Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2013, Síða 8
8 Menningarverðlaun 8.–10. mars 2013 Helgarblað
nefndin Tinni Sveinsson blaðamaður og vefstjóri Vísis, formaður
Hörður Kristbjörnsson stofnandi og grafískur hönnuður hjá Döðlum
Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir stofnandi og hönnuður hjá Vík Prjónsdóttur
Hönnun
Reykjavík Letterpress
Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir stofnuðu hönnunarstofuna
Reykjavík Letterpress árið 2010. Sérstaða stofunnar er svokölluð letterpress
prentun sem byggir á aldargamalli aðferð. Hildur og Ólöf stunda prentun af
mikilli ástríðu og nota allt frá handknúinni þrykkvél frá árinu 1893 til Heidel
bergprentvélar af gamla skólanum. Þær vinna með gamalt handverk sem
var á undanhaldi og upphefja það á nútímalegan og skemmtilegan hátt. Þessi
prentaðferð krefst natni og alúðar sem skilar sér á fallegan hátt í verkum þeirra.
Þessi litla stofa er fersk viðbót í prentiðnaðinn á Íslandi og hafa þær á þessum
fáu árum byggt upp dyggan kúnnahóp sem nýtir sér þjónustu þeirra.
HönnunarMars
Hönnunarmiðstöð hefur staðið fyrir HönnunarMars síðan árið 2009 og fer hátíðin því nú
fram í fimmta skipti. HönnunarMars er bæði hátíð almennings og allra þeirra fagaðila sem
heyra undir Hönnunarmiðstöð. Hún hefur eflst ár frá ári og svo sannarlega aukið skilning
Íslendinga á því hvað hönnun er og hlutverki hennar í samfélaginu. Enda spannar hátíðin vítt
svið, allt frá helstu hönnuðum þjóðarinnar til nýútskrifaðra hönnuða sem eru stíga sín fyrstu
skref. Fjöldi fólks sækir viðburði hátíðarinnar sem er orðin mikilvægur þáttur í menningarlífi
Reykjavíkurborgar. HönnunarMars hefur lagt áherslu á að efla tengsl sín við alþjóðlegt sam
hengi og má þá helst nefna fyrirlestradaginn DesignTalk og kaupstefnuna DesignMatch sem
hafa eflt hátíðina enn frekar og þá sérstaklega fyrir fagfólk. Aðstandendur HönnunarMars
hafa unnið af mikilli hugsjón og seiglu og hefur þeim tekist að skapa hátíð sem hefur reynst
lyftistöng fyrir íslenska hönnun.
ð ævisaga
Grafísku hönnuðirnir Anton Kaldal Ágústsson, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar Ingi Farestveit
rannsökuðu um árabil hver um sig ákveðin tímabil í þróunarsögu bókstafsins ð með tilliti til
nútíma leturhönnunar. Þessar rannsóknir liggja til grundvallar einni óvæntustu bók síðasta árs,
ævisögunnar um ð, sem sagnfræðingurinn Stefán Pálsson ritaði og tókst að gera að áhuga
verðri og spennandi lesningu og Crymogea gaf út. Öll umgjörð og framsetning bókarinnar er til
fyrirmyndar, þar sem vönduð vinnubrögð og næmni hönnuðanna skilar sér. Bókin er sett fram á
aðgengilegan og áhugaverðan hátt og höfðar þannig bæði til almennings og fagfólks og mun
eflaust verða notuð sem námsgagn í framtíðinni. Ævisaga ðsins komst öllum að óvörum á
metsölulista fyrir jólin, opnaði umræðu og jók skilning almennings á leturgerð.
Andrea
Maack
Ilmur Andreu Maack er þróaður í
samvinnu við franskt ilmvatns
gerðarfólk út frá myndlistarverkum
hennar. Á örfáum
árum hefur Andreu og
samstarfsfólki hennar
tekist að byggja upp
sannfærandi vörumerki
þar sem hugað er að
heildarumgjörð
og framsetn
ingu. Allir þættir
framleiðslunnar
eru afar vandaðir
og unnið með
hágæða hráefni.
Vörumerkið er nú
komið í alþjóðlega
dreifingu og hefur
tekist að komast
inn í virtustu
ilmvatnsverslanir Evrópu og
víðar. Andreu Maack hefur tekist á
áhugaverðan hátt nýta myndlist
arbakgrunn sinn til að skapa vöru
sem nýtur bæði virðingar og vekur
áhuga í hinu alþjóðlega samhengi.
Ostwald
Helgason
Hönnunartvíeykið Ostwald Helgason
er nú tilnefnt annað árið í röð. Enda
hefur árið einkennst af ævintýralegum
uppgangi hjá þeim Ingvari Helgasyni
og Susanne Ostwald frá því að þau
frumsýndu fatalínu sína á tískuvikunni
í New York í byrjun árs 2012. Þau leita
innblásturs víða og meðal þess sem
hafði áhrif á nýjustu línu þeirra eru
söngleikurinn Litla hryllingsbúðin og
náttúruunnandinn og hönnuðurinn
William Morris. Þeim tekst að flétta
saman húmor og fágun á skapandi hátt
í hönnun sinni og umfram allt að skapa
klæðilegan fatnað fyrir alþjóðlegan
markað. Ingvar og Susanne hafa
ýmist verið kölluð óvæntar stjörnur
eða nýliðar ársins af öllum virtustu
tískumiðlunum.