Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2013, Blaðsíða 22
22 Menning 18. febrúar 2013 Mánudagur
Illa farið með góðan mann
É
g get ekki sagt að ég hafi far-
ið fullur eftirvæntingar á A
Good Day To Die Hard þar
sem Bruce Willis fer með hlut-
verk goðsagnakennda lögreglu-
mannsins John McClane í fimmta
skiptið. Ástæðan fyrir því að ég fór
ekki með neinar væntingar á þessa
mynd má nokkurn veginn rekja til
kynningarstiklu úr myndinni. Það
eina sem hún segir manni er að
John McClane er í Rússlandi með
syni sínum.
Það kom síðan á daginn að
myndin er í rauninni ekkert meira
en John McClane að hlaupa um
eins og óður maður um Rússland
þar sem hann skýtur mann og
annan, ásamt syni sínum. Sögu-
þráður myndarinnar er kjána-
legur og mér var virkilega farið
að leiðast yfir alltof löngum bíla-
eltingaleikjum og skotbardögum
þar sem maður var ekki alveg viss
með tilgang þeirra því maður fær
varla að vita neitt fyrr en myndin
er vel hálfnuð.
Ég verð að segja að í þessari
mynd er virkilega illa farið með
hetjuna mína John McClane sem
er hvað frægastur fyrir að stöðva
óvægna þýska þjófa í Nakatomi-
byggingunni sælla minninga í
fyrstu Die Hard-myndinni. Þá átti
hann í hjónabandserfiðleikum og
var bara venjulegur maður sem
reyndist hinn allra mesti þegar
hættan steðjaði að. Hann einhvern
veginn breytti alltaf rétt og var alltaf
umhugað um saklausa borgara
og heillaði eiginkonu sína upp úr
skónum með því að bjarga degin-
um. Í þessari mynd hins vegar kýl-
ir hann saklausa borgara kalda ef
þeir eru fyrir honum. Hann glataði
ákveðnum sjarma í mínum huga
í þessari mynd. Kannski er þetta
samt bara þróunin á honum eftir
áratuga störf við löggæslu, hann er
einfaldlega kominn með nóg. Hin
útskýringin er að þeir sem standa
að Die Hard séu hreinlega búnir að
gleyma hver John McClane er.
Það má hins vegar ekki gleym-
ast að það sem gerði fyrstu Die
Hard-myndina svona frábæra var
illmennið Hans Gruber sem Alan
Rickman lék eftirminnilega. Ill-
mennið í þessari mynd er hins
vegar eitt það allra óeftirminnileg-
asta sem sést hefur á hvíta tjaldinu.
Væntanlega eru aðstandendur
myndarinnar að sjálfsögðu hjart-
anlega ósammála þeirri skoðun og
benda á hasaratriðin en því miður
þá eru þau algjörlega tilfinninga-
laus og óeftirminnileg. Ég veit að
þessi dómur á ekki eftir að stöðva
harða aðdáendur McClane í að sjá
hana en ég vara ykkur við. Ég get
fúslega viðurkennt að í henni eru
fjölmörg atriði sem gleðja aug-
að, en það þarf meira til að búa til
góða kvikmynd og sérstaklega ef
þú ætlar að búa til kvikmynd um
hetjuna mína, John McClane. n
Bíómynd
Birgir Olgeirsson
birgir@dv.is
A Good Day To
Die Hard
IMDb 6,4 RottenTomatoes 13%
Leikstjóri: John Moore.
Aðahlutverk: Bruce Willis og Jai Courtney.
I
ngibjörg Sigurjónsdóttir og
Daníel Björnsson opnuðu
saman sýninguna Endurskin frá
garði í Listamönnum galleríi við
Skúlagötu á laugardaginn þar
vinna þau hvort sitt verkið. Daníel
lagar síróp úr eplum á meðan Ingi-
björg lætur gylla mannhæðar háan
stafla af prentuðum pappír með
gamalli aðferð.
Ingibjörg er nýkomin frá snævi-
þakinni New York-borg þegar blaða-
maður hefur samband við hana rétt
áður en sýningin var opnuð. Þar
opnaði Ragnar Kjartansson kærasti
hennar sýningu og gerði garðinn
frægan. Það er skammt stórra högga
á milli og síðan hún kom heim úr
ferðalagi sínu hefur hún unnið að
verki sínu á sýningunni.
„Við Daníel vinnum saman í
Kling og Bang galleríi, erum góðir
vinir og tölum mjög mikið saman
og spáum og spekúlerum saman
í myndlist. Við vinnum mjög ólíkt
en þetta eru hugmyndaheimar sem
eiga samt snertifleti,“ segir Ingibjörg
um efnistökin.
Lífrænt síróp og flakk á milli vídda
„Daníel er að gera skúlptúr og
vinnur með lífrænt ferli. Hann býr
til nokkurs konar trekt sem í fara
sykruð epli og svo ummyndast þau
og breytast með tímanum í síróp
sem lekur niður trektina. Þetta
er hringrásarferli sem verður til í
þessari ummyndun. Hann hefur gert
þetta áður og geymdi sírópið sem
kom út úr þeirri trekt. Hann sýn-
ir líka gamla sírópið. Þannig verð-
ur þetta ferli keðja í öðru ferli. Þetta
verður tímalúppa. Hann vinnur svo-
lítið með það hvernig allt vísar fram
og til baka í tíma.
Ég er að sýna skúlptúr sem er
gerður úr miklu magni af prentuð-
um pappír. Ég tók ljósmynd af glitr-
andi pappírsbút sem ég er búin að
eiga í fórum mínum í dálítið mörg ár.
Saman brotinn einhvers staðar. Sem
ég vissi að einhvern tímann yrðu
mikil not fyrir,“ segir hún og hlær.
„Hann hefur fengið nafnið Blue
Sensor. Hann var upphaflega tví-
víður en svo er hann brotinn saman
í þrívídd, þá tek ég ljósmynd af hon-
um og prenta út.
Ég stafla svo pappírnum í mann-
hæðarháa súlu og þannig verður
pappírinn aftur þrívíður og þetta
verður flakk á milli vídda.“
Fíngerð gylling á grófan stafla
Þegar Ingibjörg leitaði til prent-
smiðja landsins til að gylla staflann,
fékk hún þau svör að þekkingin væri
ekki lengur til staðar. Hún þyrfti að
leita alla leið til Kína til að fá stafl-
ann gylltan. Ingibjörg gafst ekki upp
og fann á endanum bókbindara sem
rifjaði upp handbragðið og hann var
enn að verki daginn fyrir opnun.
„Hann Sigurþór bókbindari er
að setja gyllingu utan á alla súluna.
Þetta er úr alvöru gulli og allt hand-
gert. Þetta er handbragð sem er að
deyja út. Hann hafði ekki gert þetta
áratugum saman. Verk sem þessu
eru alltaf send til Kína. Þeir í Odda,
sögðu mér í gamni að ég gæti drif-
ið mig til Kína. Allar prentsmiðjur
sem ég hafði samband við sögðu
mér að þetta væri ómögulegt en ég
hafði upp á Sigurþóri og hann er
nú að rifja upp gamla takta. Situr
hér með þessar örþunnu viðkvæmu
himnur og festir þær á staflann.
Þetta er viðkvæm vinna og verður
algjör andstæða við grófleika stafl-
ans. Maður fær til finningu fyrir
þessu mekaníska ferli, prentstaflinn
er prentaður á tveimur og hálfum
tíma en svo kemur þetta fínlega og
handgerða ferli sem stefnir í að vera
margra daga ferli.“
Reisulegur gullklumpur
og tilfinningablámi
Hefur nafnið Blue Censor ein-
hverja persónulega þýðingu?
„Já, þetta er persónuleg vís-
un. Ég var búin að eiga mjög
lengi pakka af nemum sem not-
aðir eru til að taka hjartalínurit.
Þessa nema þurfti ég að nota á
tímabili, sem er pínlegt að segja
frá, því maður má ekki að nærast
á dramatíkinni,“ segir hún og hlær.
„Þessir nemar sem eru notaðir
til að nema hjartsláttinn og gall-
ana í honum voru í poka og ég hélt
upp á hann. Pakkaði honum þó
alltaf neðst í vinnustofunni af því
mér fannst vandræðalegt að vera
enn að velta mér upp úr þessu. En
svo fattaði ég í síðustu tiltekt að ég
var ekkert að geyma nemana held-
ur pokann, því á hann var stimpl-
að heiti þeirra, Blue Censor. Ég sá
fegurðina í heitinu, fannst það geta
átt við eitthvað sem nemur tilfinn-
ingablámann. Á sama tíma var
ég búin að vera að geyma þenn-
an bút úr bláa gjafapappírnum.
Þá fattaði ég að það var hann sem
var Blue Censor, þá hendir maður
milliliðnum og dramasögunni og
stendur eftir með þetta og já, býr
til reisulegan gullklump úr þessu
öllu saman,“ segir hún og hlær. n
kristjana@dv.is
Gullhúðaður tilfinninga-
blámi og lífrænt síróp
n Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Daníel Björnsson opnuðu Endurskin frá garði
Dramasögunni hent
„Þá hendir maður milli-
liðnum og dramasögunni
og stendur eftir með
þetta og já, býr til reisu-
legan gullklump úr þessu
öllu saman,“ segir Ingi-
björg og hlær en gamlir
hjartsláttarnemar og lítill
bútur af gjafapappír eru
innblásturinn að verki
hennar. MynDIR sIgTRygguR ARI
Epli verða að sírópi
Daníel setur sykruð epli í
trekt og úr verður síróp.
Unnsteinn
stökk
hæð sína
Mikið stuð var á tónlistarhátíðinni
Sónar Reykjavík sem fram fór í
Hörpu um helgina.
Tónleikar voru haldnir í tveim-
ur sölum Hörpu og hluta bíla-
kjallarans var breytt í næturklúbb
þar sem íslenskir og erlendir
plötusnúðar þeyttu skífum.
Meðal þeirra sem komu fram
voru James Blake, Squarepusher,
Alva Noto & Ryuichi Sakamoto,
Modeselektor, GusGus, Retro Stef-
son, Ólafur Arnalds og Gluteus
Maximus.
Sónar er alþjóðleg tónlistar-
hátíð tileinkuð þróaðri tónlist og
nýmiðlun.
Unnsteinn Manúel í Retro
Stefson vakti athygli með sviðs-
framkomu sinni eins og sjá má í
þessari myndasyrpu þar sem hann
stökk hæð sína meðan hann söng.
MynDIR svEInbI