Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Síða 8
Þ
rír milljarðar króna
runnu sannarlega frá
almenningshlutafélaginu
FL Group og til eignarhalds-
félagsins Fons í apríl 2005.
Fons, fjárfestingarfélag Pálma Har-
aldssonar, notaði peningana svo til
að kaupa danska flugfélagið Sterl-
ing. Þetta herma heimildir DV en
Hannes Smárason, þáverandi stjórn-
arformaður FL Group, hefur ver-
ið ákærður fyrir peningamillifærsl-
una af embætti sérstaks saksóknara.
Með ákærunni er rúmlega átta gam-
alt leyndarmál loksins upplýst. „Pen-
ingarnir fóru í að kaupa Sterling,“ seg-
ir heimildarmaður DV en Fons keypti
danska flugfélagið á fjóra milljarða
króna í mars þetta ár. Ákæran gegn
Hannesi verður þingfest um miðjan
nóvember.
Millifærslan til Lúxemborgar hef-
ur verið til rannsóknar hjá efnahags-
brotadeild ríkislögreglustjóra og síð-
ar embætti sérstaks saksóknara frá
2009. Talið er að millifærslan geti
flokkast sem fjárdráttur og þar með
brot á auðgunarbrotakafla hegn-
ingarlaga en FL Group var almenn-
ingshlutafélag á þeim tíma sem hún
átti sér stað.
Neita báðir
Hannes hefur alltaf neitað því að
peningarnir hafi runnið frá FL Group
til Fons og þaðan í kaupin á Sterling.
Þetta var hins vegar raunin. Í frétt í
Morgunblaðinu síðla árs 2008 svaraði
Hannes fréttaflutningi um málið með
þeim hætti að ekkert væri hæft í því
að peningarnir hefðu runnið til Fons
og þaðan í Sterling- kaupin. Orð-
rétt sagði Hannes: „Í tilefni af skrif-
um blaðamanns Morgunblaðsins í
sunnudagsblaðinu í dag og þeim að-
dróttunum sem þar eru þá er þeim
alfarið hafnað. Engin lög voru brotin
eins og gefið er í skyn og er allur mál-
flutningur í fréttinni afar ósmekkleg-
ur. FL group lét gera óháða úttekt á
þessu máli í aðdraganda aðalfundar
félagsins 2006 og hefur ítrekað svarað
þessum fullyrðingum.“
Pálmi Haraldsson hefur sömuleið-
is alltaf neitað að hafa tekið við pen-
ingunum frá FL Group „Þessir pen-
ingar hafa aldrei komið inn á minn
reikning eða reikning neinna félaga
sem tengjast mér,“ sagði hann í við-
tali við DV í febrúar 2011. Gögnin
sem sérstakur saksóknari hefur und-
ir höndum stangast því á við yfirlýs-
ingar þeirra Pálma og Hannesar.
Þeir Hannes og Pálmi hafa sjálfsagt
bundið vonir við að aldrei fyndust
sönnunargögn sem sýndu fram á það
svart á hvítu hvert peningarnir fóru.
Gögnin frá Lúx
Rannsóknin á millifærslunni var á
borði efnahagsbrotadeildar ríkis-
lögreglustjóra frá 2009 áður en
deildin rann inn inn í embætti sér-
staks saksóknara árið 2011. Vanda-
mál ákæruvaldsins snerist um að
það gat ekki komist að raun um hvað
gerðist í raun nema með gögnum um
millifærsluna frá FL Group sem fór
í gegnum Lúxemborg. Rannsóknin
gekk því ekki vel af þessari ástæðu,
týnda hlekkinn vantaði.
DV hefur heimildir fyrir því að
þessi gögn hafi borist embætti sér-
staks saksóknara frá Lúxemborg síð-
astliðið sumar. Í gögnunum kemur
fram að Fons hafi fengið peningana
frá FL Group og þaðan hafi fjármagn-
ið runnið til að fjármagna kaup-
in á Sterling. Þrátt fyrir þetta þá
hefur Hannes alltaf neitað því að pen-
ingarnir hafi runnið til Fons, líkt og
áður segir. Ákæran í málinu, sem ekki
hefur verið gerð opinber, mun taka
af allan vafa um þetta atriði en þar
er vísað í umrædd gögn frá Lúxem-
borg. Lykillinn að því að leysa málið,
og gefa út ákæru í því, lá því í gögnun-
um í Lúxembog. Málið gegn Hannesi
var því teiknað upp með þeim gögn-
um sem yfirvöld í öðru landi þurftu
að veita ákæruvaldinu aðgang að.
Ákæran í málinu er enn ekki op-
inber þar sem ekki hefur tekist að
birta hana fyrir Hannesi en þrír dagar
þurfa að líða frá því sakborningi er
birt ákæra þar til hún er gerð opinber.
Einar stofnaði reikninginn
Líkt og DV greindi frá árið 2011 var
aðdragandi millifærslunnar sá að
Hannes bað undirmann sinn hjá
FL Group, Einar Sigurðsson, núver-
andi forstjóra Mjólkursamsölunn-
ar, að stofna reikning hjá Kaupþingi
í Lúxemborg þremur dögum áður en
þrír milljarðar króna voru millifærð-
ir af reikningi FL Group í Landsbank-
anum til Lúxemborgar í apríl 2005.
Millifærslan átti sér stað án vitneskju
þáverandi forstjóra FL Group, Sigurð-
ar Helgasonar, verðandi forstjóra fé-
lagsins, Ragnhildar Geirsdóttur, sem
og stjórnar félagsins. Hannes var
hins vegar ekki með prókúruumboð
hjá félaginu og lét hann framkvæma
millifærsluna án leyfis frá prókúru-
hafa félagsins.
Einar, sem var framkvæmdastjóri
rekstrarstýringar og viðskipta þróunar
hjá FL Group, varð við beiðni Hann-
esar enda var hann starfandi stjórn-
arformaður, stærsti hluthafi fé-
lagsins. Þremur dögum síðar fóru
milljarðarnir þrír út af reikningi FL
Group í Landsbankanum án vit-
neskju annarra stjórnenda eða
stjórnar FL Group. Upphæðin nam
á að giska um helmingi þeirrar inni-
stæðu sem var inni á reikningi FL
Group í Landsbankanum á þessum
tíma. Reikningur FL Group í Lúxem-
borg virðist því hafa verið stofnaður
í þeim eina tilgangi að taka við um-
ræddum fjármunum og bar stofnun
hans afar brátt að. Einar Sigurðsson
kom hins vegar ekki að því að milli-
færa peningana; hann stofnaði bara
reikninginn.
Alltaf sagt hafa verið Fons
Þrátt fyrir að gögn sérstaks sak-
sóknara taki af allan vafa um afdrif
peninganna þá hefur því verið haldið
fram í mörg ár að Fons hafi fengið
fjármunina. Ragnhildur Geirsdótt-
ir bar því til dæmis við í yfir lýsingu
árið 2010 að hún hefði séð Excel-skjal
frá Kaupþingi í Lúxemborg á þessum
tíma sem skilja hefði mátt sem svo að
peningarnir hefðu verið millifærð-
ir til Fons. Ragnhildur sagði í yfirlýs-
ingunni: „Hvar voru svo peningarn-
ir niður komnir? Stjórnarformaður
FL Group [Hannes Smárason, innsk.
blm.] gaf aldrei viðunandi skýringu
á því, að mínu mati. Hins vegar barst
á þessum tíma útprentun úr Excel-
skjali frá Kaupþingi í Lúxemborg þar
sem fram komu upplýsingar sem
mátti skilja sem svo að að peningarn-
ir hefðu á einhverjum tímapunkti, í
einhverjum tilgangi, verið millifærðir
á Fons. Staðfestingu á því hef ég hins
vegar aldrei fengið, hvorki hjá stjórn-
arformanninum, bankanum né öðr-
um aðilum.“
átta ára leyndarmál upplýst
n Ákærður fyrir þriggja milljarða króna millifærslu til Fons n Týndi hlekkurinn í málinu voru bankagögn í Lúx sem sérstakur saksóknari fékk í sumar
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
8 Fréttir 6. nóvember 2013 Miðvikudagur
Neitaði Pálmi Haraldsson neitaði því í viðtali við DV árið 2011 að hafa tekið við milljörðun-
um þremur sem FL Group millifærði á Fons. MyNd KArL PEtErssoN
„Peningarnir
fóru í að
kaupa Sterling
Mars 2005
Fons kaupir
danska
flugfélagið
Sterling fyrir fjóra
milljarða króna
Apríl 2005
FL Group
millifærir þrjá
milljarða til Fons
sem notaðir eru
til að fjármagna
kaupin á Sterling
Júní 2005
Milljarðarnir
þrír skila sér til
baka til FL
Group með
vöxtum eftir
gagnrýni frá
stjórn og
tilvonandi
forstjóra
Júní 2005 Þrír
stjórnarmenn hætta
í FL Group og stórir
hluthafar selja
hlutabréf sín
Október 2005
Ragnhildur Geirsdóttir
hættir sem forstjóri FL
Group eftir einungis
nokkra mánuði í starfi
Október 2005
FL Group kaupir
Sterling og Maersk Air
fyrir 15 milljarða króna
Desember
2006 FL Group
selur Sterling til
Northern Travel
Holding, sem er í
meirihlutaeigu
Fons, fyrir 20
milljarða
Ágúst
2008 Fons
eignast 35
prósenta hlut
FL Group í
Northern Travel
Holding