Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Qupperneq 15
Ég læt súrmatinn samt vera Staðan er enn sú sama Greta Mjöll Samúelsdóttir gerir heimildamynd um þorrann. – DVPáll Bergþórsson og eiginkona hans eru enn aðskilin. – DV Orkufyrirtæki í almannaþágu Spurningin „Já, ég fór á Sónar. Ég stoppaði mjög stutt á báðum kvöldum en mér leist bara vel á þetta. Góð stemning, fullt af fólki, þetta var bara mjög vel heppnað.“ Anna Andersen 26 ára ritstjóri The Reykjavik Grapevine „Nei, en ég hafði mjög mikinn áhuga á því, mjög flott bönd að spila í ár og ég kann að meta framtakið.“ Óttar Símonarson 19 ára nemi „Já. Mér fannst Squarepusher standa upp úr.“ Ósk Gunnarsdóttir 26 ára þúsundþjalasmiður „Já. Ég hafði mest gaman af James Blake.“ Dóra Júlía Agnarsdóttir 20 ára danskennari í World Class „Nei, ég fór ekki. Móðir mín stal miðanum mínum.“ Kolbeinn Hamíðsson 18 ára þjónn á Prikinu Fórst þú á Sónar- tónlistarhátíðina? 1 „Ég finn sársaukann hans og angist alla leið hingað“ Fjölskylda Ebbu Guðnýjar í sárum vegna Oscars Pistorius. 2 Hundrað prósent árangur Gunnars Nelson Gunnar hafði betur gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í UFC á laugardagskvöld. 3 Sjónvarpskveðja Reeva Steenkamp Raunveruleikaþáttur með kærustu Oscars Pistorius sýndur skömmu eftir dauða hennar. 4 Horfa á hana með fyrirlitn-ingu Ljósmyndarinn Haley Morris- Cafiero sem glímir við offitu stóð fyrir athyglisverðri tilraun á dögunum. 5 Blóðug krikketkylfa fannst á heimili Oscars Pistorius Rannsókn á máli Oscars Pistorius sem skaut kærustu sína til bana er í fullum gangi. 6 Leikjum streymt í rauntíma á netinu Sony kynnir til sögunnar Playstation 4-leikjatölvuna á miðvikudag. 7 Haraldur hagnast við strendur Afríku Einn af fyrrverandi eigendum Sjólaskipa græddi 34 milljónir króna árið 2011. Mest lesið á DV.is Í slendingar vilja að orkufyrir­ tæki séu í eigu almennings og starfi í almannaþágu. Áttatíu og fimm prósent Íslendinga vilja ekki einkavæða Landsvirkjun samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR á dögunum. Niðurstaðan kemur ekki á óvart og spyrja má hvers vegna sé sérstaklega verið að kanna afstöðu almennings í þessu máli nú í aðdraganda alþingiskosn­ inga – eru ekki allir stjórnmálaflokk­ ar þessarar skoðunar? Svarið við því er þó ekki einfalt en fyrst er kannski rétt að spyrja: Hvers vegna vilja áttatíu og fimm prósent Íslendinga að Landsvirkjun verði áfram í almannaeigu? Í mínum huga er svarið augljóst. Þannig get­ um við tryggt skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda og tryggt að sá auð­ ur sem verður til af nýtingu þeirra sé nýttur í almannaþágu. Það er lykil­ atriði í huga okkar vinstri­grænna að tryggja að auður samfélagsins sé nýttur í almannaþágu. Í þeim til­ gangi höfum við barist fyrir opin­ beru eignarhaldi á orkufyrirtækjum. Ég segi barist, því á vettvangi stjórn­ málanna hefur það ekki þótt alveg sjálfsagt. Í þessari baráttu höfum við stundum haft sigur og stundum beðið lægri hlut. Því miður tókst ekki að koma í veg fyrir einkavæðingu á HS Orku árið 2007. Það hefur síðan leitt til þess að fyrirtækið er að mest­ um hluta í erlendri eigu. Sjálf­ stæðisflokkurinn, með aðkomu Framsóknarflokksins, tók þessar ákvarðanir bæði á vettvangi ríkis­ stjórnar og sveitarstjórna Reykja­ víkur og Reykjanesbæjar. Fulltrú­ um Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs tókst hins vegar að stöðva og vinda ofan af einkavæðingar­ áformum sömu flokka á Orkuveitu Reykjavíkur haustið 2007. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið. Formaður Sjálfstæðisflokks­ ins lýsti því nýlega yfir að hann vildi hefja einkavæðingu Landsvirkjunar í samræmi við ályktanir sem lands­ fundur flokksins hefur samþykkt. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur hins vegar ávallt talað fyrir op­ inberu eignarhaldi á orkufyrirtækj­ um og barist gegn slíkri einkavæð­ ingu. Ef sú barátta á að skila sigrum þurfum við liðstyrk kjósenda. Það er vitaskuld ekki nóg að orkufyrirtækin séu í opinberri eigu. Þeim þarf einnig að stýra með skyn­ samlegum hætti. Helstu rök þeirra sem vilja einkavæða orkufyrirtæki í opin berri eigu eru þau að þannig sé dregið úr áhættu almennings vegna reksturs þeirra auk þess sem nýta megi söluandvirðið til að greiða nið­ ur skuldir ríkissjóðs. Þessi rök eiga við ef við gefum okkur að orkufyrir­ tæki séu ekki rekin af skynsemi og í þágu almennings og því miður hefur opinberum orkufyrirtækjum stund­ um verið stýrt óskynsamlega og ekki í þágu almennings. Farið hefur verið í gríðarmiklar framkvæmdir til að framleiða orku fyrir stóriðju á út­ söluverði. Þær hafa verið fjármagn­ aðar með lánsfé sem ríkið hefur ábyrgst. Orkufyrirtækjunum hefur því verið stjórnað á áhættusaman hátt fyrir almenning, bæði út frá efnahagslegum og umhverfislegum sjónarmiðum. Frá því að vinstri­græn tóku sæti í ríkisstjórn hefur hins vegar orðið stefnubreyting hjá Landsvirkjun. Nú er megináherslan hjá Landsvirkjun lögð á að skapa arð fyrir eigendur sína – að fyrirtækið sé rekið í þágu almennings. Hefur forstjóri fyrirtæk­ isins lýst því yfir að eftir um það bil áratug geti fyrirtækið átt allar virkj­ anir sínar skuldlausar og þá geti það að óbreyttu greitt 25 milljarða króna í arð á ári í sameiginlega sjóði al­ mennings. Það er því ljóst að með þeirri stefnu sem nú er rekin hjá Landsvirkjun eiga rök þeirra sem vilja einkavæða ekki við. Sú stefnubreyting sem orðið hef­ ur hjá Landsvirkjun eftir að vinstri­ græn komu að landsstjórninni sýnir að hægt er að reka orkufyrirtæki í almannaþágu og það er farsælt og skynsamlegt. Verði þeirri stefnu fylgt til til frambúðar bæði hjá Lands­ virkjun og öðrum opinberum orku­ fyrirtækjum mun það stuðla að auk­ inni velsæld og jöfnuði í íslensku samfélagi í þágu almennings. Við vinstri­græn munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sú verði raunin í framtíðinni. Höfundur er mennta- og menningar- málaráðherra og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs Tónlist og dans Það var mikið um að vera í tónlistarhúsinu Hörpu um helgina en þar fór fram tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík. Fyrir helgina komu einnig saman hátt í tvö þúsund manns í tónlistarhúsinu og dönsuðu gegn kynbundnu ofbeldi á vegum UN Women. sigTryggur ariMyndin Umræða 15Mánudagur 18. febrúar 2013 Maður var litinn hornauga Ásmundur Friðriksson varð fyrir áfalli þegar hann missti fyrirtæki sitt. – DV „Því miður tókst ekki að koma í veg fyr- ir einkavæðingu á HS Orku árið 2007 Kjallari Katrín Jakobsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.