Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Síða 16
Sjö leiðir til að lækka Skattinn 16 Neytendur 18. febrúar 2013 Mánudagur Útsölurnar gengu misvel n Áfengissala dróst saman n Skóverslun jókst Ú tsölurnar í janúar gengu mis- vel samkvæmt nýjum upp- lýsingum frá Rannsóknar- setri verslunarinnar. Velta í skóverslun jókst um fjórðung að raunvirði miðað við janúar í fyrra, enda lækkaði verð á skóm um ell- efu prósent á því tímabili. Velta í fataverslun dróst hins vegar saman um 1,3 prósent að raunvirði. Fata- verslun virðist eiga erfitt um vik og hefur ekki náð sér á strik allt frá hruni. Verð á fötum hefur hækkað um 1,8 prósent frá því í fyrra. Á árinu hefur áfengissala dreg- ist saman í skugga verðhækkunar ásamt því að verð á matvöru hefur aukist og kaupin líka. Sala á hús- gögnum jókst þó nokkuð þegar um sérverslanir er að ræða en einnig voru keypt fleiri húsgögn almennt. Sala áfengis dróst saman í janú- ar um 0,8 prósent miðað við sama tíma í fyrra í föstu verðlagi. En verð á áfengi hækkaði um 2,2 prósent. Velta sérverslana með rúm jókst um 57,4 prósent á föstu verðlagi en sé litið til húsgagnaverslana jókst hún um 4,9 prósent. Verð á hús- gögnum var 5,2 prósentum hærra í janúar síðastliðnum en í fyrra. Þá jókst velta í dagvöruverslun. Kaup á mat- og hreinlætisvöru jukust um 1,2 prósent á föstu verðlagi en verð á slíkum vörum hefur hækkað um fimm prósent á árinu. simon@dv.is Algengt verð 264,4 kr. 265,7 kr. Algengt verð 264,2 kr. 265,4 kr. Höfuðborgarsvæðið 264,1 kr. 265,3 kr. Algengt verð 264,4 kr. 265,6 kr. Algengt verð 266,9 kr. 265,9 kr. Melabraut 264,2 kr. 265,4 kr. Eldsneytisverð 17. feb. BenSín DíSilolía N ú þegar skattbyrðin er þung skiptir öllu að nýta sér allar ívilnanir sem í boði eru. Þær eru nokkrar. Með ráð- kænsku getur hinn almenni launþegi skaffað sér umtalsverðar undanþágur, sumar er auðvelt að verða sér úti um, en aðrar erfiðara. Í öllum tilvikum þarf eitthvað að semja við vinnuveitanda. Auðveldast er að verða sér úti um undanþágur vegna líkamsræktar og vistvænna samgönguleiða. Aðrar undanþágur sem launþegi getur nýtt sér eru vegna sérstakra aðstæðna, svo sem ef viðkomandi á barn eða hefur orðið fyrir umtalsverðu eigna- tjóni. Þá er einnig hægt að fá greidda dagpeninga skattfrjálst frá launveit- andanaum farir þú í utanlandsferð eða eitthvert út á land í vinnutengda ferð. Hlunnindi ekki skattfrjáls Samkvæmt ríkisskattstjóra eru all- ar tekjur sem metnar verða til fjár skattskyldar. Slíkt hið sama á við um öll gæði hvort sem það er fatnaður, húsnæði, fæði, fríðindi, greiðslur í vörum eða afurðum eða gjafir. Um- ráð yfir bílum eru skattskyld hlunn- indi en líkt og rakið er hér til hliðar borgar það sig samt að láta fyrirtækið kaupa bílinn. Til hlunninda teljast allar gjafir, að undanskildum verðminni tæki- færisgjöfum, öll fæða sem veitt er og einnig húsnæði sem vinnuveit- andinn veitir. Í þeim dæmum sem hér eru tekin er notast við meðaltals- laun á Íslandi sem eru samkvæmt Hagstofunni 400 þúsund krón- ur. Fyrirtækjabíll Fyrir eldri bíl, sem tekinn var í notk- un 2007 eða fyrr, eru skattskyldar tekjur 18 prósent af andvirði bílsins. Greiði starfsmað- urinn sjálfur rekstrarkostnað bíls- ins, eldsneytiskostnað og kostnað vegna smurningar og þess háttar, lækkar þetta hlutfall niður í tólf pró- sent. Segjum sem svo að launþegi fái til afnota nýjan Volkswagen Polo. Þá þarf hann að lista 26 prósent – 20 ef hann greiðir rekstrarkostnað – af kaupverði bílsins sem tekjur. Það þýðir að árlega þarf að lista 510 þúsund krónur sem tekjur ef launþeginn greiðir bensínkostnað, og því þarf að greiða tæplega 200 þúsund krónur í skatt, sé gert ráð fyr- ir engum persónuafslætti. Þetta þýð- ir rúmlega 16.500 krónur mánaðar- lega í skatt fyrir afnot af bílnum. En hér kemur tækifærið til ívilnunar. Segjum sem svo að fyrir- tækið krefjist þess að þú greiðir raun- ar bílinn, sem er sjálfsögð krafa, í staðinn fyrir að gefa þér hann. Ger- um þá ráð fyrir því að þú greiðir fyrir- tækinu 342 þúsund krónur árlega fyrir bílinn, sem þýðir að hann verð- ur fullgreiddur eftir átta ár ásamt því að þú greiðir bifreiðagjöld. Þetta get- ur einfaldlega verið dregið frá laun- um. Sé þetta fyrirkomulagið máttu tefla fram því sem þú greiðir fyrir afnot af bílnum gegn hlunninda- upphæðinni hér að ofan. Í staðinn fyrir að greiða 16.500 krónur í skatt mánaðarlega greiðir þú 5.166 krón- ur, ásamt því náttúrulega að fyrir- tækið dregur rúmlega 26.500 krón- ur mánaðarlega af launum þínum. Þetta þýðir að þú greiðir raunar 496 þúsund krónur af kaupverði bílsins – sem er 2.550 þúsund – í skatt. Berum þetta saman við hefðbundnu leiðina – að kaupa bílinn eftir útgreidd laun. Hafir þú 400 þúsund á mánuði má gera ráð fyrir því að þú gætir greitt bílinn að fullu eftir rúma sex mánuði ef þú eyðir hverri krónu í bílinn. Það þýðir að þú hefur greitt 670 þús- und krónur í skatt, með því að nýta þér sex mánuði af persónu afslætti. Munurinn á þessum tveimur er 174 þúsund krónur og því er bersýni- lega hagstæðast að fá fyrirtækið til þess að kaupa bílinn. Hægt væri að gera dæmið enn hagstæðara með því að láta fyrirtækið draga kostnað af rekstri bílsins af launum þínum – svo sem bifreiðagjöld. Ef við einföld- um íslenskt skattkerfi allverulega og segjum að þú greiðir jafnan þriðjung launa þinna í skatt getum við sagt að þessi sparnaður sé ígildi þess að fá 522 þúsund krónur undanþegnar skatti. Undanþága: 522 þúsund kr. * *Samkvæmt gefnum forsendum. Samgöngur Gakktu eða hjól- aðu í vinnuna og gerðu samning um það við vinnu- veitandann. Laun- greiðandi má borga sjö þúsund krónur skattfrjálst vegna samgöngukostnaðar starfsmanns, n Svona færð þú milljón króna ívilnun n Nokkrar einfaldar leiðir geta skipt sköpum n Passaðu samt að fylgja lögum og reglum Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Útsölur Útsölurnar í janúar gengu misvel ef miðað er við tölur frá því í fyrra. Skóverslun jókst um 25 prósent enda hefur verðið lækkað um ellefu prósent. Fataverslun átti hins vegar erfiðara uppdráttar en hún hefur ekki náð sér á strik eftir hrun. Veltan dróst saman um 1,3 prósent. Mesta verð- hækkunin í Iceland Matvöruverð í versluninni Iceland hefur hækkað um ríflega tíu pró- sent frá því í september í fyrra. Þetta kom fram í verðkönnun ASÍ á dögunum. Mesta verðhækkunin varð í Iceland en matarkarfan hækkaði um álíka mikið í Krón- unni – um níu prósent. Í verslun- inni Víði hefur heildarverð vöru- körfunnar hækkað um 1 prósent síðan í haust, í Nótatúni og Sam- kaupsverslunum nemur hækkun- in 2–3 prósentum. Í Nettó hækkaði verð matarkörfunnar um 2,8 pró- sent. Þess skal getið að það er ekki um samanburð á verðlagi að ræða heldur einungis verðlagsþróun innan ákveðinna verslana. „Fráleitt“ „Það er fráleitt að Neytenda- samtökin myndu svara selj- endum á þennan hátt og því er vísað alfarið á bug,“ segir Þuríður Hjartardóttir hjá samtökunum. Tilefnið er last sem birtist á neyt- andasíðum DV þann 6. febrúar síðastliðinn. Þar var greint frá kvörtun frá viðskiptavini Vefn- aðarvöruverslunarinnar Virku sem sagðist hafa verið óánægður með vöru sem fékkst þar. Svörin sem hafi fengist frá versluninni hafi verið að enginn hafi kvartað áður vegna sömu vöru og sagð- ist verslunin hafa talað við Neyt- endasamtökin. „Í samtali við starfsmann Virku kom skýrt fram að í gegn- um síma er ekki hægt að segja af eða á um hvort varan sé gölluð, hlutlausir fagmenn yrðu að meta það,“ segir Þuríður og bendir neytendum á að leita sjálfir til samtakanna í svona málum. „Geta valdið heimsfaraldri“ Hrossahræ með dýralyfinu phenyl- butazone voru notuð til manneldis í Bretlandi og Frakklandi. Þetta kemur fram í könnunum breska matvæla- eftirlitsins en lyfið er hættu- legt inntöku fyrir menn. Breska blaðið Guardian greinir frá því að 2–5 prósent sýna hafi sýnt að lyfið væri í hrossakjöti sam- kvæmt eftirliti í Evrópu á árunum 2007–2011. Franska dreifingarfyrirtæk- ið Comigel er nú til rannsóknar vegna málsins þar sem það dreifði kjötinu. Vilhjálmur Ari Arason læknir er harðorður í pistli sínum um málið: „Þeir vissu um glæpinn strax í haust, en héldu honum leyndum fram til dagsins í dag. Á sama tíma og milljónir manna í Evrópu allri gæddu sér á ógeðinu.“ Vilhjálmur segir það mikilvægt að þekkja uppruna þess matar sem við borðum enda getur hrossakjöt sem inniheldur lyfið hæglega ratað til Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.