Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Síða 2
2 Fréttir 6. nóvember 2013 Miðvikudagur Leiðrétting Í síðasta helgarblaði DV kom fram að Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Glitni og Íslandsbanka og núverandi forstjóri Skeljungs, hefði hætt í bankanum árið 2009 eftir að farið hafði fram skoðun á aðkomu hans að sölu bankans á Skeljungi. Þetta er ekki rétt, líkt og komið hefur fram í DV áður, því skoðun bankans á aðkomu Einars Arnar fór fram eftir að hann lét af störfum í bankanum. Skoðunin fór því fram eftir að Einar Örn hætti en ekki áður en hann hætti. Þetta atriði leið- réttist hér með. Píratar stærstir hjá yngstu kynslóðinni n Breytingar á íslensku flokkakerfi n Ungir snúa baki við gömlum valdaflokkum S vanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir ljóst að grundvallarbreytingar séu að verða á hinu íslenska flokkakerfi. Hann vísar í ný- lega skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar Háskóla Íslands sem framkvæmd var dagana 3.–16. október síðastliðinn, en þar kem- ur meðal annars fram að Píratar séu stærsti flokkurinn á landsvísu á meðal kjósenda undir þrítugu, með 23 pró- senta fylgi. „Það sem við sjáum þar er að yngra fólkið kýs allt öðruvísi en þeir sem eldri eru.“ Svanur segir gamla flokkakerfið í raun hrunið og að Besti flokkurinn hafi verið ein birtingarmynd þess. Ekki megi þó gleyma því að á Akur- eyri hafi L-listinn, eða Listi fólksins, sópað til sín fylgi árið 2010 og fengið sex bæjarfulltrúa kjörna og hreinan meirihluta. Niðurstaða síðustu sveit- arstjórnarkosninga hafi sýnt, svo ekki verði um villst, að yngra fólk kalli eftir breytingum. Sú krafa sé ennþá uppi sé miðað við niðurstöðu nýlegrar skoð- anakönnunar Félagsvísindastofnun- ar. Staðan sé því galopin þegar kemur að sveitarstjórnarkosningum næsta vor og allt geti gerst. 28 prósenta fylgi valdaflokka Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofn- unar Háskóla Íslands var framkvæmd dagana 3.–16. október síðastliðinn og var meðal annars spurt hvaða flokk eða lista svarendur myndu kjósa, ef gengið yrði til alþingiskosninga „á morgun“. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 23,2 prósenta fylgi, Samfylkingin með 19,7 prósenta, Framsóknarflokkurinn með 14,8 pró- senta, Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð með 14,5 prósenta, Björt framtíð með 12,4 prósenta og Píratar með 8,5 prósenta fylgi. Þá vekur athygli að Píratar mælast stærstir með 23 prósenta fylgi á með- al kjósenda á aldrinum 18–29. Á hæla þeim koma síðan Samfylking og Sjálf- stæðisflokkur með nítján prósenta fylgi hvort hjá yngstu kjósendunum. Framsóknarflokkurinn mælist með níu prósenta fylgi hjá yngstu kjós- endunum en Svanur segir mikil tíð- indi í þessu. „Þarna eru Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkurinn með samanlagt 28 prósenta fylgi hjá yngstu kjósendunum. Þetta eru flokk- ar sem voru sögulega séð með tvo þriðju hluta atkvæða á landsvísu, í fleiri áratugi, og eru nú komnir niður fyrir þrjátíu prósent.“ Flokkakerfið hrunið Svanur segir þessar tölur skipta máli þegar verið sé að spá fyrir um úrslit borgarstjórnarkosninganna í Reykja- vík. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 hefur pólitíska landslagið í borginni lítið breyst þótt Jón Gnarr borgarstjóri hafi tilkynnt að hann fari ekki fram að nýju í kosningunum næsta vor, og að Besti flokkurinn verði lagður niður. Fær Björt framtíð samkvæmt könnuninni svipað fylgi og Besti flokkurinn fékk í síðustu kosningum, eða 36,1 prósent. „Það er ljóst að við getum ekki tekið neitt sem sjálfgefið þegar kem- ur að kosningum í vor. Sjálfstæðis- flokkurinn réð hér Reykjavík þangað til 1994 en nú er staðan sú að þetta flokksapparat Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er hrunið. Gamla flokka- kerfið er hrunið og ein birtingar- myndin af því er Besti flokkurinn,“ segir Svanur í samtali við DV. Hann bendir þó á að aðrar stórfréttir í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi fallið svolítið í skuggann af sigri Besta flokksins. Nefnir hann meðal annars L-listann svokallaða sem vann stórsigur á Akureyri og fékk kjörna sex bæjarfulltrúa á Akureyri: „Það gleym- ist stundum að á Akureyri er flokkur sem er með hreinan meirihluta. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn bara með einn bæjarfulltrúa, og Framsóknar- flokkurinn með einn.“ Níu prósenta fylgi Framsóknar Miðað við niðurstöður Félagsvís- indastofnunar hafa ríkisstjórnarflokk- arnir samanlagt 38 prósenta fylgi og mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 3,5 prósentum minna fylgi en í alþing- iskosningunum í vor og Framsóknar- flokkurinn með um 10 prósentum minna. Samfylkingin er samkvæmt könnuninni orðinn næststærsti flokk- ur landsins með um tuttugu prósenta fylgi, Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð mælist nánast jafnstór og Fram- sóknarflokkurinn og Björt framtíð og Píratar bæta báðir við sig um þremur til fjórum prósentum. Minnihlutinn á þingi mælist því með um 55 prósenta fylgi samanlagt. Niðurstöður könnunarinnar voru greindar eftir ýmsum bakgrunns- breytum og þar má sjá fylgi framboða eftir kyni, aldri, menntun, tekjum og fleiru. Þar kemur meðal annars fram að karlar séu líklegri til að styðja Sjálf- stæðisflokkinn eða Pírata en konur Samfylkinguna eða Vinstri græn. Þá kemur fram að Píratar séu með tíu prósenta fylgi á höfuðborgarsvæðinu en sex prósenta fylgi á landsbyggð- inni. Þessu er hins vegar öfugt far- ið með Framsóknarflokkinn, sem er með 25 prósenta fylgi á landsbyggð- inni en níu prósenta á höfuðborgar- svæðinu. Þá eru háskólamenntaðir mun líklegri til að styðja Vinstri græn en aðrir, á meðan 44 prósent þeirra sem eru með tekjur yfir 600 þúsund krónum á mánuði styðja við Sjálf- stæðisflokkinn. n Fylgi flokkanna Björt framtíð Framsóknarflokkur Samfylking Sjálfstæðisflokkur Píratar Vinstri græn 12 ,4 % 14 ,8 % 19 ,7 % 23 ,2 % 8 ,5 % 14 ,5 % 11 % 9 % 19 % 19 % 23 % 17 % Samkvæmt niðurstöðum úr þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem fram- kvæmd var dagana 3.–16. október síðastliðinn. Heildin Heildin Heildin Heildin Heildin Heildin Undir þrítugu Undir þrítugu Undir þrítugu Undir þrítugu Undir þrítugu Undir þrítugu Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Besti ein birtingarmyndin Besti flokkurinn er ein birtingarmynd þess hvernig flokkakerfið hefur hrunið, segir Svanur Kristjánsson. Grundvallarbreytingar Svanur segir ljóst að grundvallarbreytingar séu að verða á hinu íslenska flokkakerfi. Tekur upp hanskann fyrir forsetann Sigrún Magnúsdóttir, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, telur betra að þakka forseta Ís- lands, Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrir árvekni og djörfung, heldur en úthúða honum í viðtölum og útgáfum ævisagna. Þetta sagði Sig- rún á Alþingi á þriðjudag við lítinn fögnuð Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingar og fyrr- verandi ráðherra. Sigrún segir að einu ástæðurnar fyrir slíkum skrif- um væru til þess að réttlæta fyrri störf þeirra Steingríms J. Sigfússon- ar og Össurar Skarphéðinssonar, sérstaklega varðandi landsdóm. Össur var þessu ekki sammála og sagðist ekki vilja að ásakanir hennar í hans garð yrðu prentað- ar í Alþingistíðindum. Hann hefði sannarlega skrifað bók, en hvergi væri ráðist á forsetann. Össur sagð- ist vera vinur forsetans síðastliðin 30 ár og hann hefði enn fremur ekkert til að skammast sín fyrir í landsdómsmálinu. „Mér þykir miður að heyra slíkt. Háttvirtur þingmaður Sig- rún Magnúsdóttir er að vísu sjald- séðari en hvítir hrafnar í þessum þingsal og þess vegna er það miður og sorglegt að tilefni hennar til að heiðra okkur með tilvist sinni skuli vera að fara í árásir af þessu tagi,“ sagði Össur. Vikulegri útgáfu hætt Vikulegri útgáfu tímaritsins Skástriks hefur verið hætt, en tímaritið hóf útgáfu á auglýs- ingalausu veftímariti fyrir áskri- fendur í haust. Í bréfi frá öðrum ritstjóra blaðsins, Atla Þór Fann- dal, sem hann hefur sent áskrif- endum kemur fram að hann eigi nú meirihluta hlutafjár í blað- inu. „Ég ítreka að staðið verður við skuldbindingar félagsins. Hér er um endurskoðun að ræða, ekki gjaldþrot,“ segir Atli. „Í framtíðinni verður áherslan hjá Skástriki lögð á ítarlegra efni og umfjöllun í almannaþágu. Blaðið mun koma sjaldnar út en gæðin verða meiri.“ Hann segir erfitt að horfast í augu við galla eigin áætlana. „Það er bæði vandræðalegt og erfitt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.