Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Qupperneq 20
20 Sport 18. febrúar 2013 Mánudagur
Vorhreingerning á Anfield
n Brendan Rodgers hyggst henda fjölda leikmanna á útsölu strax eftir leiktíðina
S
vo virðist sem nýr þjálfari hafi
ekki verið sú töfralausn sem
vonast var til hjá Liverpool.
Staðhæft er að Brendan Rod
gers ætli sér að moka út leikmönn
um liðsins og það á útsölu ef ekki vill
betur til í því skyni að byggja liðið
upp að nýju.
Þeir leikmenn sem heimildar
maður Sunday Mirror fullyrðir
að séu á útleið eftir leiktíðina eru
Pepe Reina, Martin Skrtel, Jose En
rique, Jordan Henderson og Stewart
Downing og þá á að reyna að losna
við Andy Carroll líka. Sebasti
an Coates verður látinn fara og í
ofanálag er Jamie Carragher að
leggja skóna á hilluna og taka til við
þjálfun.
Jafnvel þó Sunday Mirror sé ekki
mest traustvekjandi miðill Bretlands
hafa aðrir miðlar líka greint frá svip
uðum hugmyndum þó ekki hafi þeir
nafngreint þá leikmenn sem spark
ið eiga að fá. Ekki er mikið leyndar
mál að Liverpool hefur um hríð leit
að vítt og breitt að góðum markverði
og varnarmanni án þess að hafa haft
erindi sem erfiði.
Aðalatriði er þó að halda helsta
markaskorara liðsins, Luis Suarez,
sem sagður er vilja eitthvað meira
og betra en að vera hjá miðlungsliði.
Það hefur Liverpool verið í vetur og
hangið um miðja úrvalsdeildina.
Vinningshlutfall liðsins í öllum
leikjum í öllum keppnum þessa
leiktíðina er nokkuð undir helmingi
en Rodgers hefur leitt lið sitt til sig
urs í alls sautján leikjum af 41 alls
fyrir síðustu helgi. Þá er alls óvíst
hvort liðinu tekst að komast lengra
í Evrópudeildinni eftir 2–0 tap á úti
velli gegn Zenit frá Rússlandi í vik
unni.
Stóra spurningin er þó kannski
hversu djúpir vasar eigenda Liver
pool eru eða öllu frekar hversu
miklu þeir tíma að eyða í nýja leik
menn en þeir eru lítt þekktir fyr
ir eyðslusemi. Enginn þeirra leik
manna sem rætt er um að fari munu
skila miklu í kassann og þeir leik
menn sem Liverpool hefur hingað
til sýnt áhuga á hafa reynst of dýr
ir. n
albert@dv.is
Ó
hætt er að fullyrða að það
sé óvenju mikil pressa á
leikmönnum Arsenal fyrir
þriðjudaginn en þá mætir
liðið Þýskalandsmeisturum
Bayern München í fyrri leik liðanna
í sextán liða úrslitum Meistara
deildar Evrópu. Pressan helgast af
tvennu; Arsenal hefur aldrei haft bet
ur samanlagt gegn Bayern í Meist
aradeildinni og um helgina spilaði
liðið sennilega sinn allra versta leik
á öllu keppnistímabilinu í 0–1 tapi
á heimavelli gegn Blackburn í ensku
bikarkeppninni.
Eftir þann leik heyrðust niður
lægjandi hróp og köll frá stuðn
ingsmönnum sem voru fjarri því að
vera sáttir við tap gegn slöku neðri
deildarfélagi á heimavelli en þau
voru ekki einskorðuð við leikmenn
liðsins heldur fékk Arsene Wenger
þjálfari sinn skammt líka.
Bjartsýni af skornum skammti
Formaður aðdáendaklúbbs Arsenal
á Íslandi, Sigurður Enoksson, er
fyrir sitt leyti ekki ýkja bjartsýnn á að
Arsenal verði meðal liða í átta liða
úrslitum Meistaradeildarinnar jafn
vel þótt hann telji sína menn geta
lagt Þjóðverjana að velli í London.
„Mér kæmi ekki á óvart að Arsenal
legði Bayern að velli annað kvöld á
heimavelli. Ætli við höfum þetta ekki
2–1 og þó ljótt sé að segja þá skýt ég á
að við töpum útileiknum 3–0. Við verð
um slegnir út 4–2 þegar upp er staðið.“
Sigurður tekur undir með þeim
er segja að Arsenal hafi leikið sinn
allra lakasta leik þetta tímabilið um
liðna helga en hann telur sökina
liggja meira hjá leikmönnum sjálf
um en Arsene Wenger þjálfara. „Það
er þetta klassíska að það tekur tíma
að smíða allt saman. Þarna koma
inn þrír nýir leikmenn á meðan van
Persie fer annað. Kannski var Wen
ger að hengja sig of mikið á hann. Svo
verður líka að horfa á vörnina. Hann
er alltaf að missa fjölda leikmanna
og verður alltaf að breyta til þar. Það
vantar allan stöðugleika og það vant
ar bara almennt fleiri menn.“
Aðspurður hvort hann telji að
Wenger verði áfram hjá Arsenal eftir
leiktíðina segist Sigurður ekki leng
ur viss um það en telji þó líklegra að
hann klári samning sinn sem nær til
2014.
Fyrirtaks þriðjudagskvöld
Leikur Arsenal og Bayern er annar
af tveimur leikjum sem fram fara í
Meistaradeildinni annað kvöld. Hins
vegar mætast Porto og Malaga sem
einnig verður æði spennandi leikur
fyrir þá sem með fylgjast. Porto er
enn eina liðið sem unnið hefur sig
ur í leik gegn spútnikliði PSG í Meist
aradeildinni meðan Malaga rúllaði
upp riðli sem í voru lið á borð við
Milan og Zenit. n
Allt er þá þrennt er
n Arsenal og Bayern mæst tvisvar í Meistaradeildinni áður n Arsenal aldrei unnið
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is
„Mér kæmi
ekki á óvart
að Arsenal legði
Bayern að velliÍ þá gömlu góðu daga Eflaust hugsa
margir áhangendur Arsenal til þess tíma
þegar Thierry Henry var upp á sitt besta en
„bona fide“ markaskorara er Arsenal ekki
lengur með í sínum röðum.
Pressan eykst Arsenal tapaði
með hörmulegum hætti um
helgina og að margra mati spilaði
liðið sinn lélegasta leik á öllu
keppnistímabilinu. Engir aukvisar
eru að mæta til leiks á morgun
Leikir vikunnar
Þriðjudagur 19. febrúar
Arsenal – Bayern München
Porto – Malaga
Miðvikudagur 20. febrúar
Milan – Barcelona
Galatasaray - Schalke
Síðustu leikir
n Arsenal og Bayern mættust í riðla-
keppni Evrópukeppninnar 2001. 2–2
jafntefli í Englandi en Bæjarar unnu 1–0
heima.
n Liðin mættust í sextán liða úrslitum
Meistaradeildarinn 2005. Þá vann
Arsenal heimaleikinn 1–0 en tapaði í
Þýskalandi 3–1 og féll úr leik.
Grípur um andlit sér Reina er
einn þeirra leikmanna sem fullyrt
er að verði ekki mikið lengur hjá
liðinu en út þessa leiktíð.
Bale til
Real Madrid
Líkurnar aukast dag frá degi á því
að Gareth Bale yfirgefi Tottenham
fyrir grænni grundir á Spáni. Nán
ar tiltekið hjá Real Madrid en þar
hafa menn lengi vel sýnt sóknar
manninum áhuga án þess þó
að gera mikið meira úr því. Bale
hefur sem kunnugt er ekki viljað
skrifa undir nýjan samning hjá liði
sínu og ástæðan kann að vera sú
að hann hafi rætt við forseta Real
Madrid, Florentino Pérez, um að
ganga til liðs við spænsku meistar
ana. Þar eru ívið meiri peningar
í boði og Real er töluvert stærri
klúbbur en Tottenham. Svo telur
Bale Cristiano Ronaldo mun betri
leikmann en Leo Messi.
Laudrup í
stað Mancini
Annar stjóri sem er sagður undir
smásjá eigenda er Roberto
Mancini hjá Manchester City.
Stjórn liðsins er ekki sátt við hans
vinnu þessa leiktíðina og víst er
að liðið er að spila mun lakari
bolta en á síðustu leiktíð. Daninn
Michael Laudrup er orðaður við
starfið fari svo að þolinmæðina
þrjóti gagnvart Ítalanum sem
einnig hefur nokkurn veginn úr
ótakmörkuðu fjármagni að ráða til
að kaupa leikmenn.
Bekkur fyrir
Beckham
David Beckham er ekki í nægilega
góðu formi til að vera valinn í lið
PSG fyrr en um næstu helgi í fyrsta
lagi segir Carlo Ancelotti, þjálfari
franska liðsins. Bíða margir þess
spenntir að sjá goðið í hinum nýja
búningi sínum og ekki síst hvort
hann hafi ennþá eitthvað fram að
færa í evrópskum bolta sem að
flestra mati er skör ofar en bolt
inn vestanhafs í Bandaríkjunum
þar sem Beckham hefur verið
undanfarin ár. Fyrsti leikur Beck
ham verður því líklega í París gegn
Marseille.