
bandsins: Horfa átti á það sem sam-
einaði en ekki það sem sundraði. „Í
ljósi þessarar nýfundnu Evrópuhyggju
greip um sig allsherjar minnisleysi
meðal íbúa Vestur-Evrópu sem hafði
læknandi áhrif. Skilningur þeirra á
fortíð þeirra hluta álfunnar var byggð-
ur á nokkrum goðsögnum. Þess-
ar goðsagnir voru andstæðar þeim
sögulegu staðreyndum um heims-
styrjöldina sem lágu fyrir.“
Þetta minnisleysi sem Judt ræðir
um átti sér praktískar rætur; nærsaga
Evrópu var einfaldlega of óþægileg
til að hægt væri að horfast í augu við
hana til fulls og endurreisa álfuna
eftir ófriðinn á grundvelli Evrópu-
sambandsins. Fortíðarsýn Vigdísar
Hauksdóttur um Framsóknarflokk-
inn er líka praktísk í eðli sínu og er
ætlað að græða spillingarsár flokksins.
En öfugt við það sem Judt lýsir hér að
framan þá snýst fortíðarsýn Vigdísar
bara um hagsmuni Framsóknar-
flokksins en ekki hagsmuni annarra.
Þótt þetta minnisleysi Vigdísar sé hag-
nýtt fyrir flokk hennar þá er ekki þar
með sagt að það sé skynsamlegt eða
gáfulegt. Þvert á móti hlýtur það að
teljast heimskulegt, jafnvel dólgslegt,
að afneita staðreyndum um eigin
sögu.
Borgarstjóri
hundeltur
n Nú er af sem áður var
þegar Ólafur F. Magnússon
var borgarstjóri og fór með
öll völd í Reykjavík í umboði
Sjálfstæðisflokksins. Fyrir
dyrum stendur að elta hann
uppi vegna rúmlega þriggja
milljóna króna styrks sem
hann fékk í nafni Frjálslynda
flokksins eftir brotthvarf það-
an. Frjálslyndir fengu einnig
sömu upphæð. Nú er borg-
arlögmaður búinn að reisa
endurgreiðslukröfu á gamla
borgarstjórann sem skal
borga.
Skuggi Vafnings
n Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
á erfitt uppdráttar í skugga
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur,
sem vann stórsigur í prófkjöri
flokksins í Reykjavík. Skýrar
vísbendingar eru uppi um
að sjálfstæðismenn vilji að
Hanna Birna taki við en hún
stendur við þá ákvörðun að
fara ekki aftur gegn Bjarna.
Bjarni mætti í Bítið á Bylgj-
unni og sat þar fyrir svörum
hlustenda. Áberandi voru
spurningar til hans um Vafn-
ing og N1 sem var í rúst eftir
að hann fór. Könnun á DV.is
sýndi að 86 prósent svarenda
vildu að hann hætti sem for-
maður.
Ritsóði og blábjáni
n Mikil aðsókn varð að
Beinni línu DV þar sem
Davíð Þorláksson, formaður
SUS, sat fyrir
svörum.
Aðspurður
um gjaldþrot
Seðlabank-
ans í tíð
Davíðs Odds-
sonar svar-
aði Davíð: „Seðlabankinn
fór ekki á hausinn, enda
geta seðlabankar ekki farið á
hausinn því þeir prenta bara
meiri peninga.“ Þetta fór
mjög fyrir brjóst Björns Vals
Gíslasonar, alþingismanns
VG, sem bloggaði um málið
og líkti gamla Davíð við rit-
sóða en unga Davíð við blá-
bjána.
Steingrímur út?
n Mikill vandræðagangur
er innan Vinstri-grænna
vegna þess
að Björn Val-
ur Gíslason er
í kuldanum
eftir að hafa
fallið í forvali.
Áhrifamenn
í flokknum
telja nauðsynlegt að þessi
orðhvassi baráttujaxl eigi
von um að ná inn á þing.
En til þess þarf að hrófla
við öðrum. Hugmyndir eru
uppi um að Steingrímur J.
Sigfússon hætti alveg í lok
kjörtímabilsins og Björn Val-
ur verði efsti maður í Norð-
austurkjördæmi.
Þarna var Shakira til
dæmis uppgötvuð
Ég lifði í róman-
tísku æði
Hera er komin í úrslit í söngvakeppni í Chile. – DV Viðar Eggertsson hélt að hann væri ljóð í æsku. – DV
Fortíðarsýn framsóknarmanns
K
ona bankar upp á hjá vinkonu
sinni snemma morguns. Hún
er útgrátin og með rautt far
í andliti. Áverkar eru víða og
hluti af fallega hárinu hefur
verið rifinn úr með rótum. Móðir legg-
ur barn varlega frá sér í rúmið og geng-
ur með kvíðahnút út úr herberginu.
Maðurinn fylgir henni eftir. Hún von-
ar með sjálfri sér að höggið komi ekki
fyrr en hún er komin út úr herberginu.
Önnur kona útskýrir að rifrildin og
slagsmálin séu nú ekki bara honum að
kenna. Hún eigi nú sinn hlut í þessu.
Af einhverri ástæðu er það samt alltaf
hún sem fær marblettina og glóðar-
augað. Kannski vegna 30 sentimetra
hæðarmunar, líkt og einn ættinginn
bendir henni þurrlega á.
Allt eru þetta sannar sögur.
Þúsundir kvenna beittar ofbeldi
Heimilisofbeldi er íslenskur veruleiki
þar sem einn fjölskyldumeðlimur
kúgar annan í skjóli friðhelgi heimil-
isins og tilfinningalegrar, félagslegrar
og fjárhagslegrar bindingar. Í rann-
sókn Elísabetar Karlsdóttur og Ásdísar
A. Arnalds frá 2008 um reynslu kvenna
á aldrinum 18–80 ára af ofbeldi kom í
ljós að á 12 mánaða tímabili hafði um
1 prósent kvenna orðið fyrir líkamlegu
ofbeldi. Sama hlutfall hafði orðið fyrir
kynferðislegu ofbeldi. Frá 16 ára aldri
höfðu um 20 prósent kvenna orðið fyr-
ir líkamlegu ofbeldi. Algengast var að
ofbeldismaðurinn væri eiginmaður,
sambýlismaður eða kærasti, núver-
andi eða fyrrverandi, og að ofbeldið
ætti sér stað innan veggja heimilis-
ins. Þrátt fyrir þetta er ofbeldi í nánum
samböndum mjög falið. Aðeins 22
prósent kvennanna leituðu til samtaka
eða stofnana sem aðstoða konur og 13
prósent tilkynntu síðasta ofbeldisatvik
til lögreglu, jafnvel í þeim tilvikum
sem konan hlaut líkamlegt mein eða
þurfti á læknishjálp að halda.
Í 24 prósentum tilvika urðu börn
vitni að ofbeldinu.
Af hverju beita menn ofbeldi?
Rannsóknir hafa talað um tvenns kon-
ar tegundir af heimilisofbeldi, annars
vegar ógnarstjórn og hins vegar maka-
deilur. Ógnarstjórnin felur í sér gaml-
ar hugmyndir um eignarrétt, þar sem
karlinn á konuna og henni ber að
hlýða vilja hans. Þar er alvarleiki of-
beldisins yfirleitt meiri og tilhneiging
til að það aukist og verði alvarlegra
eftir því sem á líður. Með makadeilum
er átt við þegar deilur pars fara úr
böndunum. Þá getur hvort kynið sem
er gripið til ofbeldis til að koma fram
vilja sínum, án þess að um frekari átök
um völd sé að ræða. Ofbeldið er ekki
jafn alvarlegt, lítil sem engin tilhneig-
ing til aukningar og ofbeldið er ekki
einhliða kúgunartæki.
Heimilisofbeldi er alvarlegt þjóð-
félagsmein. Enginn á að þurfa að þola
ofbeldi. Það skaðar þann sem fyrir
verður, en eitrar líka út frá sér til mun
stærri hóps, samfélagsins alls. Það já-
kvæða er að við sem einstaklingar og
samfélag getum dregið verulega úr
þeim skaða sem einstaklingar sem
beittir hafa verið ofbeldi verða fyrir.
Árið 2006 samþykkti ríkisstjórn
Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, að
tillögu þáverandi félagsmálaráðherra
og dómsmálaráðherra, aðgerðaáætl-
un vegna ofbeldis karla gegn konum
í nánum samböndum sem náði til ár-
anna 2006–2011. Að verkefninu komu
auk þess heilbrigðisráðuneytið og
menntamálaráðuneytið og Samband
íslenskra sveitarfélaga. Áfram er unnið
að verkefninu með sérstakri nefnd um
aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn kyn-
bundnu ofbeldi árin 2011–2015.
Aðgerðaáætlunin hjálpaði til við
að koma þessu samfélagsmeini meira
upp á yfirborðið og leiddi einnig í ljós
að margt er ógert. Kvennaathvarfið
hefur staðið sig frábærlega í að styðja
við konur í ofbeldissamböndum og
börn þeirra. Það endurspeglast í að
Kvennaathvarfið er talið mikilvægasti
samstarfsaðilinn í málum sem tengj-
ast ofbeldi á heimilum. En betur má
ef duga skal. Ekki er hægt að vísa
ábyrgðinni á þessum vanda yfir á
frjáls félagasamtök. Mikilvægt er að
fleiri aðilar, svo sem félagsþjónusta og
barnavernd, líti á þennan málaflokk
sem „sinn“ og taki ábyrgð á honum.
Ríkið og sveitarfélög þurfa að gera sitt.
Skrá þarf betur tilvik heimilisofbeldis
og fylgjast sérstaklega með aðstæðum
og fjölda kvenna í viðkvæmum hóp-
um. Einnig þarf að bæta samræmdar
verklagsreglur vegna heimilisofbeldis
og samskipti lögreglu, félagsþjónustu
og skóla í málum sem tengjast heim-
ilisofbeldi.
Við framsóknarmenn munum
aldrei sætta okkur við heimilisofbeldi.
Tryggja þarf að baráttan gegn því sé
hluti af heildstæðri fjölskyldustefnu
stjórnvalda.
Saman verðum við að taka á þess-
um vanda.
Heimilisofbeldi – íslenskur veruleiki
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
14 18. febrúar 2013 Mánudagur
„Framsóknar
flokkurinn er bara
þeir þingmenn sem eru í
flokknum hverju sinni.
Leiðari
Ingi Freyr
Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Kjallari
Eygló
Harðardóttir