Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2013, Blaðsíða 19
Sport 19Miðvikudagur 24. júlí 2013 8 ungir en góðir knattspyrnustjórar Á kveðin tímamót urðu í knattspyrnuheiminum í vor þegar Sir Alex Fergu­ son hætti sem stjóri Man­ chester United eftir 26 ár við stjórnvölinn. Fleiri stjórar stór­ liða eru að nálgast eftirlaunaaldur­ inn eða hættir og má þar nefna Jupp Heynckes sem hætti með lið Bayern í vor, 68 ára gamall. Fjölmargir ungir og efnilegir leikmenn eru þó tilbúnir að taka við keflinu af þessum gömlu refum. DV tók saman upplýsingar um nokkra knattspyrnustjóra sem eiga framtíðina svo sannarlega fyrir sér í þjálfun. n n Bestu stjórarnir undir fimmtugu n Framtíðin er þeirra Aðrir góðir undir fimmtugu Christian Streich (48) Skilaði Freiburg í 5. sæti þýsku deildarinnar í vor. Klókur varnarleikur skilaði liðinu þessum árangri. Hefur verið allan sinn feril hjá Freiburg. Michael Laudrup (49) Náði frábærum árangri með Swansea í fyrra. Afar klókur í að ná því besta út úr leikmönnum sínum. Paul Lambert (43) Ef deildin í fyrra hefði byrjað um áramót hefði Villa endað í 8. sæti. Gerði frábæra hluti með Norwich þar á undan. Ástríðufullur skoskur harðjaxl sem mun ná Villa-liðinu á strik næsta vetur. Brendan Rodgers (40) Stóð sig frábærlega hjá Swansea og hefur verið í uppbyggingarstarfi hjá Liverpool. Hefur náð í vel spilandi leikmenn og náði liðinu á flug síðasta vor. Á eftir að láta til sín taka í fram- tíðinni og koma Liverpool aftur í baráttu um Meistaradeildarsæti. Viktor Goncharenko (36) Stjóri Bate Borisov í Hvíta-Rússlandi. Hefur náð frábærum árangri með liðið og tókst meðal annars að leggja Bayern að velli í riðla- keppni Meistaradeildarinnar síðasta vetur. Ole Gunnar Solskjær (40) Náði fínum árangri með varalið Manchester United en hefur gert enn betri hluti með Molde í Noregi. Var af sumum talinn líklegur arftaki Sir Alex Ferguson. Jurgen Klopp Félag: Borussia Dortmund. Aldur: 46 ára Klopp er sannkallaður kraftaverkakarl eins og árangur Dortmund á undanförnum árum ber merki um. Kom liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor en á leið sinni þangað kenndi hann liðum eins og Real Madrid og Manchester City hvernig á að spila fótbolta. Gæti auð- veldlega átt góð 20–25 ár eftir á toppnum. Afar klókur stjóri sem kann að láta lið sitt spila stórbrotinn sóknarleik. Antonio Conte Félag: Juventus. Aldur: 43 ára Þessi fyrrverandi miðjujaxl hjá Juventus-liðinu hefur heldur betur staðið fyrir sínu sem stjóri félagsins. Undir stjórn hans hefur Juventus unnið ítölsku deildina tvö ár í röð og hefur hann komið liðinu í röð fremstu liða í Evrópu. Conte þykir afar klókur og tæknilega góður stjóri. Þrátt fyrir að vera tiltölulega ungur er hann kominn í röð fremstu stjóra á Ítalíu. Vincenzo Montella Félag: Fiorentina. Aldur: 46 ára Vincenco Montella var ótrúlegur markaskor- ari og hann virðist ekki síður vera ótrúlegur knattspyrnustjóri. Montella tók við stjórn Fiorentina fyrir síðasta tímabil eftir vonbrigði tímabilið á undan þar sem liðið varð í 13. Sæti. Ráðning Montella virðist hafa haft góð áhrif á félagið því það endaði í fjórða sæti ítölsku deildarinnar í vor, aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Montella er þegar búinn að sanna sig á Ítalíu og það er deginum ljósara að hann mun láta til sín taka á næstu árum. Sami Hyypia Félag: Bayer Leverkusen Aldur: 39 ára Sami Hyypia átti frábæran feril hjá Liver- pool sem leikmaður og hann virðist engu síðri stjóri en hann var öflugur varnarmaður. Bayer Leverkusen kom nokkuð á óvart í þýsku deildinni í vetur og náði 3. sætinu sem gaf þátttökurétt í Meistaradeildinni. Liðið endaði aðeins stigi á eftir Borussia Dort- mund – næst besta liði Evrópu. Þó að liðið hafi verið vel mannað með leikmenn eins og Lars Bender, Stefan Kiessling, Dani Carvajal og Andre Schurrle var Hyypia límið sem hélt þessu öllu saman. Finninn stóri á framtíðina sannarlega fyrir sér. Það mun reyna á hæfileika Finnans í vetur enda lykilmenn eins og Carvajal og Schurrle horfnir á braut. Hver myndi þora að veðja gegn því að hann taki einn daginn við Liverpool? Andre Villas-Boas Félag: Tottenham Aldur: 35 ára Villas-Boas var aðeins 33 ára þegar hann vann Evrópudeildina með Porto. Þaðan lá leiðin til Chelsea þar sem hlutirnir gengu ekki upp. Villas-Boas hefur þó sýnt styrk sinn hjá Tottenham þar sem hann hefur gert glimrandi fína hluti þrátt fyrir ungan aldur. Liðið endaði í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í vor og missti naumlega af Meistaradeildar- sæti. Það er ljóst að tíminn vinnur með Villas-Boas sem á einungis eftir að verða reynslumeiri og sterkari. Josep Guardiola Félag: FC Bayern Aldur: 42 ára Það þekkja auðvitað allir árangurinn sem Guardiola náði með Barcelona- liðið. Í vetur mun ný áskorun taka við en eins og kunnugt er tók Spánverjinn við Þýskalands- og Evrópumeisturum Bayern Munchen. Það er pressa á Bayern-liðinu enda náði liðið að landa þrennunni síðasta vetur. Guardiola ætti í rauninni ekki að geta klikkað enda ekkert lið í heiminum sem býr yfir jafn öflugum leikmannahópi og Bayern. Guardiola er kominn til að vera í þetta skiptið. Roberto Martinez Félag: Everton Aldur: 40 ára Martinez var frábær hjá Wigan þar sem honum tókst að vinna enska bikarinn í vor. Því miður féll Wigan um deild og þar sem David Moyes fór til Man- chester United opnuðust dyr fyrir Martinez til að fara í stærra félag. Martinez lætur lið sín leika skemmtilegan fótbolta og það verður virkilega forvitnilegt að fylgjast með gangi mála hjá þessum efnilega stjóra. Paco Jemez Félag: Rayo Vallecano Aldur: 43 ára Rayo Vallecano-liðið mun seint teljast í hópi stórliða á Spáni og það bjuggust flestir við því að liðið myndi í besta falli sleppa naumlega við fall síðasta vetur. Liðið hefur ekki yfir miklum fjármunum að ráða og leikmannahópurinn er þunnskipaður. Þrátt fyrir það tókst Paco að hala inn metfjölda stiga (53) og skila liðinu í 8. sætið í vor. Liðið missti naumlega af sæti í Evrópudeildinni og þótti leika skemmtilegan fótbolta þar sem sóknarleikur var í fyrirrúmi. Paco Jemez, sem áður hefur stýrt liðum eins og Córdóba, Las Palmas og Cartagena, á framtíðina fyrir sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.