Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2013, Blaðsíða 15
Inga nánast kastaði upp Það böggar mig ekkert Garðar Kjartansson hefur innsýn í sjúkan og óhugnanlegan heim. – DVSigtryggi Baldurssyni finnst ekkert mál að vera kvæntur doktor. – DV Fjölmiðillinn okkar Spurningin „Nei, það mun ég ekki gera.“ Unnur Tryggvadóttir Flóvenz 22 ára nemi „Nei, ég ætla að kjósa Samfylk- inguna.“ Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir 27 ára kaospilot „Ég bara hef ekki hugmynd um það.“ Katrín Ólafsdóttir 48 ára hagfræðingur „Nei.“ Halldór Gunnar Guðmundsson 22 ára nemi „Nei, ég kýs Samfylkinguna.“ Natan Kolbeinsson 19 ára nemi Ætlar þú að kjósa eitthvert nýju framboð- anna í vor? 1 „Það er opinbert. Ólétt …“ Ef marka má Twitter er Lindsay Lohan barnshafandi en þangað skellti leikkon- an inn tístinu: „Það er opinbert. Ólétt …“ (e. Its official. Pregnant …). Var hún stödd á vesturströnd Bandaríkjanna þar sem enn var fyrsti apríl þegar boðin voru send út. 2 Enn sleppur Bjössi í World Class Allar lýstar kröfur í þrotabú Þreks kaffi ehf. voru afturkallaðar að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Félagið var í eigu bræðranna Björns Leifssonar, eiganda World Class, og Sigurðar J. Leifssonar. 3 Vita ekki hvað varð um 656 milljóna gróða Sérstakur sak- sóknari segir óvíst hvað varð um stóran hluta þess fjár sem talið er að fjórir menn, þeir Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson, hafi grætt á gjaldeyrisviðskiptum í gegnum Svíþjóð. 4 „Pabbi var raðmorðingi og ég óttaðist að verða eins og hann“ Melissa Moore, dóttir morðingjans Keith Jespersson sem myrti átta konur á tíunda áratug síðustu aldar, vinnur að bók um það hversu erfitt er að vera skyld morðingja og hvernig líf hennar varð eftir að hann var fundinn sekur. Hún var þá á táningsaldri. Mest lesið á DV.is N ýsamþykkt lög um Ríkis­ útvarpið, fjölmiðil í almanna­ þágu, draga mun skýrar fram hin mikilvægu lýðræðislegu markmið með rekstri miðilsins en áður hefur verið. Á tímum þegar fjölmiðlun er í mikilli deiglu og mik­ ið er rætt um áhrif eigenda á rekstur fjölmiðla er áréttað að Ríkisútvarpið er eign þjóðarinnar og ein af mikil­ vægustu stoðum íslensks samfélags. Tryggt er með lögunum að tekjur af útvarpsgjaldi skili sér beint til rekstursins en það ýtir enn frekar undir kröfur um fjölbreytta starf­ semi og þjónustu þessa þjóðarmið­ ils um leið og dregið er úr viðskipta­ legum sjónarmiðum í starfseminni. Ríkisútvarpið er ein af helstu stoð­ um lýðræðissamfélagsins en traustið á störfum þess, sem birst hefur í fjölmörgum viðhorfskönnunum, er einkar dýrmætt og það þarf að vernda með því að standa vörð um faglegan metnað þess. Ríkis útvarpið þarf að veita landsmönnum upplýsingar sem þeir geta treyst. Í fréttaflutningi þarf að leita ólíkra sjónarmiða og í menn­ ingarlegri þjónustu þarf að spegla fjölbreytni íslensks samfélags. Þá þarf Ríkisútvarpið að rækja hlutverk sitt sem helsta safn útvarpsminja. Ávallt þarf fjölmiðillinn að leitast við að þjóna almannahagsmunum en ekki sérstökum sjónarmiðum eða hags­ munahópum, stjórnmálasamtök­ um eða einstaklingum. Með þjón­ ustu sem grundvallast á hagsmunum almennings þarf Ríkisútvarpið eftir fremsta megni að gera landsmönnum það kleift að móta skoðanir sínar og draga ályktanir út frá réttum upplýs­ ingum. Grundvöllur hugmyndarinn­ ar um ríkisstyrkta fjölmiðlaþjónustu er því lýðræðishlutverkið. Stoð í menningarlífinu Í nýju lögunum er menningarhlut­ verk Ríkisútvarpsins skilgreint nánar en verið hefur. Ríkisútvarpið er ein helsta menningarstofnun landsins og því er ætlað að vera í fararbroddi þeirrar menningarstarfsemi sem ríkisvaldið kemur að. Í þeim efnum þarf Ríkisútvarpið að bjóða fjöl­ breytt og vandað menningar­ og af­ þreyingarefni, innlent og erlent. Rík­ isútvarpinu er ætlað að leggja rækt við íslenska tungu, styðja við frum­ sköpun á sviði lista og kynna sögu þjóðarinnar, menningararfleifð og náttúru. Því er einnig ætlað mikil­ vægt hlutverk í gerð íslensks sjón­ varpsefnis, með eigin framleiðslu og með kaupum á efni frá sjálfstæð­ um framleiðendum. Í því samhengi er mikilvægt að hugað sé sérstak­ lega að þörfum barna og ungmenna en starfsemi Ríkisútvarpsins getur reynst mikilvæg þegar kemur að því að gefa ungu fólki hlutdeild í menn­ ingu landsins og ræktað tengsl milli ólíkra hópa og kynslóða. Skilningur íbúa landsins á veruleikanum og félagslegum tengslum í samfélaginu verður að verulegum hluta til í gegnum notk­ un á margþættum miðlunarleiðum samtímans og þar gegnir Ríkis­ útvarpið miklu hlutverki. Því er nauðsynlegt að Ríkisútvarpið þróist í takt við hraðskreiðar tækninýjungar í miðlun og samfélagsbreytingar. Því er ætlað að vera kraftmikill vettvang­ ur umræðna og skoðanaskipta um íslenska menningu og samfélag. Margt annað má tína til úr þess­ um nýju lögum, meðal annars mun skýrari ákvæði um þjónustu Ríkis­ útvarpsins við heyrnarskerta með textun og/eða túlkun á táknmáli. Þá eru settar skýrari reglur um auglýs­ ingar, bæði með skýrum ramma og takmörkun á birtingu þeirra. Skipan stjórnar er breytt þannig að Alþingi, Bandalag íslenskra listamanna og samstarfsnefnd háskólastigsins velja saman fimm fulltrúa í stjórn, en að auki skipar ráðherra formann og síðan eiga starfsmenn Ríkisútvarps­ ins fulltrúa í stjórn með málfrelsi og tillögurétt. Þetta er gert til að ítreka að Ríkisútvarpið er fyrst og seinast mikilvæg menningarstofnun. Með nýjum lögum um þessa mik­ ilvægu stoð í samfélaginu ættum við því að fá öflugra Ríkisútvarp, fjöl­ miðil sem starfar í þágu okkar allra, styrkir lýðræðið í landinu og eflir menningarlíf. Vor í lofti Sumarið nálgast og margir eru þegar farnir að huga að garðverkunum. Mynd Sigtryggur ariMyndin Umræða 15Miðvikudagur 3. apríl 2013 Hann er þvílíkur draumaprins Helgi Ómarsson elti ástina til Danmerkur. – DV Kjallari Katrín Jakobsdóttir rmennta- og menningarmálaráðherra „Grundvöllur hug- myndarinnar um ríkisstyrkta fjölmiðla- þjónustu er því lýðræðis- hlutverkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.