Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2013, Blaðsíða 11
V orið 2008 fékk Kristinn Þór Geirsson, þáverandi framkvæmdastjóri fjár- mála- og rekstrarsviðs Glitnis 1.150 milljóna króna lán hjá bankanum. Var lánið veitt til KÞG Holding ehf. sem er í eigu Kristins Þórs. Var einum millj- arði króna varið í kaup á hlutabréf- um í bankanum en 150 milljónum króna var varið í útgreiðslu arðs hjá KÞG Holding. Árið áður hafði KÞG Holding skilað rúmlega 50 milljóna króna tapi. Því var félaginu óheim- ilt samkvæmt lögum að greiða sér út arð. Er slíkt brot á lögum um hlutafélög þar sem segir að einung- is megi greiða sér út arð ef fyrirtæki hefur skilað hagnaði árið áður. Þá var KÞG Holding með 80 milljóna króna neikvætt ójafnað eigið fé 2007. Vegna endurmats á eignum var félagið hins vegar skráð með eigið fé upp á 210 millj- ónir króna en ársreikningur félags- ins 2007 var ekki endurskoðaður. Kristinn Þór var nýlega gerður að stjórnarformanni 66°Norður. Talið er að Íslandsbanki hafi afskrifað um þrjá milljarða króna af skuld- um KÞG Holding hjá bankanum. Fullyrtu að staða KÞG Holding væri góð „Fyrirtæki hans [Kristins] hefur góða eiginfjárstöðu og það hefur lagt fram tryggingar fyrir láninu sem uppfylla að öllu kröfur bank- ans hvað slíkt varðar,“ sagði Þor- steinn Már Baldvinsson, þáverandi stjórnarformaður Glitnis, í sam- tali við Viðskiptablaðið um miðj- an apríl árið 2008 vegna kaupa fé- lags Kristins Þórs á hlutabréfum í Glitni. Miðað við það sem síðar hefur komið fram má líklega draga orð Þorsteins Más í efa. Í sama viðtali fullyrti Kristinn Þór einnig sjálfur að staða KÞG Holding væri góð. Sama dag og kaupin gengu í gegn var hann gerður að framkvæmdastjóra fjár- mála- og rekstrarsviðs Glitnis. Hann hafði þá setið í stjórn bank- ans í tæplega tvo mánuði en vék þá úr stjórn. Kristinn Þór sagðist í sam- tali við Viðskiptablaðið hafa trú á þeim verkefnum sem hann kæmi að og því hafi hann ákveðið að kaupa hlutabréf í Glitni fyrir nærri einn milljarð króna. Fyrir átti fé- lag Kristins Þórs um 16 prósenta hlut í Eignarhaldsfélaginu Sævar- höfða ehf. en það félag átti meðal annars Ingvar Helgason og Bif- reiðar og landbúnaðarvélar. Hafði Glitnir lánað KÞG Holding nærri 600 milljónir króna árið 2007 til kaupa á hluta af umræddum hlut í Eignarhaldsfélaginu Sævar- höfða. „Ákveðin eiginfjárstaða hefur safnast út frá þeim eignum og sú eiginfjárstaða er notuð sem trygging fyrir bréfunum í Glitni,“ sagði Kristinn Þór í samtali við Viðskiptablaðið. Losnaði undan sjálfskuldarábyrgð Ítarlega er fjallað um lánveit- inguna til KÞG Holding í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar segir að Lárus Welding, þáver- andi bankastjóri Glitnis, hafi sam- þykkt hana með undirskrift sinni. Lánveitingin virðist hins vegar ekki hafa verið tekin til formlegrar staðfestingar af lánanefnd bank- ans. Lánið var þó samþykkt af stjórn bankans þann 6. maí 2008. Áður en lánið var veitt var Glitnir með veð í öllum hlutabréfum KÞG Holding ehf. í Eignarhalds félaginu Sævarhöfða ehf. samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis. Til viðbótar þeim trygging- um setti KÞG Holding vörslureikn- ing sinn að handveði hjá Glitni. Hins vegar samþykkti Glitnir sam- hliða lánveitingunni að fella niður sjálfskuldarábyrgð Kristins Þór og Sunds ehf. á skuldbindingum KÞG Holding við bankann. Telja má víst að umrædd lán- veiting til KÞG Holding hafi ekki fengið formlega meðferð innan bankans. Það að hann skuli hafa verið leystur undan sjálfskuldarábyrgð auk þess sem Glitnir veitti 150 milljóna króna lán til þess að félag Kristins Þórs gæti greitt sér þá upphæð út sem arð bendir til þess að bankinn hafi verið í þeirri stöðu að vilja losna við eigin hlutabréf. Þess skal getið að KÞG Holding keypti sín hluta- bréf af deild eigin viðskipta Glitnis (EVG). Umrædd lánveiting er talin vera brot á hlutafélagalögum þar sem KÞG Holding var óheimilt að greiða sér út arð. Í samtali við DV segist Ólafur Þ. Hauksson, sérstak- ur saksóknari, ekki geta tjáð sig um það hvort félag Kristins Þórs hafi verið til rannsóknar vegna mögulegra brota. Nánar er fjall- að um umrædda lánveitingu til félags Kristins Þórs og 14 annarra starfsmanna Glitnis í kassa með fréttinni. n FÉKK LÁN TIL AÐ GREIÐA SÉR ARÐ n Sérstakur rannsakar Kristinn Þór Geirsson n Þrír milljarðar voru afskrifaðir „Fyrirtæki hans hefur góða eigin- fjárstöðu og það hefur lagt fram tryggingar fyrir láninu sem uppfylla að öllu kröfur bankans hvað slíkt varðar. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Losnaði undan þriggja milljarða skuld Talið er að Íslandsbanki hafi þurft að afskrifa um þrjá milljarða króna vegna skulda félagsins KÞG Holding við bankann en það er í eigu Kristins Þórs Geirssonar, stjórnarformanns 66°Norður. Í apríl og maí árið 2008 veitti Glitnir alls 8,4 milljarða lán til 15 lykilstarfsmanna bank- ans og eins stjórnarmanns. Voru lánin veitt til eignarhaldsfélaga þeirra og einungis tek- in veð í hlutabréfum sem þau áttu í Glitni. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er vakin athygli á því að á þessum tímapunkti hafi staða deildar eigin viðskipta Glitnis (EVG) í hlutabréfum í bankanum sjálfum verið komin nærri þeim mörkum sem gilda um flöggunarskyldu á eignarhlut í eigin bréfum. „Því vaknar sú spurning hvort stjórnendur bankans hafi talið það hag bankans að losa hann við viðkomandi eignarhlut með lánveitingum til þeirra sjálfra til þess að hefta ekki frekari kaup veltubókar bankans á hlutum í bankanum til að mæta miklum söluþrýstingi,“ segir í skýrslunni. Árið 2010 tilkynnti Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, að stjórn bankans hefði óskað eftir því að þeir sem hefðu fengið kúlulán til hlutabréfakaupa sem starfsmenn Glitnis gæfu félög sín upp til gjaldþrotaskipta. Flest félög fyrrverandi starfsmanna Glitnis hafa nú verið tekin til gjaldþrotaskipta. Það vekur hins vegar athygli að svo er ekki í tilfelli KÞG Holding, félags í eigu Kristins Þór Geirssonar, og HG Holding, félags í eigu Hauks Guðjónssonar. Félög þeirra fengu bæði lán til hlutabréfa- kaupa í Glitni auk þess sem þau fengu hvort um sig 150 milljóna króna lán til að greiða sér út arð, þrátt fyrir að mega það ekki þar sem þau höfðu skilað tapi árið 2007. Samkvæmt heimildum DV hafa umrædd lán til fyrrverandi starfsmanna Glitnis verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks sak- sóknara. Telja má víst að þar sé mögulega um umboðssvik og markaðsmisnotkun að ræða. Auk þess er talið að KÞG Holding og HG Holding hafi ekki verið heimilt að nota lán frá Glitni til útgreiðslu arðs. Er það talið brjóta í bága við lög um hlutafélög. Eins og kunnugt er gaf embætti sérstaks saksóknara nýlega út ákæru vegna allsherjar markaðsmisnotkunar hjá Kaup- þingi og Landsbankanum. Rannsókn á mögulegri markaðsmisnotkun hjá Glitni er hins vegar styttra á veg komin. Ekki liggur ljóst fyrir hvort Kristinn Þór Geirsson hefur verið kallaður til yfirheyrslu af embætti sérstaks saksóknara. Einnig gæti farið svo að embætti sérstaks saksóknara felli margar af umdeildum lánveitingum Glitnis frá hausti 2007 fram að falli bankans inn í ákæru vegna markaðsmisnotkunar, líkt og gert var í tilfelli Landsbankans og að einhverju leyti líka hjá Kaupþingi. Má þar nefna lánveitingar Glitnis til Stíms, BK-44, Rákungs og síðan eignarhaldsfélaga starfs- manna Glitnis. Eignarhaldsfélög fyrrverandi toppa Glitnis flest komin í þrot: Veittu 16 lykilmönnum 8,5 milljarða lán Kristinn Þór Geirsson var nýlega gerður að stjórnarformanni 66°Norður. Hann var um tíma stjórnarmaður í Glitni eða frá febrúar og fram í apríl 2008. Þá var hann gerður að framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrar- sviðs Glitnis og gegndi því starfi fram að falli bankans. Líkt og áður hefur komið fram er talið að Íslandsbanki hafi afskrifað um þrjá milljarða króna af skuldum KÞG Holding. Árið 2011 seldi Íslandsbanki þriðjungshlut sinn í 66°Norður í opnu söluferli og á meðal kaupenda voru Helgi Rúnar Óskarsson, fyrr- verandi yfirmaður mannauðssviðs Glitnis, og Bjarney Harðardóttir, sambýliskona hans, en hún er fyrrverandi markaðsstjóri Íslandsbanka. Mikil átök hafa verið innan 66°Norður eftir að Helgi Rúnar tók við sem forstjóri fyrirtækisins en einnig óskaði Sig- urjón Sighvatsson, fyrrverandi aðal eigandi fataframleiðandans, eftir lögbanni á aðkomu Bjarneyjar Harðardóttur að rekstri 66°Norður. Þeirri beiðni hafnaði Héraðs- dómur Reykjaness en nú nýlega var tilkynnt um það að félagið Egus Inc. í eigu Sigurjóns hafi selt 49 prósenta hlut sinn í 66°Norður. Kaupandinn að þeim hlut var félag Helga Rúnars og samkvæmt heimildum DV veitti Straumur Fjárfestingabanki honum ráðgjöf við kaupin. Halla Sigrún Hjartardóttir er framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums. Hún starfaði hjá Íslandsbanka (Glitni) frá árinu 2002 og þar til hún réð sig til Straums í upphafi árs 2012. Má í því samhengi nefna að hún var forstöðu- maður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka þegar bankinn ákvað að selja hlut sinn til Helga Rúnars, Bjarneyjar og þeirra aðila sem keyptu 51 prósents hlut í 66°Norður sumarið 2011. Þau Halla Sigrún, Helgi Rúnar, Bjarney og Kristinn Þór, stjórnarformaður 66°Norður, störfuðu öll saman hjá Glitni fyrir bankahrunið. Þá má nefna að Íslands- banki er viðskiptabanki 66°Norður og námu langtímaskuldir fataframleiðandans við bankann um 1.500 milljónum króna í árslok 2011. Sagði stöðuna góða Þorsteinn Már Baldvinsson, þáverandi stjórnarformaður Glitnis, fullyrti í samtali við Viðskiptablaðið vorið 2008 að eiginfjárstaða KÞG Holding væri góð. Félagið hafði hins vegar skilað 50 milljóna króna tapi árið áður en þrátt fyrir það veitti Glitnir félaginu líka lán til að greiða út 150 milljónir í arð. Kristinn Þór Geirsson er stjórnarformaður 66°Norður: Mikil tengsl á milli Íslandsbanka og 66°Norður Fréttir 11Miðvikudagur 3. apríl 2013 Sérstakur saksóknari Ólafur Þór Hauksson vill ekki tjá sig um stöðu mála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.