Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 6. nóvember 2013 Á mánudag hófst umfangsmikil aðalmeðferð í Al-Thani mál- inu svokallaða þar sem fyrr- verandi æðstu stjórnendur Kaupþings, þeirra á meðal Ólafur Ólafsson, eru ákærðir fyrir markaðs- misnotkun, markaðssvik, umboðs- svik og hlutdeild í þeim brotum. Ólafur gaf skýrslu fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur á þriðjudag og svaraði spurningum saksóknara oft á þann veg að svarið hefði þegar komið fram. Björn Þorvalds- son saksóknari gagnrýndi þennan trega til þess að svara spurning- um og sagði sakborningana ítrekað komast upp með að sýna skæting og svara ekki spurningum. Dómari tók undir þessa gagnrýni og benti Ólafi á að saksóknari gæti þurft að ítreka spurningar sínar til þess að fá skýrari svör. Saksóknari spurði Ólaf mikið út í tæplega 12,9 milljarða króna lán til félagsins Gerland á Bresku Jóm- frúaeyjum, sem var í eigu Ólafs. Féð rann samkvæmt ákæru áfram til fjárfestingarfélags Al-Thanis. Ólafur sagðist ekki hafa óskað eftir láninu og að aldrei hafi komið til tals að hann nyti hagnaðar af viðskiptum Al-Thanis. Þá sagðist hann ekki hafa lagt fram neinar tryggingar fyrir lán- inu. Segja má að skýrslutakan hafi verið lífleg í meira lagi en DV birtir hér á eftir brot af samskiptum sak- sóknara og Ólafs við réttarhöldin. Í ljósi þess sem Ólafur sagði um að hann hefði aldrei átt að hagnast neitt á láninu, spurði saksóknari hann að því hvort hann hefði ætl- að að reiða fram tryggingar fyrir láni sem hann myndi ekki bera neinn hagnað af. Ólafur svaraði: „Mér þykir alveg með ólíkindum, fyrirgefðu ég ætla að halda mín- um stutta tíma og skapinu í lagi, en mér þykir með ólíkindum að þú skiljir þetta ekki. Lestu skjalið. Viltu vera svo vænn …“ Saksóknari bað Ólaf vinsamlegast um að svara spurningunni. Í seinna svari Ólafs kom fram að lánið hefði verið ótryggt og þar með hefði hann ekki lagt fram neinar tryggingar. Saksóknari spurði meðal annars hver hefði tekið fjárhagslega áhættu í lánaviðskiptunum. Ólafur svaraði á þá leið að það hefði verið Sheikh Mohammed Al-Thani. Saksóknari: „Vegna lánsins til Gerlands?“ Ólafur: „Já, viðskiptunum, ekki í þessari einstöku lánveitingu eins og þú kýst að brjóta það.“ Saksóknari: „Já, en áhættan vegna lánsins til Gerlands? Hvar liggur sú áhætta?“ Ólafur: „Áhættan við lánið til Gerlands er fyrst og fremst í verðmæti bréfanna sem var verið að framreiða.“ Saksóknari: „Skýrðu það út fyrir mér …“ Ólafur: „Nei, þú veist það alveg jafn vel og ég hver áhættan er.“ Saksóknari: „Þú ert vitni í þessu máli.“ Ólafur: „Já, og hverju viltu að ég svari? Hverju á ég að svara?“ Saksóknari: „Þú svarar eftir bestu samvisku.“ Ólafur: „Já, já, ókei, spurningin takk!“ Saksóknari: „Spurningin var sú, hver tekur fjárhagslegu áhættuna af þessum lánaviðskiptum?“ Ólafur: „Já af láninu. Ehh … Gerland tekur áhættuna af því að lána það áfram og bankinn tekur áhættuna af því að lána Gerlandi fjármunina.“ Þegar saksóknari benti á það sem Ólafur hefði verið að segja stuttu áður um að engar tryggingar hefðu verið fyrir láninu til Gerlands, og þar með engin áhætta, svaraði Ólafur: „Ég, veistu það, þú getur reynt að þvæla þessu, ef þú skilur ekki þessa mynd þá get ég ekki hjálpað þér með það.“ jonbjarki@dv.is Tók sér 747 milljóna arð n Ólafur Ólafsson á grænni grein n Samskip greiðir út arð eftir dramatíska baráttu um framtíðareignarhald Ó lafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa, tók sér arð út úr skipafélaginu í fyrra sem nam 4,4 milljón- um evra, eða rúmlega 747 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Samskipa sem skil- að var til embættis ríkisskattstjóra þann 31. október síðastliðinn. Sam- skip skilaði hagnaði upp á tæplega 2,5 milljónir evra í fyrra, eða 424,5 milljónir íslenskra króna. Eigandi Samskipa er hollenska eignarhaldsfélagið Samskip Holding BV en Ólafur hefur í gegn- um tíðina notast talsvert við hol- lensk eignarhaldsfélög í viðskiptum sínum. Til að mynda hélt hollenskt eignarhaldsfélag, Egla BV, utan um hlutabréfaeign hans í Kaupþingi. Arðurinn út úr Samskipum rann því frá Íslandi og til Hollands. Arð- urinn sem greiddur var út í fyrra er jafnhár og hagnaður félagsins árið 2011. Það ár var enginn arður tek- inn út úr Samskipum. Hótaði að kyrrsetja skipin Líkt og DV greindi frá í ágúst á þessu ári, upp úr bókinni Ísland ehf., þá hótaði belgíski bankinn Fortis að kyrrsetja skip Samskipa ef Ólafur Ólafsson fengi ekki að eiga fyrirtækið áfram árið 2009. Fortis vildi að Ólafur ætti Samskip áfram á meðan Arion banki var á móti því. Ef Fortis hefði kyrrsett skipin hefði slíkt getað haft mikil áhrif á hags- muni Arion banka inni í fyrirtæk- inu. Finnur Sveinbjörnsson var bankastjóri Arion banka á þessum tíma og sagði hann í samtali við DV að hann kannaðist við þessa frá- sögn. „Ég talaði alfarið fyrir bank- ann á þessum tíma og greindi frá því að Arion banki hefði ver- ið í þessari stöðu: Að Fortis hefði stutt Ólaf og viljað vinna með hon- um áfram. Ég sagði að Arion banki hefði verið kominn í mjög erfiða stöðu og að bankinn hefði fórnað meiri hagsmunum fyrir minni ef ákveðið hefði verið að láta sverfa til stáls; það er að segja ef Arion banki hefði ákveðið að vinna ekki með Fortis-bankanum með þeim hætti sem bankinn vildi.“ Því er það svo að það er alls ekk- ert sjálfsagður hlutur að Ólafur Ólafsson hafi haldið Samskipum eftir hrunið 2008. Ef Arion banki hefði fengið að ráða hefði hann ekki haldið fyrirtækinu. Nú fær Ólaf- ur tæplega 750 milljóna króna arð inn á reikning félags síns í Hollandi vegna rekstrarhagnaðar Samskipa í hitteðfyrra. Ennþá eignamikill Ólafur Ólafsson er ennþá eigna- mikill þrátt fyrir íslenska banka- hrunið þar sem hann tapaði eign- um eins og 10 prósenta hlut í Kaupþingi og þriðjungshlut í út- gerðarfélaginu HB Granda. Hans stærsta eign á Íslandi er Samskip en eignir skipafélagsins nema tæplega 52 milljónum evra, um 8,8 milljörð- um króna en á móti eru skuldir upp á 41 milljón evra, tæplega 6,8 millj- arða króna. Eiginfjárstaða félags- ins er því jákvæð upp á um 2 millj- arða króna. Þar að auki á Ólafur verðmætar fasteignir í Reykjavík og annars staðar, meðal annars höfuð- stöðvar Bifreiðaumboðsins Öskju og stóra fasteign á Suðurlands- brautinni. Ólafur kemur því ágætlega und- an íslenska efnahagshruninu og hefur nú greitt sér arð í fyrsta sinn eftir hrun út úr Samskipum. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Að Fortis hefði stutt Ólaf og viljað vinna með honum áfram „Þú ert vitni í þessu máli“ n Ólafur þráaðist við í skýrslutöku Réttarhöldin Þettskipað var í Héraðsdómi Reykjavíkur að morgni þriðjudags á meðan Ólafur Ólafsson gaf skýrslu fyrir dóminum. Mynd SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.