Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Page 4
4 Fréttir 6. nóvember 2013 Miðvikudagur
n Dagbókarfærslur Össurar frá 2012 í nýrri bók
J
óhanna Sigurðardóttir bað
Össur Skarphéðinsson að
reyna að lægja öldurnar innan
þingflokks Samfylkingarinnar
í aðdraganda flokksráðsfundar þar
sem nokkrir þungavigtarmenn í
flokknum lýstu óánægju sinni með
breytingar á ríkisstjórninni. Fyrir
lá að Árna Páli Árnasyni yrði skipt
út úr ríkisstjórninni en ekki voru
allir á eitt sáttir við það. Össur lýs
ir þessu í bók sinni Ári drekans
sem kemur út í dag, miðvikudag,
en þar fer hann yfir líf ríkisstjórn
arinnar árið 2012 eins og það birt
ist í dagbókum sínum. Í kafla sem
hægt er að lesa á DV.is í dag segir
hann frá samtali sem hann átti við
Ólaf Ragnar Grímsson forseta á
nýársmorgun árið 2012.
Í samtalinu við Ólaf ræddu þeir
meðal annars ummæli sem Össur
lét falla í viðtali við Viðskipta
blaðið þar sem hann sagði að
Samfylkingin ætti að fara í kosn
ingar með nýja forystu úr yngri
kynslóðum flokksins. „ Forsetinn
spurði út í viðbrögð forsætis
ráðherra við ummælum mín
um. Þögn, sagði ég, þangað til
nokkrum klukkustundum fyrir
fund í þingflokknum sem haldinn
var í aðdraganda stóra fundar
ins,“ segir Össur og heldur áfram:
„Þá hefði forsætisráðherra hringt,
sagst ætla að ræða síðar við mig
um viðtalið en lýst óvæntri ókyrrð
meðal þingmanna. Hún hefði,
eins og oft áður, beðið mig að fara
í bátana og stilla öldur fyrir fund
inn.“ Þetta segist Össur hafa gert
og fundurinn með þingmönnum
farið vel. n
Guðríður kveður
Guðríður Arnardóttir og Haf
steinn Karlsson ætla ekki í fram
boð til bæjarstjórnar í Kópavogi
í vor. Þau greindu frá ákvörðun
sinni á félagsfundi Samfylk
ingarinnar í Kópavogi í fyrra
kvöld, en greint er frá málinu á
vef Kópavogsfrétta. Sem kunn
ugt er hefur Guðríður verið í
forsvari fyrir lista Samfylkingar
innar frá árinu 2006 og Haf
steinn Karlsson hefur starfað í
bæjarstjórn frá árinu 2002. Sam
kvæmt heimildum DV ljúka þau
þó bæði kjörtímabilinu.
Ögmundur sá strax
eftir að hafa hætt
Ö
gmundur Jónasson, þing
maður Vinstri grænna og
fyrrverandi ráðherra, sá
strax eftir því að hafa geng
ið úr ríkisstjórn Samfylk
ingar og Vinstri grænna árið 2010.
Fljótlega eftir að hann sagði af sér
ráðherraembætti sótti hann hart að
komast inn í stjórnina aftur. Þetta
segir Steingrímur J. Sigfússon, fyrr
verandi formaður Vinstri grænna,
í nýrri bók, Frá hruni og heim, sem
kom út í gær. Í bókinni ræðir Stein
grímur meðal annars um erfiðleika
innan Vinstri grænna í tíð síðustu
ríkisstjórnar en flokkurinn tap
aði mörgum þingmönnum á kjör
tímabilinu. Átökin innan flokksins
urðu vandamál í ríkisstjórnarsam
starfinu og eru orð Jóhönnu Sig
urðardóttur, forsætisráðherra í
ríkis stjórn flokkanna, um að smala
köttum löngu orðin fræg.
Óttaðist að Ögmundur færi
Steingrímur segir að um tíma eftir
úrsögn Ögmundar úr ríkisstjórninni
hafi hann óttast að sá síðarnefndi
væri að undirbúa brotthvarf úr
flokknum ásamt hópi stuðnings
manna sinna. Nefnir hann sérstak
lega til sögunnar þau Ásmund Ein
ar Daðason, sem nú er þingmaður
Framsóknarflokksins, og Lilju
Móses dóttur, sem stofnaði eigið
framboð eftir að hafa sagt sig úr VG.
Þau tvö ásamt Jóni Bjarnasyni og
Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, þing
mönnum, segir Steingrímur hafi
barist grimmt fyrir endurkomu Ög
mundar í ríkisstjórnina.
„Svo merkilegt sem það nú var þá
fékk Ögmundur strax bakþanka yfir
að hafa gengið úr stjórninni og vildi
inn aftur. Hann safnaði liði innan
þingflokksins og um tíma snerist allt
um það hjá Ásmundi Einari Daða
syni, Lilju Mósesdóttur, Jóni Bjarna
syni og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur
að Ögmundur þyrfti að komast í
stjórnina á ný,“ segir Steingrímur í
bókinni.
Jón var líka til vandræða
Ögmundur var þó ekki eini ráðherr
ann sem var til vandræða í vinstrist
jórninni. Steingrímur segir frá því
að Jón Bjarnason, sem var í stöðu
sjávar útvegs og landbúnaðarráð
herra, hafi verið erfiður. Steingrímur
segir að Jóni hafi litist mjög illa á
hugmyndir um sameiningu ráðu
neyta og hafi óttast um eigið sæti.
Jón gerði Evrópusambandsum
sókn Íslands ítrekað að umræðu
efni þegar rætt var um ríkisstjórnina
og sagði að sameining ráðuneyta
væri liður í aðlögunarferli að sam
bandinu. Þetta segir Steingrímur
vera „helbert rugl“.
„Honum var kærara en allt kært
að sitja í ráðherrastólnum þótt hann
væri á köflum ekki ákafur stuðn
ingsmaður ríkisstjórnarinnar, jafn
vel ekki þegar á þurfti að halda.
Það er undarlegt að menn vilji sitja
í ríkis stjórn sem þeir ekki styðja,“
segir Steingrímur um Jón. Hann
segir Jón ekki hafa mátt heyra á það
minnst að hverfa úr ríkisstjórninni.
Það gerðist þó á endanum við litla
ánægju Jóns. Eftir að Jón þurfti að
yfirgefa ríkisstjórnina um áramótin
2011/2012 sat hann í heilt ár sem
þingmaður flokksins.
Átök frá upphafi
Steingrímur segir að átök innan
flokksins hafi í raun byrjað strax eftir
stjórnarmyndun að loknum kosn
ingum 2009. Hann segir í bókinni
að strax hafi órólegu þingmennirn
ir sett sig upp á móti aðildarumsókn
að Evrópusambandinu. Stjórnar
sáttmálinn sem flokkarnir tveir
gerðu með sér kvað hins vegar mjög
skýrt á um að sótt yrði um aðild að
sambandinu.
Þegar líða tók á kjörtímabilið
fóru brestirnir að koma sífellt betur
í ljós en það endaði á því að flokk
urinn missti fimm þingmenn á kjör
tímabilinu, ýmist af þingi eða til
annarra flokka. Varamaður kom inn
í stað eins þingmannsins og liðu
aðeins nokkrir mánuðir frá úrsögn
Jóns úr flokknum og fram að kosn
ingum. Staðan var þó ekki góð og
segir Steingrímur að honum þyki
dapurlegt að þingmennirnir hafi
farið. „Þau buðu sig fram og voru
kjörin á þing fyrir þennan vinstris
innaða flokk sem fékk yfirgnæfandi
stuðning almennra flokksmanna til
að fara í ríkisstjórn og eftir það sama
yfirgnæfandi stuðninginn til að
halda verkum sínum áfram,“ segir
Steingrímur um brotthvarfið. n
3 bækur um
3 ráðherra
Bók Steingríms,
Frá hruni og
heim, kom út á
þriðjudag. Bókin
er ein af þremur
bókum fyrrver-
andi ráðherra
úr ríkisstjórn
Samfylkingar og
Vinstri grænna
sem koma út
fyrir þessi jól. Össur Skarphéðinsson,
fyrrverandi utanríkisráðherra, sendir
frá sér bókina Ár drekans og eiginkona
Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi
forsætisráðherra, Jónína Leósdóttir,
sendi nýverið frá sér bók um líf þeirra
hjóna síðustu ár.
Uppgjör Steingrímur gerir upp hrunið,
aðdraganda og eftirmála, í nýrri bók sem
kom út á þriðjudag.
Eftirsjá Steingrímur segir að
Ögmundur hafi strax séð eftir því
að hætta í ríkisstjórn. Ögmundur
sagði ráðherrastól sínum lausum
vegna átaka um Icesave-málið.
n Steingrímur segir VG-liða hafa viljað Ögmund aftur í ríkisstjórn
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Treysti á að Össur lægði öldurnar
Ræddi við Ólaf Össur sagði Ólafi
Ragnari forseta frá fyrstu viðbrögðum
Jóhönnu við viðtali við sig þar sem hann
kallaði eftir nýjum formanni.
Fleiri net í
Grenlæk
Áður en haustveiði á sjóbirting
lauk í Grenlæk, vestan Kirkju
bæjar klausturs, fannst net í ánni
sem í voru um 20 úldnir silungar.
Netaveiði er með öllu bönnuð í
ánni en DV greindi frá því í lok
september að landeigandi hefði
þar gómað mann við netaveiðar.
Samkvæmt lögreglunni á svæðinu
gekkst maðurinn við broti sínu og
var sektaður. Lögreglan á Kirkju
bæjarklaustri segir að ekkert bendi
sérstaklega til þess að um net frá
sama manni hafi verið að ræða.
Lögreglan hefur ekki komist til
botns í málinu en ljóst sé að netið,
sem fannst í efri skurði svoköll
uðum, hafi legið í ánni í einhverja
daga áður en þess varð vart.