Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Síða 11
Fréttir 11Mánudagur 29. apríl 2013 27 nýir þingmenn n Mikil endurnýjun á þingi n Í hópi nýrra þingmanna er sá yngsti í lýðveldissögunni M ikil endurnýjun á sér stað í röðum þingmanna, en 27 nýir þingmenn taka sæti á þingi á næsta kjörtímabili. Er það tæp helmings endur- nýjun, eða 42,9 prósent. Er þetta jafn mikil endurnýjun og átti sér stað í kosningunum 2009 en það var mesta endurnýjun sem hafði átt sér stað í sögu Alþingis. Þá hafa allmargir þing- menn, sem náðu kjöri nú, aðeins setið eitt kjörtímabil á þingi. Það er því ljóst að ekki verður mikil reynsla í þingsaln- um á næstkomandi kjörtímabili. Þó eru nokkrir reynsluboltar sem sitja áfram. Steingrímur J. Sigfússon settist fyrst á þing árið 1983 fyrir Al- þýðubandalagið og fagnar því 30 ára þingsetu á þessu ári. Össur Skarphéð- insson, Pétur H. Blöndal og Ögmund- ur Jónasson settust allir á þing árið 1995 og í þeim býr því mikil reynsla. Hlutfall kvenna sem taka sæti á þingi nú er lakara en á síðasta kjör- tímabili, en þær eru tæp 40 prósent þingmanna. Áður var hlutur þeirra 42,9 prósent en þrjár konur sögðu þó af sér þingmennsku á kjörtímabilinu þannig hlutur þeirra rýrnaði áður en tímabilinu lauk. Í hópi nýju þingmannanna er yngsti þingmaður í sögu lýðveldis- ins, Jóhanna María Sigmundsdóttir í Framsóknarflokknum. Hún verður 22 ára á þessu ári. Langflestir nýju þingmannanna koma inn á þing fyrir Framsóknar- flokkinn, enda vann flokkurinn stór- sigur í öllum kjördæmum frá síð- ustu kosningum. Samfylkingin er eini flokkurinn þar sem engin endurnýjun varð í röðum þingmanna. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Haraldur Benediktsson Fæddur 1966. Bóndi á Vestri- Reyni og formaður Bænda- samtaka Íslands. Búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Elsa Lára Arnardóttir Fædd 1955. Hefur starfað sem grunnskólakennari og setið í bæjarstjórn Akraness. Grunnskólakennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands. Líneik Anna Sævarsdóttir Fædd 1964. Skólastjóri Grunn- skóla Fáskrúðsfjarðar frá 2006. Hefur starfað við fræðslumál og kennslu síðastliðin 20 ár. BS próf í líffræði, kennsluréttindi og er að læra stjórnun menntastofnana. Þórunn Egilsdóttir Fædd 1964. Sauðfjár- og skógarbóndi á Hauksstöðum í Vopnafirði og verkefnastjóri hjá ÞNA, nú Austurbrú í Kaup- vangi, menningar- og fræða- setri. Grunnskólakennarapróf. Bjarkey Gunnarsdóttir Fædd 1965. Náms- og starfsráðgjafi og brautarstýra starfsbrautar fyrir fatlaða í Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði. Bjarkey hefur verið varaþingmaður VG frá 2004 og nokkrum sinnum tekið sæti á Alþingi. Grunnskólakennara- nám frá Kennaraháskóla Íslands og náms- og starfsráð- gjöf frá HÍ. Vilhjálmur Bjarnason Fæddur 1952. Lektor við viðskiptafræðideild HÍ og fram- kvæmdastjóri Samtaka Fjárfesta. Vilhjálmur hefur meðal annars gegnt ýmsum störfum hjá bönkum og fjármálastofnunum í gegnum tíðina. Þá hefur hann starfað sem fjárfestir og verðbréfamiðlari. Lauk námi í hagfræði frá HÍ og framhaldsnámi frá Rutgers háskóla í New Jersey. Silja Dögg Gunnarsdóttir Fædd 1973. Aðstoðarmaður framkvæmdastjórnar og skjalastjóri hjá HS Orku. Hefur einnig starfað sem leiðbein- andi, kennari og blaðamaður. BA próf í sagnfræði frá HÍ. Ásmundur Friðriksson Fæddur 1956. Fyrrverandi bæj- arstjóri í Garði og fiskverkandi. Hefur tekið kúrsa í mannauðs- stjórnun í HR ásamt fjölda námskeiða og markaðs- og sölufræði við NTV. Jóhanna María Sigmundsdóttir Fædd 1991. Landbúnaðarverka- maður og hefur sinnt ýmsum félagsstörfum í gegnum tíðina. Þá er hún meðal annars stjórnarmeð- limur í Samtökum ungra bænda og í Félagi ungra bænda á Vest- urlandi og Vestfjörðum. Jóhanna María verður 22 ára á þessu ári og er því yngsti þingmaður sem sest hefur á Alþingi Íslendinga. Valgerður Gunnarsdóttir Fædd 1955. Skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum frá 1999 og formaður skólameist- arafélags Íslands frá 2009. Hefur síðastliðin 25 ár sinnt kennslu og setið í bæjarstjórn Húsavíkurkaup- staðar. BA próf í íslenskum fræð- um og almennum bókmenntum frá HÍ, kennslu og uppeldisfræði frá HA og diplóma í stjórnun og forystu í skólaumhverfi frá EHÍ. Páll Jóhann Pálsson Fæddur 1957. Skipstjóri, vél- stjóri og útgerðarstjóri hjá Vísi hf. Útgerðarmaður og eigandi Marvers ehf., formaður hafnar- stjórnar Grindavíkurbæjar og er með hrossarækt. Þá hefur Páll setið í bæjarstjórn Grinda- víkurbæjar. Próf frá Vélskóla Íslands og Stýrimannaskóla Íslands. Vilhjálmur Árnason Fæddur 1983. Lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesj- um og ökukennari. Hefur verið varaþingmaður og varabæjar- fulltrúi. Próf frá Lögregluskóla ríkisins, ökukennararéttindi. Er að ljúka BA námi við lagadeild HR. Páll Valur Björnsson Fæddur 1962. Kennari við Fisk- tækniskóla Íslands í Grindavík og hefur setið í bæjarstjórn Grindavíkur síðan 2010. Grunnskólakennarapróf frá HÍ. Brynhildur Pétursdóttir Fædd 1969. Starfar hjá neytendasamtökunum og ritstýrir Neytendablaðinu. Hefur einnig starfað sem leiðsögumaður. Lærði innanhúshönnun á Ítalíu, er með réttindi sem leiðsögumaður og er með BA próf í viðskiptatungumálum frá Danmörku. Elín Hirst Fædd 1960. Hefur gegnt ýmsum störfum í fjölmiðlum gegnum tíðina, meðal annars starfi fréttastjóra á RÚV og Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þá hefur hún sinnt ritstörfum og heimildamyndagerð. BSc í fjölmiðlafræði með áherslu á ljósvakamiðla frá The University of Florida og MA próf í sagnfræði frá HÍ. Willum Þór Þórsson Fæddur 1963. Starfar við kennslu á framhaldsskóla- og háskólastigi, þjálfari afreksliða og ungliða. MA í rekstrar- hagfræði, kennsluréttindi og atvinnuþjálfararéttindi. Þorsteinn B. Sæmundsson Fæddur 1953. Sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðu- neytinu. Hefur meðal annars gegnt starfi skrifstofustjóra sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli og sinnt ýmsum viðskiptatengdum störfum á síðustu árum. Opinber stjórnsýsla og stjórnum frá EHÍ og Diplóma í rekstrar- og viðskiptanámi frá EHÍ. Hanna Birna Kristjánsdóttir Fædd 1966. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og hefur sinnt ýmsum nefndar- og félagsstörfum fyrir flokkinn. Situr meðal annars í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og er fulltrúi í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. BA próf í stjórnmálafræði frá HÍ og MSc próf í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinburgh University. Karl Garðarsson Fæddur 1960. Hefur starfað mikið við fjölmiðla í gegnum tíðina, meðal annars gegnt stöðu fréttastjóra Stöðvar 2 og ritstjóra Blaðsins/24 stunda. Diplóma í rekstrar- og viðskiptafræði frá HA, MA gráða í fjölmiðlafræði frá University of Minnesota, BA gráða í almennri bókmennta- fræði og ensku frá HÍ. Stundar nú nám í lögfræði við HR. Jón Þór Ólafsson Fæddur 1977. Aðstoðarmaður Birgittu Jónsdóttur þingmanns og nemi í viðskiptafræði við HÍ. Stjórnarmaður í IMMI, alþjóðastofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Frosti Sigurjónsson Fæddur 1962. Stjórnarfor- maður Dohop og DataMarket, stjórnarmaður í Heimssýn, talsmaður Advice hópsins og Betra peningakerfis. Frosti hefur gegnt starfi fjármála- stjóra Marel, forstjóra Nýherja, stjórnarformanns CCP og framkvæmdastjóra Dohop. MBA próf og próf í viðskipta- fræði. Björt Ólafsdóttir Fædd árið 1983. Hefur starfað sem mannauðs- og stjórnunarráð- gjafi hjá Capacent, við við- skiptaþróun hjá Vinun og sem stuðningsfulltrúi á geðdeildum Landspítalans. Björt var formaður Geðhjálpar frá 2011 til 2012. BA próf í sálfræði frá HÍ og MSc í mannauðsstjórnun frá Lundaháskóla. Óttarr Proppé Fæddur 1968. Borgarfulltrúi Besta flokksins og situr í stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga. Óttarr hefur í gegnum tíðina starfað sem tónlistar- maður og bóksali. Brynjar Þór Níelsson Fæddur 1960. Hæstarétt- arlögmaður og rekur eigin lögmannsstofu. Hefur sinnt stundakennslu við Háskólann á Bifröst og var formaður Lögmannafélags Íslands frá 2010 til 2012. Embættispróf frá HÍ og fékk síðar réttindi sem hæstaréttarlögmaður. Sigrún Magnúsdóttir Fædd 1944. Hefur meðal annars starfað sem bankastarfsamað- ur, kennari og verið borgarfull- trúi. Námskeið í bankastörfum og sölutækni í Þýskalandi, BA próf í þjóðfræði og borgarfræð- um, ritlist hjá EHÍ. Sigrún verður 69 ára í sumar og því elsti þingmaðurinn sem tekur sæti á þingi þetta kjörtímabilið. Haraldur Einarsson Fæddur 1987. Nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði við HÍ og frjálsíþróttamaður. Helgi Hrafn Gunnarsson Fæddur 1980. Hefur starfað við forritun og kerfisstjórnun í 14 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.