Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2013, Blaðsíða 14
Sandkorn Á rangur Íslendinga við endur- reisn íslenska hagkerfisins eftir hrunið 2008 er umræðu- efni sem reglulega dúkkar upp í erlendum fjölmiðlum og á bloggsíðum. Ísland hefur stund- um verið sagt „kraftaverk“ í ljósi þess hversu vel hefur tekist að endurreisa hagkerfi landsins í kjölfar banka- hrunsins. Á mánudaginn skrifaði bloggarinn Simon Black grein þar sem hann andmælti þessari söguskýringu undir yfirskriftinni: „Vá. Þessi saga um „endurreisn“ Íslands er algjör lygi.“ Í greininni heldur Black því fram að efnahagsbatinn sé alls ekki eins góður og haldið hefur verið fram þar sem íslenskir skattgreiðendur sitji meðal annars uppi með reikn- inginn út af mikilli skuldsetningu þjóðarbúsins, meðal annars björg- un Seðlabanka Íslands, og fyrir vikið sé skuldsetning ríkisins fimm sinnum hærri en hún var 2007; rúm 17 pró- sent þjóðartekna fari í vaxtagreiðsl- ur af lánum; laun á Íslandi séu lág, þó að atvinnuleysi sé einnig lítið, og því hafi Íslendingar ekki ráð á mikilli einkaneyslu; verðbólga sé mikil og að Íslendingar hafi í reynd því alls ekki „bjargað heimilun landsins og stung- ið bankamönnunum í fangelsi“ líkt og stundum sé sagt um Ísland. Þetta seg- ir Black vera rangt þar sem íslenskir skattgreiðendur sitji uppi með reikn- inginn af íslenska efnahagshruninu út af skuldsetningunni vegna björgunar- aðgerðanna í kjölfar bankahrunsins. Eitt af því sem Black leggur ekki nægilega mikla áherslu á í grein sinni er sú staðreynd að íslenska ríkið ákvað – eðlilega þar sem annað hefði verið ómögulegt – að reyna ekki að bjarga stóru viðskiptabönkunum frá falli árið 2008. Bankakerfið var orðið tíu sinnum stærra en þjóðarfram- leiðslan á Íslandi og hefði ríkið ekki með nokkru móti getað bjargað bönk- unum frá falli. Bönkunum var leyft að falla og erlendir kröfuhafar þeirra sátu uppi með tapið af útlánum til bank- anna að mestu en ekki íslenska rík- ið. Bara tap þýskra banka, sem voru stærstu lánveitendur íslensku bank- anna, af hruni íslenska bankakerfisins nemur til að mynda um 21 milljarði dollara, eða rúmum 2.500 milljörðum íslenskra króna. Það er einsdæmi í hagsögunni að ríkisvald hafi komist upp með að bjarga ekki bankakerfinu sínu, líkt og Íslendingar gerðu árið 2008 og láta aðra sitja uppi með tapið af lánum þeirra. Bandaríkjastjórn leyfði til dæmis „bara“ Lehman Brothers að hrynja af stærstu bönkum landsins í september 2008 en lagði öðrum til fé í kostnaðarsömum björgunaðgerðum. Blaðamaður breska blaðsins The Guardian orðaði þessa hugsun sem svo í skoðanagrein árið 2011 að „Ísland hafi brotið reglurnar og komist upp með það.“ Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman orðaði þessa sömu hugsun með sams kon- ar hætti þegar hann sagði að: „Ísland hefði brotið allar reglurnar“ um skulda- skil þjóða og „komist upp með það“. Stærri ríki, eins og Írland, Spánn og Grikkland, myndu ekki geta komist upp með að láta bankana sína hrynja og láta aðra sitja uppi með tapið. Póli- tískur þrýstingur og jafnvel efnahags- legur í samfélagi þjóðanna myndi gera þessum þjóðum ómögulegt að fara „ís- lensku leiðina“. Slíkt gæti haft svo víð- tæk dómínó-áhrif á hagkerfi heimsins og myndi búa til afar slæmt fordæmi. Ísland komst hins vegar upp með að gera þetta þar sem bankakerfi landsins var orðið allt of stórt til þess að ríkið gæti bjargað því auk þess sem landið er nógu lítið og heildarskuldir banka- kerfisins það litlar í alþjóðlegu sam- hengi að Íslendingum var ekki stillt upp við vegg af stærri ríkjum í alþjóða- samfélaginu og þeim gert að standa skil á skuldum bankanna. Smæð Ís- lands var því helsta vopn þess. Íslendingar sluppu með öðrum orðum miklu betur frá íslenska efna- hagshruninu en þeir hefðu átt að gera ef forsendur hefðu verið fyrir hendi til að ríkið tæki á sig skuldir bankakerf- isins. Íslenska þjóðin ber á endanum sjálf mesta ábyrgð á þessu hruni – ekki bankamenn eða „útrásarvíkingar“ – af því hún kaus yfir sig ríkisstjórn sem stóð fyrir einkavæðingu, nýfrjáls- hyggjuvæðingu, markaðsvæðingu og eftirlitsleysi með fjármálafyrir- tækjunum í landinu. Þessar ákvarð- anir íslensku þjóðarinnar leiddu aftur til þess að sá fáheyrði atburður átti sér stað að bankakerfið fékk að vaxa fram úr hófi og upp í stærð sem gerði rík- inu ómögulegt að hlaupa undir bagga með því. Þess vegna má taka undir þá niðurstöðu í þeirri túlkun sem kem- ur fram í grein Blacks að umræðan um íslensku efnahagsendurreisnina sé byggð á blekkingu. „Fyrir nokkrum árum var íslenska bankakerfið tíu sinnum stærra en þjóðarframleiðslan. Og það hrundi. Ekki er hægt að stroka yfir slíkar hamfarir á nokkrum árum með góðri PR-herferð. Þrátt fyrir að viðskiptafréttamiðlar hæli Íslending- um fyrir endurreisnina þá er landið ekki dæmi um hvernig reisa eigi hag- kerfi við með sem bestum hætti. Þetta er saga um hvernig á að blekkja fólk. Og eins og er þá virkar þetta.“ Þessi túlkun Blacks er alls ekki galin en hann fer ekki nægilega vel í hvaða áhrif það hefði á íslenska hag- kerfið og Íslendinga ef þjóðin hefði ekki ,,brotið reglurnar“ með því að leyfa bönkunum að falla og ábyrgj- ast ekki skuldir þeirra. „Íslenska efnahags kraftaverkið“ er því ekki bara blekking að því leyti sem Black bendir á heldur byggir blekkingin líka á þeirri mikilvægu forsendu að Ísland braut þessar alþjóðlegu reglur um skulda- skil banka, komst upp með það og er miklu minna skuldsett fyrir vikið. Kannski er þetta í reynd kraftaverk hrunsins, enda einsdæmi í sögunni að þjóð hafi komist upp með slíkt. Ís- lendingar geta prísað sig sæla fyrir að hafa sloppið þetta vel með skrekk- inn þrátt fyrir allt en við ættum að láta ógert að básúna „árangurinn“ út sem „kraftaverk“. Vigdís á Bifröst n Niðurskurðarhópur ríkis- stjórnarinnar hefur verið mjög í sviðsljósinu síðustu daga. Tillagna hópsins um niðurskurð í ríkisfjármálum er beðið með nokkurri eftir- væntingu, til dæmis á sviði skólamála. Einn af meðlimum hópsins, Vigdís Hauksdóttir, þekkir meðal annars ágætlega til við Háskólann á Bifröst þar sem hún nam lögfræði og kenndi síðar. Spurningin er hvort þau tengsl Vigdísar hafi eitthvað að segja um hugsan- legan niðurskurð á Bifröst. Karl Pétur þagði n Karl Pétur Jónsson almanna- tengill var um tíma starfs- maður tún- fiskfyrirtæk- isins Umami, sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum síðustu daga, og íhugaði hann um tíma að flytja til San Diego til að vinna fyrir fyrirtæk- ið. Þegar Karl Pétur starfaði fyrir Umami birti hann meðal annars pistil á Pressunni þar sem hann fjallaði um ráð- stefnu í Doha í Katar þar sem reynt var að friða bláuggatún- fisk. Karl Pétur sagðist hafa sótt ráðstefnuna til að „berj- ast“ gegn tillögunni um friðun túnfisksins fyrir hönd „við- skiptavinar síns“ en tók ekki fram hvert nafn hans væri. Fórnarkostnaður 365 miðla n Starfsmannaflóttinn held- ur áfram af Fréttablaði Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar í kjölfar- ið á ráðningu Mikaels Torfa- sonar. Þannig hættu tvær blaðakonur á Fréttablaðinu fyrir helgi þegar þær Sigríður Björg Tómasdóttir og Sunna Valgerðardóttir sögðu upp störfum. Um 20 starfs- menn hafa annað hvort verið reknir eða þeir sagt upp störf- um á Fréttablaðinu á liðnum mánuðum. Fórnarkostnaður- inn út af ritstjóraráðningunni er því orðinn nokkur. Formaður í mótbyr n Óli Valur Steindórsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri og aðaleigandi túnfiskfyrirtækis- ins Umami, stendur í ströngu þessa dagana. Eignarhalds- félag hans er gjaldþrota, sem og hann sjálfur, og skiptastjóri bús hans reynir að rifta við- skiptum sem áttu sér stað fyrir þrotið. Óli Valur er for- maður meistaraflokksráðs Aftureldingar í knattspyrnu og kom fram í fjölmiðlum í síðasta mánuði eftir að Aftur- elding fékk markakempuna Helga Sigurðsson til sín. Þá leikur Afturelding í búning- um með auglýsingu frá félagi Óla Vals, Atlantis Group, sem nú er í gjaldþrotameðferð. Það vilja allir láta mynda sig með mér Þetta er svolítið súrrealískt Unnur Guðjónsdóttir tekur á móti ferðamönnum í þjóðbúningnum. – DV Birgitta Jónsdóttir er ein sögupersónan í The Fifth Estate. – DV Blekkingin um endurreisn Íslands„Þetta er saga um hvernig á að blekkja fólk „…Íslandi væri sómi að því að veita Snowden ríkisborgararétt S kömmu fyrir þingfrestun í vor lögðu sex þingmenn úr öll- um stjórnarandstöðuflokkun- um fram frumvarp um að Ed- ward Snowden skyldi hljóta íslenskan ríkis borgararétt. Til að málið kæmist á dagskrá og þar með til umfjöllunar í þingnefnd, þurfti samþykki þings- ins. Sú tillaga var felld með 33 atkvæð- um stjórnarliða gegn 24 atkvæðum stjórnarandstæðinga. Fimm þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá og voru þannig ekki reiðubúnir til að fylgja í blindni ósveigjanlegri afstöðu forystu- manna stjórnarflokkanna, sem gátu ekki einu sinni fallist á að málið fengi skoðun í þingnefnd, án skuldbindinga um endanlega niðurstöðu. Hver er hinn seki? Mál Edwards Snowdens, sem á yfir höfði sér dóm í Bandaríkjunum fyr- ir að hafa upplýst heimsbyggðina um gegndarlausar og óásættanlegar persónunjósnir, á sér fá fordæmi hér á landi. Þó ber að minna á að Alþingi sýndi í verki hugprýði þegar það sam- þykkti að veita skákmeistaranum Bobby Fischer íslenskan ríkisborgara- rétt, en hann var landflótta frá Banda- ríkjunum fyrir að hafa teflt skák í Júgóslavíu, og virt þannig að vettugi al- þjóðlegar refsiaðgerðir. Það er ugglaust rétt að það varð- ar við lög í Bandaríkjunum að koma á framfæri upplýsingum á borð við þær sem Snowden gerði. Á hitt verður að líta að slíkar upplýsingar hafa almenna þýðingu og þar koma persónu- verndarsjónarmið við sögu á ríkan hátt. Þess vegna eru það ekki gjörðir Snowdens heldur sjálfur verknaðurinn, persónunjósnir bandarískra stjórn- valda, sem er ámælisverður. Upplýst hefur verið að það eru ekki einungis bandarískir ríkisborgarar sem stjórn- völd vestra hafa haft í sigtinu, held- ur fólk víða um heim, þar með talið á Íslandi. Og bandarísk stjórnvöld skirrast einskis í þeim ásetningi sín- um að koma höndum yfir Snowden. Þannig beittu þau nokkur Evrópuríki þrýstingi til að banna yfirflug flugvél- ar forseta Bólivíu frá Moskvu þar sem líklegt þótti að Snowden væri um borð. Það reyndist ekki á rökum reist og hafa viðkomandi ríki nú séð sig knúin til að biðjast afsökunar. Snúum dæminu við Í mínum huga snýst þetta mál fyrst og síðast um baráttu fyrir mannfrelsi, upp- lýsingarétti og persónuvernd. Ísland hefur skipað sér í sveit þeirra ríkja sem eru óþreytandi við að tala fyrir þessum málum. Þess vegna eigum við ekki að skerast úr leik nú. Þvert á móti eigum við að gerast forgöngumenn og taka málið upp á alþjóðlegum vettvangi og í samskiptum okkar við Bandaríkin sem er mikilvægt samstarfsríki. Á sama hátt og við tölum máli mannréttinda í sam- skiptum okkar við ýmis önnur ríki, til dæmis Kína og Rússland. Bandaríkin hafa krafist þess að Snowden verði framseldur til að unnt sé að rétta í máli hans. Og svo virðist sem þeir eigi sér bandamenn í ýms- um Evrópuríkjum, ekki síst aðildarríkj- um NATO. En ef við snúum nú dæm- inu við og gefum okkur að um væri að ræða kínverskan andófsmann, sem hefði komist til Bandaríkjanna og veitt heiminum upplýsingar af þessum toga, þar sem kínversk stjórnvöld hefðu átt í hlut, væri þá líklegt að Bandaríkin myndu framselja viðkomandi? Eða Ís- land? Nei, það er deginum ljósara að þá myndi það ekki vefjast fyrir vest- rænum ríkjum að veita slíkum andófs- manni landvist og skjól. Á þá annað að gilda eingöngu vegna þess að það eru hin máttugu Bandaríki sem eiga í hlut og beita þrýstingi á alþjóðavett- vangi? Nei, það væri ekki sæmandi. Röksemdar færsla Bandaríkjanna og liðsmanna þeirra í þessu máli gengur einfaldlega ekki upp. Fellum úr gildi framsalssamning við Bandaríkin Í umræðum um málið nú nýverið hefur verið vakin athygli á að framsalssamn- ingur Bandaríkjanna og Danmerkur frá 1902, með viðbót frá 1906, gildi hér á landi, þar sem Ísland var í ríkjasam- bandi við Danmörku þegar samningur- inn var gerður. Samninginn er einnig að finna á lista utanríkisráðuneytisins yfir gildandi alþjóðasamninga, sem meðal annars hefur verið lagður fram á Alþingi. Þau sjónarmið eru einnig uppi að samningurinn geti ekki gilt hér á landi eftir að Ísland varð sjálfstætt ríki 1944. Þar sem áhöld eru uppi um gildi samningsins tel ég einboðið að íslensk stjórnvöld geri gangskör í því að eyða þeirri óvissu með því að segja samn- ingnum upp eða með öðrum þjóðrétt- arlegum hætti að fella hann úr gildi. Í framhaldinu væri svo hægt að taka af- stöðu til þess hvort gera ætti sjálfstæð- an samning milli Íslands og Banda- ríkjanna um framsalsmál. Það yrði þá að gera á íslenskum forsendum og í samræmi við þau almennu mann- réttindasjónarmið sem samrýmast 21. öldinni. Það breytir ekki því að Íslandi væri sómi að því að veita Snowden rík- isborgararétt með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Endurskoðum framsalsmál Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Kjallari Árni Þór Sigurðsson alþingismaður Vinstri grænna Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 24. júlí 2013 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.