Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Page 6
6 Fréttir 29. apríl 2013 Mánudagur „Við erum hundsvekkt“ n Dögun náði engum manni á þing og Margrét Tryggvadóttir yfirgefur pólitíkina í bili V ið erum hundsvekkt vegna þess að við töldum að við værum með góðan flokk. Við höfum verið að vanda okkur, segir Margrét Tryggvadóttir, oddviti Dögunar í Suðvesturkjör­ dæmi. Flokkurinn náði ekki eyrum kjósenda í kosningunum og hlaut 3,1 prósent atkvæða og engan þingmann. Margrét segir að mikil málefna­ vinna hafi verið unnin í flokknum og að hópurinn hafi verið lengi saman. „Við reyndum að safna saman þeim sem hafa verið að vinna að umbótum í þessu samfé­ lagi eftir hrun. Við reyndum fram á síðustu stundu að leggja alla krafta saman.“ Á henni má því skilja að hún hefði viljað fá fleiri framboð til að slást í hópinn. Nokkrir aðilar, eins og Þorvaldur Gylfason og Lilja Mósesdóttir, hafi þó klofið sig út úr flokknum og hún harmar það. „Hjá Lýðræðisvaktinni var málefna­ legur ágreiningur bara um verð­ trygginguna,“ segir hún. Sundrung hafi fellt framboðin. Dögun auglýsti framboð sitt af nokkrum mætti, meira en sum hinna nýju framboðanna. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, náði með næstum engum auglýsing­ um, mönnum inn á þing. Margrét segist gleðjast fyrir hönd Birgittu og annarra Pírata. Þeim hafi tek­ ist að virkja hóp sem önnur fram­ boð hafi ekki höfðað til. „Þau náðu vel til hans á netinu. Ég er rosalega ánægð fyrir þeirra hönd en hefði viljað sjá Smára inn á þing.“ Margrét segir að vilji sé innan Dögunar til að halda áfram í póli­ tík. Flokksmenn renni hýru auga til sveitarstjórnarkosninga á næsta ári, þar sem vilji sé til þess að bjóða fram. Sjálf hyggst hún venda kvæði sínu í kross, þar sem hún náði ekki kjöri á þing. Hún er menntaður bókmenntafræðingur og hyggur á að beina kröftum sínum í þá átt á næstunni. n Skiptir um vettvang Mar- grét er menntaður bókmenntafræðingur og hyggur á starf sem tengist menntun sinni. Spáðu nokkuð rétt fyrir MMR gerði fjölda skoðanakann­ ana þar sem fylgi stjórnmálaflokka var kannað í aðdraganda kosn­ inganna um helgina. Samkvæmt samantekt á vefsíðu fyrirtækis­ ins kemur fram að niðurstöð­ ur síðustu könnunarinnar, sem birt var 25. apríl síðastliðinn, hafi reynst nokkuð nákvæmar. Fyrir­ tækið spáði meðal annars réttu fylgi Sjálfstæðisflokksins upp á einn aukastaf og ekki munaði nema 0,1 prósentustigi á spánni og raunfylgi Samfylkingarinnar. Að meðal tali reyndist niðurstaða könnunar MMR 0,67 prósentu­ stigum frá kosningafylgi flokk­ anna. Mesta skekkjan var hjá Framsókn og Pírötum en MMR hafði spáð Framsóknarflokknum tveimur prósentustigum minna fylgi en raunin varð og Pírötum 2,4 stigum meira. Íhugar málið Ólafur Ragnar Grímsson forseti ætlar að tala við formenn allra þeirra flokka sem náðu sæti á Alþingi í kosningum helgarinn­ ar áður en hann ákveður hver fær stjórnarmyndunarumboð. Hann ætlar einnig að taka mið af hefðum, stærð flokka og árangri í kosningum. Þetta kom fram í máli hans á Bessastöðum eftir að fundi hans og Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra lauk á sunnu­ dag. Óvíst er hvort Bjarni Bene­ diktsson, formaður Sjálfstæðis­ flokksins, eða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram­ sóknarflokksins, fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn en þeir þykja líklegastir. Flokkar þeirra beggja fengu 19 þingsæti en Sjálf­ stæðisflokkurinn fékk aðeins fleiri atkvæði. Kosningarnar verða þó ekki túlkaðar öðruvísi en sem stór­ sigur Framsóknar. Kæran breytir engu Kæra sem barst yfirkjörstjórn í Reykjavík norður vegna fram­ kvæmd kosninganna mun ekki hafa áhrif. Kæran fjallar um að kjörkassar sem notaðir voru fyrrihluta dags voru ekki innsigl­ aðir heldur aðeins læstir þangað til þeir voru afhentir yfirkjörstjórn. Í samtali við RÚV segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfir­ kjörstjórnar í Reykjavík norður, að ekki sé kveðið á um það í lögum að kjörkassar skuli vera innsiglaðir á kjörstað. Í kjördæminu voru þó sex atkvæði sem skiluðu sér ekki í talningu miðað við kjörsókn en Katrín segir að hugsanlega liggi sú villa í því hvernig kjörsókn var skráð eða að einhverjir kjósend­ ur hafi ekki skilað kjörseðli sínum í kjörkassann. Farið verður betur yfir það mál. n Þrír flokkar náðu 2,5 prósenta fylgi sem er skilyrði fyrir fjárframlagi Þ rír flokkar sem ekki ná kjöri á Alþingi koma að líkind­ um til með að fá peninga úr ríkissjóði til að fjármagna starfsemi sína. Flokkarn­ ir sem um ræðir náðu allir 2,5 pró­ senta fylgi eða meira án þess þó að rjúfa fimm prósenta múrinn eða ná inn kjördæmakjörnum manni. Dögun fær mest Dögun, Flokkur heimilanna og Lýð­ ræðisvaktin eru flokkarnir sem fá peninga frá ríkinu án þess að ná inn manni. Þó skal tekið fram að DV hefur ekki fengið staðfest að Lýð­ ræðisvaktin hafi náð 2,5 prósenta markinu. Hugsanlegt er að nokkur atkvæði hafi vantað upp á. Reglur um námundun eða fjölda aukastafa gæti ráðið úrslitum um hvort flokk­ urinn fær fjárframlag. Hafi Lýð­ ræðisvaktin ekki náð máli fá hinir flokkarnir svolítið meira. Samkvæmt fjárlögum fyrir 2013 er reiknað með 289,9 milljón­ um króna í framlög til stjórnmála­ flokka á árinu sem skiptist á milli flokkanna í samræmi við atkvæða­ magn. Litlu flokkarnir sem ekki eru með þingmann geta því átt von á nokkrum milljónum á næstu fjórum árum en samkvæmt útreikningum DV fengju flokkarnir samtals 25,7 milljónir króna árlega úr ríkissjóði. Dögun fengi mest þessara þriggja flokka en flokkurinn fékk 3,1 pró­ sent greiddra atkvæða á landsvísu í kosningunum á laugardag. Flokk­ urinn fengi því rúmar níu milljónir króna í árlegt framlag til að standa straum af eigin kostnaði. Flokkur heimilanna fengi litlu minna, níu milljónir, fyrir sín þrjú prósent at­ kvæða. Lýðræðisvaktin gæti fengið 7,4 milljónir árlega. Framsókn fær miklu meira Framsóknarflokkurinn kemur til með að fá umtalsvert meira fé úr ríkissjóði en hann jók verulega við fylgi sitt. Flokkurinn hefur átt í fjár­ hagsvandræðum upp á síðkastið og verður því viðbótarframlagið úr rík­ issjóði líklega vel þegið þar á bæ. Flokkurinn stóð uppi með 24 pró­ sent atkvæða en það þýðir framlag upp á 73 milljónir króna sé mið­ að við heildarframlög í ár. Sjálf­ stæðisflokkurinn fær aðeins meira en Framsóknarflokkurinn en er þó langt frá þeim upphæðum sem hann fékk þegar styrkur hans var sem mestur. Stjórnarflokkarnir tveir, Samfylk­ ing og Vinstri grænir, fá á sama tíma aðeins hluta þess fjár sem flokkarnir fengu frá ríkissjóði eftir hrunið. Fylgi Samfylkingarinnar helmingaðist og endaði í 12,9 prósentum á landsvísu en það tryggir flokknum ekki nema 38,5 milljónir á ári. Vinstri grænir enduðu í 10,9 prósentum sem þýð­ ir um það bil 32,6 milljónir í árleg framlög, miðað við framlög í ár. Fleiri geta átt von á milljónum Í lögum um fjármál stjórnmála­ flokka er einnig gert ráð fyrir því að flokkar sem bjóða fram í öllum kjördæmum geti sótt um styrki til að geta staðið straum af kostnaðin­ um við kosningabaráttuna. Styrkirn­ ir eru að hámarki þrjár milljónir á hvert framboð en í ár voru ellefu framboð sem buðu fram í öllum kjördæmum. Ef allir sækja um styrk og fá há­ marksstyrk þýðir það að 33 milljón­ ir fara frá ríkinu til stjórnmálaflokk­ anna vegna kosningabaráttunnar. Styrkurinn er háður þeim skilyrð­ um að sótt sé um hann eigi síðar en þremur mánuðum eftir kosningar og að afrit af reikningum fyrir kostn­ aði sem styrknum er ætlað að mæta, fylgi umsókninni. Tvö framboð sem ekki eiga rétt á öðrum greiðslum frá ríkinu geta sótt um þennan styrk. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Fá peninga Allir flokkar sem bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins geta sótt um þriggja milljóna króna styrk til að greiða niður kosningabaráttuna. MynD SigTryggur Ari Árleg framlög til flokkanna Svona skiptast peningar á milli flokkanna sé tekið mið af framlögum til stjórnmálaflokka í fjárlögum 2013. Flokkarnir fá hlutfall í samræmi við at- kvæðafjölda. Tölurnar eru námundaðar. Sjálfstæðisflokkur 80 milljónir Framsóknarflokkur 73 milljónir Samfylking 39 milljónir Vinstri grænir 32 milljónir Björt framtíð 25 milljónir Píratar 15 milljónir Dögun 9 milljónir Flokkur heimilanna 9 milljónir Lýðræðisvaktin 7 milljónir* Fá milljónir án þess að eiga þingmann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.