Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2013, Blaðsíða 16
sólarvörn sem ber að forðast 16 Neytendur 24. júlí 2013 Miðvikudagur Hitaveitupottar ódýrari í rekstri n Alltaf nýtt vatn og engin sóttvarnarefni Þ egar kemur að vali á heit- um potti stendur það á milli hitaveitpotta og rafmagns- potta. Um þetta er fjallað á síðu Orkuveitu Reykjavíkur og tekn- ir saman kosti og gallar þeirra. Þar segir að helsti kosturinn við hita- veitupotta fyrir utan lágan rekstrar- kostnað, sé að vatnið er alltaf nýtt í pottinum sem sé ólíkt rafmagns- pottum. Í þeim sé sama vatnið notað vikum og jafnvel mánuðum saman. Til að hægt sé að nota sama vatnið í svo langan tíma þurfi að nota ýmis hreinsi- og sóttvarnarefni, viðhafa mælingar um ástand vatnsins og við- eigandi hreinsibúnaður verði að vera til staðar í pottinum. Helsti kostur- inn við rafmagnspotta sé sá að þá má nota þar sem hitaveitu nýtur ekki við. Einnig er tekinn saman munur- inn á rekstri slíkra potta og kem- ur fram að ef pottur er notaður reglulega eða 10 sinnum eða oftar í mánuði, ætti í flestum tilfellum að vera hagstæðara að hafa sírennsli í hitaveitupotti í stað þess að fylla og tæma í hvert skipti. Ef potturinn er mikið notaður, opinn lengi í senn og oft í viku er töluvert ódýrara að reka hitaveitupott. Kostnaðurinn við að fylla og tæma eftir eitt skipti sé 100 krónur með hita- veitu en 600 krónur ef um rafmagns- pott er að ræða. Notkun í einn mánuð sé 1.000 krónur á hitaveitupott en 5.000 krónur á rafmagnspott. n gunnhildur@dv.is algengt verð 254,9 kr. 250,5 kr. algengt verð 252,7 kr. 248,7 kr. höfuðborgarsvæðið 252,6 kr. 248,6 kr. algengt verð 252,9 kr. 248,9 kr. algengt verð 256,4 kr. 250,5 kr. Melabraut 254,7 kr. 250,3 kr. Eldsneytisverð 23. júlí Bensín DísilolíA S jöunda árið í röð hafa bandarísku samtökin En- vironmental Working Group skoðað og gefið sólarvörn einkunnir byggðar á rann- sóknum vísindamanna. Kannað var hve mikla vörn yfir 1.400 tegundir af sólarvörn, varasalvar, farðar og önn- ur krem með SPF (Sun Protection Factor), veittu og komst EWG að því að einungis 25 prósent þeirra veittu auglýsta vörn gegn bæði UVA- og UVB geislum sólar. Sólin er nú loksins farin að láta sjá sig á Suður- og Vesturlandi og heldur vonandi áfram að skína á norð- og austurlendinga. Auk þess sem fréttir hafa borist af því að sólar strandarferðir séu nú nær uppseldar. Það er því mikilvægt að nota réttu vörnina en Nneka Leiba, sem fór fyrir rannsókn EWG tók saman hvaða sólarvörn við ættum aldrei að nota. sólarvörn sem inniheldur Retinol Retinol eða A-vítamín getur auk- ið hættuna á æxlamyndun í húð þegar það kemst í snertingu við sólar geisla en þetta eru niðurstöð- ur nokkurra rannsókna. Efninu er þó bætt í fjölmargar gerðir sólarvarna þar þar sem vítamínið er vörn gegn hrukkum og bólum. „Þetta er sér- staklega varhugavert þar sem tíðni húðkrabbameins hefur aukist um 2 prósent á ári síðustu tíu ár,“ segir Leiba. Yfirvöld í Kanada hafa áhyggj- ur af þessu og það hefur komið til tals að setja varúðarmerkingar á sól- arvörn sem innihalda A vítamín. sólarvörn með sPF stuðul hærra en 50 SPF segir til um hve mikla vörn var- an veitir gegn einungis UVB geisl- um en ekki gegn UVA geislum. Vörnin gegn þeim síðarnefndu er léleg í vörum merktum 50+ sam- kvæmt Leiba. Sólarvörn með svo háum stuðli gefur okkur falskt öryggi. „Þar sem þær verja þig lengur gegn UVB, þá brennur þú ekki og ert þeim mun lengur í sól- inni. Á þann hátt færðu enn meira af hættulegum UVA geislum,“ segir hún. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld vilja því láta banna sólarvörn sem auglýst er sem 50+ þar sem hún gef- ur misvísandi skilaboð. sólarvörn sem inniheldur oxybenzone Oxybenzone er efni sem er sett í sólar vörn og fer inn í húðina. Vanda- málið er, að sögn Leiba, að efnið fer mjög auðveldlega inn í húðina og inn í æðakerfið. Þegar það er kom- ið inn í líkamann hermir það eftir hormóninu estrógen og getur haft hormónatruflandi áhrif sem og leitt til vandamála við getnað og skjald- kirtilinn. Meira en helmingur þeirr- ar sólarvarnar sem EWG skoðaði, innihélt oxybenzone og rannsókn- ir heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkj- unum hafa fundið efnið í 96 pró- sentum Bandaríkjamanna. Lesið vel innihaldslýsingar á sólarvörninni en oxybenzone er merkt sem benzoph- enone eða benzophenone-3. sólarvörn í formi púðurs, úða eða blautþurrka Það ætti aldrei að setja neitt í þá sólar vörn sem þú getur andað að þér og hefur mögulega áhrif á horm- ónastarfsemina. Auk þess bend- ir Leiba á að þegar þú úðar á þig sólar vörn getur verið erfitt að átta sig á hvort þú sért að nota nægilega mikið af henni. Það sama gildi um púður og blautþurrkur. Sólarvörn í formi púðurs eða blautþurrka hafa nú verið bönnuð í Bandaríkjunum og ekki verður hægt að kaupa slíka frá og með næstu áramótum. Blanda af sólar- og skordýravörn Þessar eru óþarfar og mögulega skaðlegar. Skordýravörn inniheldur efni sem virka gegn skordýrum en getur einnig virkað ertandi á húð- ina. Þessi efni má einungis nota einu sinni á dag en sólarvörn ætti mað- ur að bera á sig á tveggja tíma fresti. Þar að auki er skordýravörn óþörf, að sögn Leiba, nema þú sért í löngum gönguferðum um óbyggðir erlendis. Skordýr herja einkum á fólk við ljósa- skiptin en ekki yfir hádaginn þegar UV geislarnir eru sterkastir. Dagkrem, varasalvar og farði með sPF stuðli Minna en 10 prósent af slíkri vöru standast kröfur EWG um varnir gegn UVA- og UVB geislum. Hún getur auk þess ekki veitt þá breið- virku vörn sem mælt er með. Allar yfirlýsingar um að þessi vara komi í veg fyrir bruna og húðskemmd- ir eru því ýktar, samkvæmt EWG. Auk þess bera konur þessa vöru á sig einu sinni á dag sem er ekki nóg þar sem sólarvörnin virkar einung- is í örfáar klukkustundir. n nauthólsvík Þangað flykkj- ast sólþyrstir Reykvíkingar.n Sólarvörn getur innihaldið skaðleg efni Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Svona verjumst við sólinni Besta ráðið til að verjast skaðlegum geislum sólarinnar er að vera í fötum eða í skugga. Eins er tímasetning mikil- væg en hér er listi yfir það sem þú þarft að hafa í huga: Ekki brenna Rauð húð og húð sem flagnar er vísbending um að þú hafir verið of lengi óvarinn í sólinni. Sólbruni getur leitt til krabbameins, vertu því varkár. Vertu í fötum Bolir, hattar, stuttbuxur og buxur hjálpa til við að halda UV-geislum frá húðinni. Vertu í skugga Sittu undir tré eða sólhlíf og haltu ungbörnum alltaf í skugganum þar sem húð þeirra hefur ekki mynda efni sem ver hana gegn geislum. Skipuleggðu þig eftir sólinni Reyndu að vera utandyra á þeim tíma dags þegar sólin er ekki sterk. Geislar hennar ná hámarki þegar hún er sem hæst á lofti. Sólgleraugu eru nauðsynleg Ekki bara til að líta vel út heldur er mikil- vægt að verja augu þín fyrir geislunum. Sum sólarvörn ver húðina gegn bruna en ekki öðrum tegundum húðskemmda og vertu því viss um að kaupa breiðvirka vörn. Heitir pottar Rafmagns- pottar eru hentugir þar sem hitaveitu nýtur ekki við. Matvæli á sól- brennda húð Þeir sem hafa ekki náð að verja sig fyrir sólinni geta fundið ráð við brunanum í eldhúsinu en ýmis matvæli geta hjálpað til við að lina óþægindi sem af honum verða. Má þar nefna kartöflur en sterkjan í þeim hjálpar til við að lina sársaukann vegna brunans. Tannín í jarðarberjum dregur úr sviða og í salati má finna náttúru- leg efni sem deyfa sársauka og hjálpa á þann hátt við sólbruna. Gott ráð við bráðnandi ís Allir foreldrar kannast við það þegar heitt er í veðri og við gefum börnunum ís hve fljótt hann byrj- ar að bráðna og leka niður litlar hendur. Á síðunni hus-raad.dk er að finna gott ráð við því. Það geng- ur út á að vera með pappírsform eins og notuð eru við bollaköku- eða muffinsbakstur. Þá er gert lítið gat og botninn á ísforminu settur þar í gegn. Börnin eru látin halda á ísnum undir forminu sem tekur við öllum bráðnaða ísnum. Þetta ætti að minnka klístur á höndum og útbíuð föt. Þrif á hita- brúsum Það getur verið erfitt að ná hita- brúsanum almennilega hrein- um og oft festist kaffilykt í hon- um. Gott ráð við því er að setja uppþvottaefni í brúsann og hella svo sjóðandi vatni í hann. Látið standa í smá tíma og skolið svo vel og vandlega. Lyktin ætti að hverfa með þessu og brúsinn tilbúinn í útileguna eða í gönguna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.