Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Page 17
Sjö leiðir til að lækka Skattinn
Neytendur 17Mánudagur 18. febrúar 2013
n Svona færð þú milljón króna ívilnun n Nokkrar einfaldar leiðir geta skipt sköpum n Passaðu samt að fylgja lögum og reglum
svo lengi sem ferðamátinn er vist-
vænn. Þetta má vera vegna reiðhjóls
sem notað er til ferða í vinnuna eða
kostnaðar við strætó. Einnig getur
starfsmaðurinn gengið í vinnuna og
fengið samgöngustyrk. Ekki er greitt
fyrir bíl eða önnur vélknúin ökutæki.
Undanþegin fjárhæð getur aldrei
farið yfir 7.000 krónur á mánuði þótt
greitt sé fyrir fleiri en einn ferðamáta.
Skriflegur samningur þarf að vera á
milli launþega og laungreiðenda um
notkun vistvænna samgangna svo
þennan frádrátt megi gera.
Undanþága: 84 þúsund krónur á
ári.
Líkamsrækt
Heilsurækt er mikilvæg en einnig
skattfrjáls. Laungreiðandi getur greitt
fyrir íþróttaiðkun starfsmanns. Ekk-
ert er því til fyrirstöðu að viðkomandi
hljóti þá lægri laun í
staðinn. Sum stéttar-
félög gera þetta líka.
Slíkar greiðslur eru
undanþegnar skatti,
allt upp að 50 þús-
und krónum á ári. Skil-
yrði er að starfsmaður leggi fram
fullgilda og óvefengjanlega reikn-
inga fyrir greiðslu. Átt er við greiðslu
á aðgangi að líkamsræktarstöðvum,
sundlaugum, skíðasvæðum, æfinga-
gjöldum í íþróttasali og félagsgjöld-
um í golfklúbba, en jafnframt vegna
þátttökugjalda vegna annarrar hreyf-
ingar sem stunduð er reglulega. Að
sama skapi má draga frá kostnað
vegna heilsuræktar, svo sem jóga.
Undanþága: 50 þúsund krónur á
ári.
Lífeyrir
Frá skattskyldum tekj-
um má draga ið-
gjald í lífeyrissjóð.
Hámarksfrádráttur
er 4 prósent af ið-
gjaldsstofni, það er,
stofni skattskyldra
launa og hlunninda.
Einnig má færa til frádráttar allt að
2 prósentum í viðbót vegna viðbóta-
lífeyrissparnaðar. Skilyrði frádráttar
er í báðum tilvikum að iðgjöld séu
greidd reglulega. Sömu reglur gilda
um sjálfstæða atvinnurekendur og
launþega, heimilt er að halda ið-
gjaldinu utan staðgreiðslu. Þetta er
þó ekkert örlæti af hálfu ríkisins enda
greiðir þú skatt af lífeyrinum þegar
hann verður greiddur út aftur.
Undanþága: 288 þúsund krónur
á ári.*
*Greiða þarf skatt af greiðslu elli-
lífeyris.
Dagpeningar
Ef þú ert að fara í
vinnutengda ferð
getur þú fengið
dagpeninga og
þeir eru skattfrjáls-
ir. Þegar starfsmaður fer
í vinnutengda ferð utan vinnutíma
má greiða honum dagpeninga skatt-
frjálst. Þetta á við hvort sem ferðin er
innanlands eða utanlands. Þessi fjár-
hæð getur numið allt að 22 þúsund
krónum á dag innanlands sé greitt
fyrir gistingu og fæði. Jafnvel þótt að
um sex tíma ferðalag sé að ræða –
rúmur akstur til Akureyrar – getur þú
látið greiða þér tæplega fimm þús-
und krónur í dagpeninga.
Dagpeningar eru nokkuð hærri
fyrir utanlandsferðir en mismunandi
eftir áfangastað. Starfsmaðurinn þarf
að taka kvittanir til þess að geta sýnt
fram á útlögð gjöld í slíkum ferðum.
Frádrátturinn er einnig háður því að
í bókhaldi starfsmanns og vinnuveit-
anda séu gögn um tilefni ferðar og
fjölda dvalardaga og upphæð dag-
peninga.
Undanþága: Allt að 22 þúsund
krónur daglega innanlands.
Framfærsla
ungmennis
Framfærandi
sem hefur á sínu
framfæri ung-
menni sem er í
námi getur átt rétt á
lækkun. Með námi í þessu sambandi
er átt við nám sem ekki veitir rétt til
námslána. Þá er fyrst og fremst átt við
ungmenni á aldrinum 16–21 árs. Há-
mark ívilnunar var í fyrra 317 þúsund
krónur fyrir árið en þá var gert ráð
fyrir því að ungmennið hefði engar
tekjur.
Undanþága: Allt að 317 þúsund
krónur á ári.
Verulegt eignatjón
Hafi einstaklingur orðið fyrir veru-
legu eignatjóni sem ekki fékkst bætt
er hægt að sækja um ívilnun vegna
þessa fyrir árið. Slíkt hið sama á við
vegna tapaðra krafna í þrotabú.
Undanþága: Breytileg upphæð.
Endurbætur á húsinu
Það er kjörið að ráðast í endurbæt-
ur í ár til þess að spara skattkostn-
að. Átakið „Allir vinna“ verður í
gildi út árið en í því felst að eigend-
ur húsnæðis sem ekki er notað til
atvinnu geta fengið endurgreidd-
an allan virðisaukaskatt sem þeir
greiða af vinnu iðnaðar- og verka-
manna vegna nýbygginga, endur-
bóta og viðhalds. Í janúar á næsta ári
fellur endurgreiðsluhlutfallið niður í
60 prósent en hverfur fyrir frístunda-
heimili. Endurgreiðslan er háð fram-
lagningu fullgildra reikninga frá selj-
anda þjónustunnar.
Eigendum íbúðarhúsnæðis og frí-
stundahúsnæðis er endurgreiddur
sá virðisaukaskattur sem þeir greiða
af vinnu iðnaðar- og verkamanna
á byggingarstað en ekki er endur-
greiddur virðisaukaskattur af efni
eða vinnu stjórnenda farandvinnu-
véla og vinnuvéla.
Undanþága: 25,5% af kostnaði.
Ef ég væri fyrirtæki …
S
kráð hlutafélög og einka-
hlutafélög greiða 20 pró-
sent tekjuskatt. Arðgreiðsl-
ur úr slíku félagi teljast sem
fjármagnstekjuskattur og því þarf
að greiða 20 prósent skatt af þeim.
Aðili í sjálfstæðum atvinnurekstri
myndi því greiða 36 prósent skatt
allt í allt ef gert er ráð fyrir því að
viðkomandi myndi greiða sér arð
sem nemur hagnaði fyrirtækis-
ins – þá er tekið mið af greiðslu
tekjuskatts. Þetta er þó með þeim
fyrirvara að arðgreiðslan væri
minna en einn fimmti af eigin fé
fyrirtækisins, því allar arðgreiðsl-
ur sem fara yfir það hlutfall bera
50 prósent skatt.
Hér er ekki tekið inn í reikn-
inginn að fyrirtæki mega tefla
fram rekstarkostnaði gegn
rekstrar tekjum, svo þau þurfa
ekki að borga skatt af útgjöld-
um sínum líkt og hefðbundnir
launþegar heldur einungis hagn-
aði. Félög draga rekstrarkostnað
frá skattstofni sínum, rekstrar-
kostnaður er þau gjöld sem eiga
á árinu að ganga til að afla tekn-
anna, tryggja þær og halda þeim
við. Innifalið í þessu er gjald
sem manni ber að reikna sér
fyrir hvers konar vinnu, starf eða
þjónustu. Því er skattaumhverfi
fyrirtækja strax hagkvæmara en
launþega.
En það er talsvert flóknara að
reka fyrirtæki og það er dýrt að
stofna það – stofnun einkahluta-
félags kostar 130 þúsund krónur
og stofnun hlutafélags kostar 265
þúsund. Fleiri gjöld eru á bak við
stofnun fyrirtækis svo sem skrán-
ingargjald hjá sýslumanni sem
er fimm þúsund krónur. Þar að
auki þarf fyrirtæki að sjá til þess
að borga virðisaukaskatt af seldri
þjónustu ásamt því að það þarf
að greiða útvarpsgjald. En stund-
um borgar það sig tvímælalaust
að stofna félag.
Bílaverkstæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað