Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Page 18
18 Lífsstíll 18. febrúar 2013 Mánudagur
G
uðbjörg Ragnarsdóttir er
Íslandsmeistari kvenna í
frisbígolfi, folfi, árið 2012,
en hún segist vonast til
þess að fá fleiri stelpur til
að stunda þetta skemmtilega sport.
Folf er með aðstöðu um allt land og
fer þeim ört fjölgandi sem stunda
þetta skemmtilega sport. DV hitti
Guðbjörgu á dögunum og fékk
hana til að fræða okkur um þessa
íþrótt nánar.
Hvað er Folf?
„Folf eða frisbígolf eins og það
heitir er íþrótt sem er spiluð eins
og golf, en í stað kylfa og bolta not
um við frisbídiska og maður kastar
ofan í körfu en ekki holur. Gild
ir það sama og í golfi að reynt sé
að klára hverja braut í sem fæstum
köstum. Frisbídiski er kastað frá
teig í átt að körfu. Og valið á disk
um fer eftir lengd á braut og veður
fari. En oftast byrjar maður að kasta
„ driver“, þegar að honum kemur
setur maður niður lítinn frisbídisk
sem er oftast kallaður mini eða
„marker“ og má maður þá taka „dri
verinn“ upp og kasta aftur. Annað
hvort með sama diski eða skipta
um disk. Það fer alveg eftir hvort þú
sért nálægt körfunni eða dálítið frá
henni. Ef svo er þá er „midrange“
diskurinn notaður sem er eins kon
ar miðjudiskur, en honum kastar
þú alveg eins og hinum diskunum
í átt að körfunni. Þegar þú kemur
að körfunni er best að notað „putt
er“diskinn . Þá er bara málið að
koma pútternum ofan í körfuna
og þá er brautin búin, köst talin og
skráð á „score“ kort. En brautirnar
eru mismunandi með mismiklum
hindrunum sem geta verið hólar,
hæðir, tré, ljósastaurar, nú eða rok.
Þegar fyrstu brautinni er lokið þá er
farið yfir á næstu og svo koll af kolli
þangað til að allar brautirnar eru
kláraðar. Þá er talið saman skorið
og maður getur þá alltaf séð hvern
ig maður stendur sig hverju sinni,“
segir Guðbjörg.
Féll fyrir þeim sem stunduðu
íþróttina og útiverunni
Af hverju byrjaðir þú að spila þessa
íþrótt?
„Ég kynntist frisbígolfi í Dan
mörku fyrir um 10 árum. Ég féll gjör
samlega fyrir íþróttinni um leið, þó
að við spiluðum fyrst með frisbí
diskum sem voru vægast sagt al
gjört drasl. Mjög fljótlega kynntumst
við fleirum sem spiluðu leikinn og
áður en ég vissi af var ég búin að skrá
mig á eitt stærsta mótið í Danmörku
á þeim tíma – með aðeins tveggja
vikna reynslu í íþróttinni, en sé alls
ekkert eftir því, því þetta var frábær
upplifun og fékk ég að spila með
bestu spilurum á Norðurlöndunum.
Með því að spila með öðrum sem eru
betri þá lærir maður nefnilega alveg
heilmikið. Það var ekki bara útiver
an og diskarnir sem ég féll fyrir held
ur einnig fólkið. Allir voru eitthvað
svo jákvæðir og klöppuðu ef maður
átti ágætis skot, sem varð til þess að
maður varð stoltur af sínu spili. Jafn
vel þeir bestu gáfu manni hrós, sem
sýndi mér að maður var alveg vel
kominn þó eitthvað hafi vantað upp
á kunnáttuna.“
Þetta er fjölskylduíþrótt
„Ég flutti svo til Íslands 2004 og var
auðvitað búin að kanna aðstæður;
hvort þetta væri ekki til hér og var
ég heldur betur ánægð með að
finna einn völl. Síðan þá hefur mik
ið vatn runnið til sjávar og strák
arnir mínir hafa unnið frábært starf
með að koma íþróttinni á framfæri,
byggja velli og halda utan um þetta
allt saman. Ég er mjög ánægð með
þróunina hér á landi þó að það séu
ekki margar konur í folfi, en ég reyni
yfirleitt að koma því á framfæri hvar
og hvenær sem er. Einnig er barna
flokkurinn lítill en vonandi þegar
konurnar fara að mæta meira á völl
inn þá taka þær börnin með sér. Því
eins og ég segi þá kalla ég þetta fjöl
skylduíþrótt,“ segir Guðbjörg.
Frisbígolfið kom til
Íslands um árið 2000
„Þessi íþrótt kemur frá Bandaríkj
unum og var byrjað að spila þar um
1960. Hefur hún þróast mikið og
er núna víða leikin um heim allan
þar sem fólk æfir og keppir allt árið.
Núna í fyrsta skiptið á að byrja að
sjónvarpa frá mótum í Bandaríkj
unum á þessu ári. Sem er stórt skref
fyrir íþróttina,“ segir hún aðspurð
um uppruna frisbígolfs.
Hvar er aðstaða til að spila?
„Nýjasti völlurinn er á Klambra
túni, sem er níu holu völlur, en hann
hefur aldeilis hjálpað til við fjölgun
þátttakenda í sportinu. Mjög flott og
skemmtileg aðstaða. Stærsti völlur
inn, sá sem fyrst var settur upp og
er jafnframt eini völlurinn sem er
18 holu völlur, er í Gufunesi. Þar er
alls konar aðstaða, leiktæki og grill
hús ef maður vill gera meira úr ferð
sinni þangað.
Einnig eru níu holu vellir á Úlf
ljótsvatni og á Akureyri. Svo eru
einhver vísir að völlum til dæmis á
Tálknafirði, Egilsstöðum, Akranesi,
Fossatúni, Hólavatni í Eyjafirði, í
Vatnaskógi og Möðrudalsöræfum.“
Kostar eitthvað að vera með?
Nei, það kostar í raun ekkert að
vera með. En við mælum samt með
því að maður hafi góða diska sem
eru notaðir í þessari íþrótt, en þeir
eru ekki dýrir. Einnig erum við með
félag sem heitir Frisbígolfsamband
Íslands og greiðir maður þá árs
gjald, en þá er ódýrara að taka þátt
á mótum.
Geta allir verið með eða er
aldurstakmark?
Já, þetta er fjölskylduíþrótt, en ég
myndi samt tala um börn frá um sex
ára aldri, því yngri börn eiga kannski
verra með að halda einbeitingunni.
En þetta er auðvelt og skemmtilegt,
en eldri borgarar hafa einnig próf
að frisbígolf og voru mjög ánægðir
með íþróttina.“
Allir velkomnir og geta fengið
diska að láni
Keppið þið í þessu áhugaverða
sporti?
Já, það eru haldnar keppnir allt
árið, reyndar færri að vetri til en Ára
mótið er orðið árlegur viðburður, en
það er haldið í fyrstu viku janúar
mánaðar, alveg sama hvernig viðr
ar. Á sumrin eru hins vegar fleiri
mót. Þar má nefna Mánaðamótin,
sem eru minni mót, Úlli Ljóti og Ace
Race. Stærsta mótið á árinu er svo Ís
landsmeistaramótið sem hefur ver
ið árlegur viðburður allavega síðan
ég flutti til landsins og má þá nefna
að ég er Íslandsmeistari kvenna árið
2012.
Á mánudögum höfum við haft
æfingar og öllum er velkomið að vera
með, einnig er hægt að fá lánaða fris
bídiska á meðan æfingu stendur. Ef
um hópa er að ræða mæli ég með að
haft sé samband á folf@folf.is“
Stærð og aldur
skiptir ekki máli
„Þetta er fyrir alla. Konur, karla,
feita, mjóa, unga og aldraða. Þetta
er auðveld íþrótt sem er góð hreyf
ing, skemmtilegur félagsskapur,
eykur heilastarfssemi og, eins og
við kölluðum það síðasta sumar,
forvörn, því unglingar sáust mikið
á vellinum og vorum við auðvitað
ánægð með það. Ætli við séum ekki
svona fimm konur sem spilum
frisbígolf að einhverju ráði. En við
vitum af nokkrum sem hafa verið
að prófa þá með kærasta sem æfir
frisbígolf eða með hópi sem kem
ur að prófa. En vona ég að kvenna
hópurinn stækki því það er bara
svo skemmtilegt að spila með okk
ur,“ segir Guðbjörg að lokum. n
iris@dv.is
Fjölskyldusport
sem kostar lítið
n Konur eru hvattar til að spila folf í meira mæli n Auðveld og góð hreyfing fyrir alla
Folfvellir
Það má finna marga glæsilega velli
víðsvegar um landið:
Gufunes Í
Gufunesi er eini
18 holu völlurinn
og er hann
fjölbreyttur og
krefjandi þar sem
finna má lengstu
folfbraut landsins.
Hamravöllur Á
Akureyri er þessi níu
holu völlur sem
liggur fyrir ofan
tjaldsvæðið að
Hömrum. Völlurinn
reynir töluvert á
hæfni spilara.
Fossatún Á
tjaldsvæðinu á
Fossatúni við Grímsá
í Borgarfirði er þessi
níu holu púttvöllur.
Hægt er að fá lánaða
diska í þjónustuhúsinu
á Fossatúni.
Í hjarta höfuð-
borgarinnar
Búið er að setja upp
glæsilegan níu holu
völl á Klambratúni
og er umhverfið á
þar kjörið fyrir frisbí
golf, há tré og gróður
sem búa til skemmtilegar
aðstæður til að spila folf.
„Þetta er fyrir alla.
Konur, karla, feita,
mjóa, unga og aldraða.
Þetta er auðveld íþrótt
sem er góð hreyfing.
Þrír forfallnir folfarar Hér
eru þau Guðbjörg Ragnars
dóttir, Ágúst Bent Sigberts
son, betur þekktur sem
rapparinn Bent og Steindi jr.