Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2013, Blaðsíða 22
22 Menning 3. apríl 2013 Miðvikudagur Á annan í páskum var sýnd heimildamyndin Hvellur um þann merka sögulega atburð þegar bændur í Suð- ur-Þingeyjarsýslu tóku sig saman í ágústmánuði árið 1970 og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Miðkvísl. Tilgangurinn með stíflunni í Miðkvísl sem heimamenn sprengdu var að stjórna rennslinu úr Mývatni niður í Laxá í þágu Laxár stöðva I og II sem virkjuðu fall Laxár niðri við Brúarhyl, efsta bæ í Aðaldal, rétt neðan við dals- mynni Laxárdals. Heimamenn rufu stífluna og notuðu til þess traktora, guðsgaffl- ana, skóflur og dínamít. Notað var dínamít sem Laxár- virkjun átti og lá á glámbekk. Dínamít var til að mynda geymt í nærliggjandi hellum og því að- gangur auðveldur að því. Ef heimamenn hefðu ekki stöðvað framkvæmdir Landsvirkj- unar hefði Laxárdalur farið hálfur í kaf. Þess utan hefði Laxá í Aðaldal verið spillt og afleiðingar virkjunar hefðu haft óafturkræfar afleiðingar. Í Hvelli er rætt við heimamenn og þessari litlu en máttugu byltingar- sögu gerð skil. Gott og mikilvægt framtak Framleiðendum verður að hrósa fyrir að leggjast í gerð þessarar myndar. Það er mikilvægt að sögunni sé haldið til haga. Tíminn líður og þeir sem stýrðu för hverfa af sjónar- sviðinu. Einn forsprakkanna, Guð- mundur Jónsson á Hofsstöðum, lést eftir gerð myndarinnar. Hann var hetja og sigurvegari – og fékk að eiga hlut í að skrifa söguna. Eins og aðrir heimamenn sem tóku þátt í aðgerðinni. Sem er nauðsyn. Því ef byltingarsagan er ekki skráð þá er hætt við að henni sé ýtt niður, eða henni breytt, þar til hún er öllum gleymd. Sér í lagi ef það hefur hent að hið smáa sigri hið stóra. Bændurnir í Aðaldal og við Mý- vatn eru sigurvegarar í þeim skiln- ingi að þeir gáfust aldrei upp. Þeir gerðu áætlanir og höfðu dug til að framkvæma þær og það var sama á hverju dundi, þeir gáfust ekki upp og voru frumlegir í hugsun. Einn forsprakkanna leitaði meðal annars eftir innblæstri í glæpasögu sem hann hafði nýlega lesið eftir Alistair MacLean. Engir prófessorar og álitsgjafar Suður-Þingeyjarsýsla hefur líklega verið einn allra versti staður á landinu fyrir Landsvirkjun að fara í framkvæmdir á á svig við heima- menn. Þar var róttækni mikil og prýðisjarðvegur fyrir byltingu. Þar var bóka- og blaðaútgáfa og snemma var opnað bókasafn í sveitinni. Þau sem fremst stóðu voru eldhugar, hörð í horn að taka, menn jafnt sem konur, ungir sem aldnir. Fyllilega í stakk búin til bar- áttu. Í Hvelli eru notuð gömul mynd- skeið, ljósmyndir og viðtöl við heimamenn til þess að bregða ljósi á atburðina. Það er ljóst að leik- stjóri og aðstandendur myndar- innar hafa gefið sér góðan tíma til að kynna sér sögu heimamanna. Henni er gert hátt undir höfði og það er vel til fundið. Í myndinni er ekki rætt við prófessora og valda álitsgjafa. Það er enda kom- inn tími til að litið sé til þeirra sem hafa lifað í tengslum við náttúruna sem sérfræðinga í eigin umhverfi. Bændurnir í Suður-Þingeyjarsýslu þekkja landið og skilja hvað er í húfi betur en nokkur annar. Í myndinni er heldur ekki rætt við þá sem aðhylltust stífluna. Það er skiljanlegt, enda er það almennt viðhorf í dag að heimamenn hafi bjargað ánni með því að eyðileggja stífluna. Það hefði þó verið fróðlegt að heyra í þeim einum eða tveimur lifandi á Íslandi sem telja heima- menn hafa framið ósvinnu. Hvert stefnum við? Leikstjórinn fór að eigin sögn ásamt aðstandendum myndar- innar norður í rannsóknarferð og ræddi þá við bændur. Undirtekt- irnar voru dræmar í fyrstu, enda var samtakamátturinn enn mik- ill og leyndarmálin vel geymd. En sem betur fer reyndust kvik- myndagerðarmenn þrautseigir og bændur ákváðu að segja sögu sína. Saga þeirra er til þess fallin að veita fólki innblástur og fá það til að hugleiða hvert við stefnum. Spyrja mikilvægra spurninga sem varða siðferði. Því jú, siðferði tengist ekki aðeins gjörningum manna á milli eða fjármálum. Þeir sem þjálfa eigið siðferði huga að náttúrunni og hinu stærra samhengi. Sigurður Gísli Pálmason, annar framleiðenda myndarinnar, sagði í viðtali við DV að viðhorf fólks- ins í sveitinni hafi haft úrslitavald. „Það tók til varna. Það gerði það af ástríðu og hjartans einlægni. Átti ekki til önnur ráð býst ég við og fór með sigur. Fólkið í sveitinni hafði þessi viðhorf að það þyrfti að gæta landsins.“ Táknræn saga Merkilegust er myndin fyrir þær sakir að hún sýnir mátt samstöð- unnar. Hversu miklu hún getur breytt. Fátækir bændur fyrir norðan höfðu betur en kerfið og sneru á það. Með aðstoð dínamíts og hugvits Alistair MacLean og að- ferðum skæruliða Suður-Ameríku. Aðrar minni og fallegri dæmisögur má finna í frásögninni. Til að mynda er mögnuð sagan af því þegar bændurnir fjölmenntu í erfidrykkju gamallar konu til að ráða ráðum sínum. Hún sýnir sam- heldnina og er táknræn fyrir þær sakir að mannslífið er stutt en nátt- úran langlíf. Hverjir sigra? Myndin er landsmönnum öllum þörf og góð áminning því sagan endurtekur sig. Enn er háð bar- átta á þessu svæði. Hún stendur um svæðið í víðara skilningi. Þá er átt við væntanlegar gufuafls- virkjanir, Þeistareyki, Gjástykki og Bjarnarflag. Allt þetta og fleira er undir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir lífríkið í Mývatni og Laxá í Aðaldal. Hverjir munu sigra í þeirri baráttu? n Framleiðendur eiga skilið lof Þau Hanna Björk Valsdóttir og Sigurður Gísli Pálmason, ásamt Grími Hákonarsyni eiga lof skilið fyrir að segja sögu heima- manna í Suður-Þingeyjarsýslu. Saga þeirra er þörf áminning. Með aðstoð alistair Maclean Bíómynd Hvellur Heimildamynd Stjórnandi: Grímur Hákonarson. Framleiðendur: Sigurður Gísli Pálmason og Hanna Björk Valsdóttir. Framleiðslufyrirtæki: Ground Control Productions. Kvikmyndataka: Bergsteinn Björgúlfsson. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Bændurnir í Suður-Þing- eyjarsýslu þekkja landið og skilja hvað er í húfi betur en nokkur annar Sneru á kerfið Bændur fyrir norðan höfðu betur en kerfið. Með aðstoð dínamíts og hugviti Alistair MacLean og aðferðum skæruliða Suður-Ameríku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.