Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2013, Síða 22
22 Menning 29. apríl 2013 Mánudagur
Óþreytandi og á nóg eftir
Þ
að er ótrúlegt hvað Robert
Downey Jr. ætlar að endast í
hlutverki Járnmannsins Tony
Stark. Iron Man 3 er fjórða
kvikmyndin þar sem hann fer með
hlutverk hins óbærilega sjálfum-
glaða Tony Starks sem er þó alltaf til-
búinn að fórna lífi sínu fyrir aðra. Það
verður að viðurkennast að mér finnst
Tony Stark vera óþolandi gerpi, enda
er hann skrifaður þannig, en samt er
ekki annað hægt en að láta sér líka
við hann enda fórnfús með eindæm-
um þegar á reynir.
Við höfum fylgst með Stark á
hvíta tjaldinu í Iron Man 1 og 2, The
Avengers og svo loks núna í Iron Man
3 og von er á Iron Man 4 og áhorf-
endur virðast ekki fá nóg af Downey
Jr., sem er skiljanlegt því hann virðist
kunna vel við þetta hlutverk og tekst
að halda Stark ferskum.
Iron Man 3 er leikstýrt af Shane
Black en hann er maðurinn á bak
við eitt besta tvíeykið sem sést hef-
ur á hvíta tjaldinu, Martin Riggs og
Roger Murtaugh í Lethal Weapon-
myndunum, sem hann er handrits-
höfundurinn að, og Kiss Kiss Bang
Bang. Sú síðari er í miklu uppá-
haldi hjá mér en þar leikstýrði Black
einmitt Robert Downey Jr.. Iron Man
3 byrjar einmitt á sömu nótunum og
Kiss Kiss Bang Bang, þar sem Robert
Downey Jr. er að segja sögu sína. Þá
þarf ekki að koma á óvart jólaþem-
að sem umlykur Iron Man 3 en það
hefur áður sést í myndum Shane
Blacks, Lethal Weapon 1 og Kiss
Kiss Bang Bang. Það er kannski ei-
lítið truflandi að horfa á nýja mynd í
apríl sem gerist um jól, með tilheyr-
andi jólalögum og skreytingum, en
þetta sleppur til.
Húmorinn er aldrei langt undan í
þessari mynd, sumum gæti þótt þetta
of mikið, en mér fannst hann gera það
að verkum að manni leiddist aldrei og
myndin hélt manni alveg í 130 mín-
útur. Þá eru illmenni myndarinnar al-
veg þokkaleg, ekkert alltof spennandi
og djúp, en alveg nægjanleg leiðinleg
þannig að Tony Stark getur gert lítið úr
þeim og staðið uppi sem hetjan í lok
myndar. Þetta er afbragðs framhalds-
mynd sem vel er hægt að mæla með
og vel unnið úr þema hennar, það er
hvort Tony Stark sé Járnmaðurinn
án búningsins, og sannarlega hægt
að segja að Tony Stark er ekki orðinn
þreyttur og virðist eiga nóg eftir. n
birgir@dv.is
Bíómynd
Birgir Olgeirsson
birgir@dv.is
Iron Man 3
IMDb 8,0 RottenTomatoes 93% Metacritic 69
Leikstjóri: Shane Black.
Handrit: Shane Black, Drew Pearce.
Leikarar: Robert Downey Jr., Gwyneth Paltrow,
Guy Pearce, Don Cheadle, Ben Kingsley.
130 mínútur
Hver er ég
og ef svo er, hve margir?
Höfundur: Richard David Precht.
Þýðing: Arthúr Björgvin Bollason.
Útgefandi: Ormstunga.
Tony Stark Robert Downey Jr. tekst að halda Tony Stark ferskum.
Dúmbó og
Steini 50 ára
Hver man ekki eftir Dúmbó og
Steina, hljómsveitinni sem átti
ódauðlega smelli á borð við
Glaumbæ, Danslag, Frækorn og
flugur og Kvennagull. Það eru
nefnilega fimmtíu ár síðan Sig-
ursteinn Hákonarson fékk upp-
hringingu frá skólabróður sín-
um sem bað hann um syngja í
sveitinni sem ætlaði að komast
á sveitaballamarkaðinn í Borg-
arfirði. Sigursteinn hefur vænt-
anlega ekki séð eftir því. 50 ára
söngafmæli Sigursteins og hljóm-
sveitarinnar Dúmbó sextetts verð-
ur fagnað í Bíóhöllinni á Akranesi
17. maí næstkomandi.
Brúin yfir
boðaföllin
Góð vísa er aldrei of oft kveðin
og það sannast með hina sígildu
söngva sem Paul Simon og Art
Garfunkel fluttu á sjöunda áratug
síðustu aldar. Nú ætla Stefán Hilm-
arsson og Eyjólfur Kristjánsson að
heiðra þessa listamenn með því
að flytja lög þeirra í Eldborgarsal
Hörpu þann 8. júní næstkomandi.
Stebba og Eyfa til halds og trausts
verður einvalalið hljóðfæraleik-
ara og söngvara og verður tónlist
Simon og Garfunkels eflaust sýnd
mikil virðing, enda Stebbi og Eyfi
miklir aðdáendur.
Fagnar vetri
um sumar
Tónskáldið Ólafur Arnalds
fagnar útgáfu nýrrar plötu sem
nefnist For Now I am Winter í
Norðurljósasal Hörpu á þriðju-
dag. Ólafur kemur fram ásamt
strengjasveit og Arnóri Dan,
söngvara hljómsveitarinnar
Agent Fresco. Ólafur flytur lög af
plötunni ásamt eldra efni en For
Now I am Winter er þriðja hljóð-
versplata Ólafs sem hefur hlot-
ið mikið lof um víða veröld fyrir
tónlist sína.
Á
rið er 2267, stjörnutími
341,3. Geimskipið Enter-
prise er í nýju útkalli.“ Svona
hefst þriðji kafli heimspeki-
legrar bókar, um tilfinn-
ingar. Kaflinn ber heitið Mr. Spock
er ástfanginn. Sonur minn fékk bók
í 13 ára afmælisgjöf fyrir nokkrum
mánuðum frá góðum vini. Bókin
þótti honum forvitnileg og titillinn
grípandi, Hver er ég – og ef svo er, hve
margir? Heimspekingurinn Richard
David Precht er stórstjarna í heima-
landi sínu, Þýskalandi. Menntað-
ur heimspekingur sem er með eigin
sjónvarpsþátt og vekur jafnan athygli
með skarpri og líflegri framkomu
sinni. Sjónvarpsþátturinn er með
óvenjulegu sniði, hann fær til sín gest
og spyr hann sókratískra spurninga.
Hljómar hálf þurrt en þátturinn nýt-
ur mikilla vinsælda. Honum tekst að
glæða jafn fábrotið efni lífi.
Hann hefur mikinn áhuga á
stjórnmálum og þá sérstaklega beinu
og milliliðalausu lýðræði. Hann hef-
ur gagnrýnt flokkaræðið í heimalandi
sínu, Þýskalandi. Vegna stjórnmála-
áhugans leitaði hann að flokkum í
Evrópu sem eru óvenjulegir og auð-
vitað fann hann Besta flokkinn.
Leitaði uppi Jón Gnarr
Á bókamessu í Frankfurt skemmtu
gestir sér yfir pallborðsumræðum
hans og Jóns Gnarr borgarstjóra. Þeir
þóttu svo skemmtilegir að þeir voru
fengnir saman í aðrar umræður í
Stuttgart ári seinna. Þeir tveir virðast
eiga vel saman og eiga það sameigin-
legt að taka sig ekki hátíðlega.
Bókin er enda langt frá því há-
tíðleg. Hún er kunnáttusamleg og
fyndin. Í henni er tekist á við stærstu
spurningar sem settar hafa verið
fram í heimspeki á mjög frumlegan
og skemmtilegan máta. Hvað getum
við vitað, hvað ber okkur að gera?
Hvað getum við vonað? Og fleiri mik-
ilvægar spurningar sem er mann-
bætandi að leita svara við. Kaflarnir
eru stuttir og hefjast allir á lítilli sögu
sem grípa athyglina og gera umfjöll-
unarefnið létt og skemmtilegt. Sið-
gæði, tilgang mannlífsins, hamingj-
una, frelsið.
Heimspekingar úr háloftunum
Hann togar heimspekingana aldeil-
is úr háloftunum, kaflann um Freud
byrjar hann með því að lýsa ógeð-
felldum persónuleika hans. Hann
var mjög lokaður maður, hann not-
aði kókaín, vanrækti börnin sín,
hafði ömurlegar hugmyndir um kon-
ur ...
Í kafla um kenningar Rousseau
er frægri hugljómun hans lýst á
skemmtilegan máta en hann var
ekki beint þekktur fyrir hógværð eða
lítillæti svo lýsingarnar eru mikill
skemmtilestur.
Eftir að Precht rekur hvað heim-
spekingar hafa að segja um tiltekið
efni athugar hann hvað sérfræðingar
um heilann segja um sama efni.
Precht er sannfærður um að heim-
spekin í bland við taugalíffræðina
auki skilning í hugsuninni og tengir
saman þessa tvo heima á skemmti-
legan máta. Í gegnum bókina alla eru
þessir tveir heimar tvinnaðir saman
og í einum kafla veltir hann fram-
tíðinni fyrir sér. Verðum við ekki að
endurmeta stöðuna alla þegar við
getum framleitt gerviheila? Spyr
hann og segist halda framtíðina sið-
ferðislega áskorun.
Allir hamingjusamir
á eldfjallaeyju ...
Einn kaflinn fjallar um hamingju-
samt líf. Precht hefur kaflann á
sögu um hamingjusamasta fólk í
heimi, bændur og fiskimenn á eld-
fjallaeyjunni Vanúatú. Þar búa 200
þúsund manns og tala meira en
hundrað mismunandi tungumál,
lífslíkurnar eru fremur bágar, fólk-
ið verður að jafnaði 63 ára gamalt.
Samt er þetta fólk hamingjusam-
ast í heimi. Væntingar þeirra gera
þeim kleift að lifa í samhljómi við
umhverfið.
Í framhaldinu leitar Precht svara
hjá heimspekingnum Epíkúrosi og
bendir á leiðir hans til þess að læra
hamingjuna? Það eru ekki eignir
heldur mannleg samskipti sem að
dómi Epíkúrosar skapa varanlegustu
hamingjuna og ef marka má kenn-
inguna hans þá er epíkúristi maður
í góðu jafnvægi sem sækir hamingju
sína í hinar mörgu litlu gleðistundir
lífsins sem sigrast á kvíða sínum og
lifir í sátt og samlyndi við aðra, segir
Precht í bók sinni.
Skemmtileg súpa
Að sjálfsögðu fjallar lokakafli bókar-
innar svo um tilgang lífsins og það
er lýsandi fyrir grípandi efnistökin
að í þessum kafla er fjallað um kvik-
myndina The Matrix, Plató og helli-
skenninguna, Tolstoj (sem á besta
svarið við tilgangsspurningunni að
mati Precht!) Bernard Shaw, Kant,
Lísu í Undralandi, unglingabækur,
The Hitchhikers guide to the Galaxy
og Monty Python. Þið verðið bara
að lesa bókina til að finna út hvern-
ig þessi skemmtilega súpa af umfjöll-
unarefnum bragðast. En svar Tolstoj,
það getið þið fengið: „Hamingjan
felst ekki í því að þú getir gert það
sem þú vilt heldur að þú viljir alltaf
það sem þú gerir.“ Gott svar. Ég mæli
hiklaust með lestri þessarar bókar.
Vona að sonur minn nái að fikra sig í
gegnum lesefnið þótt hann sé ungur
að árum því lesturinn er mannbæt-
andi á allan hátt. n
Heimspekingar
togaðir úr háloftunum
Bækur
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Stórstjarna Precht er líflegur og vill að heimspekin nái til fólks. Það tekst honum í þessari
frábæru bók. Precht og Jón Gnarr hafa verið saman í pallborðsumræðum tvisvar sinnum
síðustu tvö ár.
Ástfanginn Dr. Spock Efnistök bókar-
innar eru frábær – í einum kaflanum kemur
ástfanginn Dr. Spock við sögu.
Mannbætandi
bók Bók Prechts
er skemmtileg,
fræðandi en fyrst
og fremst er hún
mannbætandi.