Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2013, Qupperneq 7
Menningarverðlaun 7Helgarblað 8.–10. mars 2013
nefndin Ragnheiður Gyða Jónsdóttir blaðamaður formaður Árni daníel
Júlíusson sagnfræðingur Þórhallur eyþórsson málvísindamaður
Fræði
nefndin Hrafn Jökulsson rithöfundur formaður Þóra Sigríður ingólfsdóttir
forstöðumaður Blindrabókasafnsins Þórarinn Baldur Þórarinsson blaðamaður
Bókmenntir
Gísli, Hallfreður og Olga
Sögur úr Vesturheimi
Veturinn 1972–1973 dvöldu Hallfreður Örn Eiríksson og Olga María Franz-
dóttir á Nýja Íslandi og í byggðum Vestur-Íslendinga í Kanada og Bandaríkj-
unum. Þar söfnuðu þau sögum og kvæðum sem fólk hafði sér til skemmt-
unar og flutti munnlega inn á segulband þeirra hjóna. Upptökurnar eru
varðveittar á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og bjó Gísli
Sigurðsson þær til útgáfu. Í formála bendir hann á ógrynni heimilda sem
þar er að finna um vesturfarana, aðstæður þeirra í nýju landi, tungumálið
og þróun þess, siði, venjur, trú, háttu, kveðskap, sögur, sagnir, menn og
málefni, svo nokkuð sé nefnt.
Guðrún Sveinbjarnardóttir
Reykholt Archaeological investigations at a High Status farm in Western iceland
Í bókinni eru kaflar eftir 20 innlenda og erlenda sérfræðinga sem komu að rannsókninni. Fyrstu
fornleifarannsóknir voru gerðar á bæjarstæðinu í Reykholti á árunum 1987–1989, og aftur 1997–2003.
Rannsóknirnar benda til að búið hafi verið á bænum frá því snemma á 11. öld og fram undir miðja 20.
öld. Fyrstu híbýlin voru hefðbundin langhús úr torfi, en á 12. og 13. öld eru stakar timburbyggingar á
staðnum, óþekktar annars staðar á Íslandi en líkar byggingum til dæmis í Noregi en samkvæmt rituðum
samtímaheimildum voru byggingar í Reykholti einstakar og ólíkar öðrum íslenskum á sama tíma. Einnig
virðist korn hafa verið ræktað í Reykholti og þaðan stunduð verslun við útlönd. Glæsileg mannvirkin
vitna um mikilvæga stöðu Reykholts á miðöldum. Á svæðinu fundust og skýrar vísbendingar um
notkun jarðhita allt frá miðöldum og er það í fyrsta sinn að slíkar minjar finnast á Íslandi. Yfirgripsmikil,
nákvæm og einkar fróðleg skýrsla um miklar, þverfaglegar rannsóknir á merkum sögustað á Íslandi.
Gunnar Þór Bjarnason
Upp með fánann! Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga
Hér er fjallað um sögulegar og örlagaríkar alþingiskosningarnar 1908. Aðalmál kosning-
anna var samningur milli Dana og Íslendinga um samband landanna innan danska kon-
ungsríkisins, Uppkastið. Hannes Hafstein ráðherra sat ásamt sex öðrum Íslendingum
og 13 Dönum í samningsnefndinni og fór um allt land fyrir kosningar til að mæla fyrir
samningnum, enda taldi hann um sanngjarna málamiðlun og framfaraspor að ræða.
Margir stjórnarandstæðingar studdu Uppkastið, þar á meðal Valtýr Guðmundsson. Andstæðingar
Uppkastsins, til dæmis Björn Jónsson ritstjóri og Bjarni Jónsson frá Vogi, fóru mikinn og sökuðu Hannes Haf-
stein og aðra stuðningsmenn Uppkastsins um undirlægjuhátt. Varla þarf að hafa fleiri orð um mikilvægi þessa
kafla í Íslandssögunni og skírskotunina til nútímans en Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur rekur hana með
þeim hætti að allir, jafnt fræði- sem áhugamenn um sögu og samtíð, hafa bæði gagn og gaman af.
Jón Ólafsson
Appelsínur frá Abkasíu
Höfundur segir söguna um Veru Hertzsch og
dóttur hennar, afdrif þeirra og örlög í sovéska
gúlaginu. Jón Ólafsson heimspekingur fer
nákvæmar í sögu hennar en áður hefur verið
gert, rekur hana eftir vandfundnum heimildum
og minningum kvenna sem sátu í sömu fanga-
búðum og mægðurnar en lifðu af. Jón þekkir og
kynni Íslendinga af Sovétríkjum Stalíns gjörla
af fyrri skrifum sínum og ekki síður uppgjörið
við þau kynni en þar er meðal annars að finna
ástæður þess að Vera Hertzsch varð þjóðþekkt
á Íslandi löngu eftir að hún hvarf í gúlagið.
Sérlega áhugaverð mannkynssaga, Sovéts-
saga, Íslandssaga og einstaklingssaga í einni
og sömu bókinni.
Sigurður Reynir
Gíslason
Kolefnishringrásin
Hringrás kolefnis á jörðinni er flókin, og skaðvaldurinn í
hringrásinni, koltvíoxíð, er ósýnilegur og lyktarlaus. Sigurður
Reynir Gíslason jarðefnafræðingur segir frá hringrás þessari,
eins og hún er nú og allt aftur að árdögum. Hringrás kolefnis
hér á landi gerir hann og sérstök skil. Áhrifum mannsins á
kolefnishringrásina er lýst og mögulegum viðbrögðum við
henni. Bókin er nauðsynlegt innlegg í umræðu manna um
hnattrænar umhverfisbreytingar af völdum sömu manna.
Auður
Jónsdóttir
Ósjálfrátt
Ósjálfrátt er skáldsaga þar
sem veruleiki og skáldskapur
haldast í hendur. Hér er á ferðinni
þroskasaga ungrar konu, Eyju,
sem fer óhefðbundnar leiðir í lífinu
og gerir upp við fjölskyldu sína
og fortíð. Sagt er frá skáldkonu
í mótun, þörfinni fyrir að skrifa
og hvernig skáld verður til. Hér er
á ferðinni einkar áhugaverð og
óvenjuleg þroskasaga en hana
skreyta og undirstrika margar
litríkar persónur. Verkið er allt í
senn gáskasaga og harmleikur,
fjölskyldusaga og þroskasaga
einstaklings. Frásagnarhátturinn
er áreynslulaus og hlýr en með
þungri undiröldu og endurspeglar
ringulreiðina í huga aðalpersón-
unnar. Vel samið verk og einkar
margbrotið.
Jón Gnarr
Sjóræninginn
Í Sjóræningjanum nýtir Jón Gnarr sér frelsi
skáldskaparins til að segja okkur uppvaxtar-
sögu, sem hófst með Indjánanum (2006).
Hér er sögumaður kominn á unglingsár
og tilveran er öll heldur hráslagaleg – í
skólanum er hann fórnarlamb hrekkjusvín-
anna og meðal fjölskyldunnar er hann eins
og geimvera. Hann leitar athvarfs í músík og
anarkisma, eignast vini meðal hinna smáðu
og finnur sig í pönkinu, sem í kringum 1980
var ávísun á fruss og fyrirlitningu. Þetta eru
fyrstu endurminningar alvöru íslensks pönk-
ara (þeir voru aldrei margir) en jafnframt
frábær lýsing á íslensku samfélagi áttunda
áratugarins. Bók sem nístir, kætir, fræðir.
Gyrðir Elíasson
Suðurglugginn
Hér segir frá rithöfundi sem leitar athvarfs á landsbyggðinni til að skrifa skáldsögu. Það reynist þrautin þyngri, enda hefur sögumaður Gyrðis
óljósar hugmyndir um persónur sínar og efnivið, svo mjög reyndar að textinn loðir varla við pappírinn. Hér er að sönnu fjallað um glímu
skálds við kenjótta sköpunargáfu og um „hlutskipti listamannsins“ en aðrar spurningar og ekki síður áleitnar herja á sögumann í þessari
meistaralegu skáldsögu. Margrómuð stílsnilld Gyrðis hefur tæpast risið hærra, en auk þess er Suðurglugginn leiftrandi fyndin, kaldhæðin og
skemmtileg skáldsaga, stútfull af visku og hárbeittum athugasemdum um veröld sem við ættum víst öll að taka til endurskoðunar.
Rúnar Helgi
Vignisson
Ást í meinum
Ást í meinum geymir fimmtán sögur eftir
Rúnar Helga Vignisson, sem er einn snjallasti
sagnahöfundur landsins. Mannleg samskipti
(eða skortur á þeim) eru hinn rauði þráður í
sögum Rúnars Helga, og hann á ótrúlega létt
með að draga upp í örfáum orðum persónur
sem spretta ljóslifandi upp af síðunum. Þær
persónur eru iðulega staddar í einhvers konar
öngstræti eða ógöngum, þurfa að takast á við
ást og angist, fantasíur og fóbíur, efasemdir
og eftirsjá. Rúnar Helgi skrifar einstaklega
fallegan stíl, sem iðulega brestur í svellandi
húmor, en stílgaldurinn liggur ekki síður í hinu
ósagða – því sem lesandinn bætir við þessar
eftirminnilegu sögur.
Arnaldur Indriðason
Reykjavíkurnætur
Í Reykjavíkurnóttum hverfur Arnaldur Indriðason með lesendur 40 ár
aftur í tímann, og færir okkur nöturlega lýsingu undirheimum Reykjavíkur
og lífi og örlögum útigangsfólks. Arnaldur heldur áfram að bæta við
púslum í myndina af Erlendi, sem fyrir löngu er orðinn heimilisvinur flestra
Íslendinga. Árið 1973 er Erlendur ung umferðarlögga, sem rannsakar upp
á eigin spýtur (af mikilli þrákelkni) dauða róna sem drukknaði í mógröf.
Reykjavíkurnætur er án efa einhver albesta bók Arnaldar, skrifuð af miklu
öryggi og þekkingu svo horfinn heimur lifnar við í höndum höfundar sem
fært hefur íslensku spennusöguna upp á nýtt plan.
Álfrún Gunn-
laugsdóttir
Siglingin um síkin
Verkið fjallar um eldri konu sem er orðin hornreka
í borðstofuhorninu hjá syni sínum í í lífinu sjálfu.
Sjónarhornið er hjá aðalpersónunni allan tímann en
hún glímir við minnisglöp af einhverju tagi. Stokkið
er til og frá í tíma, til æsku hennar, hjúskaparára og
fjallað um nútímann en smám saman verður þetta
ruglingslegra í takt við þróun sjúkdóms hennar.
Lesandinn glímir þannig við sömu tilfinningar og
ringulreið og aðalpersónan. Bókin er afar vel stíluð,
vel fram sett og skemmtileg. Höfundi tekst fanta
vel að leiða lesandann inn í heim gömlu konunnar,
skemmta honum og vekja upp óöryggi hans í takt
við líf aðalpersónunnar.