Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2013, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2013, Page 2
2 Menningarverðlaun 8.–10. mars 2013 Helgarblað KviKmyndir nefndin Vera Sölvadóttir formaður Rut Hermannsdóttir, kvikmyndagerðarkona og blaðamaður Gaukur Úlfarsson kvikmyndagerðarmaður nefndin Karen María Jónsdóttir, danslistamaður og formaður dómnefndar Ólöf ing- ólfsdóttir danslistamaður Margrét Áskelsdóttir, listfræðingur og dansgagnrýnandi danslist Óskar Þór Axelsson Fyrir vel heppnaða fyrstu mynd leikstjóra. Óskar sýndi afbragðs hæfileika í vinnu með leikurum. Umgjörð myndarinnar og stíll var unninn á fagmannlegan hátt og sagan myndaði heilsteypt verk. Sterk persónu­ sköpun myndaði rétt andrúmsloft og ýtti undir upplifun áhorfandans á sögunni. Heba Þórisdóttir Íslenski förðunarmeistarinn Heba Þórisdóttir hefur búið og starfað í Los Angeles um áraraðir. Hún er tilnefnd fyrir umsjón með förðun í Óskarsverðlaunakvikmyndinni Django Unchained eftir Quentin Tarantino. Í gegnum árin hefur hún unnið mikið með Tarantino og má þar nefna bæði þríleikinn Kill Bill og Inglorious Basterds. Auk þess ber að nefna The Avengers í leikstjórn Joss Whedon þar sem hún sá um förðun Scarlett Johansson. Einnig gamanmyndina Bridesmaids og The Curious Case of Benjamin þar sem hún hafði umsjón með förðunardeild. Ferillinn er langur og Heba er að sögn samstarfsfólks einstakur fag­ maður, jarðbundin og drífandi. Gaman er að segja frá að þegar Heba var að stíga sín fyrstu skref í iðnaðinum í Los Angeles starfaði hún við förðun í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 og hinum ógleymanlegu Twin Peaks eftir David Lynch. Hið íslenska „crew“ Tiltekur alla þá sem vinna við kvikmyndagerð á Íslandi. Fólkið á gólfinu alveg til þeirra sem búa til aðstæður til að kvikmyndaverkefni skapist. Glöggt hefur komið í ljós hvort sem um ræðir auglýsingagerð, kvikmyndir eða þar sem tökulið kemur saman að þar hefur myndast gríðarlega sterkur grunnur. Þessi hópur vinnur oftar en ekki við erfiðar aðstæður og hefur fengið lof frá stærstu framleiðslufyrirtækjum heims sem hér hafa komið og notið liðsinnis íslensks tökuliðs. Hver hlekkur skiptir máli til að vélin geti virkað. Heimilda- myndin Amma Lo-fi Orri Jónsson, Kristín Björk Kristjánsdóttir, ingibjörg Birgisdóttir Amma Lo­fi er portrett af Sigríði Níelsdóttur sem fór að taka upp og gefa út sína eigin tónlist á áttræðisaldri. Hún fer óhefðbundn­ ar leiðir í tónsmíðum sínum og notar sem dæmi Casio­hljómborð í bland við ýmis eldhúsáhöld, leikföng og hljóð gæludýra. Myndin var að mestu skotin á súper 8 og 16 mm filmu og nær yfir sjö ára tímabil í lífi Sigríðar. Einstök heimildamynd þriggja tónlistarmanna um einstaka konu og lista­ mann. Amma Lo­fi hefur verið sýnd víða um heim og hlotið frábærar móttökur. Framestore Framestore hefur byggt upp sérfræðiþekkingu í tölvubrellum, tölvukvikun og öðrum framkvæmdum sem tengjast vinnslu kvikmynda. Fyrirtækið hefur byggt upp sérfræði­ grunn hér á landi og víðar, hlúð að hugviti, ráðist í nýja tækni, skapað tækifæri til frekari kvikmyndaframleiðslu og vakið á henni athygli á Íslandi sem og utan landsteinanna. Lunch Beat Reykjavík Lunch Beat er tilnefnt fyrir að skapa vettvang fyrir stefnumót almennings við dansinn á forsendum gleði og skemmtilegrar samveru. Lunch Beat er hádegisdiskó sem Choreography Reykjavík skipuleggur á mismunandi stöðum einu sinni til tvisvar í mánuði. Þar er boðið upp á dúndrandi tónlist, ódýran hádegismat og trylltan dans. Lunch Beat tekur dansinn af sínum háa stalli og gerir hann að aðgengilegu félagslegu afli í hversdags lífinu. Boðskapurinn er allir geta dansað hvar sem er, hvenær sem er, með hverjum sem er, í hvaða tilgangi sem er. Litlar og nettar Berglind Pétursdóttir og Ásrún Magnúsdóttir skipa tvíeykið Litlar og nettar sem tilnefnt er fyrir dansverkið Dúnn. Tilvist mannsins og sólarinnar er umfjöllunarefni verksins sem er einstaklega skemmtilegt og hnyttið stefnumót dans, myndlistar og tónlistar. Litlar og nett­ ar eru nú í upphafi feril síns sem danshöfundar og dansarar en Dúnn er þeirra fyrsta verk eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands. Höfundarnir eru einstaklega hugmyndaríkir og óhræddir við að nýta sér hvers konar miðla við útfærslu hugmynda og framsetningu. Þeir skapa furðu­ legan heim þar sem óútskýranlegar athafnir virðast hafa fullkominn tilgang. Í verkinu stíga Litlar og nettar á svið án allra málamiðlana og áhorfandinn hrífst með. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Lovísa er tilnefnd fyrir dans sinn í verkinu Já elsk­ an eftir Steinunni Ketilsdóttur. Verkið fjallar um fjölskyldur og ólíkar leiðir fjölskyldumeðlima til að takast á við lífið með öllu því sem að höndum ber. Lovísa er sterkur og fjölhæfur danslista­ maður með mikla tæknilega færni og breitt túlkunarsvið. Í verkinu kemur hún fram sem þroskaður listamaður sem hefur miklu að miðla. Meðal minnistæðra atvika í verkinu er atriðið þar sem hún gengur upp og niður sviðið og til skiptist setur upp og tekur niður hina félagslegu grímu. Í öðru atriði keppast aðrir flytjendur verksins við að halda uppi höfði Lovísu og þar með reisn fjölskyldunnar. Atriðið er átakamikið og sýnir Lovísa samdönsurum sínum í verkinu einstakt traust. Sama traust einkennir einlæga sviðstil­ veru Lovísu sem í opnu samtali við áhorfandann kemst inn fyrir skelina og snertir hjarta hans. Skýjaborg Dansverkið Skýjaborg er tilnefnt fyrir að bjóða ungum börnum upp á hágæða list og vera þannig mikilvægt innlegg til barnamenn­ ingar. Verkið er dansverk fyrir aldurshópinn 6 mánaða til 3 ára og fjallar um tvær sérstakar veðraverur sem vakna upp á ókunnum stað. Að verkinu stendur einvala lið listamanna með danshöfundinn Tinnu Grétars­ dóttur fremsta í flokki. Mikill metnaður og fagmennska einkennir alla þætti verksins í hvívetna hvort sem um ræðir dansinn, tónsköpunina eða sjónræna umgjörð. Allar listgreinarnar unnu gríðarlega vel saman og náðu að skapa forvitnilegan heim sem heill­ aði börn og foreldra frá upphafi til enda. Já elskan Tilnefnt er dansverkið Já elskan eftir Steinunni Ketilsdóttur. Verkið fjallar um fjölskyldur og ólíkar leiðir fjölskyldumeð­ lima til að takast á við lífið með öllu því sem að höndum ber. Já elskan er samtímadans­ verk sem er aðgengilegt án þess að vera einfalt. Í verkinu er ýmislegt gefið í skyn en ekkert er sagt berum orðum eða gert of áberandi. Mikil breidd var í sýningarhópnum bæði í aldri og bakgrunni, lífleg samvinna þeirra á milli skein í gegn og var styrkur í verkinu. Í þessu verki fetar Steinunn nýjar slóðir sem danshöfundur bæði í efnisvali og allri útfærslu og kemur fram með sterka höfundarrödd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.