Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2013, Blaðsíða 4
4 Menningarverðlaun 8.–10. mars 2013 Helgarblað V erkefnin sem tilnefnd eru í ár í flokki arkitektúrs eru þrjú talsins. Þau eiga það sameiginlegt að vera öll unnin af litlum og tiltölu- lega ungum arkitektastofum en það er algjör tilviljun. Það er einnig til- viljun að í tilnefndum byggingum er efnisnotkun um margt svipuð. Ein- kennandi notkun náttúrulegra efna s.s. sjónsteypu og viðarklæðninga, jafnvel úr íslenskum við, sem gefur þeim einhvern veginn tímalausan, hlýjan og varanlegan blæ. Þrátt fyrir efnahagsþrengingar finnast ennþá dæmi um nýjan, framúrskarandi arkitektúr á Íslandi, sem flytur landamæri, skapar sam- tal, en umfram allt auðmjúkan arki- tektúr. Hér erum við ekki að tala um stór hús eða hallir, þvert á móti því tilnefningarnar í ár eru bensín- stöð við þjóðveginn, leikskóli í þétt- byggðu íbúðahverfi og kaffihús í lystigarði. Fjöldi verkefna sem tekin voru til greina var þónokkur en það er synd að meðal þeirra voru nokk- ur hús þar sem eigendur höfnuðu umfjöllun. Því miður fer samfélagið þarna á mis við góð dæmi um vel- heppnaðan arkitektúr en við von- um að breyting verði á til framtíðar, þannig að vönduð hús fái að verða fyrirmyndir og geti veitt öðrum inn- blástur. Með þessum tilnefningum er það von nefndarmanna að upplifun og umfjöllun um manngert umhverfi og arkitektúr færist á sem flest svið samfélagsins og ekki síst hjá ríki og sveitarfélögum þar sem arkitektúr og gæði hans verða í forgrunni. Dómnefndin telur sig hafa val- ið af kostgæfni verðuga fulltrúa til Menningarverðlauna DV í flokki arkitektúrs. Arkitektúr nefndin Helgi Steinar Helgason arkitekt FAÍ formaður Borghildur Sölvey Sturludóttir arkitekt FAÍ Baldur Ólafur Svavarsson arkitekt FAÍ Kaffihús í Lystigarði Akureyrar Kaffihúsið er í Lystigarði Akureyrar og hefur verið á skipulagi garðsins um árabil eða allt frá stofnun hans fyrir 80 árum. Húsið er reist á vegum Akureyrarbæjar og er gjöf hans í tilefni þessa afmælis. Það er vandasamt verk að koma fyrir nýbyggingu í þessu gróna umhverfi. Það hefur höfundum verksins þó tekist vel. Húsið stendur áreynslulaust upp við aðalstíginn sem liggur í gegnum garðinn, umkringt gömlum og nýjum gróðri, grasflötum og útilistaverkum. Byggingin nær góðu samtali við umhverfi sitt en galdurinn er m.a. fólginn í þeim góðu hlutföllum sem hún er byggð á, efnisnotkuninni og gegnsæinu. Sóttur er inn- blástur úr gömlu timburhúsunum sem standa fyrir í garðinum með sínum litlu bíslögum. Byggingarefni eru rammíslensk, sjónsteypa, báruál og lerkiviður. Það sem vekur óneitan- lega mesta athygli eru opnir, glerjaðir gaflar sem brotnir eru upp með gluggapóstum sem minna á trjástofna. Þeir skapa heild og samspil milli þess manngerða og þess náttúrulega. Arkitektar: Kollgáta Verkkaupi: Akureyrabær

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.