Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Side 10
N
okkrir möguleikar eru til
myndunar nýrrar ríkis
stjórnar þó að ríkisstjórnar
samstarf Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks sé
líklegasta stjórnarmynstrið. Óvissa
ríkir enn um hver fær stjórnar
myndunarumboðið en Sjálfstæðis
menn eru stærstir á þingi á meðan
Framsóknarmenn unnu stórsigur í
kosningunum. Báðir flokkarnir hafa
sama þingstyrk. Ljóst er hinsvegar
að erfitt verður að ná málefnasam
leið á milli þessara tveggja flokka.
Sigmundur Davíð Gunnlaugs
son, formaður Framsóknarflokks
ins, hefur stór loforð að standa við
á meðan pólitískt líf Bjarna Bene
diktssonar, formanns Sjálfstæðis
flokksins, veltur á því að hann fái for
sætisráðherrastólinn. Kapphlaup ið
um forsætisráðherrastólinn gæti því
líka orðið til þess að óvænt stjórnar
mynstur myndist.
Kunnuglegt stjórnarmynstur
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram
sóknarflokkurinn hafa í gegnum
tíðina nær alltaf unnið saman og
frá 1963 til 2009 var það aðeins í 116
daga sem annar hvor flokkurinn var
ekki með verkstjórnarvald í ríkis
stjórn. Það var Starfsstjórn Alþýðu
flokks. Sjálfstæðismenn og Fram
sóknarmenn hafa fjórum sinnum
á sama tímabili endað með undir
fimmtíu prósenta fylgi í kosningum
þó aðeins tvisvar áður hafi þeir ekki
haft þingmannameirihluta. Flokk
arnir unnu síðast saman í ríkisstjórn
eftir kosningarnar 2003 fram til 2007
en í þeim kosningum ákváðu flokk
arnir að vinna ekki saman þrátt fyr
ir að hafa meirihluta þingmanna
á bak við sig. Þá höfðu flokkarnir
setið saman í ríkisstjórn samfleytt
frá árinu 1995 þegar Davíð Odds
son, þáverandi formaður Sjálfstæð
isflokksins, og Halldór Ásgrímsson,
þáverandi formaður Framsóknar,
mynduðu ríkisstjórn.
Tveir þriggja flokka möguleikar
Allir formenn þeirra stjórnmála
flokka sem náðu inn á þing hafa
verið gagnrýnir á hugmyndir
Framsóknarflokksins um skulda
niðurfellingu og jafnvel afnám
verðtryggingarinnar. Flokkurinn
hefur ekki lagt fram útfærðar leið
ir að þeim markmiðum að fella
niður stóran hluta verðtryggðra
skulda heimilanna. Erlendir fjöl
miðlar hafa gert þetta að umtals
efni og talaði blaðamaður breska
blaðsins The Independent meðal
annars um að vandinn lægi í smá
atriðunum, eða „The devil is in the
detail“ eins og hann orðaði það. Þá
er enginn flokkur á þingi jafn af
gerandi og Framsóknarflokkurinn
þegar kemur að loforðum um afnám
verðtryggingarinnar. Bæði Bjarni og
Sigmundur Davíð hafa talað um að
þriggja flokka stjórnir séu vel starf
hæfar þrátt fyrir að tveggja flokka
stjórn með jafn tryggan meirihluta
og þeirra flokkar eru með eftir kosn
ingarnar séu fýsilegri kostur. Þeir
eru þó báðir greinilega ekki bún
ir að loka á þriggja flokka stjórn en
báðir flokkarnir gætu myndað slík
ar stjórnir.
Bjarni er einnig undir þeirri
pressu að verða hugsanlega eini for
maður Sjálfstæðisflokksins sem ekki
nær forsætisráðuneytisstólnum.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, vara
formaður flokksins, býður á hliðar
línunni sem næsti leiðtogi flokks
ins en hún mældist í aðdraganda
kosninganna með umtalsvert meiri
stuðning en formaðurinn. Staða
Bjarna var veik fyrir kosningar, þrátt
fyrir að hafa náð endurkjöri á síðasta
landsfundi flokksins, og hefur fylgi
flokksins í kosningunum núna ekki
hjálpað til. „Bjarni þarf forsætis
ráðuneytið,“ segir heimildarmaður
DV innan úr Sjálfstæðisflokknum
um stöðu Bjarna. Gæti það því orðið
pólitískur bani Bjarna að ná ekki
lyklavöldum í forsætisráðuneytinu.
Samkvæmt heimildum DV innan
úr Framsóknarflokknum kemur það
hinsvegar ekki til greina að eftirláta
Bjarna embættið og einfaldlega
spurt af hverju sigurvegari kosning
anna ætti að gera það.
Vinstri græn líklega
í stjórnarandstöðu
Ef þriggja flokka stjórn yrði mynd
uð verður að teljast líklegt að Sam
fylkingin og Björt framtíð myndu þá
koma inn í ríkisstjórn. Vinstri græn
ir, sem unnu varnarsigur í kosn
ingunum og eru komnir niður í um
það bil sitt kjörfylgi eins og það var
fyrir hrun, munu líklega eftir að
eiga erfiðast að ná samstöðu með
Sjálfstæðisflokki eða Framsókn um
stjórnarþátttöku.
Samfylkingarmenn eru hins
vegar margir farnir að horfa til
möguleika á samstarfi við Fram
sókn og sagði Össur Skarphéðins
son utanríkisráðherra í samtali við
DV á kosninganótt að hann myndi
vilja vinna með Sigmundi sem væri
skýr sigurvegari kosninganna. „Það
er náttúrulega algjörlega ljóst að
ég get hugsað mér, eftir þessi úr
slit, að starfa undir Sigmundi Davíð,
vegna þess að hann er sigurvegari
kosninganna. Það er hin lýðræðis
lega niðurstaða,“ sagði hann. Birta
myndi yfir pólitísku lífi Árna Páls
Árnasonar, formanns Samfylk
ingarinnar, ef hann kæmi flokknum
í ríkisstjórn og gæti tryggt áfram
haldandi viðræður við Evrópusam
bandið. Það yrði þó skrýtin staða ef
Samfylkingin færi í ríkisstjórn með
Framsókn til að lækka skuldir heim
ilanna enn frekar þegar afhroð ríkis
stjórnarinnar má að stórum hluta
rekja til þess að fólk hefur kallað eft
ir aðgerðum sem ríkisstjórn Sam
fylkingar og Vinstri grænna var ekki
tilbúin að ráðast í.
Björt framtíð hefur ekki lofað
neinu öðru en að reyna að vinna
með andstæðingum sínum á þingi til
að skapa betra stjórnmálaumhverfi
og verður að teljast mjög líklegt að
hægt væri að semja við flokkinn um
stjórnarþátttöku. Það gæti þó reynst
erfiðara í tilfelli Framsóknarflokks
ins en Guðmundur Steingrímsson,
annar formanna Bjartrar framtíðar,
og Sigmundur Davíð, hafa ekki náð
saman frá því að Guðmundur sagði
sig úr Framsóknarflokknum á miðju
kjörtímabilinu.
Lítill möguleiki á
minnihlutastjórn
Þriðji möguleikinn sem er uppi er
að láta Framsóknarmenn reyna til
lögur sínar um stórfelldar niðurfell
ingar skulda, afnám verðtryggingar
og samninga við erlenda kröfuhafa
um uppgjör bankanna vegna lausn
ar á snjóhengjunni eina og sér. Þetta
verður að teljast ólíklegasti kostur
inn í stöðunni og er mjög líklegt að
Sigmundur Davíð myndi reyna að
gera sem flest til að koma í veg fyrir
að þessi staða komi upp. Eina leiðin
fyrir Sigmund er að slá af loforðum
Framsóknarmanna, sem hann hefur
þó alls ekki gefið til kynna að verði
gert, og gera það í samningaviðræð
um við annan stjórnmálaflokk.
Ef þessi ólíklega staða kæmi
upp myndi það gera þingið óvenju
lega sterkt. Ekki væri hægt að koma
málum í gegnum þingið nema með
samningaviðræðum við stjórnar
andstöðuflokkana. Þannig væri líka
lítið mál að fella stjórnina með van
trausti af hvaða tilefni sem væri. n
10 Fréttir 29. apríl 2013 Mánudagur
Ekki bara Ein stjórn í boði
n Bjarni verður að ná forsætisráðuneytinu n Sigmundur með stór kosningaloforð á bakinu
Þetta er fyrirséð
– miðað við loforðin
Verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks að veruleika má bú-
ast við ýmsum breytingum, verði staðið
við öll kosningaloforðin. Loforðin eru
jafn mismunandi og þau eru mörg og
virðast flokkarnir ná ágætlega saman
um mörg mál. Hér má sjá stutt yfirlit
yfir þær breytingar sem gætu orðið á
næsta kjörtímabili.
Það sem á að gera:
n Lækkun tekjuskatts, tryggingagjalds,
virðisaukaskatts, auðlindagjalds, tolla
og vörugjalda, eldsneytisgjalda, erfða-
fjárskatts og áfengisgjalds (D)
n Afnám eignarskatta (auðlegðar-
skatt), stimpilgjöld, gistináttagjald,
kolefnisgjald á eldsneyti, raforkuskatt
og bifreiðagjöld (D)
n Hækkun persónuafsláttar (D)
n Afnám verðtryggingar (B)
n Þak sett á verðtrygginguna fram að
afnámi (B)
n Snjóhengjan leyst og afnám gjald-
eyrishafta (D og B)
n Skuldavandi heimila leystur (D og B)
n Lyklalög sem gerir fólki kleift að
afsala eign sinni til lánveitanda án þess
að það leiði til gjaldþrots (D og B)
n Innlend matvælaframleiðsla verður
aukin (B)
n Styttri námstími til stúdentsprófs (D)
Aðgerðum sem snúið verður við:
n Aðildarviðræður við Evrópusambandið
verða dregnar til baka (D og B)
n Tillögur stjórnlagaráðs um heildarend-
urskoðun á stjórnarskránni stungið ofan í
skúffu (D og B)
n Þrepaskipting tekjuskatts afnumin (D)
n Breytingar á kvótakerfinu endurskoð-
aðar (D)
n Endurskoða rammaáætlun með það í
huga að færa fleiri svæði í nýtingarflokk
(D og B)
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Stefna á samstarf
Bjarni Benediktsson og Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson
hafa báðir lýst því yfir að þeir
telji tveggja flokka stjórn eðli-
legasta. Flokkar þeirra eru einu
flokkarnir sem geta myndað
slíka ríkisstjórn. Mynd SigTryggur Ari
Átta ráðherrastólar eru í boði eins og
staðan er í dag. Hægt er að fjölga þeim
ef vilji er fyrir hendi og hefur Bjarni
Benediktsson þegar lýst því yfir að
hann telji eðlilegt að velferðarráðu-
neytinu verði skipt upp. Verði líklegasta
stjórnarmynstrið að veruleika, samstarf
Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, eru
þetta þau nöfn sem líklegust eru til að
vera í nýrri ríkisstjórn.
Spilin í ráðherrakaplinum
Bjarni Benedikts-
son (d)
Hanna Birna Krist-
jánsdóttir (d)
Illugi Gunnars-
son (d)
Kristján Þór
Júlíusson (d)
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson (F)
Sigurður Ingi
Jóhannsson (F)
Eygló Harðar-
dóttir (F)
Frosti Sigurjóns-
son (F)